Vísir - 14.09.1971, Side 9

Vísir - 14.09.1971, Side 9
V 1SIR. í»riðjudagur 14. september id71 9 ,,..og |>að var ekk- ert sirka eða hér- umbil með það.." Sveinbjörn Matthíasson, sím- virki: Nú veit ég ekki... Mér koma svona helzt í hug úrslitin 4:0 — fyrir Tottenham, auðvitaö. — Nei, ég er ekki nógu mikill áhugamaöur um knattspyrnu til að fara á vöMinn og fylgjast meö leiknum. Keppt var á einhreyfilsvélum um Shell-bikarinn og voru alls 13 þátttakendur. Sú nýbreytni var tekin upp, að voru hafðir einir í vélunum í stað tvímenningskeppni áður. jbegor keppt er um IslandsmeistaratitiHnn i vélflugi Með drynjandi hreyfilgný komu þær inn með [ alllöngu millibili og flugmaðurinn tók mið af hvítu | línunni, sem mörkuð var þvert yfir flugbrautina. | Nákvæmlega við hvíta strikið áttu hjólin að ji snerta brautina, og sentimetra munur þýddi mínus- | stig, og dómararnir voru nógu smásmugulegir til | þess að mæla muninn með reglustiku. Axel Ingdlfsson, verzlunar- maður: Ja, hvað ska'l segja... Æt'li 3:1 fyrir Tottenham verði ekki endirinn. — Náttúrlega ætla ég á völlinn. Nái ég í miða í tæka tíð. Magnús Bergsteinsson: Ég mundi segja 4:1 fyrir Totten- ham. Ég vona, að íslendingum takist að minnsta kosti að gera eitt mark. — Já, já, já, ég ætla mér sko að fara á vöfflinn. Gísli Gestsson, -kvikmynda- tökumaöur: Ef þetta Tottenham- lið er brezkt ætla ég bara aö vona, aö það lið vinni. — Ann- ars eftir á aö hyggja, um hvaöa leik eruð þið aö tala? Er þaö einhverslags boltaleikur??? Ég kem alveg af fjöllum, ef svo er „Já, víst voru það strangar kröfur sem viö geröum til flug- mannanna, en það er nú einmitt sportiö í þessu, og árangurinn sýnir að það er óhætt aö leggja á þá,“ sagði Björgúlfur Bach- mann, einn þeirra sem annaöist íslandsmeistaramótið í vélflugi, er fram fór um þessa helgi á vegum Flugmálafélags íslands. Annað hvert ár er keppt í vél. flugi, en hitt árið í svifflugi. Að þessu sinni var tekinn upp sá háttur, að flugmennirnir voru einir í flugvélum sínum — ein- menningskeppni 1 stað tvímenn- ingskeppni áöur. Eingöngu var keppt í einshreyfilsflugvélum. Keppendur fylltu óhappatöl- una 13, þegar byrjað var, og tóif luku keppni. Þaö er sagt, að af öllum áhuga málum sem nútímamenn verja tómstundum sínum til, eins og ]axveiði„delian“ skák„dellan“, frímerkja„dellan“ o.s.frv., þá sé flugdellan sú, sem grípi menn mestum heljartökunum. Er þó ekk; jafnaö við neina smámuni, þar sem er eldmóöur laxveiði- manna t.d. Kunnugir segja. að það stafi af því, að flugið gripi inn á svo margt, og krefjist þess, að góð- ur flugmaöur kunni góð skil á t.d. siglingafræði, veöurfræöi, vélfræði, eðlisfræði, kortaaflestri o.s.frv. — Stjórn flugvélarinnar sjálfrar sé reyndar minnsti vandinn af öllu fluginu.* á-”''1 Og keppnin um helgina reyndi á þetta allt saman; og sjálfsagt meira til sem ókunnugir gátu með engu móti gert sér grein fyrir. Á laugardaginn fór fram fyrri hluti keppninnar, sem nefndur var yfirlandsflug. Það hófst með því, að keppendum voru gefnir upp ákveðnir við- komustaðir, sem þeir áttu að fljúga til. Viðkomustaður A var kannski Sandskeið. en síðan átti aö fljúga til viðkomustaðar B, sem var punktur í ákveðinni fjarlægð frá viðkomustaö A og viðkomustaö C. Flugmaðurinn þurfti að byrja á því sjálfur aö reikna út flug- leiðina og hann þurfti að gera flugáætlun og hafði aðeins hálf- tíma til þess að skila tilbúinni flugáætlun til mótsstjórnarinn- ar. Annars fékk hann minusstig. Og það var ekkert sirka eða hérumbil með þá flugáætlun, því að hún átti svo eftir að koma honum í koll seinna meir. Hann þurfti að tiltaka upp á sekúndu, klukkan hvað hann ætlaði að vera á viðkomustöðun. um. Þar voru svo varömenn (félagar úr Flugbjörguna'rsveit- Gengið frá markalínu á einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar fyrir lendingarþrautir. inni). sem skráðu hjá sér upp á sekúndu, hvenær vélin flaug yfir. Ein sekúnda til eða frá þýddi mínusstig. Meö annað augað á áttavita- nálinni og hitt á kortinu heföi svo flugmaðurinn vej haft not fyrir þriðja augað til þess að svipast um eftir merkjum, sem komiö hafði verið fyrir hér og hvar á leiðinni og honum var ætlað að taka eftir. — Já, og ekki bara taka eftir, heldur geta líka, þegar hann var lentur, sýnt á korti, hvar hann sá það. Og mátti þá ekki heldur skakka millimetra' á kortinu, því að þá var þar l’íka komið eitt mínus- stigið til viðbótar. Og eru þá nefnd aöeins örfá atriði af þeim þrautum, sem lagðar voru fyrir keppendurna. Seinni daginn (sunnudag- inn) fór svo lendingarkeppnin Einn keppandinn kemur inn til línu 50 m frá. lendingar og flýgur yfir hindrun, áður en hann lendir við fram. Með hreyfilinn í hlutlausu áttu flugmennirnir að lenda við ákveðna línu í einni þrautinni, og í annarrj þrautinni urðu þeir aö fljúga yfir 2ja m háa hindrun yfir flugbrautinni og lenda sem næst línu 50 m frá hindruninni — eða láta hjólin snerta þar. Svo strangt var tekið á hlutun- um, að Ómar Ragnarsson (sem var meðal keppendanna) fékk 100 stig 1 mínus fyrir að hafa missýnzt. þegar hann hélt sig lenda nákvæmlega á línunni, en var 30 eða 40 sm framan við hana. „En meö þessu sniði eru ein- mitt keppnir á borð við Norður- landamótið,“ sagði Björn Jóns- son. forseti Flugmálafélagsins, í samtali við blm. Vísis. Flugmála félagið sem senn er 35 ára gam- alt (stofnað 1936 af Agnari Kofoed-Hansen, er nokkurs konar ÍSl flugíþróttarinnar. Inn. an vébanda þess eru félög eins og Svifflugfélag íslands, Félag einkaflugmanna, Fallhlífarfélag Reykjavíkur o.s.frv „Allt, sem lýtur aö flug; og flugáhuga, kemur undir Flug- málafélagið," sagði Bjöm Jóns- son. „Meira að segja módelflug, sem er tiltölulega nývakið upp hér á landi, kemur undir okkar áhugamál Við ráðgerum til dæmis keppni í módelflugi næsta sumar.“ Flugmálafélagið mun vera aðili að alþjóðasamtökum flug- klúbba, og íslandsmeistaramót í flugi, vélflugi og svifflugi eru háö á vegum þess. — GP — Hverju viljið þér spá um leik Toííenliam og Keflavíkur? maður: 1:2 fyrir Keflavík. — Já, ég ætla svo sannarlega á völl- inn. Búinn aö fá mér miða fyrir löngu. Ingólfur fræðaskólanemi: 2:1 fyrir Tottenham, gæti ég hugsað mér svona 1' fljótu bragði. — Ég býst við því, að ég fari á vöillinn.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.