Vísir - 19.10.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 19.10.1971, Blaðsíða 9
VÍSIR. Þriðjudagur 19. október 1971 9 (Spurningunni svöruðu ára skólakrakkar): Sigurjón Leifsson: — Hann er í Samtökum frjálslyndra og ó- -háðra og heitir Magnús Torfi Ólafsson. Jón Bergþór Hrafnsson: — Ég hef töluvert gaman af að fylgj- ast með pólitíkinni, en ég get þó því miður ekki svarað þessari spumingu. Hitt er annað mál, að ég er farinn að þekkja nýju ríkisstjómina á myndum. Ég var líka farinn að átta mig þann ig á fyrrj ríkisstjórninni, en kom því þó aldrei á minnið hvað menntamá'laráðherrann hét. Guðrún Inga Bjamadóttir: — E ... er hann ekki í Framsókn? — Nei, ég man ekki hvað hann heitir. Ég kynni mér það bara, ef ég sæi einhvem ttma ástæöu til að líta til hans og skammast út af skólakerfinu Sigríður Magnúsdóttin — Menntamálaráöherrann .. ? Ef ég bara vissi hvað hann heitir ... Nú heitir hann Magnús. Því miður ég er engu nær ... Elísabet Jónsdóttir: — Hann' heitir Gylfi. — Nú, er hann ’’ hættur. Hvað heitir sá nýi? — Magnús? Er hann þá ekki í Sam- % tökum frjálslyndra eða eitthvað svoleiðis ... 06ÞAB VCRDURAB 6ERA ÞAB STRAX... " Umferðarþunginn er mestur í Hamrahlíð kl. 9 á morgnana og um hádegisbilið — einmitt á þeim tímum, sem börnin eru á leiðinni úr og í skólann. Lögreglan hefur aukið eftirlitsferðir í götunni, en foreldrar telja, að meira þurfi að koma til. „...og skora á yfirvöld að gera nú þegar ráðstaf- anir, er dugi til þess að draga úr hinni miklu bif- reiðaumferð og tryggja um leið öryggi borgar- anna...“ Rétt í sömu mund, sem fréttamaðurinn var að renna augum yfir þessa áskorun Foreldra- og kenn arafélags Hlíðaskóla í gærmorgun, barst honum til- kynning um slys í Hamrahlíð. Cex ára drengur, sem var á ° leið í Hlíðaskóla, hafði orð- ið fyrir bifreið á móts við bið- skýli SVR hjá Bogahlíð. Félagi hans, sem var honum samferða, slapp, en hann var nokkru á eftir. Drengurinn, sem hlotið hafði höfuðhögg var fluttur á Borgarsjúkrahúsið. — Á skrauf- þurri götunni mældi lögreglan 22 metra löng hemlaför eftir bif- reiðina. „Við vorum margbúin að und irstrika þessa hættu,“ sagði Hall dór Gröndal, formaður Foreldra félags Hlíðaskóla. „1 vor skrif- uðum við Umferðarnefnd Reykja víkur bréf, þar sem við vöruð- um við aukinni slysahættu í Hamrahlíð vegna sívaxandi um- ferðar bíla, og kröfðumst að- gerða til þess að auka öryggi barna okkar. — Við sáum ekki merki þess, að neinn hefði rumsk aö við þetta, og sendum þá ann- að bréf í haust, þar sem við ítrekuðum fyrri viðvaranir og óskuðum eftir upplýsingum um, hvað Umferðamefnd hygðist gera. — Og enn leið mánuður, án þess að neitt gerðist og þá héldum við fund á miðvikudag- inn, þar sem við tókum þetta til umræöu að viðstöddum nokkr um borgarfulltrúum, og einum Umferöamefndarmanni. En það er komið fram yfir helgi, og í morgun gerist það, sem við óttuöumst, að hlyti að reka að. Eitt skólabamið varð fyrir bíl og slasaðist. Allir voru sammála á fund- inum um, að hérna f Hamrahlíð- inni sé hætta á ferðum, og aö eitthvaö veröi að gera. En það, sem gera þarf, verður að gerast STRAX!“ „Það sækja hérna skólann hjá okkur um 800 börn á aldrinum 6—14 ára og þau þurfa flest að fara yfir Hamrahlíðina,“ sagði Ásgeir Guðmundsson, skólastjóri í Hlíðaskóla. „Og bara í sumar hefur hætt- an, sem þeim er búin af um- ferðinni héma um Hamrahlíðina aukizt mjög. Það eru upplýs- ingar sem við höfutp fengiö hjá umferðarnefndinni sjálfri, en hún lét gera talningu á bílunum, sem aka hér um og umferðar- þunginn hefur tvöfaldazt. Enda hefur tvennt komið til, sem hlaut að hafa þessar afleið- ingar. Fyrst var vinstri beygja bönnuð hjá gatnamótum Kringlu mýrarbr. og Sléttuvegar, og það segir til sín hér í Hamrahlíð. Bflar, sem koma að sunnan, t. d. úr Kópavogi, og ætla vestur í bæ, beygja af Kringlumýrar- braut niður Hamrahlíð, vegna þess að þeir komast ekki inn á Reykjanesveginn og vilja forð- ast gatnamótin hjá Miklubraut. — Og í öðru lagi var Hamra- hlíðin gerð að aöalbraut. Rejmdar kemur fleira til, sem stefnir umferðinni hingað. Allar götur hér f Hlíðunum austan viö Lönguhlíð eru einstefnuakst ursgötur, sem liggja til austurs, og þeir, sem ætla þaöan og vest ur f bæ, safnast upp í Stakka- hlíð, og fara síðan vestur Hamrahlíö. Leið Hafnarfjarðarstrætó ligg- ur hér um og áætlunarbílar sem leggja frá Umferðarmiðstöð inni á leið út úr bænum, velja líka þessa leið til þess að sleppa hjá umferðarljósum. Þaö er bókstaflega allt, sem leggst á eitt um að gera Hamra- hlfðina að mjög þungri umferð- aræð“, sagði skólastjórinn. „En börnin, sem sleppa svo í gegnum þessa umferð eftir Hamrahlíö, eru svo ekki þar með koinin úr allri hættu. Við sendum þau héðan úr skólan- um í leikfimi í Valsheimilinu, og þá þurfa þau yfir Reykjanes- braut að fara. Og héðan niður Hamrahlfð heldur umferðin áfram vestur Reykjanesbraut, og þar eru börn in komin í sama umferðarþung- ann aftur. Þetta hefur leitt til þess, að við bókstaflega þorum ekki að senda yngstu börnin f leikfimi," sagði skólastjórinn. Kennarar skólans og foreldr- ar barnanna standa hlið við hlið við að knýja fram úrlausn á þessum vanda. Á fundi sem foreldrar og kennarar héldu s.l. miðvikudag var formanni fræðsluráðs afhent áskorun und- irrituð af 260 manns í Hlíðun- um, um að „borgaryfirvöld ljúki nú þegar við byggingu Hlíðaskóla." „Þar e,- átt sérstaklega viö íþróttahús. sem gert er ráð fyrir í byggingaráætlun skólans," sagði Ásgeir skölastjóri. Út um gluggann á skrifstofu skólastjóra Hlíðaskóla, Ásgeirs Guðmundssonar, blasir Hamrahlíðin við, þar sem umferð hef- ur aukizt mikið í sumar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.