Vísir - 14.09.1971, Síða 13

Vísir - 14.09.1971, Síða 13
VÍSIR. Þriðjudagur 14. september 1971. Sex ára bekkur i Austurbæjarskóla. Margt mæiir með skóla- skyidu sex ára barna — og í framtíðinni verður lögð iniklu meiri la á að koma inn mótandi uppeldisáhrif- um á börn á aldrinum 2—7 ára — sjálfsagt þróunin, að skólinn taki æ meir að sér upp- eldislegu hliðina segir Þorsteinn Sigurðsson m.a. í viðtali við Fjölskyldusíðuna um skóla- göngu sex ára barna, o.fl. Hé! er seinnj hluti viðtals við Þorstein Sigurðsson sér- kenns'lufulltrúa um kennslu sex ára barnanna í fyrra og niður- stöður af henni. Hann segir í byrjun að nú standi yfir námskeið fyrir kenn- ara sex ára barna, þá, sem séu að hefja þetta starf og eru þar á meðan kennarar utan af landi. „Við höfum breytt talsvert um efni og vinnubrögð í sam- •raemi við þá reynslu, sem við fengum í fyrra og reynum að forðast ýmis mistök, sem þá komu fyrir. En ég held, að markmiðið breytist ekki, heldur 'leiðirnar að því.“ Það kemur í ljðs, að nú standa kennarar sex ára bamanna bet- ur að vígi með kennslugögn og leik- og uppeldistæki, sem ekki gafst tími sem skyldi til að undirbúa í fyrra. Einnig verður kennslan meiri í t. d. grammik, sem er tjáning í leik, með svipbrigðum og er sérstaklega stíluð upp á þessa aldursflokka en er ekki búninga- leikur eð'a ákveðinn texti, „börn in lifa sig inn í ákveðnar að- stæður og reyna að tjá sig frjálst“. Svo er t. d. tónlist kennd með nýstáriegu sniði, fengnir kennarar, sem nota svo- kallað Orffkerfi, sú kennsla fór einnig fram í fyrra. Tjorsteinn ítrekar mikilvægi þess, að öl-l sex ára börn fái forskólakennslu. „Til að tryggja uppeldislegt jafnrétti, en hætta er á, að ein- mitt þau börnin, sem mest þurfa á forskóla að halda verði út- undan, ef ekki er beinlínis þrýst á foreldrana til að taka tilboði skólans. Það er þegar margt, sem mælir með því að tekin verði upp skólaskylda sex ára barna. Þá eT rétt að vekja sérstaka athygli á varnaðarþætti forskóla starfsins, semraunar er tviþætt ur, annars vegar sá, sem felst í eðli og tilhögun starfsins og miðar að því að veita börnum úr mismunandi uppeldisum- hverfi örvandi og þroskandi námsaðstæður £ byrjun skóla- göngunnar án kröfu um fyrir- fram skilgreindan námsárangur í bóklegum greinum og hins vegar hinar kerfisbundnu þroska athuganir kennaranna á börnun um, sem leiða til þess að vitn- ✓ ✓ eskja um einstaklinga, sem víkja á einhvem hátt frá því normala, berst strax til þeirra aðila, sem | hafa með skilgreiningu og náms- stjórn að gera og gefur þeim' færi á aö búa þessum viðkvæmu ' nemendum kennsluaðstæður við | hæfi og koma þannig í veg fyrir i mistök, sem gætu haft alvarleg- ar afleiðingar fyrir námsárangur ' þeirra, félagslega aðlögun og | geðheilsu síðar á ævinni“. "Y^erðun skólaskylda , sex ára barna þá ekki byrjunin á skólagöngu enn yngri barna? „Jú, tvímælalaust. Skólamenn eru að komast að raun um það, að fyrstu lífárin eru mjög mikil- væg til náms og persónumótun- ar, þá ráðast einmitt örlög ein- staklingsins. Það er ekki nokkur vafi á því, að í framtíðinni verður lögð miklu meiri áherzla á aldurinn 2 — 7 ára, að koma inn mótandi uppeidisáhrifum, að gefa börnunum tækifæri til að þroskast við sem allra hag- stæðust skilyrði". — Skólinn hlýtur þá óhjá- kvæmilega að koma í stað heim- ilanna sem uppeldismötandi? „Já, það er sjálfsagt þróunin, að skólinn taki æ meir uppeldis legu hliðina að sér. Þetta held- ur sjálfsagt áfram. — Með auk- inni verkaskiptingu í þjóðfélag- inu og vaxandi þátttöku kvenna í atvinnulífinu þá hlýtur uppeld- ishliðin að færast æ meir á herðar skólans. Eftir því sem fólki verður meira ljóst hvað kennsla og uppeldi er þýðingar- mikið þá verða þeim mun meiri kröfur gerðar til þeirra, sem ann ast uppeldið. Við teljum, að þar sé sérhæfður m'aður, sem annast tannvemd barnanna — hvers vegar þarf þá ekki sérhæfðan mann til að móta börnin and- lega?“ —SB 13 Sendlar Viljum ráða nú þegar röska sendla til starfa hálfan eða allan daginn. Utanríkisráðuneytið, Stjórnarráðshúsinu við Lækjártorg. Lausar stöður Hjá lögreglustjóraembættinu í Reykjavík eru lausar stöður 2ja ritara við skrifstofustörf. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Laun sam- kvæmt launakerfi ríkisstarfsmanna. Umsóknir um störfin, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist embættinu fyrir 1. október n.k. Lögreglustiórinn í Reykjavík, 13. september 1971. Afgreiðslustúlka Viljum ráða afgreiðslustúlku nú þegar, helzt vana í matvöruverzlun. Upplýsingar gefur verzlunarstjórinn. Kaupfélag Hafnfirðinga Garðaflöt, Garðahreppi. Sími 42424. ';f.,• i • v.. ' _■ i Sendisveinn Óskum eftir að ráða sendisvein, pilt eða stúlku, hálfan eða allan daginn. OLÍUFÉLAGIÐ HF. Klapparstíg 25—27. Sími 24380. Vinna 3—4 lagtækir menn óskast nú þegar til verksmiðjustarfa. Plast og stálgluggar Auðbrekku 38 Kópavogi. Sími 42550. __^r?Smurbrauðstofan I \á 1 BJORIMIIMIM Njálsgata 49 Sími 15t05 | AUGUlVég hrih með gleraugumfiu Austurstræti 20. Símí 14566.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.