Vísir - 20.10.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 20.10.1971, Blaðsíða 6
V í S I R . Miðvikudagur 20. október 197! Reynir fyrir sér á nýrri braut Lfklega' er nafn Sigurþórs Jakobssonar þekktara úr knatt- spymunni en listaheiminum. En Sigurþór hefur samt lengi stund að listmálun og teiknun og stundað nám í þeim fræðum. Um þessar mundir er Sigurþór með sýningu á verkum sínum í Mokkakáffi og verður sýningin opin til 6. nóvember alls 23 málverk, teikningar og vatns- litamyndir. „Nú er ég staðráð- inn 'i aö halda áfram af fullum krafti við að mála“. sagði hann. „en fram til þessa hafa knatt- spyrnan og listin togazt á um mig“, sagðj hann. Myndin er af Sigurþóri. HAUSTSÓLIN — í haustsólinni er miðbærinn í Reykjavík oft iðandi af lífi, og skólafólkið setur sinn svip á götumar. Þegar auglýsingastofan Tígris hóf að taka auglýsingamynd við Bemhöftstorfuna varð fljótlega mikil ös þama- á blettinum. Unga fólkið sést á myndinni / þamba kókið sitt og nýtur góða veðursins um leið og það virðir fyrir sér tiltektir auglýs- ingamanna. Á næstunni má búast við að sú ,tala hækki mjög vegna heim- Söknar’tigrisdýranna. Gestir alls ,frá þv.í sumarið 1969, þegar opn að var eru á 3. hundrað þúsund manns. Sigurgeir Jónsson kjörinn form. Dómarar félags fslands Þrátt fyrir áskoranir um end- urkjör baðst Björn Fr, Björns- son, sýslumaður Árnesinga ein- dregið undan endurkjörj til for- manns i Dómarafélagi íslands, en dómaraþing var háð 14. —16. október. Sigurgeir Jónsson bæj- arfógeti í Kópavogi var f hans stað kjörinn formaður, en for- menn félagsdeilda Jónas Thor- oddsen bæjarfógeti á Akranesi og Bjarni K. Bjamason, borg- ardómari f Reykjavík. Aðrir f stjóm eru Torfi Hjartarson, tollstjórj og Ásberg Sigurðsson, borgarfógeti. Tveir ráðherrar sóttu fundinn, Ólafur Jóhannes- son, forsætis- og dómsmálaráð- ráðherra og fjármálaráðherra, Halldór Sigurðsson. en báðir ávörpuðu þingið. Borgarhagfræðingurinn flytur austur fyrir fjall Sigfinnur Sigurðsson. borgar- hagfræöingur Reykjavíkur und- anfarin 5 ár, er nú að breyta um starf. Hann hefur tekið að sér starf framkvæmdastjóra sam- taka sunnlenzkra, sveitarfélaga og mun hann hafa búsetu fyrir austan fjall, eins og vera ber, líklega á Selfossi. lagsskap nú um síðustu mán- aðamót. Fyrsta verkefni hins nýstofnaða félags var áð ‘ánnast móttöku norrænna starfs- bræðra, sem hingað komu til að viniia aö byggðarannsóknum. Stjóm félagsins er þannig skip- uð: Dr. Björn Þorsteinsson, for- maður, Jón Guðnason, vara- form.. Ólafur R. Einarsson, rit- ari, Guðlaugur GuðmundSson, gjaldkerj og Helgi Þorláksson, meöstjórnandi. Sagnfræðingar stofna til félagsskapar 100 þúsund gestir Sædýrasafnið þarf ekki að arf el 1 því skyni að auka veg fræði- kvarta undan áhugaleysi almenn greinar sinnar svo sem verða ings. Þangað hafa kofnið um 100 má, stofnuðu sagnfræðingar fé- þús. gestir það sem af er árinu. Á FERÐ OG FLUGI Faðirinn, já, en móðirin, ónei! Hinn frægj „homsteinn" þjóð félagsins móðirin fær lof og vegsemd og er umvafin orð- skrúði við mörg tækifæri en vill stundum gleymast á ankanna- legan hátt — og það þótt hún hafi sérstakan mæðradag í okk- ar íslenzka dagatali. Nýlegasta dæmiö birtist mér í frétt Vísis af sigursælum fs- lenzkum stúdent, sem hlaut verðlaun í samkeppni um arki- tektúr. I fréttinni er sagt hvers sonur hann sé, nafn og heimilis- fang fðöur birt — en móð'rin gleymist alvég og er hvergi á hana minnzt. Kannski á þetta að vera uppbót á það, að fslenzk ir feður eiga engan feðradag í dagatalinu. Þó finnst mér ifk- legra, að blaðamanni hafi gleymzt að geta um nafn móður piltsins. Ef orsakanna er lengra leitað má benda á að fréttin er skrifuö vegna þess að það þykir afrek af námsmanni að taka þátt f erlendrj samkeppni fagmanna og vinna hana, og 6- sjálfrátt verður blaðamanni það á að bendla föðurinn einan við þetta afsprersg! sitt — móðirin hins vegar gleymist vegna þess að umsýslusvið kvenna eru allt of oft álitin vera á öðrum vett- vangi — þeim er viðkemur hinum „kvenlegu" og minni- háttar greinum þjóðlífsins. Þetta sjónarmiö hefur endur- speglazt oftar í fréttum fjöl- miðla og á öðrum vettvangi. Móðirin er hæf sem uppaland- inn fyrstu æviár afkvæmisins og faðirinn kemur lítið við sögu, en þegar út á starfsvöll samfé- lagsins er komið er það faðirinn sem tekur við en móðirin gleym- ist. — SB HRINGIÐ ( SÍMA1-16-60 KL13-15 —S m u rb ra u ðstof a n BJORIMIIMIM Njálsgata 49 Sími 15105 Tónleikar í Háskólabíói fimmtudaginn 21. október kL 21.00 Stjórnandi George Cleve. Einleikari Mildred Dilling hörpuleikari. Flutt veröur: Hörpukonsert eftir Hándel, Rómeo og Júlía (þættir) eftir Berlioz, Inngangur og Allegro eftir Ravel og Sinfónía Nr. 7 eftir Beethoven. Aðgöngumiðar seldir í bókabúö Lárusar Blöndal, Skólavöröustíg 2 og bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar, Austurstræti 18. Heilbrigðis- eftirlitsstarf Staöa við heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík er Iaus til umsóknar. Umsækjandi skal hafa stúdentspróf, eða sambærilega menntun, vegna sérnáms erlendis. Æskilegur aldur 20—35 ár. Laun samkvæmt kjarasamniv oorgarinnar. Frekari uppJýsingar um starfið veitir undirritaður. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist borgarlækni, Heilsuverndarstöðinni, fyrir 1. nóv. n. k. Reykjavík, 1. okt 1971. BORGARLÆKNIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.