Vísir


Vísir - 20.10.1971, Qupperneq 1

Vísir - 20.10.1971, Qupperneq 1
RÆKJUVEIDAR BANNAD■ AR VEGNA SEIDADRÁPS — „Of mikil eyðileggingarstarfsemi á ýsuseibum", segir Ingvar Hallgrimsson Fólk kaupir nú orðið hvers konar hluti með afborgunarkjörum ekki sízt heimilistæki, til dæmis ísskápa og hrærivélar, og jafnvel stundum barnavagna. ^ Dýrt csð knupa með ufborgunum Þótt það sé oft hagstætt að geta keypt með afborgunar- kjörum, þá kostar það oft meira en fólk gerir sér grein fyrir, þegar öll kurl koma til grafar. Neytendasamtökin hafa athugað þetta og segja, að raunverulegir vextir, þeg- ar til dæmis húsmunir séu keyptir með afborgunum, séu yfirleitt ekki undir 20% og fari upp í 80%. — Það fer mjög vaxandi, að fólk fái „Iánað“ í verzlunum, og það hefur mörg vandamál í för með sér. Siá bls. 9 vism 61. árg. — Miðvikudagur 20. október 1971. — 239. tbi. LÍTILL HOUDINI Sjá bls. 2 Rækjuveiði hefur verið bönnuð frá og með deginum í dag á Eldeyjarbanka. Þeir þrjátíu bátar, sem stunda þessar veiðar munu flestir landa afla í Sandgerði í kvöld og síðan ekki halda til veiða aftur að sinni, nema ný svæði finnist fyrir bátana. — Það er ekk; forsenda fyrir veiðunum með þeirri eyðilegg ingu, sem þær hafa í för með sér, sagði Ingvar Hallgrímsson, forstöðumaður Hafrannsóknar- stofnunarinnar í viðtali við Vísi Engin læknisvottorð — „veiku" sjónvarpsmennirnir fengu simskeyti út- varpsstjóra of seint til oð fá votforðin — starfs- menn kvarta sáran um illa meðferð i launamálum Engin tök voru á því fyrir starfsfólk sjónvarpsins að afla læknisvottorða um heilsufar sitt þar eð skeyti frá útvarpsstjóra barst því ekki í hendur fyrr en fyrst um kl. 10 í gærkvöldi og alveg þar til í morgun en þar fór útvarpsstjóri fram á að læknis- vottorði yrði framvísað til stað festingar veikindafjarvist, sagði Sverrir Ólafsson formaður starfs mannafélags sjónvarpsfólks í viðtali við Vísi í morgun. — Sverrir eins og hinir rúmlega hundrað föstu starfsmenn sjón varpsins náðu heilsu aftur í dag. Starfsfólk sjónvarpsins hefur aldrei þurft að framvísa læknis- vottorði, þó að það hafi veriö frá vinnu vegna veikinda í einn dag, sagði Sverrir. — Þess vegna gerði starfsfólkið ekki ráðstafanir til að afla sér læknisvottorða hjá heimilis læknum um daginn, þegar unnt var að ná til þeirra. í fréttatilkynningu frá starfs- mannafélagi sjónvarpsins í morgun er gerð grein fyrir kjaramálum hjá stofnuninni. — Þar kemur fram, að starfsmannafélagið hafi tekið loforð af BSRB fyrir sitt leyti og fram- kvæmdastjóri sjónvarps samsvar- andi loforð af fjármálaráðuneyt- inu, að ekki yrði raöað niður í launa flokka í fyrra án þess, að ofan- greindir aðilar fengju að fylgjast þar með. Var talið, að BSRB og fjármálaráðuneytið hefðu ekki nægjanlegan skilning á starfsemi sjónvarps og niðurröðun starfa yrði handahófskennd. — Hvorki fjármálaráðuneytið né BSRB stóðu þó við loforð sín og í ljós kom, að kjarasamningarnir urðu óviðunandi fyrir stóran hóp starfsmanna og var þeim mótmælt strax. S.tarfs- mannafélagið skipaði þá sérstaka launamálanefnd, sem vann með yfirmönnum stofnunarinnar að nið- urröðun í launaflokka eftir opin- berum reglum um starfsmat. Nú hefur hins vegar fengizt end- anlegt svar fjármálaráðuneytysins, aö litlar eða engar leiðréttingar séu fáanlegar. í tilkynningunni eru tekin nokk- ur dæmi um misræmi í launamál- um. Ljósameistari sjónvarps er sett ur í 17. launaflokk meðan ljósa- meistari Þjóðleikhúss er í 20. launa- flokki. Símvirki hjá Landssíma kemst í 16. launaflokk, en hjá sjón- varpi fengi sami maður 13. flokk. Ríkið býður ófaglærðum mönnum 14.—15. launaflokk, en hjá sjón- varpi eru iðnmenntaðir menn, sem vinna flókin og listræn störf í 13. launaflokki. í fréttatilkynningunni er ekki minnzt á tengslin milli „veikinda" sjónvarpsmanna og launa þeirra. . - - VJ í morgun. Það er ekki af neinni mannvozku, sem við bönnum veiði þarna. Það er gert í fullu ^amráði við þá, sem veiðina stunda. Menn sjá að það er ekki hægt að stunda þessa veiði áfram svona. Rækjubátarnir hafa fengiö frá 3 þúsund og allt upp í 14 þúsund ýsuseiöi í veiðiferð. Sjó mennirnir hafa orðiö að fleygja seiðum fyrir borð jafnóðum, en þá er meira og minna af þeim dautt. — Þetta hefur verið athugað mjög náið, sagði Ingvar og seiða fjöldinn hefur reynzt það mikill í aflanum að óhjákvæmilegt er annað en banna þetta. Jafn- framt er verið aö gera athugan- ir á veiöarfærum. Meðal annars er bátur frá okkur úti núna, Glaður heitir hann og stjórnar Guðni Þorsteinsson þar um borð athugunum á nýrri vörpu. Það er hins vegar mikið vandamál að skilja rækjuna frá seiðunum, vegna þess hve þau eru lík rækjunnj að stærð. Bannið nær yfir allt svæðið, sem ýsuseiðin eru á, en það er núverandi ræðjusvæði viö Eldey. Sagði Ingva'r aö reynt yrði að finna ný svæði fyrir bátana, þar sem þessi veiði hef ur veriö mikil búbót fyrir fólk og yrði mikið áfali fyrir marga, ef hún legðist alveg niður. Til dæmis hafa margir aðilar i Sandgerðj lagt í stórkostlega fjárfestingu vegna rækjuvinnsl unnar og eru þar milljónir í veði. Ingvar sagði að margt væri at- hugunarvert í þessum efnum. Til dæmis kæmi það í ljós að stóru bátarnir fengju yfirleitt meira af seiðum heldur en þeir smærri. Ástæðan er sú að þeir geta togað, mun hraða'r og þá slæð ast seiðin frekar í vörpuna, Hins vegar væri út í bláinn að setja mönnum reglur um það hversu hratt megi toga. Rækjuafli hefur verið mjög góður að undanförnu og raékj an er stór og falleg. Hefur rækju vinnslan verið mikil atvinnu- bót á Suðumesjum að undan- förnu og bregður því fólki mjög við. þegár veiðin hættir. — Margir bátar munu hins vegar fara í rækjuleit næstu daga til þess að kanna hvort ný mið eru ekki nýtanleg þar sem eng in eru ýsuseiðin. —JH Ekki bar á öðru í morgun, en að sjónvarpsmena hefðu náð heHsu sinni að fullu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.