Vísir - 06.10.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 06.10.1971, Blaðsíða 8
V1SIR. Miðvikudagur 6. október 1971 ISIR Útgefandi: Reykjapreot hf. í->amkvæmdastióri: Sveinn R. Eyjótfssoc Ritstjóri: Jónas Kristjánssoo Fréttastjóri: Jón Birgir Péturason Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhanneesott Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Shnar 15610, 11660 Afgreiðsla: Bröttugötu 3fo. Simi 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sbni 11660 (5 Hnur) Áskriftargjald kr. 195 á mánuði hmanlands í lausasölu kr. 12.00 eintakið. Prentsmiðja Vísis — Edda htf. Úrslit til aðvörunar Biðröð hungursins — Konur og böm frá Pakistan bíöa eftir matargjöfum. pramsóknarflokkurinn sætti algeru fylgishruœ I bæjarstjómarkosningunum á ísafíröi um helgina. Fylgi flokksins rýmaði um hvorki meira né minna en helming. Þvílíkt hmn er sjaldgæft í kosningum hér á landi, en hægfara breytingar eru reglan. Þeim mun meiri athygli vekja úrslitin á ísafirði. Það er ekkert gamanmál fyrir forustuflokk rikis- stjórnarinnar að fá þessa útkomu strax á eftir fylgis- tapinu í alþingiskosningunum í vor. Svona mikið hrun verður ekki skýrt með sérstökum aðstæðum á ísa- firði. Forusta Framsóknarflokksins hiýtur að líta í eigin barm og leita skýringa. Varla er hægt að neita því, að stjórnarsamstarfið nýja er veigamikil orsök fylgishrunsins. Almenningur hefur það á tilfinningunni, að forusta Framsóknar- flokksins hafi verið of bráðlát í viðræðunum um samstarfið og hafi samið af sér gagnvart kommún- istunum, sem ^tjóma Alþýðubandalaginm Vt B YfiTtP 7’ Vemlegur þluti kjósendá Framsókharflokksíris ér andvígur því, að kommúnistum séu afhent lykilvöld í atvinnulífinu. Og þeir em jafn andvígir ævintýra- mennsku í vamarmálum landsins. En út í þetta hef- ur forusta Framsóknarflokksins látið leiðast í stjóm- arsamningnum við kommúnista og hefur þar með brugðizt verulegum hluta kjósenda sinna. Þessir kjósendur höfðu nýjan flokk til að kjósa, Hannibalista. Sá flokkur er ekki talinn bera sams konar ábyrgð og Framsóknarflokkurinn á stjómar- samstarfinu. Menn vita, að Hannibal gekk á sínum tíma tregur til þess samstarfs. Menn vita líka, að Hannibal og stuðningsmenn hans í flokkr>”m hafa áð- ur brennt sig á samstarfi við kommúnista og em reynslimni rí1r"ri. Fólk virðist lipfa það á tilf'nninguna, rð cf stjórnarflokkunum sé lip.ninkaliotum, nema ef til vill Reykjavíkurdeild flokksins, bezt treystandi til að hapila gegn óábyrgri varnarmálastefnu og yfirgangi kommúnista. Þessi hugsunarháttur getur orðið Fram- sóknarflokknum ákaflega skeinuhættur. Það getur hefnt sín að vera of tækifærissinnaður. Það getur leitt til þess, að Hannibalistar verði stærsti stjórnar- flokkurinn, eins og hefur gerzt á ísafirði. Forustuflokkur ríkisstjórnar getur ekki leyft sér að vera eins og blaut tuska. Slíkur flokkur verður að halda vissri kjölfestu í stefnu sinni. Framsókn- arflokkurinn fékk væga aðvömn í vor, þegar hann tapaði fylgi í kosningunum og missti þingmann í kjördæmi formannsins. Þessari aðvömn sinnti flokk- urinn ekki o gtók að sér fomstu ríkisstjómar. Nú er spurningin sú, hvort forusta flokksins tekur mark á nýju aðvöruninni frá ísafirði. Eindregnari getur að- vörun ekki verið. 300 ÞÚSUND BÖRN AÐ DAUÐA KOMIN — hörmulegt ástand 'i flóttamannabúðunum í Indlandi Börnin í flóttariianna- búðunum á Indlandi deyja hundmðum sam- an á hverjum degi úr hungri, sjúkdómum og vosbúð. Nú stendur yfir söfnun handa þessu fólki, og munu íslending þeir munu vera um átta milljónir. Oft hafa íslend ingar lagt meira af mörk um af minna tilefni. Indverska stjómin hik- aði í tvo mánuði Nákvæmar tölur um bama- dauðann £ flóttamannabúðunum eru ekki fyrir hendi, því að indversk stjómvöld halda dauðs föllum meðal barna' ekkj að- greindum frá öðmm dauðsföll- um. Það er hins vegar álit fréttamanna, að ekki deyi færri böm í aldursfl. 1—8 ára á hverjum degi en eitt hundrað eða f!'*,'t P’"n:r telja, að dánar ta’aa sé miklu hærri. íi’.-ííS „Þúsundir eru aö dauða komn ar,‘‘ segir Alan Leather starfs maður hjálparsamtakanna Ox- fam, „og ég býst við, aö piörg þúsund' muni deyja, ef ekki verður gripið f taumana“. Ind versk stjórnvöld hafa nú loks- ins eftir tveggja mánaða hik og skriffinnsku fallizt á sérstaka skyndihjálp við bömin i flo::a mannabúðunum. Þessar aðgerð ir eru hafnar, og áhrif þeirra að koma fram. Vafalaust mun það taka marga mánuði að ráða við vandamálið, og það mcn því aðeins heppnast, að þjóðir og alþióðasamtök leggi sig bet- ur fram en verið hefur tii þessa. Helmingur þjáður af næringarskorti Blaöamenn lýsa hömtungun- um i flóttamannabúðunum. Þar blasa hvarvetna við augum skar a. þjáðra bama. Smáböm látast í örmum mæðra sinna eða á dýn um í sjúkrahúsum, tærð af hungri og sjúkdómum. Mörg bamanna þjáðust af oæringar- skorti, þegar þau komu tll Ind lands. Næringarskortur er stóö ugt vandamál f Austur-Pafcistan jafnvel á eðliiegum tfmum. Að auki kom borgarastríð og sinnu leysi stjðmarinnar um aðflutn- inga. SVðan fór þetta fóik oft langan veg yfir til Indlands á þrengsli og vosfoúð, spillt drykkj arvatn og óhreinindi. Nefnd indverskra lækna tel ur, að helmingur allra bama yngri en fimm ára þjáist af „aUalvariegum eða mjög alvar- legum" næringarskorti, sem skortur eggjahvítuefna og víta mína veldur Með þrjá sjúkdóma samtímis Næringarsikortimmi fylg- ir nær alltaf sjúkdómur, svo sem niðurgangur, bamaveiki lungnabóiga. Sum böm þjást samtímis af þremur eða fjór- um sjúkdómum. í skýrslu nefndarinnar segir, að ekki þurfi nema minnihátt ar sjúkdóma til að ráða úrslit- um. Auk þess muni mörg þeirra, sem lifa. bera þess menjar alia ævi með vangefni vegna heila skemmda. Það er þessi skýrsla sem fékk indversku stjórnina til að hefj ast handa, en ekki fyrr en eftir tvo mánuði frá samningu henn ar.. í skýrslunni er sagt, að meðal hinna meira en átta miilj óna flóttafólks séu 300 þúsund börn að dauða komin og sérhver vejÉmdi geti orðið þeim að bana. Enn koma 30 þúsund Að undanförnu hafa enn kom ið um 30 þúsund fióttamenn yf ir landamærin dag hvem. í búðunum eru 1,7 milljón böm innan átta ára. og margir flótta mannanna búa utan búðahna hjá indverskum fjölskyldum, Þá er sagt, að hálf millión kvennanna séu annaðhvort bams hafandi eða með böm á brjðsti og þurfi sérstakt fæði. Aðgerðunum, sem nú ern hafn ar, verður skipt £ tvo þætti. í fyrsta lagi er Alpha-áætlun, sem miðar að stofnun eitt þúsund nýrra bækistöðva til matargjafa. þar sem flóttafólkið á að geta fengið mjólkurduft og eggja- hvíturika fæðu. Er stefnt ^ð þvi, að þau böm, sem þjást af nær ingarskorti á byrjunarstigi, fái nægiiega fæðu til að hindra, að næringarskorturinn komist á alvariegra stig. Nokkrar slíkar stöðvar hafa þegar verið settar á fót. 500 Iækningastöðvar settar á fót Hinn þáttur hjálparaðgerðanna er kallaður Beta (þetta eru tveir fyrstu bókstafir grfska stafrófs ins alfa og beta). Þessi áætlun beinist að iækningu þeirra, sem eru aðframkomnastir af flótta- fólkinu. 125 þúsund böm eiga af fá umönmm samkvæmt þessari áæfclun. Settar skulu á fót 500 lækningastöðvar í tengsi um við sjúkrahúsin f búðunum, og þar á að hjálpa þeim böm- um, sem em að dauða komin. Gert er ráð fyrir, að þessi neyð arfijálp standi f einn eða tvo mánuði. Það er bamahjálp Sameinuðu Þjóðanna, sem annast fram kvæmdir. og hún kaupir nauð- synjar fyrir samskotafé, sem hún fær tii þess. Mest er þvi undir þv£ komið, að þjóðir heims sinni þessu að- kallandi vandamáli, eins og nauðsynlegt er. Þar dugar ekki hálfkák. Þótt athyglin beinist eðlilega mest að flóttamannabúðunum £ Indlandi, blandast engum hug- ur um, að f Austur-Pakistan sjálfu eru þúsundir á barmi hungurdauðans. Stjórnvöld gáfu ioks £ gær Alþjöða Rauða krossinum leyfi ti] að taka aft ur til við hjálparstarfið, sem var hafið eftir flóðin mfklu £ fyrra en stöðvaðist, er borgara- styriöidin hófst. Meðai verkefna Rauða kross ins verður dreifing matvæla og lyfja til almennings á eyjum og strandhéruðum, sem urðU harfl ast úti \ flóðunum. Umsjón: Hankur Helgasoo ar hafa gefið tíu aura á hvem flóttamann, en nótta undan herjum Vestur- Pakistana. 1 búflunum magnaðist vanda málifl. Aðbúnaður er ömurlegur,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.