Vísir - 01.10.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 01.10.1971, Blaðsíða 6
 Framvarðarsveitin „Vísir", „Vísir", hrópa þeir hinir dugmiklu Vísisstrákar, sém secja svo mikinn svip á borgarlífið, að menn myndu yarla kannast við sig f miðbæn- um eftir hádegi, ef þeir létu sig vanta þar einn dag. — Vísir kann vel að meta þessa knáu stráka sem margir eiga eflaust eftir að skipa veigamiklar stöð- ur V þjóðfélagi framtímans, eins og margir fyrrvérandi Vísis- strákar gera nú — Þess vegna eru þrír söluhæstu strákarnir jafnan verðlaunaðir í hverjum mánuði. — Á efri myndinni er Ari Gunnarsson sölukóngurinn fyrir miðju, en Auðunn Gestss. og Gunnar Smári (annar og þriðji söluhæstu) til sitt hvorrar handar honum. Þeir voru sölu- hæstir í júlímánuði. — í ágúst (neðri myndin) varð Ari aftur sölukóngur, en nú tóku tveir Guðmundar, Ágústsson og Krist- jánsson annað og þriðja sætið. Borgarhagfræðingur segir upp Borgarhagfræðingur, Sigfinn- ur Sigurðsson, hefur nú sagt starfj sínu við Reykjavikurborg lausu frá næstu áramótum að telja. en því starfi hefur hann gegnt í fjögur ár. Frá næstu ára mótum tekur hann við starfi framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga í Suðurlandskjör- dæmi, en þau voru stofnuö í fyrra. Markmiö samtakanna er að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum byggðarlag- anna. Gunnar Helgason ráðinn ráðningarstjóri Borgarráð samþykkti nýlega að ráða Gunnar Helgason, erind- reka f starf forstöðumanns Ráðningastofu Reykjavíkurborg ar. Gunnar hefur gegnt starfi sem erindreki Sjálfstæðisflokks- ins, en tekur við starfj sem Ragn ar heitinn Lárusson hafði með höndum, en hann lézt nýlega. Kathrein sjónvarps og loftnetskerfi fyrir fjölbýlishús og einstakar íbúðir. Loftnet fyrir allar rásir. Allar nánari upplýsingar fúslega veittar hjá umboðinu. GEORG ÁMUNDASON & CO. Suðurlandsbraut 10. Sími 81180 og 35277. Heilsuvernd Námskeið f tauga- og vöðva- slökun, öndunar og léttum þjálfunaræfingum fyrir konur og karla. hefjast mánudaginn 4. október. — Sími 12240. Vignir Andréson. AUGMéghvili , með gleraugum írá Auslurstræti 20. Sími 14566. lUN VI SIR . Fðstudagur 1. oktðber 1971. wmm VatniB flæddi um gólfin en hvergi neina hjálp oð fá Mummi skrifar: „Því skaut upp f huga minn um daginn, þegar bilaði leiðsla aö vatnskassa á salerni í gömlu húsi, sem ég bý í — að mikil þörf er nú fyrir skyndihjálp í viðgerðum, þegar svona nokkuð ber upp á. Eða hugsið ykkur vandræði manns, sem stendur í vatnspolli inni á gólfi hjá sér, ört vaxandi vatnstiörn, og rembist í síman- um við aö fá einhvern viðgerð- armann. Ekkert lát á vatns- rennslinu meðan maður stóð við á þriðju klukkustund til þess að reyna að fá aðstoð. , Pétur og Páli jðnaðarmenn úti s , í bæ líta nefnilega ekki við svona smáræði og vfsa á Jónas og Jón, sem eru svo þegar til kemur uppteknir við ýmis störf úti í bæ. Hefði maður haft verkfæri við höndina til þess að skrúfa fyrir vatnsinntakið í húsiö, mátti bjarga húsmununum frá flóðinu, en hvað ætli það séu margir, sem hafa slfk áhöld til taks? — Ég vissi ekki einu sinni hvar vatnsinntakið var, en fann það eftir nokkra leit. Nú veit ég að Hitaveitan að- stoðar f61k oe hefur sérstaka símavakt allar stundir sólar- rringsins til þess að bjarga fólki í svioaðri neyð, þegar um HEITT VATN er að ræða. En væri ekki ráð að vatns- veitan og iafnvel þá líka raf- veitan tækju upp svipaða þjðn- ustu? Hreinlega hefðu til taks skyndihjálp til að firra fólk stórtjóni?" Skemmti- dagskrá á föstudögum Sæmi skrifar: „Væri ekki mögulegt fyrir út- varpið að hafa dagskrána á föstu dagskvöldum svolítið skemmti- legri. Otvarpsráð — PÖa hverjir það nú eru sem ráöa dagskránni — viröast alls ekki hafa gert sér grehi fyrir þvl að fjölmargar - léttir vinna ekki lengur á iaug- ardögum og vill fólk gjarnan hafa eitthvað skemmtilegt við *! vera heima fvrir. Da.pskráin á föstudags'kvðilclum er oft og tíðum hreinlega þrautleiðinleg í útvarpinu og þarf endilega að lyfta henni dálítið upp. Þá yrfti það ekki til skaða, að útvarpa danslögum til kl. 1 á laugardags kvöldum. Við íslendingar förum ekki svo snemma að sofa á kvöldin. En endilega að útvarpa skemmtiþáttum. eða a. m. k. léttri músík til mionættis á föstu dögum sem tekið hafa við hlut- verki laugardaganna." 'Á karlmenn vaxa brjóst og á konur skegg Rafaló hringdi: „Voðalegt var að lesa á 2. síðunni hjá ykkur um þaö, sem gerðist <i dönsku pillu-verk- smiöjunni Ég get ekki orða bundizt: Varla þessu við ég bjóst. Nú víxlast allt á sprund og segg. Á karlmenn vaxa konubrjóst, en konurnar fá yfirskegg". Brjóstgóbir á raunastund Blaðamaður Visis skrifar aö gefnu tilefni: „Meðan ég var fjarri öllu góðu gríni í sumarleyfi erlendis var ráðizt harkalega og að því er ég tel ðmaklega að starfsmönn- um frlhafnarinnar á Keflavlikur- flugvelli af einum lesanda blaðs ins. — Því var haldið fram. að þeir væm stirðbusalegir, hort- ugir og jafnvel látið í veðri vaka að þeir hlunnfæru við- skiptavinina. Ég hef nú ekki lengur tölu á þeim skiptum, sem ég hef átt leið um frfhöfnina á Keflavlkur- flugvelli, en aldre, hef ég orðið var við annað. en þar væru hinir ágætustu menn fyrir að hitta, þó að oft virðist vinnu- álagið á þeim meira en venju- legt má teljast. • Vegna árásar á þessa ágætu menn vil ég skýra frá sfðustu viðskiptum mmum við þá, sem voru í ágúst síðastliðnum. — Ég var á leiö út úr fríhöfninni eftir að hafa birgt mig vel upp af skozkum lífselixír, sem átti að duga mér á Mallorca f 6 vik- ur. — Plastpokinn sem þessi dýrmæti vökvi hvildi í, gaf sig skyndilega. þegar ég var á leið- inni út og flöskurnar splunduð- ust á gólfinu Það var eins og viö manninn malt, að fjórir eða fimm starfsmenn spruttu úr sitt hverri áttinni. báðust afsökunar á því, að pokinn skyld; hafa gef- ið sig og áður en ég vissi hvað- an á mig stóð veðrið höfðu þeir endurnviað birgðirnar mér að kostnaðarlausu." — VJ HRINGiD í S(MA 1-16-60 KL13-15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.