Vísir - 04.10.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 04.10.1971, Blaðsíða 6
6 VÍSIR. Mánudagur 4. október 1971, fþróttir — m—> af bls. 5. Burnley 10 5 3 2 18:11 12 Middlesbro 10 6 0 4 16:14 12 Preston 10 3 2 5 12:15 8 Cardiff 10 2 3 5 11:19 7 Watford 9 2 3 4 5:13 7 Sheff Wed 10 2 2 6 13:17 6 Charlton 10 3 0 7 13:20 6 Fulham 10 2 1 7 5::20 5 Á Skotiandj skeði það sem, sjaldan skeður — Celtic og Rangers töpuðu bæði og það er algjörlega nýtt i sögunni, að eftir fimm leiki er Rangers neðst ásamt Kilmarnock og East Fife með aðeins tvö stig. Aberdeen og Hibemian eru efst með 9 stig, en Celtic hefur átta. — Fyrsti tapleikur Celtic var á heimavell; gegn St. Johnstone 0—1. Þrjú önnur mörk voru dæmd af i leiknum Johnstone skoraði tvö en Celtic eitt. Sigur liðsins frá Perth var verðskuld aður. Nú þá má geta þess að Alf Wood skoraði fimm mörk — fjögur með skalla — á niu mín. í leik Shrewsbury og Black- bum •! 3 deild. Shrewsbury vann 7—1. Varamarkvörður hjá West Ham David að nafni, skor aði 3 mörk með varaliðinu og lék hann þó um tíma í marki. ' Axel reynir eitt af mörgum misheppnuðum markskotum sínum á mark KR í gærkvöldi. Ljósm. BB Víkingar köstuðu frá sér auðveSdu stigi Víkingar köstuðu frá sér stigi gegn ÍR | gærkvöldi í Reykjavíkur mótlnu og jafntefli varð 13—13 í leik, sem Víkingur hefði átt að vinna létt. Framan af var ieikurinn jafn, en slðan náði Vtkingur yfirhöndinni og Kcmst 1 9—5, þegar um 5 mín. voru eftir af fyrri háifleik. En þá kom heldur ljótur leikkafii, og Vík ingum tókst ekki að skora mark i 15 min. og 1R breytti tölunum I 10—9 þegar s. h. var hálfnaður. Ekki skorti Víkinga þó dauðafærin á þessum tíma. Síðustu mín. voru spennandi. ÍR hafði eitt mark fram yfir, sem Vík ingum tókst svo alltaf að jafna — og síðasta markið skoraði Einar úr víti. Mörk iR skoruðu Brynjólfur 3, Jóhannes 3, og Vilhjálmur 3 (1 víti), Hörður, Bjami, Þórarinn, og JÚlíus 1 hver. Fyrir Víking. Guðjón 5, Sigfús 3, Einar 3 (1 viti) og Páll 2. — hsím. —hsim. Víkingur og Fram sigruðu Tveir leikir voru háðir I meist araflokki kvenna á Reykjavíkur mótinu I gærkvöldi. Fram vann KR með sex mörkum gegn fjórum, og Vikingur vann Ármann í spennandi leik 4—3. Hremn 16.53 m Á frjálsíþróttamóti á laugar dag varpaði Strandamaðurinn Hreinn Haildórsson kúlu 16.53 m og er það fjórði bezti árangur íslendings í greininni. Lengra hafa Guðmundur Hermannsson, Huseby og Erlendur Valdimars son, varpað — en Hreinn bætti þama árangur sinn um næstum metra og ætti því fljótiega aö komast í annað sæti á afreka skránni. Kraftana hefur hann næga. Á mótinu setti Erlendur Valdi marsson, ÍR, nýtt íslandsmet I lóökasti — kastaði 18.30 m og bætti fyrra met sitt um rúma 30 sm. Þá kastaöi hann kringlu 54.67 m og sleggju 55.52 m. Framarar geta þakkað dómumnum bæði stigin — sigru<5tri$R*hiG& 14-12 / gærkvöldi KR-ingar komu mjög á óvart í Reykjavíkurmótinu í handknattleik í gærkvöldi gegn Fram og stóðust keppinautum sínum fylli- lega snúning, en hins vegar var dómgæzlan í leiknum svo mjög Fram í hag, að KR-ingar fengu ekki stig í leiknum — lokatölumar voru 14:12 Fram í hag. ingur væri nálægt. KRingar hlupu til að taka innkast — en dómar inn dæmdi þá allt I einu aukakast á KR og ekki nóg með það vísaði Hilmari Björnssyni, aðalskorara KR af leikvelli. „Ég sagði ekki neitt“, sagði Hilmar og enginn vissi hvers vegna honum var vísað út af. Og Fram fékk aukakast, þegar KR átti að fá innkast — og tókst meðan Hilmar var af leikvelli að ná tveggja marka forustu 12—10. En ekki var allt búið. KR minnkaði stöðuna í 13—12 og á lokasekúnd unum var Fram með knöttinn — Ingólfur lék áfram, hljóp allt of mörg skref með knöttinn og rakst svo á KRing upp við vítateig. Allir bjuggust við aukakastj á Fram — en dómarinn dæmdi víti á KR !! Furðulegt, og Pálmi skoraði 14—12. Það er táknrænt fyrir dómara hér, að þeir dæma því liðinu, sem talið er sterkara, oftast í hag og gott dæmi var þessi leikur. Þama voru Helgi Þorvaidsson og Eysteinn Guðmundsson mjög hliðhollir Fram. Mörkin í leiknum skoruöu. Fram. Pálmi 6 (4 víti), Gylfi, Ingólfur 2 hvor, Björgvin, Axei, Sigurður Ein arsson, og Pétur eitt hver. KR. Hilmar 5 (1 víti), Atli, Karl (1 víti) tvö hvor, Jakob Möller, Bjöm og Ævar 1 hver. — hsím. Leikurinn var mjög jafn framan af fyrri hálfleik og tvivegis hafði KR fomstu 2—1 og 6—5, en Fram skoraði þrjú siðustu mörkin I hálf leiknum og staðan breyttist i 8—6. Tvö mörkin skoraði Pálmi úr vít um. En KRingum tókst að vinna þenn an mun upp og þegar s. h. var hálfnaður var staðan jöfn 10—10, en þá byrjaði ballið. Fram var I sókn, þegar Axel mistókst algjör lega sending án þess nokkur KR Akureyringar komust áfram Akureyri sigraði fsafjörð 3—2 f skemmti'egum leik í Bikarkeppni KSl á ísafirði á sunnudag. Áhorf endur voru margir, enda bezta veð ur. Fyrri hálfleikur var jafn, en ísfirðingum tókst þá að skora eitt mark og var Jóhannes Torfason þar að verki. Akureyringar fengu vítaspymu í hálfleiknum, en Magn ús JónatansSon spymti framhjá. Akureyri tókst að jafna, þegar 20 mín. voru af síöari hálfleik og var það Skúli Ágústsson, sem skor aði úr vftaspyrnu. Siðan skoraði vinstri kantmaður Akureyri rétt á eftir og Skúli skoraði svo þriðja mark Akureyrar — mjög fallega. Þegar 15 mín. voru eftir fengu fsfirðingar vítaspyrnu og leikmað ur með því fræga nafni, Aibert Guðmundsson, skoraði. ísfirðingar sóttu mjög lokamínútumar, en tókst ekki að jafna. Valsmenn öruggir Valur heidur slnu striki í hand boltanum og vann Ármann auð veldlega i gærkvöldi á Reykjavíkur mótinu. Lokatölur urðu 16—9 og gat sá munur orðið meiri, en Vals menn vom nokkuð kærulauslr 1 leik sínum. I hálfleik var staðan 9—4 fyrir Val, en framan af s. h. stóðu Ár menningar i Val — en lokaminút umar voru Vals. Mörk Vals skor uðu Jjlafur 5, Jón Karlsson 4, Ágúst 3, Ttírfi 2 og Gfsli 2 (1 víti). Fyrir Ármann skomðu Hörður 3, Kjartan, Bjöm, Ragnar Jónsson, Ragnar Ámason, Olfert og Vilberg 1 hvor. Valur vann á Húsavík Völsungar og Valur hófu leik sinn I blíðskaparveðri í bikarkeppn inni á laugardag, en þegar leið á leikinn gerði rok, það varð rigning, slydda og siðan hríð. Erfiðar aðstæður settu þvi mörk sin á leikinn, en Val tókst að sigra með einu marki, sem Ingvar skoraði þegar um 20 min. vom af s. h. Valur lék undan rokinu i s. h .og fékk góð færi, en markmaður Hús vikinga varði hreint snilldarlega. Hermann, innherji Völsunga, komst í dauðafæri á 2. mín., en Sigurði Dagssyni tókst að verja spymu hans af 2 m, en það var líka eina færi Húsvíkinga í leiknum. Meiri þróttur í Reykjavíkur-Þrótti Það var meiri þróttur í Þróttí Reykjav’ik, en Þrótti. Neskaupstað þegar liðin mættust í Bikarkeppni KSÍ á Norðfirði á laugardag. Reyk víkingamir skoruðu sex mörk í leiknum og sigmðu 5—2 eftir að 4—1 stóð í hálfleik. Þeir Hilmar Sverrisson, tvö. Sverrir Brynjólfs son, tvö, og Halldór Bragason (eftir hálfa minútu) og Aðalsteinn Örnólfsson skomðu mörk Reykja víkur — Þróttar, en Theódór og Hörður mört heimamanna. 4 Rótarar ^op-hljómsveitarinn ar Náttúru mættu til leiks ásamt söngvara hljómsveltartnnr.r Pétri Kristjánssyni og umboðs- manninum, honum Pétri rakara á Skólavörðustígnum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.