Vísir - 01.10.1971, Blaðsíða 5

Vísir - 01.10.1971, Blaðsíða 5
<1 í S I R . Föstudagur 1. október Í»7L i 5 Það kemur sjaldan fyrir að íslenzkir sundknatt- leiksmenn bregði sér út fyrir landssteinana, en í morgun fór þó 17 manna hópur til Skotlands og er það í fyrsta skipti í 20 ár, sem úrvalslið héð- an fer utan til keppni. Sundknattleiksmennirnir, sem eru úr Ármanni KR og ÆGI, munu í kvöld leika við lið frá Glasgow, en á sunnudag verður borgakeppni 1 sundknattleik milli Edinborgar og Reykjavík- ur. Daginn eftir leikur fsl. liðið í Leith Fararstjórj er Halldór Back- mann Hafliðas, og með honum í fararstjórn eru Þorsteinn Hjáimarsson, Erlingur Jóhanns- son og Sigmar Björnsson, þjálf- ari. Halldór sagði okkur V gær- kvöldi, að íslenzkt úrvalslið hefði ekki farið utan síðan 1951, en þá var keppt á Norðurlanda- mótinu í Gjörvik í Noregi. Fyrsta utanför sundknattleiks- manna var 1936, þegar lið héðan kepptj á Ólympíuleikunum i Berl'in. Halldór sagði ennfremur að þessj för væri fyrst og fremst farin ti) að læra. Nýjar reglur í sundknattleik heföu nýlega verið teknar í notkun, „og við hér heima höfum verið í vand- ræðum með þær“, sagði Halldór. Sundknattleiksmennirnir, sem eru 13 að tölu, og fararstjórar munu búa á heimilum skozkra sundknattleiksmanna meðan dvalið er á Skotlandi, en að öðru Ieyti kosta sundknattleiks- mennirnir sig sjálfir utan. í>eir koma flestir heim aftur á föstu- daginn 7 október. í förinni eru þessir leikmenn: Sigþór Magnússon, K.R. Sæmundur Sigursteinsson Á. Einar Þorgeirsson, K.R Erlingur Kristensson, Æ. Guömundur Ingólfsson, Á. Guðmundur Pálsson, K.R. Hreggviður Þorsteinsson Æ. Ólafur Þ. Gunnlaugsson, K.R. Reynir Guðmundsson, Á. Stefán Ingólfsson, Á. Þorsteinn Geirharðsson, Æ. Þorsteinn Ingólfsson Á. Norwich í efsta sæti Þrír leikir voru háðir í 2. deild á Englandi á laugardag og urðu úr- slit þessi: Hull City—Swindon 2—0 Oxford—Q.P.R. 3-1 Sunderland—Middlesbro 4—1 Efstu og neðstu lið 1 deildinni eru nú: Norwich 9 6 3 0 13:5 15 Bristol City 9 5 2 2 21:8 12 Burnley 9 5 2 2 18:10 12 Millvall 9 3 6 0 14:11 12 Birmingham 9 4 3 2 14:8 11 Sunderland 9 4 3 2 14:13 11 Charlton 9 3 0 6 11:17 6 Cardiff 9 1 3 5 9:18 5 Watford 8 1 3 4 9:13 5 Fulham 9 2 1 6 5:16 5 Sheff. Wed. 9 1 2 6 9:17 4 Sundknattleiksmennirnir, sem fara til Skotlands .Þeir æfðu í gærkvöldi og tók þá Bjarnleifur þessa mynd af hópnum. Sundknattleiksmenn til Skotlands: ÍFYRSTA UTANFÖR ÚRYALS- LIÐS I UM TUTTUGU ÁR! Markhæstir á Englandi Peter Osgood, Chelsea, er nú markhæstur leikmanna í 1. deild ensku knattspyrnunnar með 12 mörk í leikjum í 1. deild, deilda- bikarnum og Evrópukeppninni, en ~ af þessum mörkum skoraðj hann sjö gegn Luxemborgarliðinu, þegar Chelsea setti nýtt met í Evrópu- keppninni, vann samanlagt 21—0. Francis Lee, Manch. City hefur skoraö 10 mörk og Gilzean, Tott- enham einnig, en Gilzean skoraði 5 gegn Keflavík. Þá kemur Best, Manch Utd. með 9 mörk og Clyde Best West Ham með sjö. Þeir Lee, George Best og Clyde Best eru ekki þátttakendur V Evrópukeppninni. v r BsIcBndsmótið í handknnttleik íslandsmótið í handknattleik inn- anhúss 1972 hefst um mánaðamótin október/nóvember. f mótinu taka þátt meistaraflokk- ar karla og kvenna. 1., 2. og 3. flokkur kvenna, — í., 2. 3. og 4. flokkur karla Þátttökutilkynningar óskast send ar Mótanefnd H.S.Í., pósthólf 215, ásamt þátttökugjaldi sem er kr. 1.000,00 fyrir hvern fiokk, fyrir 5. október n.k. Það er „ trímm // Vetrarstarf júdódeildar Ár- manns er að hefjast. Deild in er til húsa að Ármúla 32, en þar eru tveir æf- ingasalir misstórir, tveir búningsklefar, böð og gufu baðsklefar, auk nokkurrar aðstöðu til félagsstarfsemi. góð þátttaka í félagsfundum og skemmtikvöldum. Til dæmis var mjög góð þátttaka, þegar deildin stóð fyrir kan-geikoviku síðastl. vetur, en það eru þjálfunartímar með nokkuð sérstöku sniði, sem fara fram snemma á morgnana yfir háveturinn. Vegna þeirra mörgu, sem hafa ó- ljósar eða ef til vill rangar hug- myndir um eðlj júdóiþróttarinnar, skal bent á eftirfarandi: Júdó er ekki fyrst og fremst keppnis’iþrótt þar sem aðaláherzla er lögð á að sigra andstæðinginn á sem fljótast- ann og áhrifarikastan hátt. Sá, sem iðkar júdó af kostgæfni fær sterkan og lipran líkama. Sérstaklega skal þeim bent á, sem hugsa tij hreyfings meö haust- inu í sambandi við trimm og heiisurækt, að fáar íþróttir veita jafn alhliða áreynslu og júdó- íþróttin. (Frá Júdódeild Ármanns.) Keith Weller til Leicester Fimm leikir á sunnudag Fimm leikir verða háöir í Reykja víkurmótinu í handknattleik á sunnudag. Leikirnir hefjast kl. sjö og fyrst eru tveir leikir í meistara- flokkj kvenna, Ármann —Víkingur, jög KR—Fram. Þá verða þrír leikir i' meistara- flokki karia. Fyrsti leikurinn er milli Víkings og I'R, og ætti það að geta orðið skemmtilegur leikur. Síðan leika Valur og Ármann, og síðasti leikurinn verður milli KR i og Fram. Kennsla fer fram í byrjenda- flokkum karla, og kvenna. Drengja- flokkurinn er milli kl. 18 og 19, en aðrir flokkar eftir kl. 19 á kvöldin, nema á laugardögum, þá eru tímarnir frá kl. 13.30. Aðalkennari deildarinnar er jap- anskur júdómeistari, Yamamoto að nafni og mun hann vera hæst gráð- aði júdókennari á Norðurlöndum (5. dan). Félagsstarfsemi deildarinnar hef- ur verið blómleg undanfarið ár, Chelsea er nú farið að losa sig við leikmenn ti] að ná pen- \ ingum aftur eftir hin miklu kaup að undanförnu, Chris Gar- land (100 þúsund pund) og Steve .; Kemper (170). f gær seldi félag- '« ið Keith Weller til Leicester og fékk fyrir hann 100 þúsund !■ pund, eða sömu upphæö og J. Chelsea greiddi Millvall fyrir hann Weller var markhæsti leik maður Chelsea á s'iðasta leik- tímabili og var hjá félaginu í 18 mánuði. Áður en hann fór til Millvall lék hann með Totten- ham, sem var fyrsta félag hans, en þar var hann ekki nógu góður og Millvall fékk hann fyrir 40 þúsund pund. Þetta er þriðji leikmaður sem Leicester kaupir síðustu vikurnar fyrir 100 þús- und pund. Fyrst Jon Sammels frá Arsenal, síðan Alan Birch- enall og nú Keith Weller. Liðið. J« er í næst neösta sæti i 1. deild. ■! Þá fór Tommy Lawrence, hinn :■ kunni, skozkj landsliðsmark- '. maður í gær til Tranmere í 3. «J deild. Talsvert fall hvað deildir J« snertir en vega!eno,din er stutt «, — aðeins suður yfir Mersey- í|| ána *• 1 *•••■•' Heimsmet Rússinn Sassilij Aleksejev, sterk- asti maður heims, settj nýlega tvö ný heimsmet í lyftingum — yfir- þungavigt Samanlagt lyfti hann 635,5 kg., þegar hann varð heims- meistari i Lima. I pressu bætti hann met sitt um 5 kg., lyfti 230 kg. og í hinum tveimur greinunum lyftí hann 235.5 kg., bætti metið um y2 kg. or 180 kg.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.