Vísir - 14.09.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 14.09.1971, Blaðsíða 9
V ISIR. íriðjudagur 14. september rúrn. Keppt var á einhreyfilsvélum um Shell-bikarinn og voru alls 13 þátttakendur. Sú nýbreytni var tekin upp, að flugmennirnri voru hafðir einir í vélunum í stað tvímenningskeppni áður. ,,..og það var ekk- ert sirka eða hér- umbil með það.." jbegar keppt et um Islandsmeisfatatitilinn í vélflugi Með drynjandi hreyfilgný komu þær inn með alllöngu millibili og flugmaðurinn tók mið af hvítu línunni, sem.mörkuð var þvert yfir flugbrautina. Nákvæmlega við hvíta strikið áttu hjólin að snerta brautina, og sentimetra munur þýddi mínus- stig, og dómararnir voru nðgu smásmugulegir til þess að mæla muninn með reglustiku. „Já, vist voru það strangar kröfur sem viö gerðum til flug- mannanna, en þaö er nú einmitt sportið í þessu, ög árangurinn sýnir að það er óhætt aö leggja á þá," sagði Björgúlfur Bach- mann, einn þeirra sem annaöist íslandsmeistaramótið í vélflugi, er fram fór um þessa helgi á vegum Flugmálafélags íslands. AnnaS hvert ár er keppt í vél. flugi, en hitt árið í svifflugi. Að þessu sinni var tekinn upp sá háttur að f lugmennirnir voru einir í flugvélum sínum — ein- menningskeppni i stað tvímenn- ingskeppni áður. Eingöngu var keppt f einshreyfilsflugvélum. Keppendur fylltu óhappatöl- una 13, þegar byrjað var, og tólf luku keppni. Það er sagt, að af öllum áhuga málum sem nútímamenn verja tómstundum sínum til, eins og laxveiði„deHan". ' skák„dellan", frímerkja„dellan" o.s.frv., þá sé flugdellan sú, sem grípi menn mestum heljartökunum. Er þó ekki jafnað við neina smámuni, þar sem er eldmóöur laxveiði- manna t.d. Kunnugir segja. að það stafi af því, að flugið grt'pi inn á svo margt, og krefjist þess, að góö- ur flugmaður kunni góö skil á t.d. siglingafræði, veöurfræði, vélfræöi, eðlisfræöi, kortaaflestrj o.s.frv. — Stjórn flugvélarinnar sjálfrar sé reyndar minnsti vandinn af ö!lu fluginu. ->J "' • "• Og keppnin um helgina reyndi' á þetta allt saman-.'og sjálfságt meira til sem ókunnugir gátu' með engu móti gert sér grein fyrir Á laugardaginn fór fram fyrri hluti keppninnar, sem nefndur var yfirlandsflug. Það hófst með því, að keppendum voru gefnir upp ákveðnir við- komustaðir, sem þeir áttu að fljúga til. Viðkomustaður A var kannski Sandskeiö. en síðan átti að fljúga til viðkomustaðar B, sem var punktur í ákveðinni fjarlægð frá viðkomustað A og viðkomustað C. Flugmaðurinn þurfti að byrja á því sjálfur aö reikna út flug- leiðina og hann þurfti að gera flugáætlun og hafði aðeins hálf- tíma til þess að skila tilbúinni flugáætlun til mótsstjórnarinn- ar. Annars fékk hann mínusstig. Og það var ekkert sirka eða hérumbil með þá flugáætlun, því að hún átti svo eftir aö koma honum í koll seinna meir. Hann þurfti að tiltaka upp á sekúndu, klukkan hvað hann ætlaði að vera & viðkomustöðun. um. Þar voru svo varömenn (félagar úr Flugbjörgunarsveit- Gengið frá markalínu á einni flugbraut Reykjavikurflugvallar fyrir lendingarþrautir. inni). sem skráðu hjá sér upp á sekúndu, hvenær vélin flaug yfi'r. Ein sekúnda til eða frá pýddi mínusstig. Meö annað augað á áttavita- nálinni og hitt á kortinu hefði svo flugmaðurinn vei haft not fyrir þriðja augað til þess að svipast um eftir merkjum, sem komiö hafði verið fyrir hér og hvar á leiöinni og honum var ætlað að taka eftir — Já, og ekki bara taka eftir, heldur geta líka, þegar hann var lentur, sýnt á korti, hvar hann sá það. Og mátti þá ekki heldur skakka millimetra' á kortinu. því að þá var þar Kka komið 'eitt mínus- stigið til viðbótar. Og eru þá nefnd aðeins örfá atriði af þeim þrautum, sem lagðar voru fyrir keppendurna. Seinni daginn (sunnudag- inn) fór. svo lendingarkeppnin f y "W *$$&*¥!'**" Einn keppandinn kemur inn til lendingar og flýgur yfir hindrun, áður en hann lendir við línu 50 m frá. fram. .Með hreyfilinn í hlutlausu áttu flugmennirnir að lenda við ákveðna línu í einni þrautinni, og f annarrj þrautinni urðu þeir að fljúga yfir 2ja m háa hindrun yfir flugbrautinni og lenda sem næst línu 50 m frá hindruninni — eöa láta hjólin snerta þar. Svo strangt var tekið á hlutun- um, að Omar Ragnarsson (sem var meðal keppendanna) fékk 100 stig i mfnus fyrir að hafa missýnzt. þegar hann hélt sig lenda nákvæmlega á línunni, en var 30 eða 40 sm framan við hana. „En meö þessu sniði eru ein- mitt keppnir á borð við Norður- landamótið," sagði Björn Jóns- sop. forseti Flugmálafélagsins, í samtali við blm. Vísis. Flugmála félagið sem senn er 35 ára gam- alt (stofnað 1936 af Agnari Kofoed-Hansen, er nokkurs konar ÍSÍ flugíþróttarinnar. Inn. an vébanda þess eru félög eins og Svifflugfélag Islands, Félag einkaflugmanna, Fallhlífarfélag Reykjavíkur o.s.frv „Allt, sem lýtur aö flug; og flugáhuga, kemur undir Flug- málafélagið," s'agði Björn Jóns- son. „Meira að segja módelflug, sem er tiltölulega nývakið upp hér á landl, kemur undir okkar áhugamál Við ráðgerum til dæmis keppni í módelflugi næsta sumar." Flugmálafélagið mun vera aðili að alþjóðasamtökum flug- klúbba, og Islandsmeistaramót í flugi, vélflugi og svifflugi eru háö á vegum þess. — GP — Hverju viljið þér spá um leik Tottenham og Keflavíkur? Karl Vernharösson, verzlunar- maður: 1:2 fyrir Keflavík. — Já, ég ætla svo sannarlega á völl- inn. Búinn aö fá mér miða fyrir löngu. Axel Ingólfsson, verzlunar- maður: Ja, hvað skaí segja... Ætli 3:1 fyrir To-ttenham verði ekki endirinn. — Náttúrlega ætla ég á völlinn. Nái ég í miða 1 tæka tíð. 1'¦* WMÉMte. Magnús Bergsteinsson: Ég mundi segja 4:1 fyrir Totten- ham. Ég vona, að íslendingum takist að minnsta kosti að gera eitt mark. — Já, já, já, ég ætla mér sfeo að fará á vöHinn. Ingólfur Kristjánsson, gagn- fræðaskólanemi: 2:1 fyrir Tottenham, gæti ég hugsað mér svona i' fljótu bragði. — Ég býst við þvf, að ég fari á völlinn. Sveinbjöra Matthíasson, sím- virki: Nú veit ég ekki... Mér koma svona helzt í hug úrslitin 4:0 — fyrir Tottenham, auðvitað. — Nei, ég er ekki nógu mikrll áhugamaður um knattspyrnu til að fara á völ'linn og fylgjast meö leiknum. Gísli Gestsson, -kvikmynda- tökumaður: Ef þetta Tottenham- lið er brezkt ætla ég bara aö vona, að það lið vinni. — Ann- ars eftir á að hyggja, um hvaða leik eruð þiö að tala? Er það einhverslags boltaleikur??? Ég kem alveg af f jöllum, ef svo er

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.