Vísir - 18.10.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 18.10.1971, Blaðsíða 2
PENTAGON athugar áhrif geislavirkni á manneskjur: Notar menn sem tilraunadýr — Edward Kennedy mótmælir framferbi hermálaráðuneyfisins Pentagon, hermálaráðu- neyti Bandaríkjanna, hef ur síðustu 11 árin haldið uppi samstarfi við háskól ann í Cincinnati um rann sóknir á viðbrögðum mannslíkamans við geisla virkni. Megintilgangur rannsókn arinnar er að „reyna bet ur að skilja áhrif geisla- virkni á mannslíkamann Kristín prinsessa með hermenn í stríði sér- staklega í huga.“ Er rannsókn sem sé til komin vegna þess, að ekki er vitað hver áhrif geislun sem kjarnorku- stríð hefði í för með sér hefði í raun á mannslíkam ann, einkum hermenn í fremstu víglínu. Háskólinn í Cincinnatti notaði lifandi fólk við þessar tilraunir. Urðu fyrir valinu krabbameins- sjúklingar, sem fullyrt er, að ekki hefði verið hægt að lækna með skurðaðgerð. Fengu þessir sjúkl- ingar meðferö, sem talin er vera hliðstæð þeirri og hermenn J fremstu víglínu kjarnorkustyrjald ar gætu búizt við að fá. „Það er trúa mín — byggð á reynslu minni — að þessi með- ferð geti ekki gert sjúklingunum annað en gott“, segir dr. Eugene Saenger, geislasérfræðingur við Cincinnatti háskólann, sem stjóm ar þessum rannsóknum, „okkur hefur aldrei komið annað til hug- ar en að við værum að gera þessum krabbameinssjúklingum gott“, sagði hann i viðtali. Aðrir geisiasérfræðingar eru hins vegar ekki alveg á sama máli. Þeir segja, að geislameðferð sem beinist ekki aðeins að sjúkum hluta líkamans, heldur að öllum líkamanum, geti ekki gert sjúkl- ingnum neitt gott, nema því að- eins að um Hodginsveiki væri að ræða eða Ldeukemíu. Þessir geislafræðingar kjósa heldur að reyna geislalækningu meö því að beina sterku geislamagni á sýkta staðinn. AUur lfkaminn fær hins vegar geislameöferð ef um Leuk- emíu er að ræða, því að í þvi tilfelli er krabbameinið f hvítu blóðkomunum. Edward M. Kennedy, þingmað- ur hefur skrifað vamarmálaráð- herranum, Meivin Laird, bréf og lýst hneykslun sinni yfir því að manneskjur skuli þannig notaðar f hættulegar tilraunir hermálaráðu neytisins, og jafnframt kraföist hann í bréfinu fullkominnar skýrslu um málið. * Allir sjúklingarnir, sem sætt* hafa geislameðferð við háskóla-I spítalann í Cincinnati, hafa utanj þriggja verið sérstakir „góðgerðar* sjúkiingar", þ. e. háskólinn hefurj haldið þá þeim að kostnaðarlausu. J S.ameiginlegt er með þeim, að» skólaganga þeirra hefur verið meðj stytzta móti, meðaltal námsára* sex ár, og gáfnavfsitala þeirra er« neðan við 86 (meðalgáfur 100). J Þessum sjúklingum, sem sættj hafa geislameöferð í 11 ár, hefur« næsta lítið verið sagt um til-J ganginn, annað en að meðferðinj geti hugsanlega læknað krabba-« meinið eöa minnkaö það þannigj að hægt verði að skera. Einnig er þeim sagt, að geisla-o meðferð alls líkamans geti komiðj hermönnum í kjamorkustríði til • góða, seinna meir. „Við segjumj þeim ekki að slfk geislameðferöj geti va.ldið sársauka og uppköst-* um — í og með vegna þess aðj við viljum sjá hve mikiö geisla-o magn þarf til að sjúklingurinn J fari að kasta upp“, sagði dr.J Saenger á blaðamannafundi ný-« lega. J Þótt þessi geislavirknitilraun • // Ég hata aðdráttarlinsur // — segir Karl Gústaf, Sviaprins Það gerðist í ágústmánuði s.I., að Karl Gústaf, krónprins Svia, var staddur í leyfi á Sikiley. Hann var þar vitanlega með slangri af fínu fólki, körlum og konum, og meðal þeirra var ein sérdeilis fög- ur 18 ára hispursmey, sem stund- um sprangaði um baðströndina, fáklædd i meira lagi. Einn daginn stóöst krónprinsinn ekki freistinguna, þá er hann mætti stúlkunni á fáförnum skóg- arstíg niður undir ströndinni. Hann teygði fram hendurnar og þreifaði soldið um beran miöjupart stúlkunnar og kyssti hana á nefiö., Kannskj hefði Kalli prins ekki átt að gera þetta, því að í næsta rjóðri lá ljósmyndaraskepna ein falin, og var sá vopnaður aðdrátt- arlinsu. Myndin af prinsjnum og stúik- unni fögru flaug um allan heim, og eru þau sennilega óteljandi blöðin, sem birt hafa myndina. Kari prins várð feikilega vond ur. Hann lýsti því yfir að þótt hann væri hlynntur frjálsri pressu þá hataði hann aðdráttarlinsur, eða öllu heldur ljósmyndara, sem gengju með þannig linsur á sér, til þess að geta smellt myndum af frægu fólki hvenær sem er og hvar sem er og helzt við þau tækifæri sem flestir vildu fá að vera í friði, óséðir. Um daginn var haldinn fundur í „Otgáfuklúbbi Svíþjóðar", og komu á þann fund fjöldinn allur af sænskum blaðamönnum auk Karls Gústafs og systur hans, Kristínar. Á þeim fundi, sagöi Karl Gústaf, að hann væri hlynntur blöðum og blaðamennsku og skildi vel, að blaðamenn ynnu oft við slæm skilyrði og í tímaþröng, hins veg- ar sagðist hann hafa andstyggð á aðdráttarlinsunum og notkun þeirra, sérstaklega vegna þess, að þær kæmu „þriðja aðilanum“ (þ. e. stúlkunni sem viðkomandi krónprins er kannski að kyssa) í leiðindi. Blaðamennirnir vildu mótmæla því, að þær stúlkur, sem myndað ar hafa verið með prinsinum hafi ekki notið góðs af umtalinu. Hváð með Piu Dagermark? sagði blaðakona ein, er hún ekki þræl- gift núna og þar aö auki fræg kvikmyndastjarna vegna þess að krónprinsinn dansaði einu sinni við hana? Og hvað með Lenu Skoog? Er hún ekki eftirsóttasta nektardansmey í Sviþjóð, vegna þess að krónprinsinn dansaði eimi sinni við hana? Prinsinn svaraði engu, en hoitfði niður í boröið. Á fyrrgreindum fundi voru þau konungiegu systkini sammálao um, að blöðin ættu og mættuj skrifa um konungsfjölskylduna, J en, aðgangsharkan væri að verða« fuMmikil — einkum hjá vikublöð-J um, sem í hverri vifcu birta langarj myndaseriur af kóngafólki. hafi staðiö yfir i 11 ár, hafa vís- indamennimir sem að henni hafa staðiö, ekki gefið neina vfsinda- lega skýrslu út um hana, og lítið sem ekkert hefur birzt um hana í læknaritum. „Það er mikil þörf á að rann- saka áhrif geislavirkni á mann- eskjur, og herinn þarf á slíkum rannsóknum að haida", segir dr. Saenger, „þetta eru erfið verk- efni, sem ekki er hægt að horfa framhjá, og ég held persónulega, að þetta sé fjári þýðingamiikið starf, sem við erum að vinna og höfum unnið“. — GG Rauð- sokkusigur Brezkar kvenréttindakonur líta á 8. október s.l. sem einn af há- tíðisdögum hreyfingar sinnar. Það var nefnilega þá, sem þær báru endanlegt sigurorð af eigendum steikarstaða í London. Hér eftir fá stúlkur, sem eru einar síns liðs (ekki í fylgd með karlmönnum) þjónustu á steikar- stöðum þeim, sem hafa opið allar nætur. (Wimpy Bars). Fram undir þetta hefur sá strangi siður gilt gagnvart brezku kvenfólki (og kvenfólki yfirleitt), að það hefur ekki getað keypt sér hambongara eða annaö á þessum börum milíi klukkn 24 og 06 að morgninum. Baráttan gegn Wimpy-börunum hófst fyrir ári síðan og lauk loks í haust, þegar brezku rauðsokk- urnar fengu steikarhúsaeigendur til viðræðna við sig. Baráttan hef ur farið fram með endalausum mótmælagöngum og setum á þess um næturstöðum. „Kynferðisleg mismunun!" — sögöu rauðsokkur um reglur steik arhúsaeigenda, en þeir aftur á móti sögðust ekki vilja hafa skyndikonur hangandi inni á bör- unum. „Hvað með kaiilkyns hórur þá?“ spurðu rauðsokkur og viö þeirri röksemd fékkst ekkert svar. Og nú geta konur sem sagt borðað hamborgara í London á milli klukkan 24 og 06, ef þeim svo býður við að horfa. .. .og krónprinsinn fór höndum um nakinn kvið stúlkunnar og kyssti hana á nefbroddinn. — (Stúlkan sem prinsinn kyssir þarna er raunar leikkonan Pia Dagermark).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.