Vísir - 01.10.1971, Page 9

Vísir - 01.10.1971, Page 9
V í S I R . Föstudagur 1. október 1971. 9 Tvöföldun á herbergjafjölda á Hótel Loftleiðum hefur ekki haft stórfelld áhrif á nýtinguna í sumar hjá þeim. Hótelin i Reykjavik: Nýting gistirýmis er yfirleitt góð Nokkrir hótelstjórar spurðir um útkomu sumarsins og horfur Nú má segja að aðai ferðamannatíminn sé liðinn, og þar af leiðandi er gestafjöldi hótelanna farinn að minnka. Við ræddum við hótelstjóra helztu hótelanna í Reykjavik, og forvitnuðumst um nýtingu gistirýmis hjá þeim f sumar. A8 vísu gefa hundraðstölur ekki alltaf til kynna rétt ástand, og einnig má segja að um leik að tölum sé að ræða. Á það sérstaklega við um Hótel Loftleiðir og Hótel Esju, en í vor tvöfaldaðist gistirými hjá þeim frá síöasta sumri. af faeimaþjóðinni heim til s’in. Þeir lifa ákaflega flott, sífelld veizluhöld og kokkteilpartý, stundum glaumur langt fram á nætur, en gestirnir eru aöeins sovézkir samstarfsmenn. Og all- ir hinir háttsettu menn hafa í húsum sínuru þjónalið sem er flutt frá Sovét sem sýnist vera fátækt og kúgað fólk og ber vott um þá geysilegu stétta- skiptingu, sem viðgengst í Sov- étríkjunum. Þessu þjónustuliði virðist haldið í hálfgeröu fang- elsi og þaö hann ekki orð ’i ööru máli en rússnesku. að hefur veriö almennt álitið að mjög verulegur hluti starfsliðs sovézka sendiráðsins séu njósnarar. Eftir þeim upp- Iýsingum, sem nú hafa komiö fram sýnist rússneska leyni- þjónustan hafa fastan kvóta njósnara í hverju einasta sov- ézku sendiráði um allan heim. 40% starfsliðsins eru leyni- sendlar KGB. Hitt hefur mönniun löngum verið ráðgáta, hvað allur þessi hópur er aö njósna um. 1 vest- rænum löndum er aðgangur að alls kyns upplýsingum svo op- inn, að söfnun þeirra er ekki talin neinar njósnir. Það er því almennt álitið, að margt af upplýsingasöfnun Rússa sé ekki njósnir á vestrænan mælikvarða, heldur geri Rússar sér það að njósnum, aðeins vegna eigin innri þjóðfélagsbyggingar Sov- ézka þjóöfélagið er óskaplega lokað þjóöfélag og yfir öllu í einræðiskerfinu vakir hin al- menna njósnaþjónusta. Allt er flækt í persónunjósnum. Angi af þessu fyrirkomulagi teygir sig il allra rússneskra sendiráða. Þar er rússneskt þjóðfélag í hnot- skurn og sendifólkið stundar persónunjósnir hvert gegn öðru. Rússneskir sendimenn eru hræddir að tala sín á milli og við annað fólk, menn brosa baTa óræðu brosi og svara einsat- kvæðisorðum Alltaf getur verið hljóönemi í veggnum. KGB njósnastofnunin er sjálf- stæð og voldug stofnun í hinu sovézka þjóðfélagi, sem engar aðrar stofnanir geta sagt fyrir verkum. Þegar hún sendir liðs- menn sína í rússnesku sendiráð- in um allan heim. þá hefur hinn diplómatíski sendiherra enga ýfirstjórn yfir þeim, heldur fer allt upp f æðstu miðstöð leyni- þjónustunnar í Moskvu. Og þó ekkert sé þess viröi f einhverju landi að njósna' um, þá býr KGB sér til verkefni, til þess einfaidlega að hafa eitthvað að gera, líkt og hinn frægi njósn- ar, í Havana. sem bjó til kjarn- orkustöð úr ryksugu. Þeir væru vísir að láta sendimenn sína greiða stórfé fyrir teikningu af karbúretor í Cortínu-bifreið, þó þeir gætu keypt heila Cortinu- bifreið á almennum markaöi fyrir miklu lægra verð og flutt hana alla leið austur í Moskvu. Og þeir eru reiðubúnir að greiða milljónaupphæð fyrir teikningar af rafkerfi Concorde-þotunnar, þó þeir séu sjálfir komnir miklu lengra í smíði hljóðfrænu. Svona vitleysa er í sjálfu sér óskiljanleg, nema vegna þess eins að njósnakerfið er ríki í rtkinu. sem er í vandræðum með verkefni og að eyða fjármunum sínum. Tjetta getum við íslendingar vel notfært okkur til stór- gróða. Við höfum orðiö þess varir. að Rússar eru aö kaupa nverja fasteignina í Reykjavík á fætur annarri, fyrir ótrúlegt verð, þetta 10—15 milljón krón- ur. Við gætum skipulagt þetta miklu betur. Hvernig væri að selja Rússum bara alla Tjarnar- brekkuna. Suðurgötu, Garða- stræti, Túngötu og kannski Hótel Saga, Konráö Guð- mundsson, hótelstjóri: „Tímabilið frá maí til septem berloka f ár hefur verið heldur betra en í fyrra, þó að ekki muni það miklu. Meðalnýtingin f suma hefur verið 82.39% á móti 79.07% í fyrra. Okkar bezti mánuður var ágúst, en heldur var júlf slakur, og mun hann hafa verið það á einhverj um hinna hótelanna líka. Hvaöa ástæður liggja þar að baki er ekki gott að segja. Annars skipt ist nýtingin á milli mánaða þannig að aukningin frá þvf í fyrra er um 10% í-maí, um 6% í júní, júlí er eins og ég sagði lægri en f fyrra, og svo er nokkur aukning í ágúst og september. Er þetta nokkuð góð útkoma miöað við þá aukningu sem varð á gistirými í sumar.“ Hótel Saga er með 90 herbergi og 150 rúm. Hótel Loftleiðir, Erling Aspe lund, hótelstjóri: „Nýtingin á gistirými hefur verið góð hjá okkur í sumar, ef miðaö er við þá aukningu á gistirými sem varð hjá okkur í vor. í fyrra vorum við með 108 herbergi en eftir stækkunina í vor höfðum við 218 herbergi og 436 rúm. Nýtingin í sumar skipt ist á milli mánaða þannig að í maí er hún 71.9%, júní 79.8%, júlí heldur lægri með 67.6% en ágúst beztur meö 88.8%. Meðal nýtingin yfir þessa fjóra mán- uöi er því um 77%. Tölur yfir septembsr eru ekki tilbúnar, en ég gizka á aö hann verði allt að því eins og maímánuður. En þessar tölur gefa ekki allt til kynna því að 50% nýting nú samsvarar 100% nýtingu í fyrra. Má búast við að eftir 2—3 ár verði markaðurinn farinn að jafna sig, og nýtingin jafnari. Varðandi vetrarnýtinguna má segja að seinni hluti september sé slæmur, oft ágætt f október, en eftir það dettur alltaf eitt- hvað niður fram á vorið. Fyrsa ráðstefnan í vetur er þing Lionsmanna í janúar, en á næsta ári er nú þegar búið að bóka 7 ráöstefnur. Einnig er búið að bóka 7 eða 8 á árinu 1973 og norrænir dýralæknar verða með ráðstefnu hér 1974. Eru það helzt norrænu ráð- stefnurnar sem vitað er um með löngum fyrirvara, er það vegna þess aö löndin skiptast á um að halda þær þannig að við vitum hvenær röðin kemur að okkur.“ Hótel Esja, Hlín Baldvinsdótt- ir, hótelstjóri: „Við höfum fengið helmingi fleiri gesti en fyrra, en tölur segja ekki allt. Við byrjuðum í maí með 67 herbergi, en seinni hluta maí fjölgaði þeim um helming upp í 134 með 264 rúm um. Nýtingin í sumar hefur ver iö nokkuð góð miðað viö stækk unina, um 50% maí. júní og júlí svipaðir en um 65% í ág- úst, en hann er áberandi bezti mánuðurinn. Einnig var fyrri hluti september allgóður. Gisti- nætur í sumar fram til 12. sept. voru 12.439. í vetur sjáum við ekki fram á góöa nýtingu, að vfsu koma hópar sem fylla hó- telið nótt og nótt. Verður starfsfólki fækkaö til helminga, en þó getum við not að allt gistirýmið með litlum fyrirvara. Það fer svo að lifna yfir þessu aftur í lok apríl eða byrjun maí. í vetur verðum við með sali á annarri hæð sem leigðir verða út til fundarhalda og árshátíða. Rætt var um að hagnýta gisti- rýmið eða hluta af því sem heimavistir fyrir skólafólk að vetrinum, en horfið hefur verið frá því. Er það bæði vegna þess að herbergin þurfa að vera laus fyrr en skólafólkið getur losaö þau og eins verður að vera hægt að taka inn hópa að vetrinum til." Hótel Holt, Skúli Þorvaldsson hótelstjóri: „Það má segja að allt frá þvi f maí og í september hafi ver ið fullbókað hjá okkur. Nýting in í maí var 70.51%, f júnf 91.4%, í júlí 93,48% og i ágúst 95.11%. September gæti ég trú- að að verði svipaður Og mai. Á veturna er nýtingin mis- jöfn, f fyrra fór hún niður í 37% f janúar o-g desember, en strax í marz fór hún hækkandi, upp í 60%. Apríl var til dæmis betri en maí, með 71% nýtingu. Herbergin eru 36 og rúm 62. Annars er töluvert mikið um það hjá okkur aö gestir séu hér lengri tima, 4 upp f 12 vik- ur. Er hér aöallega um að ræöa útlendinga sem eru hér á vegum fyrirtækja og stofnana í lengri eða skemmri tíma.“ Hótel Borg: „Nýtingin hjá okkur í sumar hefur verið um 95%, eins og hún er reyndar mestan hluta ársins. Við höfum sérstööu, eink um hvað varðar staösetningu og einnig hve þekkt hótelið er vegna þess hve lengi það hefur starfað. Við erum með 46 her bergi og 72 rúm, og yfir sumar tímann er rétt hending að losni herbergi vegna pantana sem fall ið hafa niður. Á síðastliðnu ári var hlutfall á milli erlendra gesta og inn- lendra þannig að 60% af gest- unum voru útlendingar en um 40% íslendingar. Yfir vetrarmán uðina er nýting mjög góð, fólk utan af landi í ýmsum erindum, til dæmis í sambandi við störf- alþingis." City Hótel, Gerald Hasler hó telstjóri: „Hjá okkur hefur verið nær fullt ' allt sumar, í maí var nýtingin 78%, i júní 90%, júlí 98% og f ágúst 97%. Er reyndar svipuð nýting allt árið um kring. Helzta breytingin er að yfir vetrarmánuðina eru það helzt íslendingar sem gista hér, en útlendingar byrja að koma um 'j mánaðarmótin apríl—maí. Ann ars hafa minni hótelin í og við miöbæinn þá sérstöðu aö nýt- ingin þar er nokkuð jöfn allt árið.“ —JR Svo virðist sem stækkun Hótel Esju um heiming komi niður á nýtingunni þar í sum- ar. /

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.