Vísir - 19.10.1971, Blaðsíða 7

Vísir - 19.10.1971, Blaðsíða 7
V tSI R . Þriðjudagur 19. október 1971. 7 BJÖRIMIIMIM Njálsgata 49 Síml 15105 SENDISVEINN ÓSKAST eftir hádegi. Þarf að hafa hjól. Vinsamlegast hafið samband við afgreiðsluna Frú Tooth: Guöbjörg Þorbjarnardóttir og Þóra Friðriksdóttir. cTMenningarmál Ólafur Jónsson skrifar um leiklist: Kaupverð gæf unnar Þjóöleikhúsið: AHt í garðinum Leikrit í tveim þáttum ei'tir Edward Aibee, sam- ið upp úr leikriti eftir Giles Cooper Þýðandi: Óskar Ingimars- son. Leikstjóri: Baldvin Hall- dörsson Leikmynd: Gunnar Bjarna son. i gerist i amerisku út- hwerfi á meðal hjónafólks af betri stétt, þar sem grund- vöHht sannrar lífshamingju er iagðor með lífsþægindunum. Eða favað? Það kemur rejmdar brátt í fjös að ekki er allt sem sýrrist frekar en fyrr; dag. Þetta er ekki fátækt fólk, satt er það. En það er bara alltaf peninga- laust. Kröfur þess tii iVfsins eru fjárfrdkari en svo að tekjur fyr irvinnunnar farökkvi til, setja lífi þeirra forskrift sem öllu verð ur að kosta til að uppfylla. í þessum öngum taka konurnar i hverfnra það ráS að leggja fyrir sig vændi, nokfcra tíma á dag, siðdegis, meðan maðurinn er v® vimm sína inni í bænum. Þetta er að sönnu óþægilegt þeg ar upp kemst. En þvj' má venj ast. Skattfrjálsar aukatekjur sjá fyaár því. Þetta er ekki sér til gamans gert, siður en svo, ein- ungis til að drýgja tekjur heim ifisms. Þvi er samt ekki áð neita aö feonurnar hafa orðið betri í skapinu síðan létti af þeim sí- ftíldum fjárhagsáhyggjum og þær fengu eitthvað við að verá sjálfar. En það fer í verra þegar aö- komumaður kemst á snoðir um hvað fram fer, liklegt hann segi frá öllu saman og hneykslið verði uppvíst. Eiginmennirnir i hópnum ráða honum bana og husla' hræið úti í stóra fallega garöinum, tómstundayndi og stöðutákn; úthverfafólksins. Eft ir það getur allt farið fram sem áður. ■\7andamál í allsnægtafélaginu: heimur i' hnotskurn? Það er ofur-nærtækt að líta á leikrit Edward Albees sem dæmileik, táknlíking algengra lífshátta nú á dögum. Er ekki hin ameríska miöstétt sem hann lýsir sann- arleg ímynd þeirrar velferðar við allsnægtir sem við öll kepp um að? Það væri sjálfsagt fróð legt að frétta nokkur deili á Grles Cooper og leikriti hans sem Albee hefur byggt á sitt verk: sem kunnugt er hefur hann oftar samið leiki upp úr verkum annarra höfunda, sög- um eftir Carson McCullers og James Purdy. Þótt leikskrá Þjóð leikhússins sé kannski ekki ætl að áð gera neitt gagn þykir mannj ritstjóri hennar sýna sjálfsafneitun í meira lagj með þvV að láta það alveg eigá sig að drepa á þessi efni. En hvað sem líöur hinnj ólík- indalegu átburðarás leiksins, dálítið áþekkrihrollvekjum Fried rich Diirrenmatts, lifir og þrifst ádeilá, hin neyðarlega og mein fýsna samtíðarlýsing verksins á raunsæi þess. Ætlj margur megi ekki þekkja sig í hjónalýsing- unni V fyrri þætti leiksins, áður en tíöindi taka að gerast eða samkvæminu í seinni þættinum þar sem allt verður aö lokum uppvíst? í sýningu Þjóðleikhúss, ins fannst mér takast mætavel að heimfæra þennan efnisþátt, undirstöðu hvaöa' skilnings sem menn vilja annars leggja' í leik inn — þótt ýtarlegra registur geðbrigðanna en Gunnar Eyjólfs son leiddi þessu sinni i ljós kunni að vera fólgið í textanum, lýsing Ríkarðs eiginmanns. En Þóra Friðriksdóttir naut sín veru lega vel í hlutverki Jennýjar, hin farsæla eiginkona og móðir frekar en mikla miðstéttarhóra Albees. í sviðsetningu Baldvins Halldórssonar er ekkj lagt tiltak anlega upp úr þeirri ábending höfundar að hin hjónin í leikn um, vinir og nágrannar Ríkarös og Jennýjar séu fjarska lík.þeim, allt í verunni tilbrigðj eins og sama hjónalífs. Fyrir.vikið kann að hafa misst s'in eitthvað af þeim óhugnaðj sem leikurinn á og þarf aö Iáta í ljós, en'Bríet Héðinsdóttur, Bessa Bjarnasyni, Rúrik Haraldssyni tókst líka látlaus, kátleg skopgerving sinna hlutverka. Aftur á móti fannst mér manndrápið í seinni þætti fara hálf-klaufalega úr hendi, þar sem mætast tvö sviö leiks ins, veruleiki og vondur draum ur. Eða er það nema vondur draumur að allt sé falt fyrir Ilfsþægindin, lVkami, sál og sann færing — það sé allt kaupverð ímyndaðrar lífshamingju? nPvö hlutverk í leiknum rjúfa ramma hins óhugnanlega smáheims sem Allt í garðinum lýsir — óhugnanlega' af því hve rauntrúr hann er með öllum s’in um hégómaskap og hleypidóm um. Annars vegar er Jack ná- grannj sem gengur inn og út úr leiknum, lifandj og dauður, talar jafnt til áhorfenda sem fólksins á sviðinu: Erlingur Gísla son lýsti honum ofur náttúr- lega, óþvingað eftir öllum hætti þessarar sýningar. I þessum með förum verður Allt í garðinum hispurslaus gamanleikur sem sífelldlega kemur áhorfandanum á óvart fremur en hann stuggi verulega við manni. Hins vegar frú Tooth hefðarkona og hóru- móðir. sem Guðbjörg Þorbjarnar dóttir lék. Þau tvö leggjá út hinn kaldranalega möral leiks- ins að allt verði virt til fjár, gæfa manns sé undir fjárráöun um komin. Mestir bláþræðir kunna að Þykja á framvindu leiksins í seinni þættinum, þar sem Jack ber kennsl á frú Tooth — en Guðbjörg Þor- bjamardóttir var heldur ekki heimakomin hlutverkinu, sem hefði sjálfsagt verið gaman að sjá t. a. m. Regínu Þórðardóttur leika. Þetta ber að sama brunni sem áöur: fjarv’idd hins óhugn Ríkarð og Jenný: Gunnar Eyjólfsson og Þóra Fríðriksdóitir anlega varð útundan raunsæisað ferð sýningarinnar. Unglingurinn í húsinu, sonur hjóna, skiptir £ þriðja lagi veru legu máli fyrir heimsmynd leiks ins, lýsir ósjálfrátt þveröfugu s’iðamatj við foreldrana. Jón Viðar Jónsson kom vel og geðs- ]ega fyrir á sviðinu, en hefur verulega galla á máli. Það er, vænti ég, eitt frumatriði leik- stjórnar að mál leikenda sé skrlj anlegt áhorfendunum? Tjar fyrir er Allt í garöinum einkar snyrtimannleg sýn- ing Þótt hún geri ekki skil öil- um úrkostum efnisins, hinni kaldrifjuðu hnyttilegu spegil- mynd samtíðar sem E. Alfaee bregður upp í leiknum, nýtur hún margbreyttrar gamansemi, meinlegrar fyndni, veitir satt að segja óvenjugóðu skemmtun i leikhúsinu. En það var engu I'ikara en menn yrðu þó nokkuð hvumsa á frumsýningu: mirmsta kost; voru undirtektir 1 leikslok með dauflegra móti en vænta máttí eftir verðleikum sýningar- innar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.