Vísir - 14.09.1971, Blaðsíða 5

Vísir - 14.09.1971, Blaðsíða 5
VÍSIR. Þriðjudagur 14. september 1971. Þetta er einn „dýrasti farmur", sem Flugfélag Islands hefur flutt. Milljón sterlingspunda-leikmenn Tottenham í flughöfninni í Keflavík TOTTENHAM LEIKUR Ljósm. BB. 1—£ k\l\t beztu menn liðsins komu til Reykjavíkur í gærkvöldi Tottenham Hotspurs — millión ounda liöiö — er komið til Reykjavíkur og í kvöld fer fram stórleikurinn, sem svo margir hafa beðið eftir — Keflavík og Tottenham í EUFA-keppninni. Alir kunnustu kappar þessa fræga liðs eru með í förinni og þeim var fagnað vel af íslenzkum ungmennum í gærkvöldi — fyrst suður á Kefla víkurflugvelli og síðan á Hótel Sögu. Margir fengu áritun hjá köppunum og eng- ; inn var þar hðlegri en sá þeirra, sem er frægastur, heimsmeistarinn Martin Pet- ers, sem lék við hvern sinn fingur og vildi allt fyrir alla gera. Bill Nicholson, framkvæmdastjóri liösins, sagðist litlu vilja spá um úrslitin í leiknum í kvöld. Til þess vissi hann of lítiö í knattspyrnu á íslatidi — en hann vissi þó, að erkifjendur Tottenham i Norður- Lundúnum, Arsenal, hafði leikiö hér fyrir tveimur árum og fengið harða mótstöðu hjá íslenzkum knattspyrnumönnum. Og Alan Gil- zean, sem er eini leikmaður Tott- enham, sem leikið hefur hér áður á Laugardalsvellinum — kom hing- að með skozka liðinu Dundee 1960 — sagðist eiga góðar minningar héðan. Þórólfur Beck vakti þá mesta athygli íslenzku leikmann- anna og sagöist Gilzean oft hafa leikið. geg'n honum á Skotlandi. •-EkkL verður .Ua,Tpttenham. end- anlega valið fyrr en s'iðar í dag — en þar sem ekkj var vitað um nein meiðsli hjá leikmönnum, verður það sennilega skipað þannig: Pat Jennings, Joe Kinnear, Cyril Knowles, Phil Beal, Mike England, Alan Mullery, sem er fyrirliði á leikvelli, Martin Peters Steve Perryman, Martin Chivers, Ralph Coates og Alan Gilzean — eða skipað eins og liðið getur sterkast verið. Uppstilling Keflvikinga er þann- ig: Þorsteinn Ólafsson, Ástráður Gunnarsson, Vilhjálmur Ketilsson, Einar Gunna'rsson, Guðni Kjartans- son, fyrirliði Gísli^ Torfason, Birgir Einar'sson, Karl . Hermannsson, Steinar Jóhannsson, Hörður Ragn- arsson og Jón Ólafur Jónsson — eða allir beztu men'n liðsins. með nema Friðrik Ragnarsson, sem hef- ur verið lengi frá vegna meiösla. Stórleikurinn í kvöld hefst kl. 6.15 á Laugardalsvellinum og ef allt fer að likum verða níu brezkir landsliðsmenn í Tottenham-liðinu og þar ráðlegg ég áhorfendum að fylgjast sérlega vel með Martin Peters „skugganum" í liöinu. Það fer ekki alltaf mikið fyrir þessum glæsilega leikmanni en staðsetning ar hans og uppbygging er glæsileg. Þá eru þeir ensku landsliðsmennirn ir Mullery og Chivers meðal fremstu leikmanna í sínum stöðum í heiminum. Það verður því mikið að sjá í leiknum í kvöld og á góð- um degi leika fá lið betur en Tott- enham Hotspurs. — hsím. U. E. F. A K. S. í KEFLA VÍK EINSTÆÐUR KNATTSPYRNUVIÐBURÐUR LAUGARDALSVÖLLUR, þriðjudagur 14. septe mber klukkan 18.15. Sjáið TOPP-MENN brezkrar knattspyrnu: Pete rs — Chivers — Mullery — Coates — Gilzean — Jennings og Mike England. Forsala aðgöngumiða: Reykjavík: Við Útvegsbankann í dag (þriðjudag) klukkan 1.30—4.30 Laugardal frá kl. 4. Keflavík: Verzlunin Sportvík. Verð aðgöngumiða: Alan Mullery fyrirliöi Tottenfaam. Stúka 200,00 krónur Stæði 150,00 krónur Börn 50,00 krónur Í.B.K.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.