Vísir - 20.10.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 20.10.1971, Blaðsíða 8
V í S I R . Miðvikudagur 20. oktðber 1971. ,ík$efandi *'raink'!<æmdastj6ri Ritstjóri Fréttastjóri Ritstjðmarfulltrúi Auglýsingastjóri Auglýsingar Afgreiusla Ritstjóm Áskriftargjald kr. í lausasölu kr. 12 Prentsmiðja Vísis : Reykiaprent hf. : Sveinn R. Eyjótfsam : Jónas Kristjánssoa : Jón Birgir Péturssoo : Valdimar H. Jóhannesson : Skúili G. Jóhannesson : Bröttugöv* 33>. Simar 15610, 11660 : Bröttugötu 3b. Sími 11660 : Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) 195 á mánuði innanlands 00 eintakið. — Edda hf. Stjórnarandstaða Línurnar í stjórnmálum vetrarins skýrðust á mánu- daginn, þegar Óláfur Jóhannesson forsætisráðherra og Jóhann Hafstein, formaður Sjálfstæðisflokksins fluttu opnunarræður sínar á alþingi. í ræðu sinni lagði forsætisráðherra áherzlu á ítrekun málefna- samningsins, sem stjómarflokkamir gerðu með sér f sumar, og skýrði ýmis atriði hans nánar. Af ræðu Jóhanns Hafstein er ljóst, að landhelgis- málið er ekki verulegt ágreiningsefni milli stjórnar og stjórnarandstöðu, Báðir aðilar hafa gengið til móts við hinn í landhelgisnefndinni. Allir flokkar hafa gengizt inn á tillögu Jóhanns um, að ísland flytji á aæsta undirbúningsfundi hafréttarráðstefnunnar tii- lögu um sérstakan rétt strandríkis til fiskveiðiland- helgi á Iandgrunni þess, þegar aðstæður eru svipaðar og hér á landi. Ennfremur hafa allir flokkar samþykkt tillögu Jó- hanns um, að landhelgissamningnum við Breta og Vestur-Þjóðverja yrði ekki sagt upp beint í kjölfar ferðar Einars Ágústssonar utanríkisráðherra til þessara landa, heldur yrði málið lagt fyrir alþingi nú í haust. Jóhánn sagði, að í viðræðunum við Breta og Vestur-Þjóðverja hefði utanríkisráðherra stungið upp á framhaldsviðræðum um málið og því hefði verið ósmekklegt að segja þá strax á eftir upp samningn- um og gera óskina um viðræður þar með marklausa. Þannig mun Sjálfstæðisflokkurinn reyna að standa með ríkisstjórninni í landhelgismálinu og reyna hér eftir sem hingað til að hafa góð áhrif á framvindu bess máls. En það ber að harma, eins og Jóhann Haf- stein gerði á alþingi á mánudaginn, er ríkisstjórnin leggur fram ófullkomnar tillögur í málinu án minnsta samráðs við stjómarandstöðuna. Á öðrum sviðum verður stjórnarandstaðan ekki eins friðscm. Einkum má búast við miklum ágrein- ingi um varnarn:álhi og efnaþa/*r' "í.li::. Sjálfst^Cls- flokkurinn mun beita si: c'.i r.'.efli gegn hugmyndum ríkisstjórnarinnar um aukið ofurvald ríkisins í efna- hagslífinu, í trausti þess, að andstaðan við alræði rík- isins sé rótgróin í lundarfari íslendinga. Vinstri stjórn ir hafa tvisvar áður verið myndaðar undir forustu Framsóknarflokksins til þess að koma upp ríkisbú- skap í hagkerfinu, árin 1934 og 1956, og í bæði skiptin gerði þjóðin þessar tilraunir að engu þegar hún fékk að segja sitt álit. Jóhann Hafstein átaldi harðlega ábyrgðarleysi og vingulshátt ríkisstjórnarinnar í vamarmálum lands- úis. Hann kvað það ótæk vinnubrögð, að ríkisstjórn- ir. ákvæði fyrst að láta vamarliðið fara á kjörtímabil- inu og vildi síðan kanna málið. t baráttu sinni gegn varnarleysisstefnu rfkisstjórn- arinnar hefur Sjálfstæðisflokkurinn beztan styrk í *cíítí staðraynd, að mikill meirihluti þjóðarinnar er andvígur ábyrgðarleysi í öryggismálum sínum og vill á'.’i'.n. varnir á tslandi. Bandaríkin haf a haldið uppi starfsemi S.Þ. Samtökin eru þó i skuldafeni, og nú er gefið i skyn, oð Bandarikin kunni að draga úr fjárframlögum, ef Formósa verður rekin Ambassador Bandaríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum hefur gert sér ferð á nefndarfund þar til að lýsa yfir, að úrslit atkvæðagreiðslunnar um Kínamálið mundu efcki hafa nein áhrif á ör- læti Bandaríkjamanna við samtökin. Samt munu menn í samtök- unum telja, að mikil hætta sé á því, að Banda ríkin, sem hafa verið máttarstólpi samtak- anna í fjárhagslegum efn um muni kippa að sér hendinni, ef samþykkt verður að víkja Formósu úr þeim. Þriðjungur kom frá dlí8,;s Bandaríkjunum Bandaríkin lögðu í fyrra um 4,4 miiljarða ísl. króna tii starf- semi samtakanna, sem var meira en þriöjungur af heildarkostnaöi við rekstur þeirra. George Bush, bandariski ambassadorinn, lýsti því yfir, að ri'kisstjómin væri ekki sammáia þeim einstakling um meðai annars í bandarfska þinginu, sem hefðu í frammi hót anir um minni fjárfraiplög. Hins vegar minnti hann forráðamenn Sameinuðu þjóðanna jafnframt á það, að meira en heimingur þing manna í fulltrúadeild bandaríska þingsins og 21 af öldungadeiid armönnum hafi skrifað undir yfiriýsingu þess efnis, að verði Formósa rekin úr SÞ, ætti aö minnka framlög til samtakanna. Nixo” Hns vegar ekkert u"’ þwita sagt. Þó verður nið urstaða KVnamálsins vafalaust ofarlega á baug{ ’i kosningábar- áttunni næsta ár, og erfitt ýrði " fyrir forsetann að ganga gegn meirihiuavilja f þessu máli. Það verður að hafa í huga, að Nixon beittf sér f sumar fyr ir algerri kúvendingu f Kína- málinu. Áður hafði Bandarikía- stjórn álla tíð barizt gegn aðild Pekingstjómarinnar að Samein uðu þjóðunum með öllum þeim ráðum, sem bandaríska stjórnin hafði tiltæk hverju sinni. í skoö anakönnunum f fyrra för samt að koma fram aukinn vilji al mennings á því að Pekingstjóm in fengi að taka sæti Kína V samtökunum. Engu að síöur er vitað, að mikili hluti banda- rfsku þjóðarinnár hefur orðið nokkuð „á eftir’* forseta sínum í sinnaskiptunum, og mörgum mun enn finnást, að látið sé undan Pekingstjórninni um of.. Hins vegar mun meirihljut inn viðurk-, að stefna Nixons sé rétt, þegar hann mælir meö aðild bæðj Kína og Formósu. Hætt við að starfslið fái efcki laun greidd Verði Bandarfkjamenn hins vegar undir í atkvæðagreiðslu á alisherjarþinginu mundi skap- ast aukin andspyma við stefnu Nixons f þessum efnum. Menn mundu segja, að honum hefði misteltízt. Hótunin um refsiaðgerðir, verði Formósu vikið úr samtök Norski ambassadorinn Edward Hambro hefur reiknað, að Frakk ar skuldi f þetta um einn og hálfan milljarð króna, og Rússar skuldi tvöfalda þá fjárhæð. Frakkar hafa nú fengizt til að lofa einhverjum framlögum. Starfslið samtakanna hefur aukizt úr 9500 árið 1956 upp f 33 þúsund nú„ Það er óumdeilt að framlög Bandarikjanna hafa úrslitaþýð ingu um viðgang samtakanna. Þetta sést til dæmis á einu dæmi. Fyrir nokkrum vikum varð U Thant að hætta við á- ætlanir um stækkun aðalstöðv anna, því -að bandaríska' þingiö U Thant segir Sameinuðu þjóðimar gjaldþrota unum hefur mætt mótælum ým- issa hinna frjálslyndari. Til dæmis bendir blaðið New York Times á fjárskort Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið mest ur þrándur f götu ailrar starf semi þeirra. Blaðið segir, að hótanir um minnkim fjárfram llllllllliis MD MM CJmsjón: Haukur Helgason laga sé „eins og að kasta steini í drukknandi mann“. Verði hót uhin framkvæmd, muni Sam einuðu þjóðirnar sökkva í skulda fen. Fjárskortur Sameinuðu þjóð- anna er svo mikið vandamái, áð Ú Thant framkvæmdastjóri hefur orðið að taka fé úr sjóð um sem ekkj átti að hreyfa við. U Thant segir, að skuldir sam takanna.nemi nærri 25 milijörö um ísl. króna. Hætt er við, að starfsfólk samtakanna géti ekki fengið laun sfn greidd, þegar á l’iður vetur. Rússar og Frakkar treg- ir til að borga Orsök skuldanna er ’i fyrsta lagí, að Sovétríkin og Frakk land hafa ekkj greitt túsilding tjj friðargæzlu samtakanna. Sam einuðu þjóðiinar hafa lið til frið argæzlu við Súezskurð eins og kunnugt er, og á Kýpur m. a. Sovétríkin og Frakkland voru andvfg friðargæzlimni. felldi að greiða þann fjóröung útgjalda við þær fratakvæmdir, sem átti að vera hlutur Banda ríkjanna. Bandarísku tillögurnar gætu náð fram, ef kraf- izt væri tveggj*a þriðju atkvæða til brottrekstr ar Formósu Umræður standa nú yfir um Kínamálið, og liggja fyrir tvær tillögur. Annars vegar tillaga frá Albaníu um áðild Kína, það er Pekingstjórnarinnar, en f þeirri tiliögu er gert ráð fyrir brottvísun Formósu (Taiwan). Hin tillagan er frá Bandaríkjun um þar sem gert er ráð fyrir tveimur kínverskum ríkjum. Pgb ingstjórnin skuli, sem fulltrö* 7—800 milljóna Kfnverja á meg inlandinu, taka sæti Kína og þar með eignast fastafulltrúa V öryggisráði Sameinuðu þjoð anna. Jafnframt skuli Formósa fá aðild að Sameinuðu þjóðun- um sem sérstakt riki. Skoðanakannanir meðal full trúa á allsherjarþinginu hafa leitt f ljós að bandarísku til- lögumar höfðu ekki meirihluta fylgi. Hins vegar er sú leið helzt opin þeim, að samþykkt verði við sérstaka' atkvæðagreiðslu, að tvo þriðju atkvæða skuli þurfa til að reka Formósu úr samtök unum. Mun líklegra er, að slík tillaga get; náð meirihluta en tillaga um aðild Formósu mundi gera sjálf. Þetta er þó enn með öllu óvist. Fari hins vegar svo, að samþykkt verði að krefjast tveggja þrfðju at- kvæða, er talið víst, að ekki v fáist samþykkt fyrir brottvtam Formósu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.