Vísir - 22.10.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 22.10.1971, Blaðsíða 2
Kavi; „Ég er brjálaour sniílingur" Það er festur lítill miði á aðaldyr sveitaseturs Johns Lennons og Yoko Ono. Á miðaniim stendur: „Þetta er ekki hér“. Og á öðrum miða neðar á hurð • ••••••••••••«?•«••••••! inni stendur: „Gangið fyr ir homið“. Og gestirnir ganga fyrir hornið á þessari stóru byggingu, scm stendur í miðri víðáttumikilli land areign Lennons rétt við Ascot, Englandi, Og handan við hornið er annar inngangur og þar fyrir innan eru ósköpin öll af inniskóm handa gestum að draga á fætur sér; „Gerið svo vel að hafa skóskipti" stendur á miða þar, „eða látið duga að nota fæturna". Og sveitasetrið.er í eigu tveggja snillinga“, segir Lennon, Ono og minni. Starfsliðið í húsinu er fjöl- mennt. Þjónar arka um ganga og ritarar sitja í önnum, Lennon og aðstoðarmaður hans hafa nóg að gera. Og sama er að segja um aðstoðarmann aðstoðarmannsins. „Mér finnst bezt að vera í eld húsinu“, segir Lennon, „kyrrðin er þar mest, og þá sit ég og drekk te úr krukku“. Lennon virðist vera að eldast. Hann er stuttklipptur og rakaður, hættur að ganga í „Jesú-stæl“ og nú er ekki Iengur hægt að sjá neinar friðar- eða ástaráritanir á fötum hans. Honum finnst auð- heyrjlega gaman að segja frá því, hvernig þau hittust fyrst, Oko og hann: Yfir hamri og nagla „Hún var í þann veginn að opna þessa listsýningu sína í London, og þegar ég kom inn bað hún mig um að fá sér fimm shillinga fyrir þau forréttindi að fá að berja nagla einn inn í viðardrumb. Ég átti ekki fimm shillinga, þann ig að ég bað hana um að taka við Vmynduðum fomm shillingum gegn því að fá að berja ímyndað- an nagla inn í viðardrumb". Og þá sttýfúr Ofto inn í: „Þann ig komumst við að því að • við vorum fólk sem hugsaöi alveg eins“. „Frá þessu andartaki" segir John, og snýr upp á nefið á Oko, „þá blossaði milli okkar ást, ást, ást, ást endalaiist“. „Fólk hélt að við myndum ekki hafa fyrir því að gangá í hjóna- band, en auðvitað gerðum við það. Hjónavígsla er skemmtileg, gam- aldags seremonía. Og við erum fólk. Ósköp venjulegt fólk. Eins venjulegt og við getum verið. Ég reikna með þvf að líf okkar hafi verið kannski soldið ónáttúrleg, en það var vegna The Beatles. Fólk hélt við værum eitthvað sér- stakt. En nú er það búið, og við höfum ekkert að fela, við viljum vera innan um fólk og í sambandi við fólk. Ef við nú sleppum þeirri staðreynd að við erum frægt fólk og alltaf á forsíðum fréttablaðanna, þá erum við venjulegt fólk. fullkomlega eðli- legt fólk — jæja, allt í lagi“, seg- ir Lennon, „við eigum að finna til ábyrgðar vegna stöðu okkar í þjóöfélaginu. Ég held nú samt að þú góði minn sem blaðamaður eigir að finna til ennþá meiri ábyrgðar. Ef ég segist vera brjálaður, þá getur vel verið að fólk haldi og segí að ég, geri að gamni mínu. 1 Ef þú segist hafa tekið viðtal við mig og segir á eftir að ég sé brjálaöur. þá mun fólk trúa þér — jæja, þá bað, ég er líklega brjálaður. Allir snillingar eru brjálaðir. Snillingar eru sjaldan fjarri þvi að vera brjálaðir, Og við tvö erum snillingar. Kannski erum við þá brjálaðir snillingar. Ég hef samt komizt að þeirri niðurstöðu að ég sé sennilega ekki fullkom- lega vitfirrtur vegna þess að enn hefur enginn læst mig inni. Þess vegna hlýt ég að vera snillingur". Einn gegn sjónvarpinu Þetta gæti aldrei gerzt á ls- landi! Maðurinn, sem stendur þarna, einn síns liðs, er danskur afgreiðslumaöur og heitir Tom Andreasen. Hann kom sér fyrir á Ráðhús- torginu í Kaupmannahöfn og mark miöið með þpssu var að draga athygli fólks að sér og fá fólk til aö þjarma að sjónvarpshúsinu og mótmæla verkfalli fréttamanna sem staðið hefur um hríö. „Sjónvarpsfréttamenn fá ágætis kaup og kröfur þeirra eru ein- strengingslegar", segir Tom And- reasen, „og ég er ekki bara að mótmæla þessu-verkfalli þeirra, ég er líka aö mótmæla því lélega efni sem þetta sjónvarp flytur. Og svo á að gefa sjónvarpsnot- endum afslátt á afnotagjaldinu miðað við þann tíma sem verk- fallið hefur staðið". í Danmörku hefur fólk snýizt mjög gegn verkfalli fréttamanna, og talið kröfur þeirra óréttmæt- ar og kaup þeirra nægilega hátt f viðtali sem fyrir skömmu birt- ist I dönsku blaði, sagði formað- ur félags sjónvarpsfréttamanna danskra, að yfir hann og félaga hans righdi hótunarbréfum og nafnlausum hringingum vegna þessa verkfalls. RINGO STARR í nýju gervi Ringo Starr — fyrrum Bítill, virðist ætla að gera það gott í kvikmyndum. Nýjasta hlutverk hans er í kúrekamynd, sem kall- ast „Blindman". Starr leikur Mexíkana, „voðalega vondan karl sem drepur margan góðan dreng“ e að því er hann sjálfur segir. — • Framleiðandi myndarinnar er • ítalskt fyrirtæki og verður mynd- • in gerð á Spáni. Sem sagt hrein- • ræktaður spaghetti-vegtri. • Stuttklipptur og vel rakaður John Lennon skemmtir konu sinni með fíflalátum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.