Vísir - 20.10.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 20.10.1971, Blaðsíða 2
Bergman LOFTPÚDAR I ALLA BÍLA ? bannaður j á Ítalíu | • Nýjasta kvikmyndaafrek Ing-« mars Bergmans, þess fræga* sænska leikstjóra hlaut ekki náð» fyrir augum ítalska kvikmynda-J eftirlitsins. Mynd Bergmans, sem« nefnist „Snertingin“ er bönnuð át Italíu vegna þess hve opinskáj hún er. Sögðu þeir hjá ítalskaj kvikmyndaeftirlitinu að þessi« mynd yrði ekki sýnd á Itah'uJ nema viss atriði yrðu klippt úr» myndinni. En Bergman og ABC« pictures Corp., framleiðendurj myndarinnar vildu ekki klippa.* Þar af leiðandi verður myndinj ekki sýnd á ítalíu fyrr en kvik-J myndaeftirlit þar í landi gerist* frjálsíyndara. J Aðeins um þrjátiu prósent bandarískra ökumanna nota ör- yggisbeltin í bíium sínum reglu- lega, og öryggisbelti eru í öllum bílum sem framlelddir eru eða innfluttir til Bandaríkjanna. Ef hins vegar hver einasti bíl- eigandi léti svo lftið að spenna á sig öryggisbelti i hvert sinn sem hann ekur af stað, & talið að 10.000 færri myndu láfá lífið í umferðarslysum. Sem stendur sleppa 5000 manns við .að missa tóruna í bílslysum árlega, vegna þess að þeir hafa munað eftir að spenna um sig öryggisbelti. Og ef það er alveg brennt fyrir að bílstjórar noti undantekningar laust öryggisbelti, hvað er þá hægt að gera? Loftpúðinn, sjálfvirkt öryggis- tæki, virðist mörgum vera hentug lausn. Sú deild samgöngumálaráðu- neytisins bandaríska, er um ör- yggismálin fjallar, álítur að loft- púða verði að setja í alla bíla sem fyrst, enda muni hann fækka dauðaslysum á þjóövegum um helming. 1969 létust eigi færri en 37.100 manns í dauðaslysum á bandarískum hraðbrautum, þannig að greinilegt er að eitthvað verður að gera og það fyrr eaa síðar til að búa bíla betur öryggistækjum. I marz sl. ákvað samgöngu- ráðuneytið að í ágústbyrjun 1974 skyldu allir bilar vera búnir sjálf virkum öryggisbúnaði. Framleiðendur mótmæla Varla hafði ráðuneytið gefið út sína reglugerð, er framleiðendur ráku upp ramakvein, börmuðu sér sáran Og sögðu að ekki væri nokkur leið að búa bíla þannig tækjum, að þau brygðust ekki. Ráðuneytið tók málið aftur í athugun. Fyrir hálfum mánuði kom lokasvar frá ráðuneytinu: framleiðendur skyldu fá tveggja ára frest til að búa bíla sína sjálf virku öryggistæki þ. e. hafa ör- yggisbeltin þannig úr garði gerð, að ekki verði hægt að gangsetja bílinn nema öryggisbeltin séu spennt. Ralph Nader varð reiður. Hann hefur um langt skeið barizt fyrir loftpúðum, að þeir yrðu settir í alla bíla, en nú er ekki annað sýnt en að framleiðendur sleppi við að leggja I þann kostnað sem honum myndi fylgja. Na'der sagði: „Henry Ford annar hefur talað, og Nixon beygir sig fyrir honum. 200 milljónir Bandaríkjamanna hafa verið sviknir um mikilsverð- asta öryggistæki, sem enn hefur verið fundið upp innan bifreiða- iðnaðarins". Það hefur þótt meginkostur við loftpúðana að bílstjórinn eða far- þegi í framsæti, getur ekki með nokkru móti losnað undan að nota hann, ef þörf krefur. Hins vegar hafa bílaframleiðendur bent á, að tæknimenn hafi ekk; getað gert þennan loftpoka svo vel úr garði. að fullnægjandi þyk.i. Helztu vandamálin sem við er að stríða eru þau að pokinn fyll- ist lofti við högg af ákveðinni þyngd. Og þá streymir loftið inn í pokann af geysimiklum krafti. Við þann loftstraum verður mik- ill hávaði, svo mikill að hætta er á að heyrn farþeganna í bílnum skaddist. Margir eru líka hræddir um, að þegar pokinn þenjist út, þá verði loftþrýstingur allt of mikill inni í bílnum. Margir sérfræðingar eru þeirrar skoðunar. að þau vandamál sem enn er eftir að glíma við í sam- bandi við notkun loftpúðans, verði leyst innan skamms og þvl sé sjálfsagt að skylda bílaframleíö- endur til að búa bfla sína þessu öryggistæki, sem án efa mun í framtíðinni bjarga mörgum mann- inum frá bana. LlTILL HOUDINI Hún er bara tveggja ára, þessi stúlka sem myndirnar eru af. Hún á heima í Los Angeles í Banda- ríkjunum og heitir Annie Laurie Alexander. Á efstu myndinni vinstra megin er hún að sökkva en fer síðan 1 rólegheitum að dunda við að leysa af sér böndin, sem eru um úlnliði hennar og ökkla. Það er sundkennari hennar sem kenndi henni aðferðir við að leysa af sér bönd undir yfirborði til botns í sundlaug foreldra sinna vatns. Kennarinn er þeirrar skoð- unar, að eftir fáein ár verði ung- frú Alexander farin aö keppa fyr- ir land sitt á ólympíuleikunum ... eða þá hún verði farin að græöa fé með því að keppa við galdramanninn Houdini... eða sterka manninn í Njarðvíkunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.