Vísir - 04.10.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 04.10.1971, Blaðsíða 16
1 ISIR Márai<tegHr 4. oktðber 1971. Þota fyrir 445 rmlljónir Loftleiðir gerðti út utn þotukaup fyrir helgi Loftleiðir gerðu út um kaup á DC-8-55 þotu fyrir helgina. Þotuna kaupa Loftleiðir af dótturfélagi Flying Tiger line og er kaupverð 445 milljónir króna. Þota þessi tekur 160 fariþega, og er ætlunin að nota hana á flugleið um Loftleiða tij Norðurlanda og Bandarikjanna — einnig til Lon- don og Glasgow, þegar gengið hef ur verið frá samningum við brezk flugmálayfirvöld, Þessj nýja þota Loftleiða var áður notuð hjá dótturfélagi Loft- leiða, Air Bahama og er hún all miklu minni en fyrri þotan sem Loftleiðir eignuðust, en sú tekur um 250 manns í sæti — og var enda um það bil helmingi dýrari en þessi DC-8-55. Kaupverð þessarar nýju þotu verður greitt með jöfnum afborg unum á tæpum 6 árum. Hún fer í sitt fyrsta flug fyrir Loftleiðir 1. nóvember n k., en fram til þess tíma verður vélin hjá United Air- lines ‘í Bandaríkjunum, en það fyr irtæki hefur tekið að sér að breyta innréttingu vélarinnar. —GG Gegn nýlendukúgun og „apartheid" en með landhelgisstækkmmm: Einingarsam tökin gagnkvæman stuBning „Við lýsum yfir algjör- um stuðningi við íslend inga í landhelgismálinu“ sagði forseti Máretaníu, Moktar ould Daddah, sem er formaður sér- stakrar sendinefndar frá Einingarsamtökum Afr- íkuríkja, en þessi nefnd er nú á ferð milli landa að kynna stefnu samtak anna gagnvart Portúgal í Angóla og Mósambik, og framferði S-Afríku- stjórnar gagnvart svarta meirihlutanum í Suður- Afríku. isráöherrum, 2 ambassadorum auk annarra tignarmanna, hefur átt viðræður við ’isienzku ríkis stjórnina, og að sögn Márentan íuforseta, lýsti stjórnin sam- stöðu með Einingarsamtökunum í afstöðunni gegn aðskilnaöar- stefnu (Aparheid) S-Afríkustjó-m ar og stuðningj við frelsishreyf ingar þær sem berjast gegn ný- lendukúgun Portúgala í Angóla. „Það er kominn tími tii, að Portúgal skiljist, að tfmi ný lendukúgaranna er liðinn,“ sagði Moktar ould Daddah á blaða- mannafundi, sem sendinefndin hélt á Hótej Sögu 'i gær, „við erum aö leitast við að opna augu NATÓ-ríkja — leiða þeim fyrir sjónir, að án stuðnings NATÓ, gætu Portúgalar ekki barizt af þeirri hörku sem þeir gera í Angóla.‘‘ Sagði forsetinn, að Portúgalar legðu NATÓ til 3 herfylki og helmingur alls þessa portúgalska NATÓ herafla berðist gegn frels ishreyfingum í Angóla. Frelsisbarátta Atfríkumanna gegn Portúgölum nýtur stuðn ings margra landa, svo sem sós- íalistísku rtkjanna, Svíþjóðar og þar fyrir utan margra félagasam taka, svo sem Heimssamtaka kirkjunnar, UNESCO — Menn ingar og fræðslustofnunar Sam einuðu þjóðanna, en SÞ leggur frelsisherjunum tij fé að koma á fót fræðslustarfsemi á þeim landsvæðum sem Portúgalar hafa misst. Gegn S-Afríkustjóm „Tíundi hver Afríkunegri býr I S-Afríku og svartir menn eru þar í mjög miklum meiribhita. Þessu f<Mki drottnar stjóm hvíta minnihlutans yfir með ofbeldi," sagði Moktár ould Daddah, „og fer í engu eftir beiðnum eöatil skipunum AJþjóðadómstólsins eða Sameinuðu þjóðanna — það verður að gera allt sem mögu legt er til að fá S-Afr’ikustjóm til að hlýðnast tilskipunum Ör yggisráðsins og Alþjóðadömstóte ins og leysa 1/M) af íbúum Afríku undan þrældómsoki:** Sagði Moktar að lokum, að strandríki Afriku ættu mikilla hagsmuna að gæta að fisldmið yrðu ekk,- þurrausin, og því lýstu Einingarsamtök Afriku- ríkja yfir fullum stuðningi við felendinga I landhelgismálinu. Frá íslandi héldú þeir svörtu sendimenn til Svíþjóðar að ræöa við þarlend stjómvöld. —GG \ Sendinefndin, sem samanstend ur af alls 17 manns, þar einum forseta, fjórum utanrík Jólakauptíðin hefst snemma í ár Jólagjafaauglýsingar þegar hafnar Nú er hætt við að jólakötturinn verði illa sveltur, þar sem þegar er byrjað að undirbúa jólin viða i verzlunum og fyrstu jólaauglýsing amar byrjaðar að glymja í sjón- varpinu nú fyrir mánaðamótin, hremur mánuðum fyrir jól. — Okkur þykir ekki veita af að byrja snemma. sagði Hafþór Hannesson. sölumaður hjá verzlun arfélaginu Festi við Frakkastfg, sem virðist ætla að hefja jólakaupskap inn fyrst að þessu sinni. Við fáum vörurnar snemma og viljum gjarna láta kaupmenn úti á landj vita að þær séu komnar, einkum leikföng og því um líkt. Auglýsingat’imi sjónvarpsins mun nú vera mjög ásetinn fram að jól um Auglýsingaskriöan byrjar fyr ir alvöru í þessum. mánuði. Margir pöntuðu tíma í jólaauglýsingunum strax upp úr áramótum. Undirbúningur aö gluggaútstill- ingum mun þegar vera hafinn. Þess mun ekkj langt að bíða að fyrstu útstillingarnar sjá; dagsins ljós i gjafavörubúðunum. — Jólaundirbún ingurinn hefur sennilega aldrei ver ið svo snemma hafinn. — Og finnst kannski mörgum nóg um. —JH 'WWWVWWWWVO/VWV/WVWWWWWVWWS Úrslitin á Isafirði: Hannibalistar urðu næst stærstir Hannibalistar unnu tvö sæti í bæjarstjóm Isafjarðar í kosn ingunum i gær. Alþýðuflokk ur og Framsóknarflokkur töpuðu einum hvor. Urslitin urðu þessi: Alþýðuflokkur 260 atkvæði og 1 kjörinn (337 atkvæði og 2 i fvrra), Framsóknarflokkur 141 atkvæði og 1 kjörinn (276 og 2 í fyrra), Sjálfstæðisflokkur 572 aíScvæöi og 4 kjörnir (526 og 4 í fyrra),. Samtök frjálslyndra og vinstri manna 343 atkv. og 2 kjörnir — buðu ekki fram áður, Alþýðubandalag 147 at- kvæði Og 1 kjörinn (154 og 1 f fyrra. Kosið var til bæjarstjómar í gær, vegna þess að Eyrarhrepp- ur (Hnífsdalur) hefur sameinazt ísafirði. Kosningatölurnar frá í fyrra, sem hér eru til saman- burðar, eiga aðeins við ísafjörð einan. 1499 greiddu atkvæði. Auðir og ógildir seðlar voru samtals 27. - HH Á blaðamannafundi á Sögu: Dr. Njoroge Mungai,utanríkisráðherra Kenya og formaður sendinefnd arinnar, Moktar ould Daddah, forseti Máretaníu. Bíll stöðvast á staur —en vélin hélt áfram og olli öðrum árekstri 27 árekstur varð á f'óstudag /WWWWWNAAAAAAAAA/WWWWWWVVWWW Eftir að bifreið hafði stöðv- azt á Ijósastaur við Hringbraut skammt austan við Gamla Garð tók mótor bílsins sig upp og hélt áfram leiðar sinnar. Stöðv aðist hann ekki fyrr en úti á götu um 30 metra frá bílnum. Ökumaöur bílsins var á leið vest ur Hringbraut, en einhverra hluta vegna hafði hann misst vald á bílnum ,og lentj uppi á gangstétt og á Ijósastaur. Við áreksturinn hrökk vélin og allt innvolsið úr vélarhúsinu upp úr bílnum. — En þar með var ekki búið. Aðra bifreið bar að, og sá öku maðurinn hinn bílinn standandi uppi á gangstétt. Hélt hann, að þangað hefði bílnum verið ýtt eft ir árekstur, og hélt áfram leiðar sinnar — en lenti þá beint á mótornum á götunni. Ökumaður mótorlausa bílsins var fluttur á sjúkrahús vegna meiðsla. Allmargir árekstrar urðu í um ferðinni í Reykjavík á föstudag, eða 21 árekstur frá því kl. 10 um morguninn fram til kl. 10 um kvöldið. — Slys urðu ekki á fólki nema í einu tilviki, þar sem bifreið var ekið inn á Kringlumýrarbraut af Sléttuvegi og beint í veg fyrir ibifreið, sem leið átti um Kringlu- | mýrarbraut. Kona ók bílnum af S.léttuveginum og var hún flutt á sjúkrahús. I Harður árekstur varö á gatna- |mótum Réttarholtsvegar og Soga- | vegar um kl. 9 f gærkvöldi. Ann- arri bifreiðinni ók kona, en kona |var farþegi í hinni, og slösuðust þær báðar, svo flytja varð þær á ‘ sjúkrahús. j Jeppabifreið, sem var á leið út af bílastæði hjá Loftleiðahótelinu á laugardag, rakst á hlið leigubíls, en við áreksturinn valt jeppinn. Ökumann hans sakaði þó ekki, en farþegi í leigubílnum meiddist. — GP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.