Vísir - 01.10.1971, Síða 7

Vísir - 01.10.1971, Síða 7
 ’ ! ' | J I ! I 1 I ' ' ! | I i' I 1 ’,r 1 ! ! V í S I R . Föstudagur 1. október 1971. cTVIenningarmál Ölafur Jónsson skrifar um bókmenntin Fljótt fljótt sagói fuglinn i Danm'órku: Að rúma allan heiminn rijöa fljött sagöi fuglinn, skáldsaga Thors ViHijálms sonar, kom eins og kunnugt er út f danskri þýðingu í vor, og hefur bókin fengið mjög vmsam legar móttökur og umsagnir í dönskum blöðum. Maður vildi gjaman lesa meira eftir þennan skrýtna íslending, segir t. a. m. Marie-Louise Paludan i Ber- Iingske Aftenavis, og aðrir gagnrýnendur taka í sama streng: hafa bókina til marks um áhugaverðan en ókunnan rit höfund og bökmenntir sem lítt eru þekktar í Danmörku erns og annars staðar á Norðurlöndum. þannig víkur Preben Meulen- gracht, sem var sendikenn- ad v«5 Háskóla íslarrds um nokkurra ára skeið, að því hve fslenzkar bökmenntir vngri en Laxness séu okunnir í Danmörku í ritdómi sínum í Morgenavisen Jyilands-Posten, 14da aprfl. Það iíöö sem þýtt hefur verið, seg- ir hann hefur valizt af tilviljun, án smekks eða þekkingar á því sem máli skiptir i íslenzkum samtíðarbókmenntum. Það sæt- ir því tíöindum að Hjótt fljótt sagði fuglínn skuli vera komin út á dönsku, eitt helzta skáld- rit í íslenzkum bókmenntum síð ustM ára og fyrsta skáldsagan sem máli skiptir eftir fslenzka höfund af yngri kynslóð sem aðgengiiegur verður dönskum lesendum . . Ásamt seinni skáld sögu Thors Vilhjálmssonar, Öpi bjöllunnar, er Hjótt fljótt sagði fuglinn nýmæli i íslenzk- um og trúlega einnig norræn- um samtíðarbókmenntum. Thor Vilhjálmsson er frábrugð /m íslenzkum höfundum fyrir það að hann fæst ekki við ís- lenzk efni sér í lagi, segir Preb- en Meulengracht ennfremur. Verk hans eru alþjóðleg í cllu sínu sniði. Sögusviðið er Suður- Evrópa, einkum Ítalía, að því leyti sem myndstraumur þeirra verður staðsettur. Og maðurinn sem bók hans fjaltar um er eirð- arlaus evrópumaður, bráð og :iðimaður í senn ... í bókinni -r ekki fyrir að fara samhengi tíma, rúms né samfelldrar per- sónusköpunar, hún lýsir sundr- uðu vitundarlffi, athugunum og athöfnum. En öfugt við ýmsar aðrar bókmenntir sem rjúfa hefðbundinn epískan ramma er innra samhengi í bókinni, mynzt ur hugmynda sem teknar eru upp í nýrri og nýrri mvnd. fá nýjan og dýpri hljóm i mynd- flaumi verksins. Sjóngáfa höf- undar auökennir verk hans, bæði eiginlegt myndmál og hinn sam- fellda sjónræna skoðunarhátt sem einatt minnir á kvikmynda- list. Myndirnar bera þessa bók uppi og tengja skaut hennar sam ?.n, myndmálið er líf verksins. TTm þýðingu Alf Grostöls segir Preben Meulengracht m. a. að ekki sé vitaö hvort hann hafi stuðzt við sænska þýðingu verks ins sem gerð hafi verið fyrir dómnefnd Norðurlandaráðs í fyrra, en þýöingin sé gerð af mikilli kunnáttu á íslenzku máli, vandað handverk, þótt engin von sé til að henni auðnist málfars- legir yfirburðir frumtextans. Thor Vilhjálmsson hefur til að bera dæmalausa ímyndun í máli málfar hans auðkennist af þrótti og spennu sem þýðingunni tekst ekki nema sjaldan, og sjálfsagt er lfka torvelt að endurskapa á dönsku. Vmsir gagnrýnendur víkja að því aö Fljótt fljótt sagði fugi inn hafi verið lögð fram af íslands hálfu til bókmenntaverð launa Norðuriandaráðs og þykir verkið vei til fundin verðlauna- bók. Thorki-Id Hansen fékk verð- launin í fyrra, — en við fengum þessa bók þýdda fyrir vikið, og það skiptir í svip mestu máli, segir t. a. m. Bjame Nielsen í Aaiborg Stiftstidende 31sta júlí.. Eins og ýmsum lesendum hér heima þykir líka sumum gagn- rýnendum bókin óaðgengileg og örðug aflestrar. I máli og stíl á þessi bók skuld að gjalda mestu höfundum samtíðarinnar, Camus og Joyce, segir Bjame Nielsen. Hún er örðug aflestrar, óskiljan leg sumstaðar og gengur stund- um fram af manni, en hún er aldrei leiðinleg. Maður kemst ekki hjá henni. Hún er, eins og Ulysses, bók sem aldrei verður lokið. Þessi saga er stór í sniðum, setur sér tröllaukin markmið, . segir John Carlsen i Aarhus Stiftstidende 15da apríl. Þar er öllum sköpuóum hlutum stefnt saman, draumum og veruleik, fortíö og samtíð, táknum og raun verulegum hlutum, ástum og stjórnmálum, ofbeldi og uppJ lausn æskunnar, Róm og Cali- gula, biblíunni, Eliot og Shake- speare .. . Sagan er fjarska þung í vöfum, viröist ekki leidd til lykta, vegna metnaðar síns að rúma alla hluti. En hafi maður tima og þolinmæði til að fást við hana hefur bókin sitthvað að segja sem máli skiptir um líf okkar allra, umheiminn og leit mannsins að sjálfum sér í heim- inum. Hvað er draumur og hvað veruleiki, hvar er ég og hvað er til? Um þetta snúast hin fjöl- breyttu stef verksins. Jjegar rætt er um nýjar ís- lenzkar bókmenntir er nafn Thors Vilhjálmssonar næstum hið eina sem fyrir manni verður, segir Ole Storm í Politiken 26ta júlí. Hann er heimshornamaöur seni skýtur upp kolli hvarvetna . Evrópu að safna sér reynslu, hnyttinn ræðumaður á mann- fundum, fullur af þversögnum, tjáir lífsskoðun þar sem skrýti- legir duttlungar og skvnsemi fara saman. Hann er engum lik ur. Það er bók hans ekki heldur. Þar er furöulegum draumsýnum aukið i alveg raunsæjar lýsingar landslags og borga. Höfundinum lætur mætavel að lýsa því sem hann hefur séð, og hann not- færir sér í skáidskap menningar söguleg og sér f Iagi söguleg efni, sameiginlegt menningar- góss ... Efniviður hans er fvrst og fremst listrænn og bók- menntalegur. en hann er líka fjarska vei að sér um allt sem fram fer á meginlandinu. í Amsterdam, París og Ítalíu. Hann tjáir Hfssýn sína á sérlega þróttmikinn hátt, knúinn áfram af eirðarleysi sem kímni mildar og ánægjan að leika sér að orð- um ... í Aftenposten birtist 31sta ágúst viðtal við Thor Vil- hjálmsson í tilefni af hinni dönsku útgáfu á Fljótt fljótt sagði fuglinn þar sem m. a. er rætt um norræna bókmennta- tízku um þessar mundir, pólitísk ar bókmenntir og heimildaskáld- skap: ímyndunaraflið liggur undir ofsókn á Norðurlöndum, segir Thor m. a. í viðtalinu. En vrljum við skapa betri heim þurfum viö . öllu okkar ímyndunaraifli að halda. Á Norðurlöndum tala menn um bókmenntir í forn- fálegum glósum um þessar mundir. Svokallaðir róttaskir höfundar virðast halda að þeir þurfi að gera sig að einfeldning um til að tala til venjulegs fólks — sem er í senn gróft vanmat á og móðgun við lesendur þeirra . . . Heimildum er haldið að fólki á kostnað þess eigin ímyndunar og sköpunargáfu. Það er algeng bábilja á Norð- urlöndum um þessar mundir að sköpunargáfu skuli haldið niðri, listamaðurinn gerður að sendli í pólitískri heimildasöfnun .. . Þetta er tækifæri hinna hæfi- leikasnauöu höfunda — en á skáidin vilja menn ekki hlusta. Islenzkur höfundur, sem skrif ar um annað en íslenzk efni vekur furöu á Norðuriöndum, segir hann ennfremur. Þar þykj ast menn sjálfir geta skrifað um Evrópu, þurfa ekki á íslenzk- um höfundum að halda til þess, þeir geti haldið sig að íslenzk- um efnum, innan íslenzkrar frá sagnarhefðar. Og vegna málsins eiga íslenzkir höfundar örðugt um áð koma verkum sínum á framfæri. I Noregi er t. d. hverf andi áhugi á íslenzkum nútíma bókmenntum, — en það kann að vera því að kenna að þeir sem til eru settir af opinberri hálfu að sjá um menningarsamband landanna hafa ekki hugmynd um hvað er að gerast í íslenzkum skáldskap. Thor Vilhjálmsson Stefán Edelstein skrifar um tónlist: NOG AÐ BÍTA OG BRENNA 'T'ónlistarlíf hefst óvenju seint í haust. september liðinn án þess að bólaði á hljómleika- haldi. Björn Ólafsson og Árni Kristjánsson rufu loks þögnina á tónleikum Tónlistarfélagsins á þriðjudagskvöld. V7'iðkvæm sónata, K526 eftir ’ Mozart var fyrst á dagskrá og var ferskur blær yfir fyrsta kafla, molto allegro, ágætur I samspili og túlkun. Skáldleg innlifun og angurværð í tóni einkenndi andante-kaflann sem tókst sérlega vel hjá lista- mönnunum. Lokaspretturinn, presto-kaflinn, varð svolítið ó- rólegur. og komust ekki öll smá- atriði til skila eins og skyldi. Systur f Garðshorni, æsku- verk fyrir fiðlu og p'ianó eftir Jón Nordal, myndaði skemmti- lega andstæðu við Mozart. Þetta er glettulegt verk, ívafið kontrapunktiskum fínheitum og lætur vel í eyrum, enda var. það ágætlega flutt. Beethoven rak lestina. c-moll sónata op. 30, nr. 2, dramatískt verk og erfitt í flutningi. Maður verður að hafa sig allan við til að missa ekki af sniHdarbrögð- um tónskáldsins í sKkrj fyllingu sem þau dynja yfir. Hiö stutta en stórsnjalla scherzo er eitt bezta dæmið. Hér höfðu allir, bæði listamennirnir og áheyr- endur, nóg að bíta og brenna. Tjað lofar góðu að þessir tón- leikar voru haldnir kl. S.30 að kveldi, en ekki i kvöldveröar- tima eða síðdegis á laugardegi eins og undanfarin ár. Vona ég að Tónlistarfélagið geri þessa nýbreytni að föstum sið enda betri tónleikastemning með þeim hætti en elia. Einhvern tíma byrjaði einnig sá góðj siður að rita eilVtið í tónleikaskrána um verk þau sem flutt eru, qg er ég viss um að vel yrði þegiö ef honum værj haldið áfra'm. Þá væri skemmtilegt að fá yfirlit yfir tónleika á komandi vetri nokkurs konar vetrardagskrá f höfuðdráttum. Mönnum leikur forvitni á að vita hverju þeir megí eiga von á, verkefnavali hver verði þáttur innlendra tón listarmanna á mðts við erlenda o. s. frv. — hvað viö taki efti- uppfcakt hattstsias.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.