Vísir - 14.09.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 14.09.1971, Blaðsíða 3
V í SIR. Þriðjudagur 14. september 1971. í MORGUN UTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND Scotland Yard hlustaði á 100 millj. Icróna bankarán Fengu aðvörun rudíóamutörs en gripu að lokum í tómt Lögreglan í London hlust- aði í gær á beina útvarps- sendingu frá* bankaráni í borginni án þess að geta haft hendur í hári ræningj- anna. Það tók nærri 34 tíma að miða út ránið og þá voru ræningjarnir á bak og burt með 500 þús- und sterlingspund eða yfir 100 milljónir króna, fyrir itan gimsteina og peninga skjöl. Innbrotið var framið i Utibú Lloyds banka í Baker Street 185, að eins steinsnar frá hinu sögufræga húsi Baker Street 221b, þar sem Sherlock Holmes átti að hafa búið. Ræningjarnir höfðu radíósam- band á milli sín, meðan á innbrot inu stóð. Þeir notuðu stuttbylgju tæki, sem geta bæði tekið á móti sendingum og sent frá sér. Lög- reglan hefur upplýst, að radíóama- tör eða útvarpsöhugamaður hafi náð samtali ræningjanna inn á tæk ið sitt, þegar þeir voru í fullum gangi £ innbrotinu. Þegar honum varð ljóst, hvað var á seyði lét hann Scotland Yard vita. En það tók rannsóknarlögregluna (3 tíma og 40 mínútur að miða stað inn út. Þar fundu þeir 13 metra löng göng frá verzlun í næsta húsi sem hafði verið lokuð í tvær vikur. Göngin náðu undir kjallarann und ir bankanum og enduðu í hálfs fer- metra ferhyrntu gati í gólfi á geymsluhvelfingu bankans. En löigreglan greiþ í tómt. Ræn ingjarnir höfðu haft nógan tíma til að tæma geymsluhólf bankans og komast burt með allt fémætt, um 105 milljónir króna 1 peningum og mikið magn af gimsteinum og verð mætum skjölum. Meðan reynt var að miða út ræn ingjanna, var, farið í alla bánka, VW-Lotz fallinn Kurt Lotz, aðalforstjóri Volks- wagen-verksmiðjanna, skýrði i gær frá því að hann mundi senn segja af sér. Hann hefur undanfarið sætt harðri gagnrýni, ekki sízt innan stjórnar fyrirtækisins, einkum fyrir þá stefnu að framleiða margar teg undir. Undanfarna mánuði hafa sí- fellt verið að birtast í þýzkum blöðum fréttir um fjárhagsörðug- '<5ika Volkswagen, er stafi af því, að of mikið fé hafi verið lagt í nýj ar bilaeerðir. Þá hefur Lotz einnig »y>tí. ákafléga einræðissinnaður, inæði gagnvart starfsmönnum og einnig verkalýðsfélögum. Frétta- stofan Reuter segir í gær að and- rúmsíoftið I kringum Lotz hafi ekki verið kuldalegt, heldur gaddfreðiö. bankaútibú margra km og stórverzlanir á svæði kringum Baker Street til þess að athuga, hvort allt væri í lagi. Lögreglumenn fóru m.a. inn í bankann, þar sem ránið var framið. Þeir skoðuðu bankann að innan og komust að raun um, aö dyrnar að geymsluhólfum bank- ans voru óhreyfðar. Töldu þeir þá allt vera í lagi, en í rauninni voru ræningjarnir þá bak við hurðina og höfðu hægt um sig. Þetta mun vera í fyrsta sinn, sem lögreglan hefur hlustað á beina út- sendingu frá bankaráni. Sáttatilraunir sem tókust ekki Hér standa yfir tilraunir til sátta í Attica-fangeslinu í New York ríki, þar sem nokkur hundruð fangar hafa í fjóra daga haldið 38 gíslum föstum. í gær var útséð um, að samkomulag mundi nást. Var þá ráðizt inn f fangelsið og völdin tekin með vopnavaldi af föngunum. Átta fangaverðir og 29 fangar létu lífið í bardaganum, sem lauk með sigri laganna varða. Sex gegn Bandaríkjunum Samkomulag fjármálaráðherra Efnahagsbandalagsins Hinir sex f jármálaráðherrar Efna- hagsbandalagsríkjanna luku í nótt viðræðum s'inum í Bruxelles og höfðu þá náð samkomulagi um ýmsar aðgerðir í gjaldeyrismálum. Fyrst og fremst munu ríki Efna- hagsbandalagsins krefjast þess, að Bandaríkin afnemi hinn nýja 10% innflutningstoll sinn og lækki gengi dollarsins miðað við gullverð. Að þessu loknu muni ríki Efnahags- bandalagsins taka afstöðu til hugs- anlegrar hækkunar gjaldmiðla bandalagsins Formaður ráðherranefndarinnar ítalski fjármálaráðherrann Ferrari- Aggradi, sagöi eftir fundinn, að langar og erfiðar alþjóðaviðræður væru í vændum. Svo virðist sem þessi sex rt'ki muni koma fram sem ein heild á fundi „hinna tíu" ríku landa heims, sem verður á morgun 1 London og á fundi Alþjóðagjald- eyrisvarasjóðsins í Washington 27. september. Stálu 30 milljón kr. v/rð/ af .i pelsum og skinnum Mesti pelsaþiófnaður í sögu Sví þjóðar var farminn um helgina hjá skinnaheildsala i Stokkhólmi J. L. Chanow í gamla bænum.^ Verðmæti skinnanna, sem stolið var er áætlað um 30 milljónir is- lenzkra króna. Svo virðist sem þjófarnir hafi notal stiga til að komast inn í geymstasal heildsölunnar og síð- an kastað skinnum og pelsum niöur á vörubíl fyrir utan. Meðal þess- sem stolið var, eru 600 skinn af silfurmink og hvítmink og 300 pelsar, þar á meöal 60 ákaflega verðmætir. Stokkhólmslögreglan telur, aö þjófarnir muni reyna að komast úr landi. Allar tollstöövar hafa verið varaðar við þeim. lAAAAAAAAAAAÍWWSA/l/W Gromyko Undirrita þeir á þriðjudaginn kemur? Rogers matémsUíB hindruB? Samkomulqg heimsveldanna tveggja undirritað eftir viku New York Times hélt þvi fram í gær, að samkomulag hefði náðst milli Bandarikianna og Sovétríkj- anna um aðgerðir til að hindra, að kjarnorkustyrjöld brjótist út af misskilningi. Þetta samkomulag hafj náðst í kyrrþey í Salt-viðræð- unum í Helsinki í Finnlandi og verði undirritað af utanríkisráð- herrum rikjanna, William Rogers og Andrei Gromyko, þegar þeir hittast í New York eftir viku. á þriðjudaginn kemur. Þungamiðja samkomulagsins felst í því, að skotið verði á loft gervitungli, sem á að koma í stað- inn fyrir beinu sYmalínuna milli Washington og Moskvu. Gert er ráð fyrir að heimsveldin tvö forðist að grípa til hefndaraðgeröa eftir árás, fyrr en haft hafi verið samband við hinn aðilann og aö þeir sameigin- lega kanni, hvaða óhöpp geti hafa komið kjarnorkusprengingum af stað. Talsmenn bandaríska' utanrikis- ráðuneytisins hafa ekki viljað segja álit sitt á fréttinni. En New York Times. vitnar I „áreiðanlegar heim- ildir" um að samkomulaeið hafi verið samið af sovezkum cg btfMÍR- rískum sérfræöingum. Þessar við- ræöur hafi byrjað 31. marz I Vta- arborg og hafi slðan haldið áfram í tengslum við viðræðurnar í Hels- inki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.