Vísir - 01.10.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 01.10.1971, Blaðsíða 16
rr Ekki viB öðru að búast" — segir hafnamálastofnunin um hafnar- sem hvarf Föstudagur 1. október 1971. Fólksflutnlngabifreiðin R-17583. — Skráður eigandi er rússneska sendi ráðið 1 Reykjavík. Þessi bifreið hefur skoðunarmiða frá árinu 1969 og er miðinn stækkaður upp efst í hægra homi myndarinnar. Eitt sinn kom það fyrir brezkan sendi- ráösstarfsmann, að koma ekki með bil sinn til skoðunar á réttum tíma. Eftir skamman tíma var hringt í þann mann og honum skipað að koma þegar með bifreið ina í skoðun. Hvenær verður hringt í starfsmenn sovézka sendiráðsins? garðinn „í haustbrimum skolaði brimvarnargarðinum að mestu í burtu eða því, sem Iokið var af honum, enda ekki við öðru að búast, þar eð grjótið í yztu lögum garðsins var allt of smátt.“ Svo segir í greinargerð, er Hafna- málastofnun ríkisins hefur sent frá sér varð- andi hafnarframkvæmd ir í Grímsey. Upphaflega áttj brimvarnar- garðurinn að vera 95 metra lang ur og var áætlö að þyrfti grjót í yztu lögin af stærðum 10—12 tonn fremst, en 8—10 tonn nær landi. Hins vegar er lítið um slíkt stórgrýti í Grímsey og fannst þar ekki stærra grjót en 4—5 tonn og það i litlu magni. Engu að síður voru gerðir 45 metrar af þessum garði, sem siö an skolaði burtu í haustbrimum — „enda ekki við öðru að búast.“ Þegar séð varð, að ekki m-undi reynast unnt að fullgera brim- varnargarðinn var hafizt handa um aðra verkþætti við hafnar- framkvæmdir: það er að segja grjótfyllingar utan hafnargarðs- ins og framan frystihússins. — Standá þær fyllingar óraskaðar. Samkvæmt hafnarlögunum greið ir ríkið 75% kostnaðar við brim varnargacðinn og af grjótvöm um utan viðlegugarðsins, en 40% af kostnaði við grjótfylling una framan frystihússins. Samkvæmt greinargerð Hafna mátestofrtunar var kostnaður við hinn fræga brimvamargarð 2,3 milljónir króna og segir þar að hafnabótasjóöi sé ætlað að standa undir kostnaöi vegna tjóna af völdum náttúrunnar. Hafi fjárveitingavald Alþingis ráðstöfunarvald í þeim tilfell um en Grímseyingar hafi ekki enn sótt um bætur úr sjóðnum vegna þeirra kostnaðarh'luta af brimvarnargarðinum. —SG Yerða bifreiðar sovézka sendiráðsins teknar úr umferð? Eru bifreiðar rússneska sendi- ráðsins undanþegnar skoðunar- skyldu? í gær rákumst við Vfsis- menn á stóra fólksflutningabifreið frá rússneska sendiráðinu, sem var með skoðunarmiða frá árinu 1969. Fyrir nokkrum dögum mátti einnig sjá bifreið frá sama sendiráöi með skoðunarmiða frá árinu 1967. — Blaöið hafði samband við skrifstofu lögreglustjóra og spurðist fyrir um ástæður fyrir þessum forréttindum. Lögreglan sagði það hlutverk bifreiðaeftiriitsins, að senda skrá yfir þær bifreiðar, sem ekki væru færðar ti! skoðunar. Eftir þeirri skrá hæfi lögreglan síöan aðgerðir gegn viðkomandi aðilum. Ef bifreið ar frá rússneska sendiráðinu væru ■með gamla skoðunarmiða, hefðu þær ekki verið á slíkri skrá. Bifreiöaeftiriitið kvað engar und- anþágur gilda um sendiráðsbifreið- ar og hiyti að vera um mistök að ræða, ef óskoðaðar bifreiðar rúss- neska sendiráðsins hefðu ekki ver- ið skráðar sem slíkar. Er blaðið hafði sam'band við dómsmálaráðu- neytið, sagöi fulltrúi þess, að þetta skoðunarmál hefði ekki komið til kasta ráðuneytisins. Ekki væri hægt að refsa eriendum sendiráðsmönn- um fyrir brot sem þetta. en senni lega mætti taka bifreiöar þeirra úr umferð. — SG * ! i Heimiiislausir drykkjumenn nærri því úr sögunni Ráðskona heitnilisins að búa um eftr næturgestina. Auk þess sér hún um morgunverð handa þehn. Einn gististaður er í Reykja- vík, þar sem fyrirsvarsmenn eru hvað ánægðastir ef nýting gistirýmis er ekki of mikil. Er það gistihehnliö að Þing holtsstræti 25, £ gamla Far- sóttarhúsinu, en það er rekið af Félagsmáiastofnun Revkja víkurborgar fyrir heimilis- Iausa drykkjumenn eða aðra þá sem af einhverjum ástæð um eiga hvergi höfði sínu að að halla. Umsjónarmenn hússins, þeir Magnús Sigurjónsson og Hregg- viður Jónsson, gáfu okkur þær upplýsingar í morgun, að greini legt væri að búið væri að leysa að nokkru það mikla vandamál, sem húsnæðislausir drykkju- menn hefðu veriö. í júní datt aðsóknin að gisti- skýlinu eiginlega alve>g niður, þannig að því var lokað í júlí. Þegar opnað var í ágúst komu til gistingar um 6—8 menn, og þannig hefur ástandið verið síð- an. í einu geta gist þar l’S menn. Gistiskýlið er búið að starfa í tæp tvö ár. Fyrst mátti segja að það væri nær alltaf fullt, en síðan er búið að leysa vandamál sumra þessara manna, ýmist með því að koma þeim í vinnu á viðeigandi hæli svo sem Víðines eða Gunnarsholt eða á spítala. Hluti þeirra manna, sem gista þar nú stundar fasta vinnu úti í bæ, en vegna erfiðleika á út- vegun húsnæðis búa þeir þarna ennþá. Gistiskýlið er opið frá 10 á kvöldin til 10 á morgnana, fá mennirnir morgunmat, smurt brauð, graut áður en þeir fara á morgnanna. Þegar þeir koma til gistingar fara þeir í bað og fá hrein náttföt. Einnig er séð um hreinsun á fötum þeirra og þeim hjálpað til að fá ný föt þarfnist þeir þess. í byrjun voru nokkur brögð að því að utanbæjarmenn kæmu til gistingar, en tekið hefur ver- ið fyrir það nema í neyðartil- fellum. Mjög góð samvinna hefur ver ið milli iögreglunnar og gisti- skýlisins, og hefur hún tekið menn til gistingar hjá sér, sem ella hefðu orðið ti! ama vegna ölvunar í gistiskýlinu. í stjórn heimilisins eiga sæti Bjarki Elía' >n yfirlögreglu- þjónn, Þóra Einarsdóttir formað ur Verndar og Gunnar Þorláks- son frá Félagsmálastofnuninni en hann sér um reksturinn á- samt umsjónarmönnunum. — JR Tillögur virrnuveitenda: Kauphækkanir og vinnu- tímastytting í áföngum Vinnuveitendur leggja til, að nú veröi samið til þriggja ára og kauphækkanir komi til fram- kvæmda í áföngum. Stytting vinnu- tímans komi einnig til fram- kvæmda í áföngum á næstu fjórum árum. Þá skuli kaffi- og matartímar í dagvinnu styttast, og verði kaffi- tímar 10 mínútur hver. Vinnuveitanda sé heimilt að taka upp vaktavinnufyrirkomulag í rekstri sínum og verði álag á dag- vinnukaup mismunandi eftir þvl’, hvernig vöktum sé háttað. Kaup verði ekki greitt fyrstu 2— 3 dagana í velkindatilfelhim. Vinnu veitanda sé heimilt að láta lengingu orlofs faila á annan árstíma' en nú- verandi orlofstíma og skipta hinu alménna orlofj með samkomulagi. Fullt trilit skuli tekið til allrar út- gjaldaaukningar atvinnuveganna, þegar fundinn er verðlagsgrund- völlur atvinnugreinar. Tillögurnar eru f eiiefu liðum. Þær voru lagðar fram á samninga- fundi í gær. Hugmyndir einstakra vinnuveitendaféla’ga um breytingar á s’iðast gildandi samningum hafa enn ekkj verið settar fram. — HH Umsjónarmenn gistiheimilisins, Magnús Sigurjónsson og Ilreggviður Jónsson til hægri við borðið, ræða saman.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.