Vísir - 04.10.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 04.10.1971, Blaðsíða 8
V1S IR. Mánuaagur 4. októoer 1971. Utgefandi: Reykjaprent hf. ■'ramkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Símar 15610, 11660 Afgreiðsla: Bröttugötu 3b. Sími 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 195 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 12.00 eintakið. Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Lífið og landgræðslan „Ég er nokkurn veginn sannfærður um að ef land græðslan hefði ekki komið til væri ekki búið á Rang- árvöllum núna,“ sagði Páll Sveinsson landgræðslu- stjórn nýlega í viðtali við blaðamann Vísis, sem var á ferð í Gunnarsholti. Landgræðsla hér á landi hófst á örlagaríkum tím- um. Uppblásturinn, sem hafði leikið heiðar og af- réttarlönd hart, var víða farinn að ógna sjálfum byggðum landsins. Með landgræðslunni var þessi árás stöðvuð og vörn sums staðar snúið upp í sókn. í óbyggðum og afréttum landsins er uppblásturinn hins vegar mun víðar í sókn en í vörn, þrátt fyrir stóraukna landgræðslu á þessum svæðum. Ingvi Þor- steinsson gróðurfræðingur hefur kortlagt mikinn hluta afrétta landsins og komizt að raun um, að þeir eru ákaflega víða ofnýttir, að of miklu sauðfé er hleypt á þá. Þessu gróöurtapi fylgir síðan uppblástur. En þessi öfugþróun er á engan hátt óstöðvandi, Dr. Sturla Friðriksson hefur með tilraunum sýnt fram á, að hægt sé að græða landið upp, allt upp í 600—700 metra hæð, að minnsta kosti sunnanlands. Þetta er hægt að gera með friðun og áburðargjöf og þá kem- ur íslenzki gróðurinn sjálfkrafa í þessa reiti. Landgæðslunnar bíða því mikil verkefni. Land- græðslustjóri telur, að það muni kosta um 400 millj- ónir króna að græða landið að töluverðu leyti upp á fjórum árum. Hann reiknar þá með, að nýjasta tækni verði notuð við dreifingu áburðar og fræs úr flug- vélum, en landgræðslan hefur einmitt góða reynslu af slíkum aðferðum. Almenningur er sér meðvitandi um, að mikil af- rek hafi verið unnin á sviði landgræðslu, þótt lítið fé hafi verið til umráða til skamms tíma. Fjárveit- ingar ríkisins hafa þó aukizt og margfaldazt á und- anfömum ámm og eru komnar upp í 18 milljón krón- ur á ári. Þar til viðbótar kemur svo stofnun félags- ins Landverndar og hin mikla þátttaka ýmiss konar félagsskapar í landgræðslunni. Fjárveitingar til landgræðslunnar þurfa áfram að aukast hröðum skrefum frá ári til árs, svo að við getum fljótlega fagnað þeim áfanga, að vöm hafi verið snúið í sókn á hálendinu, og horft fram til þess b'ma, að landið verði gróðri vaxið milli fjalls og fjöru. Líta má á landgræðslupeninga sem hagkvæma fjár- festingu, er skili sér aftur í betri landkostum og arð- samari landbúnaði. Það má líka líta á þá sem greiðslu á skuld, er forfeður okkar stofnuðu til, þegar þeir eyddu gróðri landsins í fátækt sinni og vanþekkingu. Og það má einnig líta á landgræðslupeninga sem k^stnað við að gera ísland betra og líf landsmanna fyllra, — við að auka gildi tilvem okkar á íslandi. Að landgræðslunni standa allir landsmenn einhuga. ' — -1 - Jl r' ' •mmmmmmmmrnmxmmmmmm Þótt þessi Sovétmaður sé kátur, þá mun það mála sannast, að erfiðara sé ðeiga Moskvitch í Sovétríkjunum en á Islandi. BÍLSKÚRAR NÆRRI ÓÞEKKT FYRIRBÆRI Margt angrar bifreiðaeigendur i Sovétrikjunum Það er viða auðveldara að eiga bifreið en á íslandi, en jafnvel í sumum löndum, sem framleiða þetta þarfaþing, er það miklu erfiðara — og eitt þeirrá' síðárriefndu ’ eru ’Sovét- ríkin. í þessu þjóöfélagi, .sem aetlaði að vera „stéttlaust", ehi það einungis hinir efnuðustu, sem geta veitt sér þann munað. Stjórnvöld ætla ekki að láta við svo búið standa. Þau ætla að taka stórt stökk með þvi að auka bílaframlelðsluna á kostn að framleiöslu á húsgögnum föt um og þess háttar. Þrátt fyrir þetta er hætt við, að það verði um ófyrirsjáanlega framtíð að- eins fjarlægur draumur fyrir vinnandi fólk f Sovétrfkjunum að eignast bifreið. Fjórum sinnum dýrari í Sovétríkjunum 0g þeir efnaðri Sovétborgarar, sem komast höndum yfir bíl, greiða hann dýru verði. í Sovét rikjunum eru nú starfræktar verksmiðjur itölsku bílaframleið endanna Fiat. Rússar brutu blað í afstöðu sinni til „auövalds- heimsins“ þegarþeir buðu þess um verksmiðjum afstöðu í landi sínu. Nú framleiða þær t. d. FIAT 124 undir nafninu Zhiguli, en hann er fjórum sinnum dýr- ari f Sovétríkjunum en á ítaHu. Endurbættur Volga-bill GAZ 24. verður seldur sOvézkum borgurum á nærri fimm sinnum hærra veröi en hann er seldur á erlendum mörkuöum. Aöeins um það bil 30 af 100 af fólksbílaframleiðslunni, eða 80 þúsund bílar, eru seldir á almennum markaði í Sovétrikj unum. Af þeim bifreiðum, sem þar eru framleiddar, fara milli 25% og 30% til Austur-Evrópu og mest af afganginum nota ým iss konar embættismenn. Lítill markaöur hefur verið fyrir sovézka bíla á Vesturlöndum, lík lega tiltölulega mestur á tslandi. Það er öröugt að selja sovézka biia í löndum, sem sjálf fram- leiða litla fóiksb’ila, svo sem V- Þýzkalandi, ftalíu, Bretlandi, Sví þjóð, Frakklandi o. s. frv. Kaupa varahluti á „svörtum“ Björninn er ekki unninn, þótt Soyétborgaranuip .takist ein- hvérh veginVi ao verðk’ séj úti um;pbifwiðíiEitt';«r. að bílskúr ar eru nærri óþekkt fyrirbæri V inu Komsomolskaya Pravda við lynd. Þurfi menn varahluti, get ur skásta leiðin verið að kaupa þá „á svörtum" margföldu verði. Ella er biðin nokkuð löng. Fyrir skömmu birtist i blað- inu Konsomolskaya Pravda við tal við fulltrúa sovézku Fiat- verksmiðjunnar. Hann segir. að i fyrra hafi verksmiöjumar fram leitt 23 þúsund Zhiguli-bíla og f ár muni þær framleiða 160 þús und. í viötalinu kemur fram, að ábyrgðin á bílaviðgerðum er ekki undir einum hatti, og grátt leikinn bifreiðareigandi fer frá Heródusi til Pílatusar til að fá viðgerð. Þjónustan er mjög léleg. Yfirleitt eru bifreiðar tryggðar í eitt ár frá kaupum, og kaupandi nýs bíls á að hafa réttindi til að fara með bílinn í viðgerð á sérstök viögerðarverk- stæði, sem eru til þeirra hluta. 1 Sovétrikjunum era 48 slík verkstæði þar af eitt ‘i Moskvu og annað 1 nágrenni Moskvu. Þau skortir hins vegar mjög varahluti, segir verksmiðjufull- trúinn í viðtalinu. Aðeins þrettán verk- stæði í Moskvu Auk þessa eina verkstæðis fyr ir bíla, sem koma undir sölu- trygginguna, eru aðeins þrettán bílaverkstæði í Moskvu, þar sem íbúar eru sex og hálf milljón, og alls staðar er mikill hörgull á viðgerðarmönnum og varahut um. „Eitt helzt vandamálið. sem kemur fram í bréfum bifreiða eigenda til okkar, er skortur á ol íu. og það jafnvel á tn /\'ngar tímanum. Hver.s veena er betta. spyr blaðam. Komsomolskaya Pravda verksmiðjufulltrúann. „Við höfum leyst vandamálið við framleiðslu fyrsta flokks olíu.“ segir fulltrúinn. „Viö framleiðum heilmikið af henni.“ „En hvað er þá meinið?" spyr blaðamaðurinn. „Það er stjómleysi," er svarið, og fulltrúinn skýrir frá því. að bifreiðaeigandinn sem biðum um einn eða tvo lítra af olíu, verti oft að'taka heila tunnu, því að óvíða rséu litlar dósir til. Fulltrú inn sagði, að unnið væri að því að bæta úr þessu. Þá var hann spurður, hvort búast mætti við úrbótum innan skamms og hvort skýra mætti lesendum frá því. ÞvY kvaðst fuH trúinn ekki geta svarað. Málið væri í höndum stjórnnefndar, og gæti hann ekki svarað fyrlr hennar hönd. „Snigillinn flýtir sér“ Rússneskur málsháttur segir: „Snigillinn flýtir sér, og hann hlýtur aö koma einhvem dag- inn.“ Og nú vex bifreiðaframleiðsl an í Sovétríkjunum með vaxandi afköstum Fiat og annarra, bif reiðaeigendur verða fleiri og vandamáj þeirra erfiðari við- fangs. því að þjónustan hefur engan veginn fylgzt með 1 þróun inni. Þjóðvegakerfið er fremur hrörlegt yfirleitt i hinu víðáttu- mikla ríki, og stjómin sein til aðgeröa í þeim málum. Nú má búast við auknu álagi á vegi og vaxandi umferð í borgum. Sovétrikin ná yfir sjötta hlutann af öllu landi f heimi, og þar em aðeins 1.488.000 kílómetrar vega og aðeins rúmur fjórðungur þeirra sagður sæmilega akfær allt árið. í fyrra átt; aðeins einn fbúi af tveimur hundruðum Sovét- borgara bifreið, en á íslandi er hlutfalliö sem næst einn af fjór um. Slæmir vegir og lélegt við- hald bílanna mun eiga stærstan þátt í gífurlegum fjölda dauða slysa f landinu. Þar ferst á ári hverju í umferðarslvsum einn maður fvrir hveria 19 bíla í land inu samkvæmt rússneskum henn ildum, f Bandaríkíunum fersi einn fyrir hyerja 1900 b’ila. Umsión: Haukur Helgason

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.