Vísir - 01.10.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 01.10.1971, Blaðsíða 8
8 V 1 S I R . Föstudagur I. október 1971. VISIR Úlgefandi Framkvæmflastjóri Ritstjóri Fréttastjóri Ritstjórnarfulltrúi Auglýsingar Afgreiðsla Ritstjórn Áskriftargjald kr. í lausasölu kr. 12 Prentsmiðja Vísis : Reykjaprent hf. : Sveinn R. Eyjólfsson : Jónas Kristjánsson : Jón Birgir Pétursson : Valdimar H. Jóhannesson : Bröttugötu 3b. Símar 15610, 11660 : Bröttugötu 3b. Sími 11660 : Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) 195 á mánuði innanlands .00 eintakið. — Edda hf. Of margir sendimenn {Jrezk stjórnvöld hafa lengi vitað um og haft áhyggj- ur af umfangsmiklum iðnaðarnjósnum og skemmdar- verkaundirbúningi sovézkra sendimanna í Bretlandi. Mannfjöldinn í sendiráðinu og í útibúum sovézkra ríkisfyrirtækja var orðinn slíkur, að ógerlegt var orð- ið að fylgjast með starfi þeirra. Aðvaranir til sovézkra stjórnvalda báru hins vegar engan árangur. Þegar uggur Breta var staðfestur af upplýsingum landflótta j^firmanns í sovézku leyniþjónustunni, lét brezka stjórnin til skarar skríða og rak 105 Sovétmenn úr landi á einu bretti. Hinn landflótta leyniþjónustumaður er sagður hafa gefið hliðstæðar upplýsingar um njósnir í ýms- um öðrum ríkjum Vestur-Evrópu, þar á meðal Þýzka- landi. Þar á ríkisstjórnin hins vegar óhægt um vik, því að hún hefur undanfarin ár Iagt sig í líma við að bæta sambúðina við Sovétríkin og þorir vart að gera neitt í málinu að sinni. Það er eðlilegt, að íslendingar líti í eigin barm og spyrji sig að því, hvernig ástandið sé hér á Iandi. Við höfum ef til vill ekki svo ýkja mikinn áhuga á að verjast iðnaðarnjósnum, en skemmdarverk hlýtur okkur að vera afar illa við. Nú er það fljótsagt, að við vitum ekkert um slíka starfsemi hér á landi, ein- faldlega vegna þess að við skipuleggjum ekki eftir- lit með starfi erlendra sendimanna. Við þurfum greini- lega að koma upp virku eftirliti á því sviði, öryggis ríkisins vegna, þótt það muni kosta töluverð fjár- útlát. Hitt er svo hægt að benda sovézkum yfirvöldum á, að fjöldi starfsmanna þeirra sé óeðlilega mikill hér á landi. Þriðjungur allra diplómata í Reykjavík er sovézkur. Ástandið er að því leyti verra en í Bretlandi, að þar var einn rússneskur starf smaður á 250.000 íbúa en hér er einn rússneskur starfsmaður á 7.000 íbúa. íslenzka hlutf allið er 36 sinnum hærra en brezka hlut- fallið, og þótti þó Bretum nóg um. Þegar í Ijós er komið, að sovézk stjórnvöld taki ekki mark á slíkri ábendingu, getur íslenzka ríkis- stjórnin sett upp ákveðna og almenna reglu um, að erlendir ríkisstarfsmenn hér á landi megi ekki vera fleiri en svo, að ákveðið hlutfall sé milli þeirra og íslenzkra ríkisstarfsmanna í viðkomandi ríkjum, t. d. að útlendingarnir hér megi ekki vera meira en f jór- um sinnum fleiri en íslendingarnir í ríkjum þeirra. Síðan væri hægt að gefa öllum sendiráðum árs aðlög- unartíma til að samræma reksturinn þessafi reglu. Það væri mjög erfitt fyrir sovézk stjórnvöld að fyrt- ast við slíkri almennri reglu. Annars vegar þurfum við að koma upp virku eftir- liti og hins vegar skipuleggja fækkun þeirra manna, sem fylgjast þarf með. Heilbrigð skynsemi segir okk- ur að vera ekki beir einfeldingar að telja okkur búa í veröld hins fullkomna sakleysis og friðarvilja. 05 NJÓSNA A TVINNULA USIR Tlularfullir erindrekar Ijós- myndatæki, iðnaðarnjósn ir, leyniskjöl, dulmálslyklar, stefnumót í neðanjarðarstöð, milljónafjárfúlgur, ljufasta líf, kvenlegur yndisþokki, ástmeyjar Allt það bezta, sem spennandi njósnasögur James Bond hafa upp á aö bjóða. Það verður lftið varið í reyfara á móti æsifregn- um veruleikans. Ljóstrað hefur verið upp um allt hið víðfeöma njósnakerfi Sovétrikjanna í Bret landi. 105 sovézkum diplómöt- um vlsað úr landi. Mörg hundr- uö manna, kannski þúsundir við- riönir stórkostlegustu njósna- uppljóstranir aldarinnar. kerfi Sovétríkjanna í Bretlandi, listar yfir hundruð þjónustu- manna og undiragenta i öllum landshlutum. Hjartað barðist í brjósti hans, er hann gekk fram hjá vörðunum. Skyldu þeir taka eftir, að hann var fölur sem nár. Nei, hann komst fram hjá þeim, hann var frjáls, hann hélt fagn- andj út Y hið enska frelsi og lýð- ræði til ástkonu sinnar, sem beið hans sjálfsagt nakin og veitti honum hinar sælustu unaðs- stundir og síðan héldu þau saman til Scotland Yard og af- hentu hina gildu skjalatösku. Það var stærsta veiði brezku íeyniþjónustunnar. Hinn dularfulli agent Z kem- ur hér mjög við sögu. Þegar þetta er skrifað hefur ekki verið upplýst hvert raunverulegt nafn hans er. Það er taliö, að hann heiti aö fornafni ívan eöa Oleg, hin prýðilegustu heitj S enn eina spennandi njösnasögu. Hann dvelst nú einhversstaðar á Mið- landasvæði Bretlands í örmum ástkonu sinnar. Það er ekki vit- að með vissu af hvaða þjóðerni hún er, sennilega er hún þó brezk og ljóshærð þokkadís. Hún hefur tælt hann með ást sinni til að yfirgefa ættjörð sína. Það var erfið ákvörðun, en hann féll til fóta henni Hún hafði samband við Scotland Yard, sumir halda þó, að hún hafi verið tálbeita frá M-5 ensku leyni- stofnuninni. Hún töfraði hinn sovézka leyniþjónustumann í tiennar örmum gleymdi hann sér og vildi una f draumi í faðmi hennar um alla eil'ifð. Kossar og ástaratlot. Ærður af ást ákvað hann aö taka hiö stóra stökk. Það var aö kvöldlagi, myrkt af nótt. 1 æsilegum spenningi pakkaði hann niður f skjalatösku sína, ógrynnum af skjölum, með upp- lýsingum um gervallt njósna- Aðrir segja þó, að þetta hafi ekkj verið svona róman- tískt. Hinn sovézki sendimaöur hafi verið veizlugiaumsmaöur og æði drykkfelldur. Eitt kvöld var hann að aka úr veizluglaumi og var dauðadrukkinn við stýriö, lenti f árekstri, og var tekinn i vörzlu lögreglunnar. Hann ótt- aðist að vegna þess að hann hafði lent f klandri, þá yrði hann sendur heim. En f augum margra sovézkra diplómata kvað það líkj ast útlegð á Djöflaeyju aö vera sendur heim. Svo hinn dularfulli agent Z ákvað heldur aö leysa frá skjóðunni. Fyrir bragðið fær hann að lifa áfram undir ensku frelsi, en hann veröur að fara dult, þvi annars kynni langur og skuggalegur armur sovézku leyniþjónustunnaraðná til hans og veita honum greipilega refs- ingu og hefnd. TTvernig sem þessi gullfiskur gekk f greipar brezku gagn- njósnastarfseminni þá er það vfst. aö upplýsingarnar, sem hann gaf eru geysilega mikil- vægar. Það er talið víst, að njósna og undirróöursstarfsemi Sovétríkjanna í Bretlandi verði algerlega lömuð að minnsta kosti næsta árið. Upplýsingarn- ar sýna ótrúlega víðfeðma starf semi sovézka njósnakerfisins í Bretlandi. Óhugnanlegastar eru sagðar fjárgreiöslur til allra mögulegra vinstrisinnaðra sam- taka í landinu. Alls staðar hafa sovézkir agentar verið á ferð-< inni. Þeir hafa greitt margvfsleg an fundakostnað og ferðakostn- að undirróðursmanna, svo sem f friðarhreyfingu og verkalýös-i félögum. Allsstaðar þar sem Víetnam-mótmæli og kjarnorku-> mótmæli hafa veriö framkvæmd, stendur sovézkt fjármagn a8 baki. Og þar sem verkalýösólga hefur verið mest. þar er sagt* að helztu áróðursmennirnir hafi verið á soézkum launum. Sumir þeirra ferðuöust um frá einum stað til annars og gátu lifað höfðinglega á rússneskum kosti, meðan þeir æstu til verk- falla og skemmdarverka. Nú hefur leyniþjónustan fengiö langan lista yfir alla þessa þjóð- svikara og er nú jafnvei taliö, að með því lagist á næstunni á- standið í verkalýösmálunum, þar sem þetta undirróöursstarf verður f molum og sendimenn- irnir munu tæplega geta ferðazt á rússneskum gjöfum. Það er jafnvel talað um að rússneskt samsæri sé á bak við óeirðirnar og manndrápin í Norður-lrlandL En allt er þetta furðu ævintýra- kennt, og hættast er nú kannski viö aö upp kom; í Bretlandi ak gert njósnaraæði, þar sem menn sjái rauða skratta og drfsildjöfla upp um allt. TJTvað sem öllum þessum trölla" sögum viðvfkur. þá verður ekki framhjá því gengið, að stari semi rússneskra diplomata S Bretlandi hefur fariö stórkost- lega í aukana á síðustu árum. Það er í rauninni alveg furðu- legt, að nærri 600 Sovétmenn skuli hafa haft diplomata-passa í Bretlandi í alls kyns sendiráðs- stofnunum, verzlunarstofnunum, bankastofnunum framkv.stofn- unum. Þeir hafa haldið áfram að kaupa og leigja æ fleiri hús, einkanlega í Highgate-hverfinu í Noröur-London, að því að tal- ið er vegna þess að Karj Marx er grafinn í kirkjugarði þar. Þegar þeir kaupa og leigja hús, stendur þeim algerlega á sama hvert verðið er. Þegar seljandi hefur tilgreint verð, þá segja Rússarnir venjulega: „Ágætt, við göngum að því og borgum 1000 sterlingspund til viðbótar. Og við borgum allt út í hönd". í einu hverfi er orðið svo mikið af rússneskum húsum, aö hálf- gerð kynþáttavandamál hafa skapazt þar. Það l'itur út fyrir að þeir ætli að kaupa upp heilt borgarhverfi Lundúna, svo minn ir helzt á reyfara Edgar Wallace, Maðurinn sem keyptj London. Nágrönnunum þykir einkenni- legt að búa í grennd við Rúss- ana. Það eru Iokuð skuggaleg og drungaleg hús. Þeir hafna persónulegum kynnum við ná- grannana, bjóða aldrei neinum ??yZ!v.w>y';*í??.- ostuda

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.