Vísir - 13.10.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 13.10.1971, Blaðsíða 3
V1SIR. Miðvikudagur 13. október 1971. í MORGUN UTLÖNDI MORGUN UTLOND I MORGUN UTLOND I MORGUN UTLOND Vonir um samkomulag um takmörkun vígbúnaðar — á fundi Nixons og Sovétleibtoga i mai, segja bandariskir embættismenn Talsverðar líkur eru taldar á því, að væntanleg ur ,toppfundur‘ Nixons og Sovétleiðtoga leiði til sam komulags um takmörkun á kjarnorkuvígbúnaði og samninga um deiluna í Mið-Austurlöndum. Þetta var álit bandarískra em- bættismanna í morgun. Nixon Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær, að hann myndi sækja Moskivu heim í mai næsta ár. Hann sagði, að viðræður hans við leið- toga Sovétmanna kynnu að leiöa af sér mikilvægan árangur á mörg um sviðum. Fundurmn verður fyrsti topp- fundur bandarískra og sovézkra T I fótspor móður sinnar Þetta eru konurnar í nýju stjórninni dönsku — Nýi kirkjumála- ráðherrann Dorte Bennedsen til vinstri og nýi félagsmálaráð- herrann Eva Gredal til hægri. — Móðir kirkjumálaráherrans er Bodil Koch, sem var á sínum tima fyrsta konan í heiminum, sem varð kirkjumálaráðherra. ráðamanna á sovézkri grund síðan Roosevelt forseti sat Yalta-ráöstefn una árið 1945. Bandarískir embættismenn segja. að viðræður muni taka til allra helztu deilumála á alþjóðavett- vangi. Nixon segtr sjálfur, að hann mundi ekki fara til Moskvu, væri hann ekki sannfærður um, að slík ur fundur gætd oröið til mikils góðs. Forystumenn Sovétrfkjanna telja líka, að það sé ekki þess viröi að halda slíkan fund, ef ekki sé fyrirfram gert ráð fyrir, að miktl- vægustu málin verði rædd, segir Nixon. Féttamenn telja, að Rússar hafi kostað kapps um að fá Nixon i heimsókn, síðan ákveðið var, að hann færi til Peking. Bandaríkjamenn hafa lengi unniö að því, að gerður verði bráðabirgða samningur um opnun Súezskurðar og Israelsmenn dragi lið sitt burt frá skurðinum. Utanrfkisráðherra Bandarfkjanna William Rogers sagði á sunudag, að Bandaríkja- menn vildu bjóða ísraelsmönnum ákveðnar tryggingar, ef slíkur samn ingur yrði gerður. Embættismenn telja, að Nixon muni reyna að fá Sovétmenn til að eiga aðild að slíku samkomulagi. 1 sambandi við takmörkun víg- búnaðar er talið, að nú séu raun- verulegir möguleikar á samkomu- lagi mi'lli Nixons og Sovétmanna, til dæmis um það, hversu margar v areldflaugar ríkin skuli smíöa. Nixon benti sjálfur á nýlega gerð an samning, sem á að koma í veg fyrir, að kjamorkustríð skelli á vegna tilviljunar, og taldd forsetinn þetta gott dæmi um framfarir. Nixon tgldi, að Víetnamstríðið mundi ekbirferða mikið á döfinni á toppfundinum. „Við stefnum að því, að ljúka afskiptum okkar af Víetnam og við teljum, að við ná um þeim árangri,“ sagðd hann. ,Að minnsta kostd erum við langt komn ir á þeirri braut og verðum komnir lengra, þegar fundurinn verður f Moskvu." Stjórnmálafréttamenn benda á, að Nixon muni ekki „hafa efni á að koma heim tómhentur frá Moskvufundinum" vegna forseta- kosninganna í Bandaríkjunum á næsta hausti. Umsjón Haukur Helgason Acheson látinn Dean Acheson fyrrverandi utan ríkisráftherra Bandaríkjanna Iézt í gærkvöldi á heimili sínu í Sandy Spring í Maryland 78 ára aft aldri. Acheson var utanrikisráðherra í forsetatíð Harry Truman 1949— 1953 og átti mikinn þátt í stofnun A tshafsbandalagsins. Glæpamenn með eiturlyfin Ólögleg verzlun með eiturlyf í I vift niestan hluta hennar. í verzlun Svíþjóft verftur sífellt betur skipu með eiturlyf í Svíþjóð eru þrír lögð, og enginn vafi er á því, aft stórir aðilar. Vestur-Þjóðverji, sem atvinnuglæpamenn standa á bak | hefur bækistöð í Hollandi, skipa- // Seiidum Kissinger næst til Kúbu" — Kennedy vill hætta viðskiptabanni Edward Kennedy öldungadeildar þingmaftur lagði til í gærkvöldi. að Henry Kissinger skyldi næst send ur til Havana á Kúbu ti] að draga úr víftsjám milli Bandaríkjanna og Kúbu. Kissinger hefur náð góðum ár- angri í slíkum sendiferðum, og það var för hans til Kína, sem braut biað f skiptum Bandaríkjanna og Kína. Kennedy benti á vinsamlegri samskipti Nixons og kommúnista. Nixon ætlaði að heimsækjá Kína, og brátt yrði hann gestgjafi Títós Júgósiavíuforseta. „Nú er kominn tími til, að viö komum fram við Kúbu á sama hátt og önnur kommúnistaríki,“ sagði Kennedy. „Þegar Nixon sendir Kissinger f 13.000 kílómetra ferð til Peking til að bæta samskiptin við aiþýðulýðveldiö getum við einnig sent hann þessa 130 kilómetra til Havana í sama skyni.“ Kennedy taidi, að Bandaríkin ættu, eftir að hafa leitað álits Suð ur-Ameríkuríkja að leggja til, að hætt verði viðskiptabanni á Kúbu. Hann mæiti einnig með því, að Bandarikjamenn könnuðu mögu- leika á að Sovétmenn mundu minnka hemaðarleg afskipti af Kúbu, ef Bandaríkin köl'luðu heim iið sitt í Guantamo-herstööinni á Kúbu. sali í Hamborg og Breti meft bæki stöð í Dusseldorf. Þetta segir Esbjörn Esbjöirnsson hjá sænsku rfkislögreglunni. Hann segir, að Vestur-Þjóðverjinn og Bretinn hafi mjög góð sambönd í Svfþjóð og þeir hafi oft komið til landsins. Eituriyfin, fyrst og fremst fenmetralín, eru keypt á Ítalíu á ólöglegan hátt, og glæpa- menn flytja þau til Svfþjóðar. Venjuilega kaupi þeir 15—20 þús und hylki í einu. Foringjar glæpafélagsins í Sví- þjóð hafi falið sig bak vdö alls kon ar löglega starfsemii. Þeir hafa á sínum snærum þrjá eða fjóra deild arstjóra, sem hver ber ábyrgð á ákveðnum þáttum verzlunarinnar, segir Esbjörnsson. Petrosjan tefldi til jafnteflis Bóbby Fischer og Tigran Petrosjan gerðu jafntefld í fjórðu skák sinni, og því er staðan 2:2. Hvor hefur unnið eina skák og tvær hafa oröið jafntefli. Skákin f gær var sú stytzta f einvíginu til þessa. Eftir aðeins tuttugu leiki og eina klukku- stund og eina mínútu við skák- borðið urðu þeir félagar sam- mála um jafntefli. Petrosjan hafði nú 'hvítt og lék enska byrjun. Fischer svar- aði með Sikileyjarvöm, og hvor ugur fékk vfirburði fyrstu þrettán leikina. Fyrstu merkin umi, að Petrosjan væri á hött- .íum eftir jafntefli, komu í 14. leik þegar hann knúði fram drottningakaup. Þegar skikinni lauk, höfðu báðir hróka sfna og sjö peð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.