Vísir - 09.10.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 09.10.1971, Blaðsíða 8
3 V1SIR . Laugardagur 9. október 1971. ism L'tgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjóri Fréttastjóri Ritstjómarfulltrúi Auglýsingastjóri Auglýsingar -Afgreiðsla Ritstjórn Áskriftargjald kr. í lausasölu kr. 12 Prentsmiðja Vísis : Reykjaprent hf. : Sveinn R. Eyjólfsson : Jónas Kristjánsson : Jón Birgir Pétursson : Valdimar H. Jóhannesson : Skúii G. Jóhannesson : Bröttugötu 3b. Símar 15610, 11660 : Bröttugötu 3b. Sími 11660 : Laugavegi 178. Sfmi 11660 (5 línur) 195 á mánuði innanlands 00 eintakiö. — Edda hf. Ekki einn af þremur §vo er að sjá sem hinn nýi ritstjóri Þjóðviljans hafi móðgazt sárlega við kollega sinn, Þórarin Þórarins- son, út af tali hans á Varðbergsfundi fyrir skömmu um „lýðræðisflokkana þrjá“. Ritstjóri Þjóðviljans gat ekki dulið reiði sína yfir því, að með þessum orðum hefði Þórarinn átt við, að kommúnistar væru ekki lýðræðisflokkur. Hann segist vona, að ritstjóri Tím- ans hafi átt við stjórnarflokkana þrjá, en biður samt um nánari skýringu á því, hvað Þórarinn hafi átt við með „lýðræðisflokkunum þremur“! Hvers vegna er ritstjóri Þjóðviljans að gera þessi orð sérstaklega að umræðuefni í blaði sínu? Hvers vegna vonar hann aðeins að kommúnistar hafi verið einn þeirra þriggja flokka, sem átt var við? Er hann kannski sjálfur í vafa um að þeir séu lýðræðisflokkur? Eða er hann ef til vill hræddur um að almenningur á íslandi sé tregur til að trúa því, að lýðræði sé í há- vegum haft í herbúðum kommúnista? Ritstjóri Þjóðviljans má ganga að því vísu, að Þórarinn Þórarinsson hefur ekki talið kommúnista með þegar hann var að tala um „lýðræðisflokkana þrjá“ og ennfremur er honum óhætt að trúa því, að yfirgnæfandi meirihluti íslendinga gerir það ekki held ur. Kommúnismi og lýðræði eru algerar andstæður í vitund meginþorra íslenzku þjóðarinnar. Þjóðviljinn hefur alltaf verið málgagn þeirra afla í íslenzkum stjórnmálum, sem af fremsta megni reyna að vinna gegn lýðræði og spilla fyrir samstarfi ís- lendinga við aðrar lýðræðisþjóðir. Þeirri iðju mun blaðið eflaust halda áfram hér eftir sem hingað til, og ekki sízt nú, eftir að búið er að hreinsa tfl hjá ritstjórninni og víkja þeim burt, sem ekki voru taldir nógu stefnufastir í kommúnismanum. Forustumenn Framsóknarflokksins eiga eflaust eft- ir að fá marga ofanígjöfina hjá Þjóðviljanum fyrir slælega framgöngu í að framkvæma það stefnumál kommúnista, að grafa undan öryggi og sjálfstæði ís- lenzku þjóðarinnar með því að spilla sambúð hennar við lýðræðisríkin. Og því verður ekki neitað, að Fram- sóknarflokkurinn er þar í miklum vanda staddur eft- ir þær ógætilegu skuldbindingar, sem hann lét komm- únista þröngva sér til að setja í málefnasamning rík- isstjórnarinnar. Brottrekstur vamarliðsins er þó að- eins byrjunin á því, sem kommúnistar ætla sér að koma fram. Þeir verða aldrei í rónni nema þeim tak- ist að hrekja ísland úr vamarsamtökum lýðræðis- þjóðanna. Stór meirihluti af kjósendum Framsóknarflokks- ins vill ekki láta reka vamarliðið úr landi, eins og nú er ástatt í heiminum, og því síður, að ísland hverfi úr Atlantshafsbandalaginu. Þetta fólk ætlast tii að kommúnistum sé haliið í skefjum, þótt þeim væri hleypt í ríkisstjóm. „Dúfnaveizla" fyrir níu milljarða / Iran, þar sem meðaltekjur 'ibúanna eru 250 kr. á ári, er stórmennum heimsins boðið til veizlu Persakeisari ætlar að halda „dúfnaveizlu“ sem á að verðr. hin eft- irminnilegasta í lands- ins sögu. í þessu landi fá tæktarinnar, þar sem meðaltekjur alþýðu manna munu vera 250 íslenzkar krónur á ári, samkvæmt skýrslum, á kosta um 100 þúsund krónur stykkið. Píramíði tileinkaður keisara hefur verið gerður fyrir yfir 400 milljónir króna. Aðstoð Norðmanna við fran hrekkur fyrir kokk unum Og menn skulu borða nægju sína f íran um miöjan október. Það er sagt, að ekk; borði allir jafnvel í því land; svona hvers dags og heldur ekki nú. Kampa- vínið og kavl'arinn er frátekinn Svona lítur danska blaðið Aktuelt á veizlu keisarans. að halda eitt meirihátt- ar „partí“, sem margir telja, að muni kosta eina níu milljarða króna. Séra Jakobi boðið Keisari vfsar samt allri gagn- rýni á bug. Hann segir, að veizlan hafi gðfugt markmið. Hennj sé ætlað að vekja alþýðu manna í landinu tij umhugsunar um dýrlega fortfð lands síns og vekja jafnframt eftirtekt heims- byggðarinnar á tilvist ríkisins írans. Bjóða' eigi höfðingjum vfða að úr heimj til að kynna fyr ir þeim vandamál heimamanna. Einn íslendingur, séra Jakob Jónsson. mun hafa þegið boö um að taka þátt í samkvæminu. Af framangreindum níu millj- örðum ( kostnað við hófið, mun einhver hluti fara f vegalagn- ingu og byggingu gistihúsa í til- efni hátíðahaldanna, og vonast sumir til þess, að þessi fjárfest- ing muni færa íran tekjur síðar. Þá muni auðugir menn víða að úr heimi heimsækja' landið og veita því gjaldeyristekjur á gistihús- um og vegna nýju veganna. Talsmenn Crönsku ríkisstjórn- arinnar hafa ekki mótmælt flest- um þeim fréttum, sem berast um tilstaridið. Þáð er augljóst, að keyptir hafa verið 250 rauð- ir Mercedes-Benz-bílar fyrir gestina og einkennisbúningar fyrir keisaralega lífvörðinn handa hinum þrjú þúsund út- völdu, sem boðið- er úr öllum heimj til aö vera viðstaddir 2500 ára afmæli ríkisins. Meðal gestanna finnum við Ólaf Nor- egskonung og margt annað stórmenna. Norsk blöð hafa bent á, að það sé bara skipti- mynt þetta, sem Norðmenn hafa verið að gefa íran f aðstoð við vanþróuð rfki. 1 fyrra gáfu Norð menn eitthvað um tólf milljónir íslenzkra króna er sagt, en skammt hrekkur það í partt- ið. Ef til vill getur keisari not- fært sér þessa aðstoð til að greiöa kaupið handa eldamönn- unum 185, sem hann hefur feng- ið frá París til að malla fyrir glauminn. íran er ekkert gósenland. þótt það sé komið til ára sinná. Það er vandséð, hvort menn hafa meira f sig og á en fyrir 2500 árum, svona yfirleitt. Þarna búa um 27 milljónir manna. f sænsk um blöðum er sagt, að milli 77 og 92 prósent af fbúum kunni ekki að lesa eða skrifa'. 1000 manns undirbjuggu veizluna í eitt ár í veizlunni munu fulltrúar norræns kóngafólks sóma sér vel við hlið Podgornys forseta Sovétríkjanna, Tító frá Júgó- slavíu og Sadat forseta Egypta- lands. Sagt ýr, að eitt þúsund manns hafi unnið í eitt ár að undirbúningi. Nú segja vikublöðin, að Mo- hammed Reza Pahlevi keisari af íran og hin snotra, unga eigin- kona hans, Farah Diba séu beztu manneskjur. Sumir segja', að í íran hafi framfarir oröið hvað mestar í vanþróuðum ríkjum. Framleiðslan hefur vaxið um 9 —12% á ári. Landið er auð- ugt af olíu, sem innfæddir fá nú orðið talsveröan hluta tekna af. Á síðasta áratug er sagt, að tekjur á mann hafi sexfald- azt og þjóðarframleiöslan tvö- faldazt. Mikið hefur verið gert af vegum og stíflum. Menntaður eínvaldur eða glaumgosi? Og Iranar hafá komizt undan erlendum yfirráöum síðustu ár- in. Bretar héldu þar lengst í spottann. Það var olian. Keisari hefur byggt upp her og ver mikl um hluta ríkistekna til hans. Hann vill gera rfki sitt öflugt við Persaflóa. Það má lengi margfalda það, sem ekkert er. Þrátt fyrir aukn- ingu þjóðartekna í prósentvis býr allur þorri manna enn við sult og seyru Þegar upp ( hæð- irnar kemur, segja fréttamenn, koma menn ( heim biblfunnar. Keisarinn var mörgum þekkt- ur í Evrópu og Ameríku sem einn af mörgum auðnulausum glaumgosum. Hann eltist við kvenfólk út um allt. Loks tókst honum að ná sér í stúdínuna Farah, og var sagt, að hún hefði beinlínis verið neydd ( hjóna- bandið. Hún hefur þó ekki mögl- að opinberlega sfðan. Iranskeisari heldur járngreip- um um stjómvölinn. Stjómin f hans ríki hefur verið einhver sú allra' stöðugasta í þessum hluta jarðar að undanfömu. Keisari hefur tekið sér þaö hlutverk aö vera menntaður einvaldur. Þa'ð má finna sitthvað gott um íranskeisara. „Dúfnaveizlan" hans hefur þó vakið gremju v*ið- ast hvar. Ekki er víst. að hún auki áðstoð við stjórn hans. En .. hún nær þeim tilgangi að vekja athygli á þessu ríki. Bændur í íran fá lítið meira í aðra hönd e*i þeir gerðu fyr ir 2500 árum. ' (Jmsión: Haukur Helgason

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.