Vísir - 12.10.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 12.10.1971, Blaðsíða 8
VÍSIR. Þriðjudagur 12. október 1971, VISIR Utgefandi: Reykjaprent hf. 7ramkvæmrastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsscs Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jöhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Sfmar 15810, 11660 Afgreiðsla: Bröttugötu 3b. Sími 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 195 á mánuði innánlands í lausasölu kr. 12.00 eintakið. Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Nýr svipur Eftir setningu alþingis í gær hefjast nú störf þings- ins af fullum krafti eins og venja er. Þetta er fyrsta þinghaldið eftir hlutverkaskiptin milli stjómar og stjórnarandstöðu. Því má búast við, að nokkuð breyttur bragur verði á alþingi. Nýir menn munu gegna embættum forseta og nefndir munu skipast á nýjan hátt. Þar við bætist svo, að í þetta sinn hefur orðið ó- venjulega mikil endurnýjun á þingflokkunum. Nærri helmingur hinna nýju andlita er í þingliði sjálfstæðis- manna. Þar eru þeir átta talsins, sem ekki sátu á þingi í vor sem leið. Töluverð endurnýjun hefur einnig orð- ið í þingflokki Alþýðubandalagsins og svo auðvitað hjá Hannibalistum, sem buðu nú fram sérstaklega í fyrsta skipti. Þinglið framsóknarmanna og Alþýðu- flokksins er hins vegar nokkurn veginn hið sama og áður var. Ósennilegt er, að ríkisstjómin muni leggja fram miklu fleiri mál en ríkisstjórnir leggja yfirleitt fram í byrjun þings. En sum þessara mála munu bera nýjan svip nýrrar stjórnarstefnu. Mest verða þar áberandi frumvörp, sem fela í sér útþenslu ríkisbáknsins og myndun nýrra stofnana og ráða. Skuggalegast þeirra er fmmvarpið um nýtt fjárhagsráð, er skammti fram- kvæmdir í atvinnulífinu. Um landhelgismálið verður áreiðanlega niikið rætt en lítið rifizt í upphafi þingsins. í því máli eru mark- mið allra flokka nokkum veginn hin sömu, þótt smá- vægilegur munur sé á leiðunum, sem þeir vilja fara. Líkur benda til, að landhelgismálið verði afgreitt til- tölulega snemma. Síðan taka væntanlega við umræð- ur um annað stórmál, varnarmál lands'ir'. í hví máli mun hin nýja ríkisstjóm sitja undir þungri ádeilu um ábyryð^’*,''-^i, — um hrikalegt ábyrgðarleysi. Fyrstu daga veröa mfv—' einna snc-.nt- astir að sjá fyrsta fjái’iage.fr'imvarp hinnar nýju ríkis- stjórnar. í því frumvarpi kemur fram, hvort ríkis- stjómin hyggst áfram reka hallabúskap eins og hún virðist ætla að gera í ár og á hve traustum forsend- um niðurstöður hennar em reistar. En alténd er ósköp hætt við, að örlæti ríkisstjómarinnar verði minna í vetur en það var ísumar, þegar hin barnslega gleði yfir nýfengnum auði var sem mest. Enn hefur hin nýja ríkisstjórn ekki markað nein varanleg spor, ef frá er talinn milljarðurinn, sem hún dreifði út um þjóðfélagið og olli hallarekstri á ríkissjóði. Þær framfarir, sem nú eiga sér stað í þjóð- lífinu, byggjast á ákvörðunum einkaaðila og opin- berra aðila, sem teknar vom löngu fyrir stjómar- skipti. En smám saman mun stefna hinnar nýju ríkis- stjórnar verða áhrifaríkari til góðs eða ills. Og margir em þeir, sem vona, að nýja stefnan verði ekki eins frá- bmgðin fyrri stefnu og yfirlýsingar stjómarinnar r.ni'.'. yc?:ð tilcfni til að ætla. Illlllllllll m wm Umsjón: Haukur Helgason Lyfiö thalidómíd olli því, að þúsundir bama fæddust van- sköpuö, af þvi að mæöur þeirra höfðu tekið lyfið. Hundrað þús- und vansköpuö börn fæðast á hverju ár{ I Vestur-Þýzkalandi. Hvaö hefur orölö um þessi böm? Hópur félags- og sálfræöinga í Köin hefur fyrlr skömmu athug- að sögu þeirra og afdrif MÖrg- um bamanna hefur tekizt furðu- vel að yfirstfga ýmsa af þeim gífurlegu öröugleikum, sem eru á vegi þeirra. Fólk veit ekki, hvemig það á að koma fram Hvar búa fötluð böm? Svariö er oft: Eins langt frá þeim heil- brigðu og mðgulegt er. Það seg- ir áð minnsta kosti ein fötluö stúlka, 24ra ára, í bréfi til þýzks blaðs. Hún seglr, aö það sé bezt Hugrökk thalidómíd-stúlka á hjóii. Hvað hefur orð/ð um thalidómíd-börnin? Lært að lifa með örkumlin að vera ekki of nálægt heilbrigð- um. Henni hefur vegnað vel í ltfinu miðað við aðstæður. Hún Ihefur lokið prófi í skóla og tek- ið bVIpróf. Nú er hún við há- skólanám. En niðurstaða könn- j unarinnar er sú, að 90 af hverj- um 100 landsmönnum „viti ekki, hverpig þ,eir pigi að koma fram gagnvart fötluðu fólki“, eins og segjí 1 greinargerð.. Sextiu og þrír af hverjum hundrað heilbrigðum telja, að bezt sé, að fötluð börn séu á hæl; Meira en helmingur fólks segist helzt ekki vilja búa í sama húsi og fatlað fólk. Hópurlnn frá Köln segir, aö venjuleg manneskja komist úr jafnvægi við að sjá fatlaða. Með lygamæli hefur fundizt hjá flestum, að innra með þeim gæt- ir andúðar við það. Þetta hefur einnig fundizt með lygamæli hjá fólki, sem daglega umgengst fatlaða, til dæmis kennurum eða læknum við skóla fyrir 1 þetta fólk Niðurstöður þessarar V athugunar eru sagðar hafa nú / þegar leitt til framfara í sam \ skiptum fatlaðra og heilbrigðra. ' „ViÓ o""**i bjargarlaus Ígagnvart þeim bjargarlausu“. Athugendurnir segja. að erfitt sé að breyta neikvæðri afstöðu fólksins. Með frásögnum af ör- lögum thalidómVdbarnanna, með sjónvarpsþáttum og réttarhöld- um yfir framleiðendum lyfsins hefur athygli fólks verið vák:n og peningar fengiít í söfnunum. En allt þetta hafi Htið gert t.il að vekja athygli á þeim mann- eskjulegu vandamálum, sem við er að etja. Á ráðstefnu, sem haldin var í Köln um thalldómíd, voru mörg þessara bama. Ein stúlkan, mjög lagleg, segir blaðam., =,'nði. „Þáð er alltaf sama sagan. Fólk vill. að ég annaðhvort hlæi i eða sé sorgmædd. Ég er alveg 11 uppgefin á þessu“ Börnin á I þessari ráðstefnu fóru til Adría- hafsins í skemmtiferð, og þau urðu fyrir þeirri reynslu, að vestur-þýzkir ferðamenn mót- mæltu þvf, að þau byggju í sama gistihúsi og þeir. Sálfræðingurinn Gerd Han- sen benti á, að „við erum alveg bjargarlaus þegar við hittum fyrir manneskju. sem þarfnast hjálpar". Hinir fötluðu verði að kenna hinum Hansen segir, að eina lausnin sé, að. hinjr fötluöu taki sjálfir frumkvæðið og kenni hinum, hvernig þeir eigi aö hegða sér. Hann seglr, að fötluð mann- eskja eigi ekki að vekja með- aumkun. Það er mikils krafizt af þeim, sem fatlaðir eru, að þeir taki „hina í skóla“. en Hansen sér ekki önnur ráð. Hin ir fötluðu veröi „að draga hina heilbrigðu út úr skel sinni“. Með hinum mikla f jölda thaíi- dómíd-barna hefur veriö unnt aö fylgjast meö þeim saman, hvemig þau ráða við vandamál sín. Fyrsta vandamálið var spumingin um, hvers þau væru megnug og hvers ekki. Franz O, Esser sálfræðingur segir, að ,,í fyrstu hugsuðu þau mest um, hvað þau gætu ekki gert. Þau losnuðu fljótt úr þeim vanda,“ segir hann, „með því að börnun- um var sýnt, hvað þau gætu gert, og nú hafa þau flest nokk- uð réttar hugmyndir um getu sína.“ Eitt dæmið var um Etinn dreng, sem sagðist ætla að verða dýralæknir, þegar hann yrði stðr Kennarar hans og skólá- félagar ræddu sfðan við hann um þá líkamlegu áreynslu. sem það mundi krefjast, ef hann yrði dýValækn'r Tíu ára drengurinn, sem var bækiaður á höndum og fótum, sagði eftir það: „Ég skil, að ég verð ekki fullkominn dýra læknir. Ég verð í staðinn dýra- læknir lítilla dýra“ Teikningar sýndu þessa þró- un hjá flestum bamanna. Fyrir tveimur árum vora böm V skóla fyrir thalfdómíd-böm f Köln beðin að teikna sjálf sig. Stúlka, sem hafði enga handleggi, teikn- aði sjálfa sig sex ára gömul mp* '--'Ta handleggi og útbreidd an faðm. Tveimur árum seinna teiknar hún sig, eins og hún raunveralega er engir handlegg- ir en hendur, sem koma út úr öxlunum. Á teikningunni er andlit hennar jafn brosandi og það var á teikningunni fyrir tveimur áram. Sjö ára gamall drengur teiknaði sig á sama hátt meö geysilanga handleggi og fjðl marga fingur. Nfu ára gamall teiknar hann sig með eölilega handleggf og flngur, sem hann þó vantar, og hann lætur sig á teikningunni segja: ,4*etta er ekkf ég, heldur elns og ég vil veröa" í ljós hefur komið, aB flest barnanna geta fjallað wn vandamál sín án mikilla tilfinn- inga eða harms yfir hlutskipti steu Einn drengurinn sagði brosandi, þegar hann réttí kenn- aranum teikninguna: „Ég þarf ekki að skrifa nafnið mitt á þetta, þvf að ég er sá elni hér með þrjá fingur á hvorrj hendi“. Afstaða bamsins fer eftir því, hvemig for- eldrar sigrast á eigin vandamálum. Annað vandamál barnanna var, hver væri staða þeirra í þjóð félaginu. Öll höföu þau séö hvernig fólk leit undan í spor vðgnunum, horfði einkennilega á þau eöa lét I ljós vorkunnsemi. Dæmi hafa verið um, að fölk hefirr sýnt bömunum andúö og spurt, hvers vegna mamma þeirra hafi tekið thalídómfd. Með umræðum og kennslu segja kennarar barnanna, að þau hafi yfirleitt getað skapað sér raun hæfa mynd af afstöðu fólks og stöðu þeirra S þjðöfélaginti. Þá er vandamállð um stöðu barnanna f fjölskyldum þeirra. A ráöstefnu um þessi mál var sagt, aö „fjölskylda með fatlað barn sé fötluð fjölskylda". Þetta, segja sérfræðingamir, er vissulega f fullu gildi. Það er fyrst áfall móðurinnar, þegar barnið fæðist og sektarkennd hennar, sem getur oröið að dauðaösk. Ein móðirln komst yfir þessa erfiöleika með því að hugsa alltaf um það, að mikil vægast væri, að bamið væri and lega heilbrigt. Irmtrud Lohmar skólastjóri skólans f KÖln segir, „afstaða barnsins sjdllfs fer að miklu leyti eftír b'M. hvem- ig foreldram þess tekst að slgr ást á sínum eigin Vandamálum."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.