Vísir - 20.10.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 20.10.1971, Blaðsíða 3
VISIR. Miðvikudagur 20. október 1971. ÍMÖRGÚN ÚfLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND f MORGUN ÚTLÖND I MORGUN ÚTLÖND Umsjóu Haukur Helgason Petrosjan tefldi veikt Bobby Fischer tók stórt skref í átt til sigurs í einvígi hans og Tigran Petrosjans, þegar hann vann í gærkvöldi sjöundu skák ein vígisins. Petrosjan gafst upp í 34. leik, eftir aö hann hafði leikiö mjög veikt, segja fréttamenn. Flestir sérfræSingar í Buenos Aires sögðu í morgun, aS þeir teldu að Rússinn hefði nú tapað bardaganum og það verði Bobby Fischer, sem mæti heimsmeistaran um Boris Spasski í Moskvu. 4.500 áhorfendur horfðu á skákina í gær í San Martin leikhúsinu. Fischer hafði hvítt og fórnaði snemma drottningarpeði, að því er virðist mega lesa af skevti, og Petr osjan svaraði með Pauisenafbrigði af Sikileyjarvörn. Fischer fékk fljótt yfirburðastöðu og bætti hana stöðugt, og staða Petrosjans varð æ þrengri. Petrosjan bauð hróksfórn til að losna við hættulegan riddara Fisch ers, en Fischer þáði ekki fórnina. Nú hefur Fischer fjóra og hálf an vinning og Petrosjan tvo og hálfan, og þarf Fisdher þvi aðeins að fá tvo vinninga í viðbót til að vinna einvígið allt, sem á að vera tóiff skákir. Lögregla umkringdi Belíastháskóla — en foringi IRA komst undan — Hungurverkfall v/ð bústað Heaths — Devlin ætlar að trufla EBE-umræður Brezkir hermenn um- kringdu í nótt háskólann í Belfast, eftir að stúdentar neituðu að framselja stjórn málalegan leiðtoga írska lýðveldishersins, Thomas Macgiolla. 150 stúdentar lokuðu sig inni í bygging- unni. Ekki var reynt að taka húsið með áhlaupi. MacgioMa er eftirlýstur af lög- reglu í sambandi við ýmis mál, sem varöa öryggi ríkisins, að sögn lög reglu. Brezku hermennirnir héldu á brott í morgunsárið eftir sjö klukkustunda umsátur og höföu stúa- itar ekki látið undan. Macgiolla er borgari í írska lýð- veldinu, en engu síður telur lögregl an, að hún hafi rétt til að hand- taka hann og yfdrheyra í tvo sólar hringa samkvæmt lögum. Hann kom til Belfast til að tala á fundi um aðild Bretlands að Efna hagsbandalaginu. Komu þá örygg islögreglumenn tfl að taka hann fastan, en stúdentar vörpuðu þeim á dyr og munu þeir síöan hafa kom ið honum undan. Þrír af forystumönnum stjórnar- andstöðunnar í Norður-írlandi byrj uðu í gær tveggja sölarhringa hung urverkfald fyrir utan fbúðarhús for sætisáðherrans í London til að mót mæla stefnu Heaths f málum N- frlands. Bernadette Devlin sagði í nótt að hún hyggðist vera í forystu fyrir mótmælagöngu gegn brezkum dag- blöðum í morgun. Hún telur að blöð in segi ekki frá því sem raunveru lega sé að gerast f Norður-frlandí. Hún kveðst einnig hafa á prjón- unum að trufla umræður um aðild að Efnahagsbandalaginu í bezka þinginu til að beina athyglinni að Norður-frlandi. Hvort tveggja yrði þetta þáttur í baráttunni til að vekja athygli á þeim ásökunum að fangar séu pynt aðir í N-írlandi. Pólitísk sprengja dönsku minnihlutastiórnarinnar Minnihlutastjóm jafnaðarmanna í Danmörku kastaði óvænt pólitískri sprengju i gær. Stjómin segir, að fyrirætlanir hennar um 10 prósent innflutningsgjald, sem verði til árs loka og síðan smám saman fellt nið ur fram til apríl 1973, sé tilraun til að koma á jafnvægi í dönsk at- vinnumál. Stjómarandstaðan hefur enn ekki tekið afstööu til málsins en bíður átekta. Erlendis hefur þessu gjaldi verið mótmælt víða, til dæmis í ráðherra nefnd Efnahagsbandalagsins í Lux emburg. Þó var sagt, að gjaldið ætti ekkj að hafa áhrif á samninga viðræður Dana um inngöngu i bandalagið. íúltrúi vestur-þýzku rikisstjóm- arinnar segir, að ekki komi til greina að EBE-Iöndin geri nokkrar gagnráðstafanir. Hins vegar kynnu lönd utan bandalagsins að gera það. Danir hafa um hrið átt við mikla efnahagsörðugleika að stríða og gjaldeyrisforði minnkað. Innflutningsgjaldið er ekkj tal- ið munu hafa veruleg áhrif á is- lenzkan útflutning. Island gegn aðild Formósu Hannes Kjartansson fulltrúj ís- Iands hjá Sameinuðu þjóðunum Iýsti því yfir i ræðu á allsherjar- þinginu i gær, að fsland styddi til- lögu Albaníu og fleiri rikja um að- ild Kina. í þeirri tillögu er gert ráO fyrir brottvikningu Formósu úr S.þ. Fulltrúi Japans kvaðst mundu styðja tillögu Bandaríkjanna, sem gerir ráó fyrir aðild tveggja kín- verskra ríkja. Fuiltrúi Pakistan sagðist styðja albönsku tillöguna. Fimmtun aldraðir fórust í eldsvoða Fimmtán aldraðir sjúkling ar fórust í morgun í elds- voða í elliheimili í Hones- dale í Pennsylvaníufylki. Hinn eini, sem komst lifs úr hús- inu, var hjúkrunarkona, sem hljóp eftir hjálp þegar eldurinn breidd ist út. Hún er i sjúkrahúsi og hefur fengið taugaáfall. Lögreglan sagðist í morgun ekk< vita um orsök brunans. Hver hefur höfundarréttinn? Verkfall hjá danska sjónvarpinu og ekkert sjónvarp hefur hrjáð Dani undanfarna daga. Deilurn ar standa um höfundarrétt að efni, sem sýnt er í sjónvarpi, og vilja blaðamenn og ljósmyndarar fá stærri hlut um efni, sem þeir semja. Undir skopmyndinni stendur: „Þótt undarlegt sé, hefur eng- 'mn sagt, að hann ætti höfundarréttinn að sjónvarpsleysinu, og er þar um að ræða, að enginn *t§S telM sig ábyrgan í vinnudeilunni. — Nú síðast hefur sjónvarpið farið að sýna gamlar kvik tnyndir en engar fréttir eru. I nokkra daga var ekkert sjónvarp. Ný skilgreining Finna á dauðastund Yfirstjórn heiíbrigðismála í Finnlandi hefur skilgreint dauð ann upp á nýtt. Nú skal ,,dauði“ 06513113“ ráða í stað „dauða hjart'. ns.“ „Maðurinn er látinn, þegar heilavefur er svo eyðiiagður að lokið er grundvallarstarfsemi hans hvort sem hjartastarfsem- inni er lokið eða ekki“. Þetta segir nýja skilgreiningin á því, hvenær maður telst látinn. Nýja skilgreiningin er bein- línis miðuð við hugsanlegan líf færaflutning segir Antti Mart- illa, einn stjómarmanna. Þó er sagt ,að þessi skilgreining skuli fyrst og fremst hafa gildi í sjúkrahúsum, þar sem liffæra1- flutningur er gerður. Við „venju .leg“ dauðsföll er sagt. að sem fyrr skulj notazt við |>imlu skil greininguna, sem miðast við starfsemi hjartans. Skýrt er fram tekið. að læknar verði að hafa gert allt, sem í þeirra valdi stendur til að koma sjúklingnum til lífs, • áður en þeir úrskurði hann látinn vegna „heiladauða“. Forsendur eru að heili geti skemmst svo við slysfarir eða veikindi að lífi nvmns sé í rauninni lokið, þótt hjartað slái enn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.