Vísir - 06.10.1971, Blaðsíða 16

Vísir - 06.10.1971, Blaðsíða 16
t y Tveir gefa 100 jbús. kr. Verkamaöur sem ekki vill láta nafns síns getið, gaf í fyrradag til Pakistansöfnunarinnar 100.000 krón ur. Þessari höfðinglegu gjöf fylgdu hau ummæli gefandans, að hann hvetti menn tii þess að neita sér um skemmtanir og glasaglaum í það minnsta eina viku, gæti það oröið álitleg upphæð og bjargaö nokkrum bömum frá hungurdauða. Samsvarar þessi gjöf verka- mannsins þvi, að ef keypt verður mjólkurduft fyrir upphæðina, þá nægir það í 40.000 dagskammta 'yrir böm. Alls hafa safnazt uin 800 þúsund krónur á vegum Rauða krossins. 1 gær barst Rauða krossinum vitn- eskja um það að 100 þúsund krón ur væru á Ieiðinni frá Akureyri og vildi gefandi ekki láta nafns síns getið. Nú hefur verið gengiö frá send- ingu á 12 tonnum af mjólkurdufti að verðmæti 600 þúsund krónur, og flutningur á þvi tryggöur. —JR Kvef í horginni Haustkvefiö er komið í fólk og má heyra margan hnerrann þessa dagana. Virðast óvenju margir vera kvefaðir. Hjá borgarlæknisembættinu fékk Vísir þær upplýsingar, að síðustu skýrslur um kveftilfelli, sem eru frá því seint 1 september, sýndu nær helmingsaukningu kveftilfella, en það þykir ekkí óvenjulegt á þessum árstíma. Um þaö hvort slæmt kvef væri á ferðinni var svarað að kvef, sem hafj gengið í sumar hafi verið lengi að fara úr sumum og hefur fólk verið varað við að fara of snemma á fætur og til vinnu, ef það hefur fengið slíkt kvef. — SB Kirkja fyrír 20 milljónir Bústaðakirkja verður „Bústaðakirkja mun kosta 20 miljlónir króna fullgerð, og nú er bygg- ing hennar svo langt komin, að við ætlum okk ur að vígja hana og messa í henni í fyrsta sinn, sunnuckjmn 28. vigð i næsta mánuði nóvember n.k., en það er fyrsti sunnudagur í að ventu“, sagði séra Ólaf ur Skúlason, sóknar- prestur Bústaðasóknar, þegar Vísismenn hittu hann fyrir í hinni nýju Bústaðakirkju í gærdag. „Málarar og rafvirkjar eru að leggja síðustu hönd á frá- gang anddyrisins, og brátt verð ur kirkjuskipið sjálft tilbúið. Við eigum heldur lengra í land með að ganga' frá sjálfu safnaðar- heimilinu sem er samfast kirkj unni.“ — Séra Ólafur sagði að bygg ing Bústaðakirkju hefði hafizt í maí 1966, og væri hún bvggð fyrir gjafa- og samskotafé nær einvöröungu. „Við höfum aö vísu fengiö 250 þús. kr. árlega frá Reykja- víkurborg, eða þar um bil, og eitthvað höfum við fengið úr kirkjubyggingasjóðj ríkisins, en það er mjög lítill hluti af heild arupphæðinni. Rfkið ver árlega 1200 þús. til allra' kirkjubygg- inga og viðhalds kirkna á land- inu þannig að það er ekkj mik ið sem kemur f hlut hverrar kirkju, þar fyrir utan fer þetta fé mest út á 18110.“ — Þannig að þessi kirkjajer að langmestu leytj reist fyrir fé sem safnaðarfólk hefur gef- ið? „Já — reyndar höfum vfð fengið peningagjafir alls sta'ð- ar að, stórar og smáar, en fólk ið hér 1 gömlu Bústaðasókn- inni, þ. e. norðan Bústaðaveg ar, sem er um 5000 manns, hefur verið mjög ötult — við höfum reyndar fengið og gjafir frá einstaka mönnum hér í Foss voginu en Fossvogur og Breið holt tilheyra Bústaðasókn — Breiðholtið reyndar tímabund- ið.“ — ,Er þessi kirkja ekki allt of stór miðað við kirkjusókn- ina? „Ekki held ég það Hún tekur 350 manns 1' sæti — og hægt að opna fram f viðbótarsal ef sér- stakt er um að vera — þa'ð veitir ekkert af stóru húsi und ir allt það safnaðarstarf sem hér fer væntanlega fram.“ Altarið í kirkjunni er steypt, og einnig skfrnarfonturinn, og hann er og nýstárlegur fyrir það, að vatnið í honum verður s'irennandi — „a. m. k. meðan skím fer fram“, sagði séra Ólafur, „og við tókum einnig upp þá nýbreytni, að hafa pre dikunarstölinn niðr; á kirkju- gólfinu, þannig að presturinn prflar ekki upp undir rjáfur til að þruma yfir söfnuðinum, held ur gengur hann niður á gólfið ti] halis, og talar til hans úr jafnri hæð.“ Byggingameistari Bústaðakirkju er Davíð Kr. Jensson, og er hann einnig formaður bræðra- félags safnaðarins. Formaður bygginganefndar er Ottó A. Michelsen. forstjóri. — GG 59 Byggingameistarinn Davíð Jensson og séra Ólafur Skúlason við skírnarfontinn merkilega — „rennandi vatn er ævinlega vígt“, segir séra Ólafur, en vatnið í fontinum verður sírennandi upp um fontinn miðjan og út af börmunum. Helgi Hjálmarsson arkitekt teiknaði kirkjuna. ------------------------------- Aldrei meiri eftirspurn Vænti að rannsókn- inni fari að ljúka44 segir Steingrimur Hermannsson vegna rann- sóknar á fjárreiðum rannsóknaráðs — eftir leikskólavist — og langur biðlisti yfir dagheimilisvist — og fullskipað á skóladagheimilin Heilmikil eftirspum er á leik skólavist fyrir böm í leikskólum borgarinnar og meiri en oft áð- ur. Biðlistar eru langir, stundum 50 böm á biðlista fyrir einn leik skóla. Biðlistinn er einnig lang- ur fyrir dagheimilisvist á dag- heimilum Sumargjafar, 208 böm skráð á þann biðlista og þó fleiri þar sem listinn er frá því í sept ember. Vísir talaði einnig við forstöðu- konu Barnaheimilis stúdenta, sem ér dagheimili, og sagði hún, að biðlistinn þar væri eins langur og listinn yfir þau börn, sem kom- ast að á daghefmilinu eða a. m. k. 28 börn. Forstöðukonan sagðj að- sóknina aldrei hafa verið meiri en í haust á dagheimilið og álítur að þannig sé því varið með önnur dagheimili í borginni og sömuleið- ir leikskóla Það var að heyra á velflestum forstöðukonunum fyrir leikskólun- um 1 borginni. aó biðlistj væri 'angur og eftirspurn eftir vistun aldrei meiri en í haust. I Brákarborg eru 30 börn á bið 'ista, og sagði forstöðukonan eftir -ournina aldrej hafa verið meiri. f HlVðaborg eru 40—50 böm á biðlista, og hefur biðlistinn lengst að mun í samanburð við þaö, sem hann var í fyrrahaust. 1 Grænu- borg telur forstöðukonan, að eftir spurnin sé með mesta móti, meiri en undanfarin 2—3 ár. 1 Árborg eru 50 börn á biðlista. í Staðar- borg er langur og mikili biðlisti að sögn forstöðukonunnar, „eftir- spurn eftir plássum hefur alltaf ver ið mikil og jöfn, en mér finnst alveg keyra' um þverbak núna hvað eft irspurnin er mikil," sagði hún. Fullskipað er á bæði skóladag- heimilin, sem verða starfrækt V vetur, en þar munu verða 43 böm, en enginn biðlisti þar sem vistun var ekki auglýst en félagsráðgjafi sá um vistun — SB Rannsókn Sakadóms Reykja- víkur á fjárreiSum Rannsókna- ráös ríkisins, sem hrundið var af stað að beiðni framkvæmda- stjóra ráðsins, Steingríms Her- mannssonar, stendur enn yfir. „Ég var við því búinn, að dráttur gæti orðið á niðurstöðu rannsóknar innar, því að mér var strax sagt, að þetta tæki al'lt sinn tfma. — Annars var ég að vænta þess, að rannsókninni færi að ljúka hvað úr hverju, því að einhvers staðar las ég í fréttum, að hún væri farin að nálgast lokastig," svaraði Steingrím ur Hermannsson, framkvæmda- stjóri, aðspurður um, hvort honum fyndist rannsóknin dragast á lang- inn. í sípiskeyti frá Vestfjörðum sendi Steingrímur 9. júní f sumar beiðni til saksóknara ríkisins um, að hann hlutaðist til um að gerð yrði rann- sókn á fjárreiðum Rannsóknaráðs rlkisms, vegna greinaskrifa Þor- steins Sæmundssonar, sem vakið höfðu mikla athygli. Saksóknari sendi beiðni fram- kvæmdastjórans Sakadómi.Reykja- víkur, sem hóf rannsókn á bókhaldi Rannsóknaráðs. Síðustu mánuði hefur verið unnið að endurskoðun bókhaldsgagna ráðsinp, og einnig hefur verið tekin skýrsla af fram- kvæmdastjóranum. — GP Crásleppukarlar fá 90 millj. 300 aðilar framleiða grásleppuhrogn til út- flutnings — Fengu allt að 800 þús. kr. i hlut Hátt í tólf hundruð tunnur af grásleppuhrognum hafa nú verið fluttar út af framleiðslu þessa árs og auk þess er tals vert magn eftir í Iandinu og verður það hráefni nýtt hér innanlands af niðurlagningar verksmiðjum á Akranesi og Húsavík og víðar. Er þetta því líklega metár í grásleppu veiðum. Eftirlit er nú í fyrsta skipti haft með frágangi á þessari vöru og sagði Jón Þ. Ólafsson, sem haft hefur um- sjón með því eftirliti af hálfu fiskmatsins að ástandið í framleiðsluháttum þessarar vöru færi mjög batnandi og yrði væntanlega mun betra á næsta ári. Hins vegar er þetta eftirlit dálítið yfirgrips mikið, þar sem 300 aðilar framleiða grásleppuhrogn til útflutnings og munu ekki vera jafnmargir framleiðend- ur í neinni útflutningsgrein hér á landi. Flestir eru framleiðendurnir á Norðurlandj eystra, eða alls 95, en framleiðslan er hins veg ar mest á Norðurlandi vestra, þar sem 86 framleiðendur skil- uðu 4235 tunnum. Hér við Faxaflóann eru 55 grásleppu- hrognaframleiðendur og koma 1914 tunnun frá þeim í ár. Flest eru þessi fyrirtæki smá I snið- um. Víða stunda bændur á hlunnindájörðum grásleppuveiði til þess að drýgja tekjurnar. Stærstu framleiöendurnir skila 3—400 tunnum og eru aðeins fjórir með yfir 300 tunnur, þrír með 2—300, sex með 1—200 tunnur. En tólf af þessum 300 frámleiðendur skila aðeins einnj tunnu hver. Talið er að hver tunna af gráslenpuhrognum leggi sig á um 8 þús. kr. Þess munu dæmi að einstakl- ingar fái allt upp undir 100 tunnur af hrognum á einnig grá sleppuvertíð, sem stendur raun ar stuttan tíma á vorin. Brúttó tekjur þeirrar veiði eru þvl nálægt 800 þús. kr. en útgerðar kostnaður við þennan veiðiskap er mjög lítill og hagnaðurinn þvf ærinn, þar sem eitthvað veið ist á annað borð. Hér við Faxaflóann er grá- sleppuveiðin stunduð með hvað beztum árangri hér frá Ægis síðunni í Reykjavík, af Seltjarn arnesi og svo af Vatnsleysu ströndinni. Þau verðmæti, sem „grásleppu karlar" skapa eru hátt f 90 milljónir alls, þegar eingöngu eru talin hrognin. — Og þá eru ekkj talin með þau hrogn, sem fara til vinnslu hér innanlands. —JH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.