Vísir - 02.10.1971, Síða 8

Vísir - 02.10.1971, Síða 8
V1SIR. Laugardagur 2. október 1971. Útgefandi: Reykjapreut hf. 'ramkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Símar 15610, 11660 Afgreiðsla: Bröttugötu 3b. Sími 11660 Ritstjórn : Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 195 á mánuöi innanlands í lausasölu kr. 12.00 eintakið. Prentsmiðja Vísis — Edda fú". Gegn vilja meirihlutans | málefnasamningi ríkisstjórnarinnar segir að varn- arsamningurinn við Bandaríkin skuli „tekinn til end- urskoðunar eða uppsagnar í því skyni, að varnarliðið hverfi frá íslandi í áföngum. Skal að því stefnt að brottför liðsins eigi sér stað á kjörtímabilinu.“ Enginn efi er á því, að þarna hafa kommúnistar sagt fyrir verkum í samningsgerðinni. Hitt verður að draga í efa að meirihluti þeirra kjósenda, sem greiddu stjórnarflokkunum atkvæði í kosningunum, hefði samþykkt þetta ákvæði, ef kosið hefði verið um það sérstaklega. Mikil ástæða er til að ætla að það hefði verið fellt. Það er vitað, að meirihluti Framsóknar og vafalítið eitthvað af því fólki, sem kaus hina flokk- ana, er á móti því að reka varnarliðið úr landi. Það er og vitað og yfirlýst, að allir þingmenn stjórnarand- stöðunnar, 28 að tölu, og sennilega svo til allir kjós- endur þeirra, eru þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar andvígir líka. Þar með hefur hún gengið í berhögg við vilja mikils meirihluta þjóðarinnar, eins og að var vikið í leiðara Vísis í fyrradag. Ekkert er við það að athuga, þótt stjórnin vilji end- urskoða vamarsamninginn. Til þess geta legið gildar ástæður. En hitt, að „stefna að því“, að gera landið vamarlaust innan fjögurra ára er ákvörðun, sem hlýtur að vekja ugg í brjósti margra, sem í alvöru hugsa um framtíðaröryggi og frelsi þjóðarinnar. Kommúnistar hefðu vitaskuld helzt viljað fá inn í málefnasamninginn, að ísland gengi úr Atlantshafs- bandalaginu, en svo langt hefur Framsókn ekki séð sér fært að láta þá teygja sig. En öll undanlátssemi við kommúnista er hættuleg, og um það höfum við ótal dæmi frá öðrum löndum. Hér er heldur ekki ein- göngu um hagsmuni og öryggi íslands að ræða. Okk- ur er skylt að hafa líka í huga öryggi nágranna okk- ar og frændþjóða, sem með okkur em í varnarsam- tökum lýðræðisríkja en af því leiðir að við verðum að leggja fram okkar skerf til þess að efla þau samtök og varnarmátt þeirra. Það er vilji yfirgnæfandi meiri- hluta íslenzku þjóðarinnar. Þess vegna hljóta allir þjóðhollir menn að vona í lengstu lög að núverandi afstaða ríkisstjómarinnar í þessu máli breytist, og ekkert verði úr þessu áformaða fmmblaupi fremur en hjá vinstri stjóminni fyrri. . Oft er vitnað í það, að upphaflega hafi ekki verið talið nauðsynlegt, eða jafnvel ekki gert ráð fyrir, að her væri hér á friðartímum. Þeir, sem svo mæla, segja, að nú séu friðartímar og hafi verið lengi. Samkvæmt þeim skilningi eru alltaf friðartímar, ef ekki er verið að berjast í Evrópu, þótt allt logi í ófriði víða annars staðar og við borð liggi að stórveldunum lendi saman út &f þeim átökum, eins og t.d. við botn Miðjarðar- hafs. Em ekki Rússar nýbúnir að fara með her inn í Tékköslóvakíu? Og hvað væm þeir komnir langt vest- ur, hefði Atlantshafsbandalagið ekki verið stofnað? E. Fjærli ofursti segis, að íslendingar og Norðmenn hafi áður snúið bökum saman. £ Norskur her tíl íslands? — norskur ofursti mælir með því — tekst Olafi Noregskonungi jbað, sem forfeðrum hans mistókst? „Ríkisstjórn íslands hef- ur lýst því yfir, að hún vilji segja upp varnar- samningnum við Banda- ríkin en ætlast þó til, að væntanlegur brottflutn- ingur bandaríska hers- ins eigi sér stað á fjög- urra ára tímabili, það er að segja fyrir næstu alþingiskosningar. Ríkisstjórnin vill samt, að ísland sé áfram í Atl antshafsbandalaginu. — Allt þetta hefur á svip- stundu skapað vanda- mál í varnarmálum og öryggismálum. Það á ekki sízt við í Noregi. — Áhrif brottflutnings bandaríska hersins á ör- yggi okkar verða tví- mælalaust mikil. Rússar reyna að hindra starfsemi Polaris-kaf- báta Baksvið þessa er þaö, hversu greinilega Sovétríkin stefna að því að ná undirtökunum á Norður-Atlantshafi. Til þess hafa hingað til verið tvær or- sakir: í fyrsta lagi vamarsjðnarmið. Sovétríkin reyna að hindra starfsemi bandart'sku Polaris- kafbátanna í Norður-Atlants- hafi. Þetta er mjög mikilvægt á núverandi tímabili. Sovétrfkin hafa náð forskoti í gerð lang- drægra kjarnorkueldflauga, og Bandaríkin verða að byggja miklu meira en áður á eldflaug- um á kafbátum, en þær geta enn aðeins dregið takmarkaða vegalengd. Aðalbækistöðin í Murmansk 1 öðra lagi árásarsjónarmiðin. Sovétríkin hafa byggt upp feiki- legan kafbátaflota. Hann hefur mörgum verkefnum aö sinna, i vörnum eins og í árás. En sá hluti flotans, sem fer á haf út og stefnt er gegn skipum NATO á Atlantshafi, hefur nær allur bækistöðvar á Murmansk-svæð- inu. Það sama á við um nær alla rússnesku kafbátana, sem búnir iiiiiinmi (Jmsjön: Haukur Helgason eru eldflaugum með kjarnaodd- um. Þetta er eðlilegt. Það er að- eins stöðin við Murmansk, sem veitir beinan aðgang tij heims- Ijafanna. En sú leiö liggur ein- mitt gegnum Norður-fshafiö. Rússnesk; herstyrkurinn á Murmansksvæðinu er nú geysi- mikili. Hann ræður yfir 24 tundurspillum, 70—80 freigátum og korvettum og 206 kafbátum. Milli 10 og 15 nýir kafbátar eru smfðaðir ár hvert fyrir þetta lið, og þeir era einmitt af þeirri gerð. sem fer út í höfin og er búin eldflaugum. . Fjölmargir hafa bent á þetta einmitt allra síðustu árin, og sumir hafa bent á þetta miklu lengur. Tóku sér stöðu nær íslandi en áður. Floti Sovétríkjanna hefur þann mikla veikleika, að hann skortir flugmóðurskip og enn er ekki bolmagn til staöar til að smíða þau í nokkur ár. Þv'i verða Rússar að treysta á flug- vélar frá landi. Þegar heræfingin „Sever“ stóð yfir sigldi rússnesk flotadeild meðfram allri strönd Noregs og hún var þannig búin að unnt var að setja á land litla sveit sjóliða. 1 æfingunum „0cean“ tóku Rússar sér stöðu á línu milli ís- lands og Færeyja, lengra vestur en áður. Tillögur koma fram um að Ieysa vandamálið, sem brott- vfsun bandaríska herliðsins á Keflavíkurflugvelli muni skapa, með því að norskur her komi í staðinn. Gæti því svo farlð að Ólafur Noregskonungur næði því markmiði forfeðra sinna að koma norskum her á land á íslandi. Við birtum hér grein, sem norskur ofursti skrifaði um þetta mál eftir stjórnarskiptin á íslandi og birtist í norsku blaði. Gætu tekið Keflavíkur- stöðina með skyndi- áhlaupi. í þessu sambandi er rétt að koma að einni afleiðingu þess, að herstöðin á Keflavíkurflug- vell; verði lögð niður. Þá væri Rússum kleift að taka áður- nefnda stöðu og halda hennl. En þetta hefðj gildi fyrir Rússa í öðru. Þeir gætu sjálfir tekiö stöðina á hættutímum meö skyndiáhlaupi. Það mundi veita þeim mjög mikinn hern- aöarlegan ávinning og veikja Atlantshafsbandalagið að sama skapi. Fyrir Noregi yrðj þetta mjög hættulegt. „íslendingar gætu sætt sig við norskan her“ Ef tslendingar vilja vera áfram J Atlantshafsbandalaginu, verð- ur að tryggja varnir Keflavikur gegn skyndiárás Rússa. Ef ts- lendingar vilja ekki, að Banda- ríkjamenn geri það og vilji þeir ekki stofna eigin her, verða her- sveitir frá öðrum löndum At- lantshafsbandalagsins að taka varnirnar að sér. Það er ástæöa til að ætla, að íslendingar gætu bezt sætt sig við norskan her. Norskur her undir stjórn íslenzku ríkis- stjómarinnar Norskur her gæti verið undir stjórn íslenzku ríkisstjómarinn- ar með nokkrum undantekning- um íslendingar og Norðmenn hafa áður snúiö bökum saman. Áðurnefndur rússneskur floti. sem sigldj meðfram Noregs- ströndum í heræfingunum „Sev- er“. hefði getað hertekið marga flugvelli Atlantshafsbandalags- ins, sem eru við ströndina. Þá hefðu Rússar náð í nokkrar af þeim stöðvum. sem þeir þarfn- ast til að t>°Hast við bandari'sk flugmóðurskip. Með töku Keflavíkur- flugvallar hefðu Rússar unnið „orrustuna um Noregshöf.“ Ef þeir hefðu líka náð Kefla- víkurflugvelli. þá hefðu þeir með bví væntanlega unnið „orrustuna um Noregshöf“. Eru flugvellir okkar nægilega varðir og íryggðir? Það eru þtílr asi. Varnarkerf,- okkar byggist á öðrum hugsunarhætti. sem er líklega oröinn eitthvað á eftir tímanum“

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.