Vísir - 01.10.1971, Blaðsíða 13

Vísir - 01.10.1971, Blaðsíða 13
V 1 S I R . Föstudagur 1. október 1971. 13 Sjónvarpið helzta reyingin — kirkjvsókn ofarlega á lista — var mebal niðurstaða í rannsókn, sem fram fór á jbví hvernig 'ibúar Ruhrhéraðs verja tómstundum smum TZirkjusókn var ofaríega á lista yfir tómstundagaman fólks í skoðanakönnun, sem íór fram í Þýzkalandi. Kom það nokkuð á óvart. Svipaðar kannanir hafa verið gerðar víðar, en ekki með sömu niðurstööu. Skoðanakönnunin i Þýzka- landi, sú stærsta, sem gerð hef ur verið í Evrópu af þessu tagi, náði til rúmlega 9 þúsund íbúa Ruhrhéraðsins og nágranna borga, á aldrinum 14—65 ára. í grein um þessa skoðanakönnun segir, að hinar velmenntuðu efna stéttir Ruhrhéraðsins viti vel hvernig þær eigi að eyða tóm stundum sínum. Vandamálið sé hins vegar það, að þær hafi sjaldan tómstundir. Hins vegar hafi hin breiða fylking fólks I Ruhr, sem hafi einhvern tíma aflögu ekki hugmynd um hvern ig tömstundunum sé bezt varið og hið sama gildi um fbúa flestra annarra stórra borga í Þýzkalandi. Það var Emnidstofnunin, sem framkvæmdi skoðanakönnunina. Starfsmaður hennar Bliicher að nafni sagði: „Fólk í Ruhr hugs- ar' um lítiö annað en að vinna." 1 skoöanakönnuninni kom það fram að fólki sem vinnurí iðn- aðinum fannst nægilegt að hvíla sig, sofa og gera lítiö annað i tómstundunum. í könnuninni sögðu þeir, sem spurðir voru lítið um almenn ingagarða og íþróttaaðstöðu, en þegar spyrill sýndi þeim áætlan ir og myndir af slíku létu 79% þeirra, sem spurðir voru i ljós áhuga. Könnunin leiddi í ljós, að fólk i Ruhr eyðir langmestum tíma sínum i að horfa á sjónvarp eða 54.38%. Meðal annars tóm- stundagamans var t. d. að hlusta á íþróttafréttir, dægurlög og síðast en ekki sízt að halda dúf- ur. Þetta síðasttalda áhugamál hefur árum saman verið þekkt sem séráhugamál íbúanna — en það eru um það yi'l 40 þúsund manns í klúbbum, sem hafa dúfnarækt sem áhugamál eða 0,9% íbúanna allra, sem teljast fimm milljónir í Ruhr. Meðal annars tómstundagam ans er Ijósmyndun, kvikmyndir, föndur og tæknivinna. Könnunin leiddi í Ijós mik- inn áhuga á betri skilyrðum ti'l að leika borðtennis og taka þátt í dansi. Bjórkráaheimsóknir voru ekki teknar með í könnuninni hins vegar heimsóknir á næturklúbba og skemmtistaði með skemmti- atriðum. Af þeim, sem spurðir voru héldu 94.8% því fram, að þeir færu sjaldan eða aldrei á næturklúbb. Þá kom fram í könnuninni,-að 79,3% sögðust eyða nokkru af tómstundum sín um i gönguferðir. Meðal ann- arra slíkra athafna komust á listann sund og ferðalög. Næstum einn af hverjum þrem sögðust taka þátt í íþrótt- um og 33,4% sögðust vera íþróttaáhorfendur. í í Iþróttunum iðkuðu 33% fótbolta sem áhugamál og borð- tennis, 30% voru þátttakendur í minigolfi og 13% voru félagar FjÖiskyíáan ogljpimilid V-' ¦>"¦': ¦'¦''¦. NS^áísi. Einn almenningsgarðanna, sem þykja eftirsóknarveröir í Ruhr. í íþróttafélagi, 74% voru ekki 1 íþróttafélagi. Á undan leikhúsheimsóknum, heimsóknum á danshús Og heimsóknum í kvikmyndahús kom kirkjusóknin og vakti það furðu. Þar sem ekki margir sækja kirkjur mótmælenda og kaþólskra er helzt álitið að það hljóti að vera til staöar margir smáhópar safnaða, sem lítið sé vitað um. Það, sem fólk í Ruhr saknaði mest voru græn svæði, tðm- stundahallir og íþróttasvæði. Þrátt fyrir þetta var þriðjungur þeirra, sem spurðir voru ánægð ir með aðstöðu þá, sem þeir höfðu í nágrenni sínu til aö iðka einhvert tómstundagaman. Fyrst og fremst gaf þessi könnun grænt ljós fyrir þær framkvæmdir sem eru áæfcjað- ar um að gera mikla nýja a;l- menningsgarða milli borganna í Ruhrhéraðinu. —SB VISIR IVIKULOKIN HANDCÓK HÚSMÆÐRANNA VISIR I VIXULOKIN fylgir aðeins til fastra áskrifenda. Vönduð mappa getur fylgt á Kosöiaöarveröa. VISIR I VIKULOKIN er orðin 400 síðna Iitprentuð bók í fallegri möppu, sem inniheldur allt sem viðkemur konunni og heimilinu. VÍSIR í VIKULOKIN er af greiddur án endurgjalds foá bppn til nýrre áskrifend£u (nokkur tölublöð eru þegar uppgei^ái)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.