Vísir - 22.10.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 22.10.1971, Blaðsíða 8
V í SIR . Föstudagur 22. október 1971. Utgetandi Framkvæmdastjóri Ritstjóri Fréttastjóri Ritstjórnarfulltrúi frlvf ingastjóri A’jglysingar H.fgr.___!a Kitstjórn Askriftargjald kr. í kíusasölu kr. 12. Prentsmiðja Vísis Reykjaprent hf. • Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Rristjánsson : Jón Birgir Pétursson : Valdimar H. Jóhannesson Skúli G. Jóhar.rxesson : Bröttugötu 3b. Símar 15610, 11660 : Bröttugötu 3b. Sími 11660 : Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) 195 á mánuði innanlands 00 eintakið. — Edda hf. Frumvarpið fræga Skólamálin fá slæma útreið í fjárlagafrumvarpinu, sem er til umræðu á alþingi þessa dagana. Hækkun á framlagi til skólabygginga nemur aðeins hálfu öðru prósenti, þótt fjárlögin í heild eigi að bólgna út um 27%. Þetta 1V2% mun að sjálfsögðu drukkna í verð- hækkunum, sem jafnan verða milli ára. Þess vegna má gera ráð fyrir stórum minni byggingaframkvæmd- um í skólamálum á næsta ári en hefur verið að und- anförnu. í þessari samhaldssemi felst mikil stökk- Íjreyting frá stefnu undanfarinna ára. Lánasjóður námsmanna hefur undanfarin ár verið efldur hröðum skrefum. Einnig þar gerir fjárlaga- frumvarpið ráð fyrir stökkbreytingu, þótt hún sé ekki eins hrikaleg og í byggingamálum skólanna. Sú 15% hækkun, sem boðuð er, mun varla svara fjölgun námsmanna og alls ekki verðhækkunum frá fyrra ári, svo ekki sé minnzt á æskilega hækkun þessara lána í samræmi við stefnu undanfarinna ára. Þeir, sem bera skólamálin fyrir brjósti, verða því fyrir sárum vonbrigðum með fyrsta fjárlagafram- varp hinnar nýju stjórnar. En þeir eru fleiri, sem J verða varir við stefnubreytinguna. Hækkun framlaga til verklegra framkvæmda á ýmsum sviðum er víða svo óveruleg, að sú verðbólga, sem þegar er orðin milli ára, étur hana upp og sums staðar rúmlega það. Fyr- ir þessu munu menn finna eftir framkvæmdahríð undanfarinna ára. Peningaleysið er svo átakanlegt, að lækka verður framlag til almannavarna um meira en fjórðung. Er þar þó um að ræða verksvið, sem íslendingar hafa alveg vanrækt fram á síðasta áratug og sem flestir eru sammála um, að efla beri mjög ört á næstu árum. í þessum niðurskurði felst ábyrgðarlaust viðhorf í öryggismálum þjóðarinnar. Þessi samdráttur í framkvæmdum og þjónustu rík- isins á óta! sv' ""m væri skiljanlegur, ef stefnan væ-i sú að hækka fjárlö'r c !dv. miPí úra. I-að mætti raunar telja slíka stefnu eölilega á öðrum eins þenslutímum og nú eru. Fjárlögunum væri þá haldið niðri af ásettu .'áði til þess að fá í hendurnar gott vopn gegn verð- bólgu. En því er ekki að heilsa í þessu framvarpi. ; Staðreyndin er sú, að það er mesta verðbólgufrum- varp í manna minnum. Ekki hefur fundizt neitt fjár- lagafrumvarp frá undanfömum áratugum, sem ger- ir ráð fyrir eins mikilli aukningu útgjalda og þetta frumvarp gerir. Bólga frumvarpsins nemur hvorki meira né minna en 27%, rúmlega fjórðungi. Með því að leggja þetta frumvarp fram hefur ríkisstjórnin tekið greinilega forastu í verðbólgudansinum. Þegar gert er ráð fyrir, að útgjöld ríkisins aukist um meira en fjórðung, án þess að framkvæmdir og þjónusta ríkisins aukist neitt að marki, og þegar gert er ráð fyrir að verja rúmlega þremur milljörðum í vísitölukapphlaup, er aðeins hægt að gefa því þá einkunn, að það sé alveg óforsvaranlegt. Hvalskurður Bandaríkjaþing vill tíu ára bann við hvalveiðum Enn lengist listinn ym dýrptegundir, hættu Japanir og Rússar mövi. m -■ t ■ Sem eru i Bandaríska þingið hefur skor að á ríkisstjómina að gangast fyrir alþjóðlegu samkomulagi um bann við hvalveiðum í heim inum i tíu ár. Margar tegundir hvala em í hættu. Útrýming þeirra vofir yfir. Hvalurinn verð ur sífellt grátt leikinn af mann inum. Þrjátíu þúsund hvalir drepnir Ráðizt er gegn hvölunum með þyrlum, ratsjám og sprengiskutl um. Um þrját’iu þúsund þeirra munu drepnir á ári. Þetta er eitt það svið, þar sem náttúru verndarmenn láta nú ti] sfh taka í vaxandi mæli. HVálurinn ér sem aðrar lífverur einn hlekkuT- inn í lífkeðjunni. sem rriénn ’iu"- " ’ -x fyrir nokkrum f...x uian.nokkrir sérvitrinýkf þeirra t’xma. Þessj lífkeðja • er nú efst á baugi í umræðum'Um’- umhverfisvernd. Mönnum héfur almennt skilizt nauðsyn þess -að ganga ekki of hart að náttúr unni. Mikið er um það talað, að skörð f stofn jafnvel „ómerki legustu” lifvera, fiska og plantna, í hafinu muni skerða fæðumöguleika stærri lífvera og með því stuðla að hnignun— þeirra. Og svo koll af kolli, unz til þess kemur. að maðurinn sjálfur fær ekki þá fæðu, sem hann kýs. Landheigismál íslendinga er þáttur V þessu máln íslendingar hafa horft upp á ofveiði við strendur sínar, sem hefu- leitt til hnignunar stofna ýmissa fisktegunda, síldar og '"’su tii dæmis. Óttinn við hmunuri þorsk stofnsins vegna ofveiði er grund vc.llur þess, að íslendingar ætla að færa út iandhelgi. Hins veg ar hefur lítil umræða verið hár á landj um hættur þær, sem bíða hvalstofnsins. mestu sökudólgarnir Við veiðum talsvert af hvöl- um, en þó erum við ekki söku dólgar í þeim efnum neitt lfkt því, sem ýmsir aðrir eru. Þeir stofnar, sem við höggvum skörð í, eru enda yfirieitt sæmilega staddir miðað við marga aðra. Til eru alþjóðiegar samþykktir um verndun ákveðinna tegunda hvala; en þeim mun ekkj fyigt fram til fulls. Stærstu sökudólgar hvalveið anna eru Japanir og Rússar, s^m til samans munu drepa 85 af hverjum 100 hvölum sem drepnir eru ár hvert. Hins veg ar kemur þetta mál við Banda- ríkjamenn, þar sem Bandaríkin kaupa um 30 prósent af hvalaf uröum heims. Þetta nota Banda ríkjamenn til dæmis f fæðu handa heimilisdýrum sfnum, smurningsoh'ur, fegrunarlyf og kerti. Bandarfkin hafa nú þeg ar bannað. innflutning á miklu af þessu og f ráði er aö banna hann með öllu. Auk þess ætla Bandaríkja- menn' að banna eigin hval veiðar frá ströndum Bandaríkj- anna frá næstu áramótum. Hið síðastrip,’ni!a er ekki ýkja mik- il’xmgt.vþv’i að Bandaríkjamenn grönduðu aðeins 150 hvölum á seinasta ári. milúnrða aflað «;iratti á byssur Ákvörðun Bandaríkjaþings er talin munu verða upphaf frek ari aðgerða í þessum efnum. „Stríðið er rétt að byrja,“ segja náttúruverndarmenn. Tilfinn- innnheitar umræður fara fram um framtíð sela rostunga, skjaldbaka og ísbjarna, og banda ríska þingiö hefur þau mál til meðferðar. Fyrir þinginu hefur (Jmsjón: Haukur Helgason legið frumvarp um bann ..við veiðum þessara dýra og bann á innflutningi afurða þeirra. Jafn framt gerir frumvarpið ráð fyr ir, aö leitaö verð; samninga við aðrar þjóðir um aðgerðir til að vernda þessi dýr og hindra fækk un þeirra og útrýmingu að Iokum. Mjög mikig hefur verið gert á undanförnum áratugum til að vernda ýmsar dýrategundir. Nú er það víðast hvar viðtekin regla, að ákveðnar tegundir dýra eru friðaðar ákveðinn tíma ársins, líkt og hér tíðkast. Ríkissjóður Bandaríkjanna dreifir til dæmis árlega milli stjórna fylkjanna um fimm milli aröa króna fiárhæð, sem á að nota til að kaupa land til verndar dýrum, viðhalds dýrateg unda og rannsókna á högum þeirra og lífsskilvröum. Fjár- ins er aflað með skatti á byssur, sem notaðar eru við dýraveiðar. skotfær; og fiskveiðistangir. Bann við sölu skinna villtra dýra. Árangur hefur orðið umtals verður. Margar tegundir, sem áð uri fór hnignandi, auka nú aftur tölu si'na. Til dæmis er vonaö, að bann við sölu króködíla- skinna og skinna og felda ann- arra villtra dýra, sem hefur veriö sett í New York, miðstöö tízkuiðnaða'rins i Bandaríkjun- um hafj forðað krókódflum 1 Florída frá útrýmingu og einn ig dregið úr drápi villtra dýra f Afríku. Engu að síður er mikið óunnið og ekki ástæða til mikillar bjart sýni. Listi. sem bandarísk stjöm völd gera um dýrategundir, sem eru ’i hættu, verður sffellt lengri og lengri. Á þessum lista er nú 101 dýra tegund, en fyrir fjórum árum voru þær aðeins 78. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.