Vísir - 19.10.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 19.10.1971, Blaðsíða 6
6 VlSIR. Þriðjudagur 19. október 1971, EÍ hefur lækkað sig um 26% VerBstr'ib um farmgjöld fyrir hross: Eins og Víslr skýrði frá á dög- u*>*-*a hefur Fragtflug hf flutt út 413 hross flugleiðis það sem af er árinu. Nú hefur Eimskipa félag íslands ákveðið að lækka farmgjöld á hrossum til Evrópu hjá sér úr 74 dollurum í 55 doll- ara eða um 26%. Hingað til hefur verið heldur ó- dýrara að flytja hrossin út með Eimskip en Fragtflugi. í heild hef- ur flutningurinn með umhirðu, fóðri og öðru kostað um 7500 kr. fyrir hvert hross hjá Eimskip en |um 8.500 kr. hjá Fragtflugi. Metin hafa hins vegar jafnazt af ýmsum jtækni- og viðskiptalegum ástæðum, íþegar hrossin hafa verið komin á ! áfangastað og svo einnig að hross- j in þola betur flutninginn með flug- ! vélum en skipum að öllu jjöfnu. Magnús Ingvarsson hjá búvöru- deild SÍS, sem gaf Vísi ofan- greindar upplýsingar sagði í viðtali við Vísi, að kaupendur hrossanna ákvæöu hvaða leið hossin væru send enda greiða þeir flutnings- kostnaðinn. Hann kvaðst ekki telja, að Fragtflug mundj missa allan íþennan markaö. þrátt fyrir þessa RJÚPAN LÆTUR EKKI SJÁ SIG — Treg veiði hjá rjúpnaskyttum fyrstu veiðidagana — 50 rjúpur mest Rjúpnaveiðimenn héldu hópum saman úr byggð á fimmtudags- kvöld, þegar rjúpnaveiðitíminn hófst. Tij dæmis var hópur manna uppj í Fomahvammi um helgina. Skyttumar komu þangað á fimmtu- dagskvöld og fóra aftur í bæinn á sunnudagskvöld. Veður var ekki sem bezt til veiði °g erfitt að sjá rjúpuna, þar sem snjór er mjög lítill og rjúpan hverfur f landslag- ið. Mest fékk ein skytta 50 rjúpur — af þeim sem fóra á Holtavörðu- heiðina og fékk hann þessa veiði á tveimur dögum. Rjúpnaskyttur fóru einnig á fjöll fyrir austan, en þar var minna um veiðina. Til dæmis fóra einir tfu karlar á fjall frá Seyðisfirði og leituðu lengi dags en fundu ekki eina einustu rjúpu. — JH Fulltrúastarf Verðlagsskrifstofan óskar að ráða nú þegar ungan mann til fulltrúastarfa. Próf í viðskiptafræðum eða staðgóð verzlun- armenntun nauðsynleg. Upplýsingar um verkefni og launakjör gefnar á skrifstofunni. Reykjavík 18. okt. 1971. Verðlagsstjórinn. Athugið Blindir menn verða atvinnulausir ef framleiðsla þeirra ekki selst. Ef allir burstar og körfur, sem blindir geta unnið að, seldust jafnharðan, þyrfti lítið eða ekkert aö kaupa erlendis frá af þeim vamingi. Stuðlið aö því, að blindir menn, karlar og ':onur, sitji ávallt fyrir þeirri vinnu, sem þeir geta unnið, og þurfi ekki að keppa við fuUfrískt fólk um þá atvinnu. Látið Blindraiðn Ingólfsstræti 16 alltaf sitja fyrir viðskiptum yðar þegar þér þurfið á burstum, körfum eða vöggum að halda. Með því gleðjið þér hina blindu, hjálpið þeim til að lifa lífinu frjálsir og óháðir sem aðrir menn. Það er þjóðarhagur að aUir þegnar þjóð- félagsins séu vinnandi, líka þeir sem blindir eru og sjóndaprir. Munið að koma í Blindraiön Ingólfsstræti 16, þegar þér þurfið að kaupa bursta, körfiu- eða vöggur. Blindravinafélag íslands, Ingólfsstræti 16. miklu verðlækkun Eimskips. Þar kæmi margt til. Mikill kostnaður er við uppskipun hrossanna úr skp um, en hann væri hins vegar hverf- andi eða enginn úr flugvélum. Kaup endur hrossanna tækju nokkra á- hættu, að þau kæmu I slæmu á- standi á áfangastað, ef þau hrepptu vont sjóveður, en þá tæk; hrossin allt að mánuði að ná sér eftir sjó- ferðina. Kaupendur hrossanná gætu því ekki endurselt hrossin fyrr en að þeim tima liðnum, sem þýddi að sjálfsögðu aukagjöld. Magnús taldi þó, að flutningar hrossa með skipum færi aftur í vöxt. sérstak- lega til Miö-Evrópu, þangað sem skipaflutningar era tíðir, en frekar yrði kannsk; stuözt við flugvélar í hrossaflutningum til Norðurlanda. Það sem af er árinu hefpr SÍS flutt út um 550 hross. Af þeim hefur Fragtflug flutt 413. norsk- flugvél um 50, en Eimskip um 70— 80, að þv*i er Magnús sagði. — VJ Ódýrari en aárir! Shodh LEtÚ&M 44-46. SiMI 42600. ORIGINAL varahlutir i startara, rafala, kveikjur og dísilkerfi eftirtalinna farar- tækja: BENZ DEUTZ HENSCHEL OPEL SAAB SCANIA TAUNUS VOLVO VW Einnig óoriginal varahlutir á mjög hagstæðu verði. Á sama stað: Straumlokur (cut-out) og kerti í flestar gerðir bifreiða. Platínukerti í Trabant. HÁBERG h/f Skeifunni 3E Sími 33345. Rugling- ur á götu- heitum Lesandl einn skrifar: „Ég varð fyrir þvi óláni á dögunum að rugla saman tveim götunöfnum. Gatan var nefni- lega til bæði í Kópavogi og Hafnarfirði. Ég fór af þessu til- efná að kynna mér götunöfn á þessu 100.000 manna svæði, — og siá. Þarna var mikið um götu nöfn, sem til voru í tveim sveit arfélögunum, tilvalið til að ruala fólk f ríminu og valda erf iðleikum. Fljótt á litið fann ég 1Ö götúr 'sem svona er ástatt um. Dæmi nefni ég Melgerði í Revkjavfk og Kópavogi, Revkia vYkurveg í Rvfk og Hafnarf. Birkihvamm, Reynihvamm og Lindarhvamm, sem til eru í Kópavogi og Hafnarfirði, Mela- braut sem til er á Seltjamamesi og í Hafnarfirði, Ásbraut, sem til er f Kópavogi og Hafnarfirði að ekki sé talað um Lækjargötu Suðurgötu og Flókagötu, sem finna má bæði í Reykjavík og Hafnarfirði. Mér finnst að þetta sé óþarfi. Þetta gæti orðið dýrt t.d. f því tilfelli að lögregla, slökkvilið eða sjúkrabílar villt- ust á göitum. Hvar er samstarfs rtefndin innan Stór-Reykjavík- ur? Hún ætti að hlutast til um breytingar." Eru ,eyjurnar4 óþarfar eða jafn- vel hættu- legarf Lelgubflstjóri skrifar: „Hér og þar á gatnamótum hefur skotið unp á undanfömum árum svonefndum ,,eyjum“ sem notaðar era til þess að skilja að akbrautir. Sjálfsagt er þetta nú meö einhverjum ráðum gert en ekki veit ég hvort „eyja~-smið- imir hafa gert sér fufla grein fyrir þeirri hættu sem fylgir þessu tiltækl. En ökumenn eiga mjög erfitt með að varast þessar eyjur f dimmviðri eða að næturþeli. Þær sjást oft svo illa. Enda hefur margur ökumaðurinn orðið fyrir því að aka á þær. Auðvitað liggur beinast við að áfel'last ökumenn fyrir klaufa- skap og blindu, að sjá ekki það, sem á vegi þeirra verður. — En það væri skammsýni, því að margar eðlilegar skýringar eru til við þessum „klaufaskap" ökur.ianna — og þó enginn væri önnur en sú að þeir era ,,mannlegir“ þá ætti það samt að nægja til þess að vekja menn til umhugsunar. Á ferðatógi eitt sinn í Þýzka- landi sá ég sniðugan útbúnað, sem Þjóðverjar nota til þess að skilja að akbrautir. Það voru ca. 2 feta háir hælar, sem voru af- ar áberandj með sínum endur- skinsmerkium. Engu að síður henti þaö ökumenn að rekast á þessa hætó og keyra yfir þá, en þá spruttu hælamir upp aftur. Þeir vora nefnilega úr einhverju gúmefni, svo að þeir létu undan án þess að skaða bflana. En svo leituðust þeir við að rétta úr sér og slógust þá upp undir bflgólf ið svo að skrölti í. Við það átt- uðu ökumenn sig venjulega. Væri ekki nær að nota svona hæla, heldur en þessar háska- „eyjur“. Þessar „eyjur“ hafa verið settarúpp við gatnamót þar sem gangahdi fólk á leið yfir götur, og þá helzt þar sem götur era fremur breiðar. Þær eiga að vera gangandi vegfaranda „hæli“ sem hann getur leitað til — nokkurs konar áfangastaður, — þar sem hann getur staldrað við, þegar hann er kominn út á götuna miðja. Með því móti þarf hann ekki að gefa svo náinn gaum umferöinni, nema þeirri, sem kemur úr annarri áttinni — ekki svona í einu. Þegar nann er kominn út á „eyjuna" getur hann staldrað við og litið til hinnar hiiðarinnar. Evjumar era til öryggis fyrir gangandi og tal in síður hætta á, að ekið verði á þá. — Þessir „hælar“ á þýzk um vegum virðast skynsamleg uppfinning, en hvort þeir geta komið fyrir eyjamar okkar sem vöm fyrir ganaandi, hljómar ekki mjög sannfærandi. HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15 Auglýsið í Vísi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.