Vísir - 05.10.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 05.10.1971, Blaðsíða 8
V1SIR. Þriðjudagur 5. október 1971. Útgefandi: 'ramkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstjórn : Áskriftargjaid kr. i lausasölu kr. 12. Prentsmiðja Vísis Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson : Jón Birgir Pétursson : Valdimar H. Jóhannesson : Skúli G. Jöhannesson : Bröttugötu 3b. Símar 15610, 11660 : Bröttugötu 3b. Sími 11660 Laugavegi 178. Sírpi 11660 (5 línur) 195 á mánuði innanlands 00 eintakið. — Edda hf. Tregur brottrekstrarvilji fslendingar eru að miklum meirihluta hlynntir því, að Kína taki sæti hjá Sameinuðu þjóðunum, og eru jafnframt að enn stærri meirihluta andvígir því, að Formósu sé vísað úr samtökunum. Þetta álit endur- spegla tvær skoðanakannanir, sem Vísir hefur haft um málið á þessu ári. Helzta einkenni skoðanakannananna var þó vissu- ’ega, hve takmarkaðan áhuga fólk hafði á málinu. í fyrra skiptið höfðu 44% hinna spurðu enga skoðun á málinu og4 síðara skiptið rúmlega 40%. En af þeim, sem skoðun höfðu, voru í vor um 70% fylgjandi inn- göngu Kína í Sameinuðu þjóðirnar, og í könnuninni, sem birtist í gær, voru 77% fylgjandi því, að Formósa væri áfram í samtökunum. Aðeins 13‘/2% vildu ein- göngu hafa Kína í Sameinuðu þjóðunum. Það er því ljóst, að íslendingar vilja ekki vera nein- ir brottrekstrarmenn gagnvart Formósu, þótt ríkis- stjórnin hafi tekið upp þá stefnu eins og hin Norður- löndin. Vísir hefur áður bent á, hve óeðlileg þessi stefna er, þar sem hún stuðlar að þeirri venju, að deilumál misstórra ríkja séu leyst á kostnað smá- ríkjanna. Það verður heldur ekki séð, að 200 þúsund manna þjóð hafi siðferðilegan rétt til að stuðla að brottvikningu 15 milljón manna þjóðar. Auðvitað er hér eins og á Norðurlöndunum reynt að túlka málið á þann hátt fyrir fólki, að ekki sé um brottrekstur að ræða. Fram hjá því verður þó eldci litið, að tillaga Albaníu, sem Norðurlöndin og ísland styðja, f jallar um, að Kína taki sæti það, sem Formósa hefur til þessa haft hjá Sameinuðu þjóðunum. Til afsökunar er bent á, að Formósa kalli sig Kína. En er ekki allt í Iagi, að í samtökum Sameinuðu þjóð- anna séu til fleiri en eitt ríki undir nafninu Kína? Þar eru tvö ríki undir nafninu Kongó. Og það er í alvöru talað um að hleypa inn í samtökin tveimur Kóreum, Víetnömum og Þýzkalöndum. Því er þá ekki hægt að hafa þar tvö ríki, sem kalla sig Kína, þegar enginn ágreiningur er um, að bæði ríkin séu raunverulega til? Margir íslendingar hafa í bamaskap talið það vera tryggingu fyrir siðferðilegu réttmæti málstaðar, ef Norðurlöndin styðja hann. En það er alls ekki um neitt slíkt sjálfvirkt samband að ræða eins og Kína- málið sýnir fram á. Afstaða Norðurlandanna til Kína- málsins er leikur á skákborði heimsmálanna, en ekki réttlætisafstaða. Hver vill ekki vingast við 700 millj- ón manna ríki, þótt sparkað sé um leið í 15 milljón manna ríki? ísland hefur undanfarin ár komið heiðarlega og skynsamlega fram í þessu máli á vettvangi Samein- uðu þjóðanna og hefur stutt ítalska tillögu, sem miðar að því að finna leið til að gera báðum ríkjunum, Kína og Formósu, kleift að vera aðilar að samtökunum. En því miður hefur hin nýja íslenzka ríkisstjóm látið gabbast á sveif með Norðurlöndunum. Félagsfræðineurinn segir að Nixon (1.80) hljóti að tapa kosningum fyrir Muskie (1.90) eða Kennedy (1.85). Það er illt að vera minm en 1.70 Bandanskur félagsfræðingur afhjúpar b'ól lágvöxnu mannanna — jbe/r verði undir i pólitik, rómantik og viðskiptum Richard Nixon verður ekki forseti Bandaríkj- anna lengi enn, ef marka má félagsfræðinginn Saul Feldman. Oirsökin er sú, að Nixon er of lítill. Allir helztu kappar demókrataflokksins eru mun hærri vexti en Nix- on, að undanskildum Hu bert Humphrey. Feld- man bendir á, að undan tekningarlítið vinnur sá frambjóðandi í forseta- kosningum sem er hærri vexti. Samkvæmt því má Nixon gera ráð fyrir að tapa kosningunum fyrir þeim demókrata, er verður valinn, ef hann verður Muskie, Kennedy eða McGovern. Humphrey er lægri en Nixon og tapaði tíka Nixon er samt ekkert kríli. Hann er um 1,80 metrar á hæð, þumlungi hærri en Hubert Humphrey. enda tapaði Hump- hrey fyrir Nixon árið 1968. Ed- mund Muskie er hins vegar um 1,90 m, Edward Kennedy er um 1,85 og McGovern er um 1,83. Sau] Feldman er félagsfræð- ingur í Cleveland, og hann ætl a'r að byrja herferð gegn því mis rétti, sem hann telur lágvöxnu mennina verða að þola, Feldman segir, að hver Bandaríkjamað- ur sem er lægr; en 1,70 verði að þola fordóma og hlutur hans sé fyrir borð borinn. Þetta mis rétti sé svipaðs eðlis og kyn- þáttamisréttj eða mimunun eftir kynferði. Fordómarnir, sem þeir lág- vöxnu sæta, eru svo algerir, seg ir Feldman, aö enginn tekur eft ir þeim, nema litli maðurinn sjálfur. Þeir hær-ri ganga ósjálf rátt á hlut þeirra smærri. For- dómarni£ eru „í blóðinu" hjá þeim. Feldman segir að for- dómamir, kom; í ljós í því, að menn spyrji ekki „Hver er hæð þín?“, heldur „Hvað ertu hár?“ Þeir stærri fengu hærri byrjunarlaun Litli maðurinn geldur smæðar sinnar í rómantíkinni. Hinn dæmigerði elskhugi kvikmynda og bókmennta .er ekki lágvax- inn, og öllum virðist finnast, að eiginmaðurinn eigi að vera hærri en eiginkonan. Af þessu leiðir, að hávaxni karlmaðurinn getur valið hvaða konu, sem er, en hinn lágvaxni verður að látá sér nægja einhverja smávaxna dömu. Eins er með íþróttirnar og viö skiptalífið. Fyrir skömmu var iiiniimii ffiBiHSKI Umsjón: Haukur Helgason gerð könnun á hæð þeirra, sem útskifuöust frá Pittsburg-há- skóla, og byrjunarlaunum. Það kom á daginn, að þeir, sem eru hærri en 1,90 fengu 12,4% hærri byrjunarlaun í starfi en þeir, sem eru lægri en 1,80. 1 annarrj könnun voru 140 ráðningastjórar beðnir að meta tvo umsækjendur, sem voru jafnhæfir, en annar var rúm- lega 1,80 og hinn ekki nema 1,65 á hæð. Nærr) þrír af hverj um fjórum völdu hærri mann- inn og aðeins 1% valdi þann smærri (Um fjórðungur gat ekki myndað sér skoðun á þessum umsækjendum). „Litlir Napóleonar“ Þegar það gerist, að sá lág- vaxni spjarar sig og kemst eitt hvað áfram þrátt fyrir allt, sem á móti honum er, þá saka menn hann um að vera „lítinn Napó- ieon“ og hafa í flimtingum. 1 þessu er ef til vill fólgin skýringin á því merkilega fyrir- bæri, að bandariskir kjósendur velja yfirleitt þann hærri af tveimur frambjóðendum I for- setakosningum og reyndar H öðr um kosningum einnig. Feldman , segir. að síðan um aldamót hafi nærri undantekningarlaust hærrj frambjóðandinn verið sendur í Hvíta húsið, jafnvel þegar mim urinn er lítill, eins og var með Nixon og Humphrey. Saul Feldman er staðráðinn í að breyta þessum hugsunar- hættj. Hann hefur gerzt mál- svari litlu mannanna og hvetur þá til uppreisnar. Þetta er ekki ilia til fundið á tímum, sem ein kennast svo mjög af uppreisn alis konar minnihlutahópa, sem þykir hlutur sinn of þ'till, svert- ingjar, konur o. s. frv. Feld- man segir, að eins og svertingj ar hafa stigið á götuvirkin og hafið haröa baráttu gegn for- dómum og eins og konur berj- ast gegn því, sem þeim hefur þótt mismunun í þjóðlífinu, eins skuli lágvöxnu mennimir heimta rétt sinn. Eitt af þvf. sem þeir gætu gert, er að neita að líta upp til hávöxnu mannanna og neyða þá til aö beygja sig, þegar þeir tala við hina lágvöxnu. Láta þá hávöxnu lúta niður og standa bogna i Ktið fagurri stellingu. „Kjósið lágvaxinn forseta“ Þá geta þeir lágvöxnu notið þess, segir Feldman, að horfa á stóru mennina kengbogna í þröngum bílsætum eða beygj- and; sig undir trjágreinar og margt fleira af þvi tagi gæti orðið þeim lágvöxnu til skemmt unar og létt byrði þeirra. Bezt af öllu væri þó, ef lág- vaxinn maöur yrðj kosinn for- seti Bandarikjanna. Ef til vill tekst félagsfræðingnum með elju sinni aö vekja þá lágvöxnu til dáða, svo að þeir sjái sóma sinn í þv*i að ýta upp í valdastóla ýmsum þeim, sem annars teld- ust of smáir. Reyndar hiúgsa Bandaríkja- ríkjamenn ef til viþ eitthvað öðruvísi en fslenzkir, þv)' að hér hefur löngum verið sagt, að „margur sé knár, þótt hann sé smár.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.