Vísir - 04.10.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 04.10.1971, Blaðsíða 3
VISIR. Mánudagur 4 oKtober isa. i£S í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND Umsjón Haukur Helgason THIEU FÉKK 90 PRÓSEHT Thieu forseti „Þetta er traustsyfirlýsing, sagði Thieu forseti Suður- Víetnam í morgun. Hann hafði fengið um 90 af hundraði atkvæða í forseta kosningunum þar sem hann var einn í framboði. Thieu hafði bent kjósend- um á þann möguleika að skila auðum seðlum, ef þeir vildu láta f Ijós and- stöðu við sig. Hvarvetna fékk Thieu nær öll atkvæði, og kjörsókn var allgóð. Jafnvel í borginni Hué, þar sem andstaöan við Thieu er hvað mest, var kjörsókn góð. Tuttugu munu haga beðið bana í þessum kosningum. Víöa urðu átök í gær við kjörstaði, Andstæð ingar Thieus fóru köfugöngur og börðust við lögreglu. Thieu hefur sætt mikilli gagn- rýni fyrir að hafa ýtt keppinautum sínum til hliðar, svo aö hann varö einn í framboði. Varaforsetinn Ky ætlaði i framboð gegn Thieu, en kosningalögum var breytt í sumar, svo að frambjóöendur þurftu að hafa stuðning ákveðins fjölda þing manna og sveitarstjórnarmanna til að framboð þeirra væri gilt. Ky Sprengjuhótun á sömu flugleið og vélin fórst tókst ekki að fá nægilegan stuðn ing sveitarstjórnarmanna, og sakar hann Thieu um að hafa kúgaö þá til að falla frá stuöningi við sig. Þá hefur frmkoma Thieus sætt mikilli gagnrýni í Bandaríkjunum. Bandarísk blöð benda á, að nú er örðugra fyrir bandarísk stjórnvöld að styðja Suður-Víetnam en áður. Að minnsta kosti sé erfitt að rök styðja stuðning við Thieu á þeim forsendum, að Bandaríkjamenn séu aö vemda lýöræöið. Thieu telur hins vegar, að með Flugvél upp i skuld Júgóslavnesk stjómvöld hafa lagt hald á vestur-þýzka Boeing-þotu. Ástæðan er sú, að vestur-þýzkar ferðaskrifstofur eru mjög skuldug- ar í Júgóslavíu. Júgóslavar hafa meö ýmsum ráð um reynt að innheimta þessar skuld ir, en ekkert hefur stoðað. Ætla Júgóslavar nú að halda flugvélinni þar til skuldirnar hafa verið greidd- ar. forsetakosningunum í gær hafi hann hlotið traustsyfirlýsingu kjós- enda. Hann segir, að hið mikla fylgi, er hann hlaut, sýni ótvírætt, að almenningur óski ekki eftir öðr um stjórnarháttum. Skutu á 5 ára telpu Brezkir hermenn í Londonderry skutu í nótt á bifreið og særðu Iífs hættulega fimm ára telpu. Auk þess særðist móðir telpunnar og bróð ir. Bretarnir þóttust hafa séð böggli varpað úr bifreiðinni og töldu það hafa verið sprengju. Daglega eru átök I landinu, og segja fréttamenn, að hatrið magnist enn milli kaþólskra manna og mót mælenda. Rauða kross nefnd kannar með ferð fanga í landinu, en þeir segj ast hafa orðið að sæta pyntingum af hálfu Breta og lögreglu. Rannsókn stendur enn yfir á hinu dularfulla flugslysi í Belgíu, þar fórst skrúfuþota á laugardag. Nú er komið á daginn, að maöur nokk ur hafði hótað að sprengja í loft upp flugvél frá flugfélaginu BEA á sömu flugleið og vélin fórst á. Brezka flugfélagið BEA segir, að maður nokkur, sem sagði ekki deili á sér, hefði hringt á skrifstofu fé lagsins I London fyrir þremur vik um og sagt, að sprengju hefði ver ið komið fyrir í flugvél, sem átti að fara frá Salzburg tfl London. Elugvélinni var þá snúið til Frank furt, en engin sprengja fannst f henni. Flugvélin, sem fórst á laug ardaginn með öllum 63 farþegum, var einmitt á leiðinni frá London til Salzburg og hún var í eigu BEA. Fulltrúi flugfélagsins sagði þó f morgun, að hann teldi ekki, að neitt samband væri milliHiótunarinnar og flugslyssins. Flak flugvélarinnar rannsakað. Klofnar Verka- mannaflokkurinn? (Fíokksþing brezka Verka- mannaflokksins verður sett í dag. Búizt er við hörð um deilum á þinginu. Þing Verkamannaflokksins hafa oft verið stormasöm en flokkurinn er nú sundr- aðri en nokkru sinni vegna deilna um afstöðu til aðild ar Bretlands að Efnahags- bandalagi Evrðpu. Varaformaður flokksins, Roy Jenkýjs fyrrverandj fjármálaráð herra, er eindreginn stuðningsmað ur aðildar, og hefur hann gengið í berhögg við stefnu Wilsons for manns flokksins í þv£ efni. Nú er lagt hart að Jenkins, að hann breyti afstöðu sinni til máls ins og beygi sig undir flokksaga. Hann hefur neitað þv*i Margir telja hættu á, að Verkamannaflokkurinn klofni út af þessu máli. Lfklegt er talið. að meirihlutinn sé á bandi Wilsons í afstöðunni til EBE. Mörgum þótti skjóta skökku við, þegar Wilson snerist gegn að ild, en hann þótti manna ákafast ur í stuðningi við aðild, þegar hann var sjálfur forsætisráðherra. Jenk ins og fleiri hafa borið Wilson á brýn, að fyrir honum vaki að spilla fyrir ríkisstjórn íhaldsflokks ins og sé það orsök þess, að hann berst gegn aðildinni. Ljósmyndun 19 ára piltur óskar eftir að komast að sem nemi I ljósmyndun. Uppl. í síma 33970. Tizkuverzlun ungu konunnar, Kirkjuhvoli Sitt lítið af hverju Ótrúlega mikið úrval af haust og vetrarvörum. — Nýkomnar Renata-blússur <Hans Metzén), Pils, tilvaldir tækifæriskjólar, danskir haustkjól- ar o.fl. o.fl. o.fl. FANNÝ, t'izkuverzlun ungu konunnar, Kirkjuhvoli — Simi 12114

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.