Vísir - 22.10.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 22.10.1971, Blaðsíða 3
V í S IR . I-p^udagur 22. október 1971. 3 RGUN UTLONDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN I^ÖND j MORGÚN ÚTLÖNÖ Hætta á stjómarkreppu Umsjón Haukur Helgason Deilur i tinnsku stjórninni um stuðning við bændur og verðlag búv'óru Deilurnar milli jafnaðar- manna og miðflokksins um stuðning við bændur geta leitt til stjórnarkreppu í Finnlandi. Karjalainen forsætisráðherra segist ótt ast að svo muni fara. Samningaviðræ.ður ríkisstjórnar- innar og bændasamtakanna fóru út um þúfur í gærkvöildi. Fultrúar stjórnarinnar höfðu lagt fram tillög nrj r>( Watson og fangavörður. W atson clæmdnr til lífláts Bandaríkjamaðurinn Charl es ,,tex“ Watson var í gær dæmdur til lífláts í gas- klefa fyrir morðin á leik- konunni Sharon Tate og sex öðrum í ágúst 1967. Watson var í hópi Charles Man son, sem myrti leikkonuna og vini hennar. Hin í hópnum hafa áður hlotið dóm. Watson viðurkenndi að hann hefði átt þátt i öllum morðunum sjö. Hann sagði fyrir réttinum, að hann hafi veriö geðbilaður, er hann framdi verknaðinn. Kviðdómurinn, st.n var skipaður sex konum og sex körlum, hafnaði þvf. Réttarhöldin yfir hinum 25 ára Watson hafa staðið i tvo og hálfan mánuð. ur f fyrradag, sem þrír sérfræðing- ar höfðu unnið að. Þetta hefur vald ið miklum deilum, því að jafnaöar- mannaflokkurinn hefur ekki viljað láta bændum jafn mikið í té og mið flokkurinn, en hinn síðarnefndi sækir sitt fylgi aðallega til bænda- stéttarinnar. í dag verða fundiir bæði í stjórn bændasamtakanna og miðstjórn jafnaðarmannaflokksins. Að þeim loknum mun séð, hvort stjómar- kreppa verður f Finnlandi. Aðalmál deilunnar er, hvernig stuðning landbúnaðurinn eigi að fá, vegna þess að atvinnugreinin fékk tiltölulega minnst út úr fvrri ráð stöfunum stjórnvalda. Þá er einnig ætlunin að setja nú verðlagsákvæði fyrir landbúnað. Jafnaðarmenn hafa lýst því yfir að þeir muni ekki sætta s-ig við vprðhækkun á matvöru, en mið- flokkurinn fylgir bændum í þeim efnum. Karjalainen forsætisráðherra Indverjar vígbúast við kínversku land amærin Indverjar hafa aukið lið sitt á hernaðarlega mikilvægustu svæðun um við kínversku landamærin, um leið og mikið lið hefur verið sent til landamæra Pakistan. Enn getur stríð blossað upp milli Indverja og Pakistana á hverri stundu. Viðbúnaður Indverja við kin- versku landamærin stendur í sam bandi við deilurnar milM Indverja og Pakistana. Munu Indverjar Verzlunar- bygging sprakk í loft upp Tólf hafa fundizt látnir í rústum verzlunarhúsnæðis í Glasgow eft ir að sprenging varð þar í gær af völdum gasleka. Fimm manna var saknað í morg 'un og 53 voru slasaðir. Verzlunarhúsið er í útborg Glasgow um tvo og hálfan km frá miðbænúm. Þarna voru ýmiss konar verzlanir. Við sprenginguna gróf- ust tugir manna í rústum. Um fimmtíu voru grafnir upp úr þeim í gærkvöldi. ölj umferð var stöðvuð um þverf ið, því að óttazt var, að titringur kyniM að valda hruni veggja og bygginga, sem eftir stóðu. hræddir viö að Kínverjar mundu koma Pakistönum tál aðstoðar ef stríð yrði þar. Indverjar hafa styrkt her sinn á Ladakk-svæðinu norðaust ur Kasmir, að þvi er stjórnvöld segja. Varautanrikisráðherra Sovétríkj- anna er vær.tanlegur til Nýju Delhi síödegis í dag. Sovézkir ráðamenn hafa gert tíðreist til Indlands að undanförnu, og fyrir skömmu var gerður sérstakur samningur um gagnkvæman stuðning í hernaði milM Indverja og Sovétmanna. Þetta er önnur ferð vararáðherr ans ti! Indlands á éinum mánuði. Hann var i för meö forseta Sovét- ríkjanna Nikolai Podgorny, þegar hann heimsótti Nýju Ðelhi á leið til Hanoi I Norður-Víetnam. stjórnar- andstaðan býður Brandt vopnahlé Iianslari Vestur-Þýzkalands, Wiliy Brandt, sem fékk friðarverð laun Nóbels í fyrradag, var í gær gert óvænt tilboð um „innaniands- |frið“. Tilboðið gerði hinn nýkjörni ileiðtogi Kristilega demókratahokks ins, sem er i stjómarandstöðu. Rainer Barzel nýkjörinn formað ur kristilega flokksins bauð Brandt vopnahlé" og hvattj hann til að binda enda á illindi milli stjórnar og stjórnarandstöðu og semja við stjórnarandstæðinga. Bazel hefur annars til þessa ver ið harðvítugur andstæðingur Brandts, einkum stefnu kanslarans gagnvart Austur-Evrópu. Veiting friðarverðlaunanna hefur mjög auk ið álit almennings á Brandt, og er friðarboð Barzels talið viðurkenn ing á þvi. Spennandi viðureign við júgóslavneskan ræningja Júgóslavi kom í morgun til Trelleborg í lögreglubíl með tvo lögregíuþjóna í framsætinu. Júgóslavinn rændi I gærmorgun konu sinni og eins árs gömlum syni. Maðurinn ruddist um níuleyt- ið inn-í kvensjúkdómadeild í Öre- bro, þar sem kona hans starfar. — Hann miðaði byssu á fólk og tók eiginkonu sína og hjúkrunarkonu sem gísla. Síðan heimtaði hann bif reið til að sækja son sinn. Hann gaf sig ekki þótt margir reyndu að telja hann af þessari fyrirætlan. Lögregluþjónn ók hon um þá til að sækja soninn og hann varð að aka í átta stundir. Júgó- slavinn ógnaði honum stöðugt. — Upphaflega ætlaöj Júgóslavinn að fara ti] Júgóslavíu með flugvél frá Arlanda-flugvelli við Stokkhólm með konu sína og bam. Hann skipti síðan um skoðun og ákvað aö fara með ferjunni frá Trelleborg til Austur-Þýzkalands. Júgóslavinn og kona hans höfðu slitið samvistum. Hann kom i gær morgun frá Júgóslavíu. Hann og sonur hans hafa júgóslavneskan rík isborgararétt. en konan er sænsk- ur borgari. Lögreglan hefur lagt allt kapp á, að ekki kæmi til blóðsúthellinga. Barzel (til vinstri) er orðinn hræddur við Brandt eftir friöar' verðlaunin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.