Vísir - 09.10.1971, Blaðsíða 13

Vísir - 09.10.1971, Blaðsíða 13
V í SIR. Laugardagur 9. oktöber 1971, 13 Þar sem verzlanir eru enn opnar eins og t.d. í Kópavoginum geta viðskiptavinirnir notfært sér þjónustuna á kvöldin. Hér er opið um helgina . lypú fer önnur helgin í hönd eftir að nýja reglugerðin um lokunartíma verzlana gekk í1 gildi. Það mun sennilega vera svo, að eitthvað vanti upp á helgarmatinn á sumum heimil-1 um, hafi gleymzt að kaupa eitt- hvað, en nú eru verzlanir lok- aðar og ekki hægt að kaupa það hjá kvöldsölunni. Nema því að- eins að farið sé út fyrir borgar- mörkin £ nágrannabyggðarlögin ( verzlanirnar þar, sem hafa op- ið utan reglugerðarlokunartím- ans eins og verið hefur. Það er ekki svo langt í þessi byggðar- lög sum hver, t. d. Seltjarnar- nesið úr Vesturbænum og í Kópavoginn úr Fossvoginum, svo dæmi séu nefnd. Hér á eftir kemur listi yfir verzlanir, sem hafa opið um helgina og hvað þær selja. Viö byrjum fyrst á Seltjarnar- nesinu, en þar hafa tvær verzl anir opið Verzlunin Vegamót hefur opið öll kvöld til kl. 8, en á sunnudögum er opið frá kl. 10—2. Þar fást a'llar vörur, brauð og mjólk einnig. Gunnars kjör er opið 'til klukkan 10 öll kvöld, sunnudaga líka, en þá er opnað kl. 10 að morgni, og þar fást matvörur og brauð, en ekki mjólk. VTið færum okkur yfir 'i Kópa- ’ voginn og nefnum nokkrar verzlanir þar. Biðskýlið á Kópa- vogsbraut er opið alla daga til kl. 11,30 að kvöldi og er þar lengsti opnunartíminn. Þar er selt eitthvað af matvörum, brauð og mjólk einnig. Kjarakjör á Kársnesbraut er opið alla daga til kl. 8, einnig á laugardögum, en á sunnudögum aðeins frá kl. 10—1. Þar fást. allar matvörur, brauð og mjófk.' Bbrgarböáih er opin til kl. 10 á kvöldin, nema sunnudaga, þá er öpið frá kl. 10—1 Þar fást matvörur og brauð, en ekki mjólk. Kársnes- kjör við Borgarholtsbraut er op- ið til kl. 7 á laugardögum og frá kl. 10—2 á sunnudögum. Þar er selt í gegnum lúgu, eftir ,,venjulegan‘‘ lokunartíma. IV'æ.st förum við í Garðahrepp- inn, en þar eru tvær verzl- anir, sem hafa opið Þar er on- „Þetta er svo þægilegt, að maður reiknar með því ósjálfrátt“, sagði Kópavogsbúi einn, er var að verzla í Kópavoginum eitt kvöldiþ ^ yi^ynnj klukkan sjö, ið í kaupfélagsbÚðinnj til kl. 10 öll kvöld, en eftir lokunartím- ann kl. 6 er afgreitt gegnum lúgu. Þar er opið á sunnudögum frá kl 10—10. Þar fæst brauð, mjólk og nýlenduvörur. Garöa- kjör hefur opið til kl. 8 á kvöld- in alla virka daga, en á sunnu- dögum frá kl. 10—12. Þar fást allar matvörur, brauð og mjólk. Þá er það Hafnarfjörðurinn. Þar er onið í Hraunveri til kl. 10 á kvöidin alla daga. Þar eru vissar vörutegundir seldar eftir sérstökum lista, sem var sam- þykktur í Hafnarfirði fyrir fjór- um árum, utan „venjulegs“ opn- unartíma. Raunin mun vera sú, að þar fæst ailmikið af matvör- um og t. d brauð og mjólk, Sami opnunartími er í Stebba- búð og Kaupfélaginu við Smára- hvamm, og samskonar vörur. __QR : Nauðungaruppboð sem auglýst var í 42. 46 og 47. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1971 á spildu úr landi Pálshúsa í Garðahreppi, þingl. eign Gyðu Jónsdóttur fer fram eftir kröfu Gunnar M. Guömundssonar hrl., á eigninni sjálfri þriðjudaginn 12. okt. 1971 kl. 4.30 e.h. Sýslumaðurinn 1 Gullbringu- og KjósarsýSlu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 11. 13. og 14. töjublaði Lögbirtinga- blaðsins 1971 á eigninni Sléttahraun 29, jaröhæð, Hafnarfirði þingl. eign Eysteins Gunnarssonar fer fram eftir kröfu Guðjóns Steingrímssonar, hrl., Spari sjóðs vélstjóra og Veðdeildar Landsbanka íslands. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 13. okt. 1971 kl. 2 e.h, Sýslumaðurinn í Gullbringu. og Kjósarsýslu. Nauðungoruppboð sem auglýst var í 26. 28. og 30. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1971 á vs Björgu SU-9 þingj eign Vers hf. fer fram eftir kröfu Gtmnars Jónssonar hrl. og Frið- jóns Guðröðarsonar hdl., við eða í skipinu, þar sem það liggur í Hafnarfjarðarhöfn miðvikudaginn 13. okt. 1971 kl. 3 e.h. Sýslumaðurinn i Gullbringu- og Kjósarsýslu. Nouðungaruppboð sem auglýst var í 31. 35. og 37. tbl. Lögbirtingablaðs 1971 á hluta í húseign í Gufunesi, þingl. eign Bjarg mundar Sigurjónssonar fer fram eftir kröfu sýslu- mannsins í Barðastrandarsýslu á eigninni sjálfri, mið- vikudag 13. okt. 1971, kl. 13.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 31. 35. og 37. tbl. Lögbirtingablaös 1971 á hJuta i Grýtubakka 16, talinni eign Steingrims Þórðarsonar fer fram eftir kröfu Bjöms Sveinbjöms sonar hrj. og Veðdeildar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri, miðvikudag 13. október 1971 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungoruppboð sem auglýst var í 18. 20. og 21. tbl. Lögbirtingablaðs 1971 á hluta í Hjaltabakka 8, talinni eign Bjarna Þórs Kjartanssonar fer fram eftir kröfu Veðdeildar Lands- banka íslands og Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri miðvikudag 13. okt. 1971 kl. 14.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 8. 9 og 12. tbl. Lögbirtingablaðs 1971 : hluta í Grýtubakka 12 talinni eign Benedikts Pálssonar fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka íslands, Jóns Arasonar hdl., og Þorvalds Þórarinsson- ar hrl., á eigninni sjálfri, miðvikudag 13. okt 1971, kl. 11.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. \ 1 Auglýsið í Vísi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.