Vísir - 12.10.1971, Blaðsíða 5

Vísir - 12.10.1971, Blaðsíða 5
yl'/SI k. priojaoa^ur 12. október 1971. 3 Þessa kappa kannast víst flestir strákar á íslandi við. Fra vinstri Martin Peters, Chris Lawler, Alan Gilzean, en Alan Mullery, fyrirliði Tottenham stekkur l.æst og skallar frá. Myndin er frá leik Tottenham og Liverpool á dögunum og Lund- únaliðið vann 2—0. Bezta byrjun Manck Utd. a ieiktimabili i araraðir — og liðið er nú komið i efsta sæti / 7. deildinni Það kemur oft fyrir, að þegar löng sigur- ganga liða er rofin, hef ur slíkt oft slæm eftir köst í næstu leikjum. — Gott dæmi var Arsenal í ágúst og nú Sheff. Utd. Liðið tapaði annan laug ardaginn í röð og það á heimavelli gegn Stoke eftir að hafa leikið 15 leiki í röð án taps á Bramall Lane í Sheffield og 3ja stiga forusta er horfin út í veður og vind. Manch. Utd. hefur tekið forustu eftir beztu byrj- un liðsins á keppnistíma bili í áratugi — að minnsta kosti man fyrir liði liðsins, Bobby Charlt on ekki eftir betri byrj- un hjá liðinu frá því hann hóf að leika með því 1956. Aljt lék þó ’i lyndi fyrir Sheff. Utd. í byrjun gegn Stoke. Liðið fékk þegar á 3. mín. vítaspyrnu, sem Alan Woodward skoraði úr og lengi vel virtist sem eitt liö væri á vellinum. En síðan tók Stoke góðan sprett — John Ritchie jafnaði og skömmu síð- ar skoraði markvörður Stoke, Denis Smith. En leikmenn Sheff. Utd. voru ekki á því að gefast upp, Tony Currie jafnaði, og sVðan reyndu þeir aílt' tii að ná sigurmarki. En það heppnaðist ekki — Stoke náði snöggu upp hlaupi og írski landsliðmaöur- inn Gerry Conroy skoraðj. sig- urmark leiksins og vonbrigði tæplega 40 þúsund áhorfenda voru mikil. Á meðán þessu fór fram lék Manch. Utd sér að Hudders- field aðeins norð-vestar í Yorks- hire. Sá leikur vár þó heldur lélegur i fyrri hálfleik og ekk- ert mark skorað. En í þeim síð- ari fór snillingar Manch. Utd. heidur betur af stað. George Best skoraði á 48. mín. eftir hornspyrnu Willie Morgan — s'iðan léku þeir saman upp Brian Kidd og Denis Law og Law kom knettinum í mark — og undír lok leiksins átti Law fa'll- ega sendingu aftur með hælnum á Bobby Charlton og eitt af vinstri-fótar þrumuskotum nans lá í markinu. Góður sigur, því Huddersfield hefur náð ágætum árangri í leikjum sinum síðustu vikumar. En úrslitin á laugardag urðu annars þessi: Arnsenal—Newcastle 4—2 Coventry—Leeds 3—1 C. Palace—WBA 0-2 Derby—Tottenham 2-2 Huddersf.—Manch. Utd. 0-3 Ipswich—Nottm, For. 1—1 Li verpool—Chelsea 0—0 Manch City—Everton 1—0 Sheff. Utd.—Stoke 2—3 West Ham—Leicester 1-1 Wolves—Southampton 4-2 2. deild: B'lackpool — Orient 4—1 Bristol Cfty—Watford 2—1 Cardiff —Millvall 1—2 Carlisle—Burnley 0-3 Charlton—Sheff. Wed. 2—2 Fúlham—Hull City 1-0 Luton — Swindon 0—0 Oxford—Middlesbro 0—0 Portsmouth — Preston 1—1 Q.P.R.—Birmingham 1-0 Sunderland—Norwich 1-1 Loksins tókst Coventry að sigrá Leeds og sá sigur var mjög verðskuldaður, Chris Chil- ton, sem Coventry keypti frá Huþ fyrir 92 þúsund pund, skoraði sitt fyrsta mark fyrir sitt nýja lið. SVðan skoraði Ian St, John og að lokum Ernie Hunt áður en Leeds skoraði sitt eina mark í leiknum. Arsenal lék prýðilega gegn Newcastle og George Graham og Raý Kennedy skoruðu tvö fyrstu mörkin eftir sendingar Charlie George, sem lék nú sinn fyrsta leik i deildakeppninni á þessu keppnistímábili. Sí§an bættu þeir George Armstrong og Eddie Kelly enn tveimur mörk- C. Raiace tapaði á heimavelli fyrir WBA og kom það talsvert á óvart. Jeff Astle lék nú með WBA eftir langa fjarveru og hafðj það sitt að segja þótt hann skoraöi ekki í leiknum, en mörk WBA skoruðu Tony Brown, markhæsti leikm. í 1. deild á síðasta keppnistimabili, og Bobby Gould (áður Wolves, Arsenal, Coventry) og er þáð fyrsta markið, sem hann skorar fyrir sitt nýja félag. Það var ekki aðeins Peter Bonetti, sem sýndi snilldarmark vörzlu á laugardag — Peter Shilton hjá Leicester kom í veg fyrir sigur West Ham með mjög góðri markvörzlu. Geoff Hurst skoraði mark West Ham, þegar 10 mín voru til leiksloka, en strax á næstu mín tókst Gra- ham Cross að jafna fyrir Lei- cester en nokkur ár eru síðan hann hefur skorað fyrir félag 'sifct í deildakeppninni. Derek Dougan skorað; tvö af mörkum Úlfana gegn Southamp- ton, en ekki var getið «m hverjir skoruðu önnur mörk í þeim Ieik. Ian Moore skoraði fyrir Nottm. Forest gegn Ips- wioh, en bakvörðurinn Cohn Harper jafnáði fyrir heimalíðSð rétt fyrir leikslok . Staðan f 1. deild er nú þaonig: um við fyrir Arsenal og útlit var fyrir stórsigur. En Malcolm McDonald var á annarri skoðun og þessi harðskeytti miðherji, sem Newcastle keypti frá Luton fyrir 180 þúsund pund í sumar, skoraði tvívegis á þremur sVð- ustu mínútum leiks'ins. Tottenhám var heppið að ná jöfnu í Derby. Eftir heldur dauf- an fyrr; hálfleik skoraði Derby tvívegis fýrst í þeim síðari — fyrst Colin Todd og sVöan Ray McFarland. En Martin Chivers tókst að lagá stöðuna í 2 —1 eftir góðan undirbúning Alan Gilzean, og þremur mín fyrir leikslok.tók Chivers eitt af inn- köstum sínum og varpaði knett- inum vel inn í vítateig. Og þar náði Jimmy Pearce honum og ja'fnaði — en leikmenn Derby héldu því fram, að markverði þeirra hefði verið hrint, þegar hann missti knöttinn fyrir fæt- ur Pearce. Liverpooj hafði g’ifurlega yfir- burðj í leiknum gegn Chelsea —1 en það var sama hvað kom á mark Chelsea, Peter Bonetti varði allt. Það var hreint stór- kostlegur leikur, sem hann sýndi, og Chelsea hlaut sitt fyrsta stig á Anfield síðan 1954. Hins vegar hefði hitt -Liverp>ool- liðið — Everton — átt skiliö annað stigið í lgiknum á Maine Road í Manchester. Joe Royle fór tvíyegis illa að ráði sínu fyrir Everton, og Francis Lee skoraði svo eina mark Manch. City úr vítaspyrnu — sjötta vítaspyrnan, sem hann skorar úr í deildakeppninni í haust. Manch Utd 13 8 3 1 27:13 » Shefif Utd 13 8 2 2 20:11 16 Mancb CWy 13 7 3 2 22r8 n Derfjy 125702BS n Arsenal M 7 0 4 TíiS M Wolves K 5 4 3 19:17 14 Tottenham 11 4 6 2 18:14 13 Leeds 12 5 3 4 14:12 13 Liverpoo) 12 5 3 4 15:14 13 Stoke 12 15 3 4 14:15 13 Coventry 12 4 5 3 17:30 S3 West Hám 12 4 4 4 14:13 12 Ipswich 12 2 6 4 8:10 1« Southampton 12 4 2 6 16:20 M Cheteea 12 3 4 5 15 19 10 Huddersf. 12 4 2 6 12:19 W> WBA 13 3 3 6 Sri l 9 Everton 12 3 2 7 8:13 8 Newcastle 12 2 4 6 11:» 8 Leicester 12 2 4 6 »:18 8 Nottm. For. 12 1 5 6 15:22 7 C. Palace 12 2 2 8 7Ö1 6 Staða efstu og neðstu Mða í 2 deild er þannig: Norwich 11 6 5 0 14:6 XJ Bristol City 11 7 2 2 24:9 16 Millvall 11 5 6 0 16c*3 16 umley 11 6 3 2 21:11 14 Sunderland 11 5 4 2 »5*4 14 Q.P.R. 11 5 3 3 16« 13 Middlesbro M 6 1 4 Iftl4 13 Sheff. Wed. 11 2 3 6 15: » 7 Chárlton 11 3 1 7 15:22 7 Cardiff 11 2 3 6 12:21 7 Watford 10 2 3 5 6:18 7 Fulham 11 3 1 7 6:20 7 Neðsta liöið í 2. deild Fulham tilkynnti í gær, að það mundi eyða 250 þús. sterlingspundum til að kaupa nýja leikmenn á næstunni. Francis Lee, Manch. City, er markhæstur leikmanna í 1. deild með 12 mörk, sVðan kemur George Best, Manch. Utd. með 10, Alan Woodwa'rd. Sheff. Utd. og Martin Chivers, Tottenham, 9 og Clyde Best, Wést Ham, Ian Moore, Nott For. og Malcolm MoDonald, Newcastle, 7 hver. Það er athyglisvert, að Lee hef- ur skorað sex af mörkum sínum úr vítaspyrnum I 2. deild eru John Galley, Bristol City, og Rogney Marsh, QPR; efstir með niu mörk hvor. Bob Hatton, Carlisle, og Ray Treacy, Charlton, hafa skorað áttá mörk hvor — hsfm.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.