Vísir


Vísir - 02.10.1971, Qupperneq 9

Vísir - 02.10.1971, Qupperneq 9
*V4US* V151R. Laugardagur 2. október 1971. llllilll Séð út yfir Lárvatn (160 hektara að stærð) yfir eiðið og stifluna í átt til hafs. Lárósar, sem eru 15 mínúna akstur frá Grundarfirði, eru myndaðir af Hólalæk, Smáá og Víkurlækjum. meira frjómagn, svif og sölt í sjónum. Og sjávarföllin bera alitaf meira og meira með sér og í meðalstraumi er áætlað, að um 3200 tonn af sjó fari inn um flóðgáttina inn í Lárvatn. — Svo að slík innfjarðarræktun heí-ur gífuriega kosti fram yfir ræktun í vötnum. Og þessa aðstöðu höf um við í hundruðum voga og víkna. En enginn virkjar þaö. En til dæmis um, hvernig lax inn þrífst f Lárósi þá höfum við komizt að raun um það, að þar eru laxar sem ekki hafa gengið úr vatninu í sjó. Heldur hafa þeir haldið kyrru fyrir, orðið kyn- þroska og hrygnt. — Ég hef hvergi heyrt um dæmi þess annars staðar. Þegar við höfum gætt í maga bleikju, sem við höfum veitt þama f Lárvatni, þá höfum við fundið upp í 700 marflær — og það var ekkert einsdæmi.“ — Svo að við þurfum ekki að Myndarlegur laxabúskapur þar sem ekki var kvikindi „Laxeldi, eða fiskeldi ... f því liggur framtíðin. Hiíklaust spái ég þvf, að eftir 15 til 20 ár verði þetta orðinn einn af meg inatvinnuvegunum okkar." Svona bjartsýnn getur sá ver ið, sem í sumar fékk 2564 laxa í lóni vestur við Grundarfjörð, sem enginn maður hefði fyr- ir nokkrum árum ætlað, að yrði nokkurn tfma sett í samband við laxveiöi — nema Jón Kr. Sveinsson, löggiltur rafverktaki hér í Reykjavík og fólagi hans Ingólfur Bjamason. Og það var Jón, sem spáði laxeldinu þessari framtíð í sam tali við blaðam. Vísis, og hann hefur rfka ástæðu til bjartsýni. Enn meiri heldur en þegar hann og Ingóifur fólagi hans keyptu á áranum 1963 og 1964 fjórar jarðir sem lágu að Lárvaðli og Látravfk og hófu sumarið 1965 (fvrir aðeins 6 áram) að byggja stíflu í Lárós í þeim tilgangi að hefja laxarækt í Lárvatni. Og laxarækt varð úr því, þótt marg ir hristu höfuöið yfir þessu til- tæki þeirra félaga, þegar þeir vora að byrja. En 2564 laxar — „sem er bara það sem við töldum en auðvitaö teljum við ekki hvem íisk, sem kemur í Lárvatn" — þar sem meðalþyngd hvers lax er sjö og hálft pund, er að verð mæti tæpar 2,9 milljónir króna ef reiknað er með að kr. 300 fá- ist fyrir kílóið (sem er of hátt miðað við markaðsverð að hausti en of lágt miðað við markaðs verð að vori). Svo að þeir, sem trú höifðu á fyrirtæki þeirra Jóns og Ingólfs og stofnuðu með þeim hlutafé- lag 1966 (þar sem nú eru orðnir Jón með sonum sínum að sleppa seiðum í Lárvatn — þriggja sólarhringa hörð lota á hverju sumri. 100 bluthafar) þurfa ekki að naga sig í handarbökin fyrir til- tækið. „Enda vildi hérna bandarískur sérfræðingur — nokkurs konar Þór veiðimálastjóri þeirra í N- Ameríku — ólmur kaupa af okk ur stöðina, þegar hann kom hingað til lands í heimsókn. Já hafði aldrei séð hana, og vildi bara kaupa hana óséð. Sagðist mundu hafa sparað sér margar ferðimar í ráðuneytið í sínu .andi til að sannfæra ráðamenn um nytsemi laxeldis ef hann hefði haft okkar aðstöðu í Lár- ósi til að sanna sitt mál,“ sagði Jón, þegar við heimsóttum hann á heimili hans til að spjalla um árangur sumarsins. Fréttir af árangri laxaræktarinnar í Lárösn um hafa flogið um landið og vakið mikla athygli. í fréttabréfi, sem „US De- partment of Commerce“ sendir reglulega frá sér, er vakin at- hygli á árangri laxaræktar fvr I 'Sr^rsii iaxinn, sem endurheimtist í Látravík eins árs gamall og 6 pund, en til viðmiðunar eru seiði af sjógöngustærð. irtækisins Mowi í Bergen, sem elur laxaseiði í sérstökum þróm, sleppir þeim aldrei í sjó og hefur fengið með tilraunum sinum um 80 tonn af laxi (f ágúst í sumar). Þeir hjá Mowi búast við 500—600 tonna ár- •legri framleiðslu fyrst um sinn, en hyggjast stækka fyrirtækið og framleiða árlega 1500 tonn af laxi. — Og er Mowi eina fyrir- tækið, sem náð hefur jákvæðum árangri £ laxarækt, eftir þvi sem US Department of Commerce hefur haft spumir af. „En þeir þurfa að stofna til mikils kostnaðar vegna fóðurs, býst ég við“ sagði Jón Sveins- son þegar við sögðum honum frá þessu. „Það kostar nú kr. 70—90 kílóið af sænska fóðrinu svo að það munar nú ögn um það. — En við kaupum ekki gramm af fóðri í Lárósi. Lár- vatn er svo næringarríkt. Og það er einmitt það allra mikil- vægasta við okkar aðstöðu — svona innfjarðarfiskeldi, þar sem virkjaðir era gamlir vaðlar. Þeir eru svo frjósamir og gefa svo mikið æti. Botnprafur úr vaölinum í Lárósi hafa sýnt frá 5500 botndýrum upp í 11000 á hvem fermetra. Það talar sínu máli að í hverj um rúmmetra af sjó eru tald- ar vera 34000 einingar af svif um og lífveram ýmsum, á með an það eru bara 700 einingar í vel ræktuðu veiðivatni, og allt niður f 50—60 einingar í lélegu veiðivatni. — Svona er miklu kaupa fóður til þess að ala fisk inn á“. segir Jón. Og ekki var stofnkostnaður fyrirtækisins svo ofboðslegur. „Já, hvernig við byrjuðum. Það var nú það,“ segir Jön og brosir við. „Það voru fyrst kaupin á tveim eyðijörðum ogrfljótlega á eftir, tveim jörðum til viðbótar til þess að öðlast umráðarétt yfir Lárvatni. Svo byggðum við 300 m langan stíflugarð viö ós- inn með flóðgáttum og yfirfalli o.s.frv. Eins hækkuðum við upp eiðisgrandann, sem skilur Lár- vatn frá hafinu. Og svo þurfti að útvega klaklax. Hann veiddum við á stöing í hinum ýmsu ám landsins, Haukadalsá, Noröurá, Hvítá við Svartá, Elliðaánum og í Soginu — svo að ég nefni nokkrar. Fyrsta sumarið fengum við 46 laxa þannig sem viö gát um notað til klaks. Skúli Pálsson lánaði okkur aðstöðu til klaks í stöðinni sinni að Laxalóni, og þangað fluttum við laxinn i plastpokum með súr efnisgjöf og miklu brasi. (Enn í dag eru menn að biðja mig að flytja fyrir sig laxa eða seiði vegna þeirrar reynslu sem ég fékk af þeim flutningum.) Nú, klakið tókst vel, innan við 5% afföll af hrognunum, sem varla er til að hafa orð á. Þetta endurtókum viö svo þrjú sumur, og fluttum seiöin vestur og slepptum þeim í Lárvatn. — Sumt kviðpokaseiði, sumt sum aralin seiði on seiöi í sjógöngu- stærð. — Síðan höfum við kom ið okkur upp klakhúsi £ Látra- vfk og svo — eftir að laxinn fór að endurheimtast — settum viö upp laxageymslu." „Hvernig hafa endurheimturn ar veriö frá ári til árs?“ ,Þaö er ekki talinn allur lax sevrt geugur þarna !nn, ,»ví, aw maður vill sem minnst hefta göngu hans. En eftir að við kom um gildruútbúnaðinum í fufflt lag töldum við 230 laxa 1967, sfð an 320 laxa 1968 og 311 laxa 1969, en svo 620 laxa 1970 og 2564 iaxa £ sumar (þegar eg vissi sfðast til)“ svaraði Jón. „En hvað hafiö þið sleppt miklu magni af seiðum?" „Að liðnu árinu 1969 vorum við búnir að slenna 550 þús. seiðum. Á árinu 1970 slepptum við 550 þús. til viðbótar og í sumar 400 þús., svo að það er komiö upp í 1,5 milljónir af Einn sona Jóns Sveinssonar með þann vænsta, sem kom í sumar. 26 punda lax, 107 cm langur. seiðum — En ennþá erum viö ekki komnir upp í nema 10% af því sem viö ætlum okk ur í framtíöinni. Okkur reiknast svo til að stöðin sé fullnýtt, þegar við sleppum 4,5 milljón um seiða á hverju ári (f stað 400 þús. í sumar) og að þvf stefnum við.“ „En ætluðuð þið ekki að rækta ifka bleikju?" „Jú við gerðum það til að byrja með en hættiun svo. Og hún jókst svo og dafnaði, að hún er farin að verða fuU fyrir ferðarmikil í vatninu, og sér- fræðingar ráðleggja okkur að veiða eins mikið af henni og við getum. Stærstu bleikjumar era orðnar upp í 57 cm á lengd, fjögurra og hálfs punds fiskar.“ „Og ennþá er þetta bara 10% nýting á möguleikunum seg- irðu?“ „Já, og þá skilurðu hvers vegna ég spái, að þetta hljóti að verða einn af meginatvinnu- vegum okkar) framtíðinni — og varla mjög langt að bíða þess“, sagði Jón um leið og hann fylgdi okkur til dyra og við kvöddum. — GP Stíflugarðurinn með flóðgáttum og gildruútbúnaði, en með honum er stjómað vatnsmagninu í Lárvatnl, og einnig með ferskvatnsmiðlun, lögn frá Búlandshöfða.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.