Vísir - 20.10.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 20.10.1971, Blaðsíða 9
VkSHR. Miðvikudagur 20. október 1971. ít greiddir20-80% vextir i visBsm- — Notið þér yður af- borgunarskilmála? i afborgunarviðskiptum — segja Neytendasamtökin — láns- verzlun tvöfaldaöist i fyrra Þegar fólk kaupir með afborgunum, veit það oft ekki, hvað það er að leggja út í. Neytenda- samtökin hafa nú í meira en eitt ár verið með rannsókn á afborgunarkjörum í gangi, og þau segja að það sé sjaldgæft til dæmis, að raun- verulegir ársvextir við kaup á húsmunum með afborgunarkjörum séu lægri en 20 prósent, og dæmi séu til, að vextirnir hafi verið allt að 80 prósent. Bankavextir fara varla yfir 10%. ^ Við kaup hðsgagna með afborgunarskilmálum þarf ef til vill að g skrifa upp á 12 víxla. í Neytendabláðinu er spurt, hvort þetta þýði, að verzlunin taki hærr; vexti en landslðg leyfi. Svarið er að allar þær verzlanir, sem athugaðar hafa verið, hafi haldið sér innan ramma núgildandi landslaga og farið eftir reglugerð Seðlabank ans, þar sem kveðið sé á um leyfiiega vext; og ieyfilegan inn- heimtukostnað. Rétt sé að undir strika innheimtukostnaðinn, því að hann greiöi kaupandinn, um leiö og hann gerir afborgunar- kaup. Samtökin hafa enn aðeins getað athugað afborgunarvið skipti, sem lúta að húsmunum: húsgögnum, raftækjum og gólf teppum. Dæmi, er sýnir 42,8% l vexti við kaup á hjóna- rúmi. Dæmj er tekið um hjónarúm, sem kostar 20 þúsund. Ef kaup andi staðgreiði fái hann gjarna t'J prðsent áfslátt svo að þá j horoi hann í rauninnj 18 þúsund «•3«:. Kins vegar semur hann r ef til vill um, að hann borgi i aðeins tvö þúsund fyrst en af | ganginn, sem þá væru 18 þús- und krónur, með jöfnum afborg unum í 12 mánuði, það er að segja 1500 krónur á mánuði. Hann undirritar víxla, og vext- ir og innheimtukostnaöur leggj ast við 1500 krónumar. Þessi viðbótarkostnaöur nemur eftir árið 1708 krónum, segir í Neyt endablaöinu, svo að alis borgi kaupandinn fyrir rúmið 21.708 krónur á 13 mánuðum. Þar sem bivgað er hvem mán uð af þessum 13, er lánið' að mpöaltalj tekið í 6*/2 mánuð. Mismunurinn á 18 þúsund kr„ sem hefðu verið borgaðar með staðgreiðslu, og 21.708 kr., sem greiddar eru með afborgunar- kjðrunum er 3708 krónur. Þegar þetta verö sé borið sam an, yrðu þeir „vextir“, sem f raun og veru hafa bætzt við með afborgunaraðferðinni í þessu dæmi um 40%. Væri betra að fara í bankann? Þetta dæmi er vafalaust tölu vert raunhæft, en afborgunar- skiimálar eru mjög mismunandi. Enginn vafj er á því, að menn renna oft og liklega oftast nokk uð biint í sjóinn um það. með hvaða kjörum þeir eru í raun inni að fá þau lán, sem verzl unin óneitanlega veitir þeim með afborgunaraðferðinni. Fáir munu velta mikið fyrir sér, hvort ekki borgaði sig betur að fá til dæmis 16 þúsund krónur lánaöar í banka, en reyndar gætu ekk; allir fengið siík lán, eins og bankakerfinu er háttað. Lánsverzlun vex sífellt hér á iandi, og fylgjum við í þeim efnum í fótspor ríkra þjóöa, svo sem Bandaríkja- og Kanada manna. í æ rikari mælj kaupa menn vörur með afborgunar kjörum, borga seinna. Um síð ustu áramót skulduðu neytend- ur í Reykjavík samtals um 380 milljónir á mánaðarreikningum og afborgunarreikningum. 80% aukning skulda á níu mánuðum. Þessar skuidir höföu verið 216,7 milljónir í lok marsunán aðar í fyrra svo að vöxturinn var nær 80% á níu mánuðum. Seðlabankinn hóf sjáifstæða könnun á lánsverzlun í fyrra, þegar byrjað var að innheimta söluskattsskýrslur annan hvern mánuð. Könnunin náði til alira greina verzlunar, sem lánsvið- skipti rekur. Upplýsinga' var aflaö ársfjórðijngslega á sér- stöku eyðublrfði ‘ sfe’m fen^ári á1"'1 víxl milii bankans og verzlunar- innár og endist um 3ja ára skeið. Skýrsiusöfnunin byggir ekki á úrtaki, heldur nær hún til ailra aðila í smásöluverzlun, sem selja með lánskjörum. Vöru- kaupávíxlar eru ekki meðtaldir í framangreindum tölum, ef þess ir vfxlar hafa verið seldir í banka eða' sparisjóði. Lánsverzlunin skiptist 1 tvennt. Annars vegar eru mán- aðarreikningar, sem greiddir eiga að vera eftir mánuðinn. Um seinUstu áramót voru skuld- ir manna á slíkum reikningum samtals 118,6 milljónir. Þar af voru skuldir við bifreiðasölur 47,2 milijönir og höfðu vaxið um tæpar 17 milljónir frá marz- lokúin. Skuldir á mánaðarreikn ingum við byggingavöruverzl- anir vofu 36,4 millj. f ársiok og við húsbúnaðarverzlanir 19,5 milli. íei'' Mestaí skuldir við húsmunaverzlanir Skuldir viðskiptamanna á af- borgunarreikningum, sem eru til lengrj tíma, nærri tvöföiduðust frá marzlokum til ársloka. Þar voru efstar á blaði húsbúnaðar- verzlanir, þar sem menn skuld- uðu 136,9 milljónir, og bifreiöa- sölur, þar sem skuidimar voru 119,3 milljónir. Skuidir við bifreiðasölur höfðu meira en tvöfaldazt síðan í marz. Skuldir viðskiptamanna á af- borgunarreikningum við bygg- ingarvöruverzlanir námu 4,4 millj., 0,9 millj. við hljóðfæra- verzlanir og 0,6 millj. við sér- hæfðar klæðaverzlanir. Magn; Guðmundsson hagfræð- ingur gerir grein fyrir lánsverzl uninnj í nýútkomnu hefti Fjár- málatíðinda, Hann getur þess, að á liðnum árum hafi Viða um lönd verið sett margháttuð lög- gjöf um neytendavernd, en hjá okkur sé nær alger eyða á þessu sviði. Fjöldinn allur, er kaupi nú og borgi sfðar“ hafi tryggt sér lifsgæði, er hahn hefði annars án verið. En oft flæki menn sig og fjölskyldur sfnar í skuldbind- ingar, sem verði þeim ofviða. Margar tegundir lána standi neytendum til boða í verzlun- um, og aðferðir við útreikning vaxta og kostnaðar verðj oft svo flóknar, að fólk hreinlega skilji þær ekki. Ókjör bitni oft á þeim fátækari, þvi að vel stæð- ir menn eigi kost á lánum meö hóflegum vöxtum í bönkum. Vandamálin séu tvö. Annað varðar þá, sem geta ekki gert sér grein fyrir kostnaði við lán- tökuna og ganga þv’i gruflandi að því, hvaða kjör þeir gangist undir. Hins vegar eru svo þær fjölskyldur, sem vantar stórlega fé til að kaupa vörur eða þjón- ustu og verða þvf að sætta sig við skilmála sem settir eru, ef þær eiga að geta veitt sér þetta. Magni Guðmundsson hvetur tij aðgérða' í þessum efnum. Hann segir, að þvf auðveldara sé að ráða bót á misfellum því fyrr sem snúizt sé gegn þeim. Þess skyldum við vera / minnugir, segir hann, er við höldum að okkur höndum um allar aðgerðir. / \ JFwst hestar, svo bílar ' Hugm'ýndiri að seijá Vöru eða þjónustu i gegn„ greiðalura ,sem.,, dreifast ýfir nokkurt nmabif, er’ þekkt l Kanada' jafnv. á 19. öld og var þáð oft um hrossasölu. Á sama hátt og var um hestinn í þann tíð, er stór hluti afborgun- arviöskipta nú f sambandi við kaup á bifreiðum, eins og komiö hefur fram. Langflestar bifreiðir. sem seldar eru nýjar um þessar mundir, eru seldar með áfborg- unarkjörum. Fæstir munu telja sig geta ráðið við bílakaup, nema þeir eigi þess kost að „þvinga sjáifa sig til sparnaðar" um komandj mánuði með því að semja um greiðslur smám sam- an. Afborgunarviðskipti færast í vöxt á fjölmörgum öðrum svið- um. Þau eiga að vera til hags- bóta bæði neytanda og verzl- unarmanni og ættu að gera þeim báðum auðveldara að afla lífs- gæða. Það er önnur saga, hvaöa áhrif þess; viðskipti hafa á verð- bólgu eða þvílíkt. Þau eru að- eins enn eitt af viöfangsefnum stjórnvalda f efnahagsmálum nútfma þjóðfélags, og við getum látið það liggja utan þessa spjalls, Hins vegar er þaö grundvall- aratriði, að neytendum sé kleift að fá fullkomnar upplýsingar um það, undir hvað þeir gang- ast og geta borið saman með hvaða kjörum þeir geti aflað sér vörunnar. Til dæmis þurfa þeir að eiga kost á vitneskju. sem gerir þeim fært að bera saman ýmsa möguleika, sem tii staðar eru um öflun fjár tii kaup anna. Þaö er vafalaust rangt að bera verzlunarmönnum á brýn, að þeir féfletti viðskiptavini í þessum viðskiptum. Vandamálið er ekki það, heldur ristir það dýpra og tekur til bankakerfis og við- skiptalífs verðbólguþjóðfélagsinc á mikiu stærra plani. — HH Hreggviður Þorsteinsson bók haldari: — Já. Eins og stendur er ég að borga afborganir af þvottavéi. Hana, borga ég upp á sex mánuðum. Jón Valgeir Guðmundsson, húsa smiður: — Nei, ég borga allt á borðið. Þannig fær maður flest á betra verði. íbúðin er það eina, sem ég er að borga afborganir af. Axel Clausen, verzlunarmaður: — í mörgum tilvikum já. Það vill þó þannig til að ég hef ekki neinar afborganir eins og er. Ég er nýbúinn að borga alit upp. Afborganaskilmálar finn- ast mér afar heppilegir. Það eru margir, sem geta af einhverj- um ástæðum ekkj staðgreitt það iii s§m J>eir festa kaup á. Sigrún Sigurðardóttir, skrifstofu stúika: — Það hef ég aðeins einu sinni fært mér f nyt, enn sem komiö er. Ég var að kaupa mér stól með afborgunarskil- málum um daginn. Hann hefði ég ekki fengiö mér nema greiösluskilmálar hefðu komið til. Sigríður Árnadóttir, afgreiðsiu- stúlka: — Nei, ekkert hef ég þurft að notfæra mér slíkt enn- þá — að minnsta kosti. Enn hef ur mér tekizt að merja út fyrir staögreiðslum í öllum tilvikum og vona að ég getj það í lengstu lög .. Kristinn Guðsteinsson, garð- yrkjumaður: — Nei, það geri ég ekki. Ég fer ekki út að verzla nema ég eig; fyrir þvl, sem ég ætla að kaupa. Það eru liðin ein tuttugu' ár frá þvf ég stðasi verzlaði . með afborgunarskil- málum, Þá var ég að kaupa mér húsgögn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.