Vísir - 26.10.1971, Blaðsíða 7

Vísir - 26.10.1971, Blaðsíða 7
7 \ Vl SIR . Þriðjudagur 26. október 1971. cJTklenningarmál Gunnar Björnsson skrifar um tóniist: í rauninnj um — og ástarsorg in mikla á næstu grösum: for- senda þeirra ljóða, þar sem sjálf gefið er, að elskendurnir ná aldrei alminlega saman. Cigriður E. Magnúsdóttir og áheyrendur hennar náðu hins vegar prýðilega saman á tónleikunum í Gamla b'iói á laugardaginn var. Framkoma Sig ríðar er mjög heillandi og þegar hún lýkur munni sundur og byrjar að syngja kemur í ljós, að hún hefur sannarlega ekki hlaupið til einskis: hér getur aö líta þann árangur þ'rautþjálfun- ar, sem ósjálfrátt vekur mann inn í salnum til umhugsunar um þá dálitið einkenniiegu staö reynd, að margra ára þrotlausa vinnu, fé og fyrirhöfn skuli þurfa til þess að geta sungið svona ofur eðlilega. Söngurinn verður eitt með andardrætti söngvarans, tónhendingar stíga fram hver af annarri mikilsti áreynslulaust. Framsetning Sig ríðar er öll hin vandaðasta, hvort heldur er tónmeðferð eða framburður orðsins og túlkun hennar í því veldi, þar sem flytj andinn hefur ákveðið að vera hann sjálfur og miöla áheyr- andanum þeirri opinberun, sem hann hefur af alheiminum. Efn istök fúskarans víkja fyrir af- slöppuðum sveigjanleika, þar sem möguleikar sjálfrar tónlist arinnar ásamt textanum fá að njóta sín. Þetta fannst mér gilda um efnisskrána í heild, nema þá ef vera skyldi aríu Glúkks, sem kallar á gríðgrlega breidd. Mér virðist vanta nokkra fyll ingu í rödd Sigríðar, það er stundum eins og eitthvað haldi aftur af. Væri um strengjahljóð færi að ræða, myndu menn kannski fara að velta vöngum yfir því, hvort færa þyrfti sál ina. Hin hljómfagra rödd henn- ar nýtur sín prýðiléga á mið- sviði, en ef til vill nokkuð mið ur í hæð og dýpt, ég hafði það stundum á tilfinningunni, að söngkonan hefði tekið með sér að heiman bók „fiir tiefe Stimme." /^amla bíó var fullt á þessum góöu tónleikum og- sýnir það maklegan áhuga Reykvík- inga á hinni efnilegu söngkonu, sem á áreiöanlega eftir að veita okkur ótaldar ánægjustundir. T fkt og blár engill í sviðsljós inu lítur Sigríöur E. Magnús dóttir tælandi á Ólaf Vigni AI- bertsson, Gerald Moore íslend inga, og laðar áheyrandann til fylgdar um votengi rómantík- urinnar þýzku. þar sem elskul. hollvinir reika hönd í hönd í tunglskininu, smákyssast kurt- eislega í heiísubótarskyni, skipt ast á þýðingarmiklu augnaráði og ávarpa hvor annan yndisleg- um orðum, sem byrja mörg á schl- ellegar pfl- og enda á þessu fræga, stóra té-i eða þá samstöfu á borð við -achT og þá hugsanlega og í bezta falli -schlachT. Svo er ekkert á móti því að ástmögurinn standi fyrir utan hús elskunnar sinnar alia nóttina' að sefa sig í þessum x skemmtilegu hljóðum. Og þar sem hann mænir upp í gluggann hennar, kannski í þöglu og góðviljuðu regni, þá rennur upp þetta heimsfræga augnablik, sem öll ljóðlist veraldar fjallar Blái 2K., A 4000 sóttu íslendinga- daginn 1 Lögbergi Heimskringlu er sagt, frá íslendingadeginum mikla, sem er reyndar 3 daga hátíð og var háldinn um miðjan júlí. Sýnir það hversu sterkum böndum íslendingar vestra eru bundnir, að um 4000 manns komu á hátíðina. ! Allt fyrir lánstraustið I Sú var tíðin að Islendingar I kepptust við aö losna við að | nafn þeirra birtist á siðum Lög- i birtingablaðsins, — alla vega að | þa birtist ekki í dálkinum „Nauð ungaruppboð". Þetta virðist vera að breytast, því I síðasta blaði eru 237 uppboð á fasteign um auglýst vegna krafna Gjald heimtunnar í Reykjavik. Yfir- leitt er þarna um smáupphæðir að ræöa, þetta 1—3 þús. krónur, tiltölulega fáar upphæöir eru yfir 10 þúsund krónur, en hér er um að ræða fasteignagjöld, sem ekki hafa veriö greidd. Vit- anlega greiða svo til allir, ef ekki allir þessar skuldir, en þá hefur talsverður kostnaður bætzt við þessar lágu upphæðir. Mýrdælingar stofna priónastofu 1 ITveggja milljón króna höfuö- stóll verður reiddur fram til aö koma af stað nýju fyrirtæki i Vík í Mýrdal. Það er prjónastof- an Katla hf., sem nýlega var stöfnuð þar evstra af miklum fjölda manna og kvenna, bæði fólki frá Vfk og eins nokkrum Reykvíkingum. Framkvæmda- stjóri fyrirtækisins er Ari Þor- gilsson, en Einar Oddsson, sýslumaður er stjórnarformað- ur. Svona lítur hann þá út eftir allt sanian! Það hefur' Iengi verið draum- ur þeirra, sem að blaða og bóka útgáfu starfa, að fá að sjá hinn illræmda prentvillupúka. I blaði Vestur-lslendinga, Lögbergi Heimskringlu fundum við svo mynd af skepnunni, — og birt- um við hana hér með ti! að kvnna lesendum þennan ógur- lega púka, sem oft hefur gert skráveifur í prentuöu máli. Viðskiptasamningur til langs tíma við Rússa Á mánudag hófst í Moskvu samningafundur um nýjan við- skiptasamning við Sovétríkin, — til langs tíma, eins og segir í fréttatilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu. Ráðherra hefur til- nefnt 5 menn í nefndina, sem Þórhallur Ásgeirsson stýrir, en tilnefndir í nefndina af ýmsum samtökum atvinnuveganna, inn og útflutningsfyrirtækja, eru 6 menn. I J Þeir vilja líka færa út í USA Bandaríkjamenn, þ. e. fiski- menn þar í landi vilja færa út fiskveiðilögsöguna og hafa fylk- isstjórar 6 fylkja í Nýja Eng- landi skoraö á þjóðþingið i Washington að færa út í 200 mílur úti fyrir strönd Nýja Eng- lands. Jónas Árnason, þingmað- ur, sem er I sendinefnd íslánds hjá Sameinuðu þjóðunum lýsti samstöðu íslendinga með íbúun- um í þessu máli á fundi 22. októ ber í Boston. Hafa blaðaviðtöl við hann birzt og einnig viðtöl i sjónvarpi. íslenzku vörurnar sleppa við gjaldið Langflestar íslenzkar fram- | leiðsluvörur, sem fluttar eru út til Danmerkur sleppa við 10% innflutningsgjaldið, sem Danir hafa sett á. Undir innflutnings- gjaldiö falla þó niðursoðnar sjáv arafurðir, ostur, loðsútuð skinn, ullarlopi í smásöluumbúðum, ullarteppi og prjónavö.rur úr ull. Útflutningur þessara vara á síð- asta ári nam þó ekki nema 2%, af heildarútflutningnum til Danmerkur. samtals fyrir 19,6 millj. króna. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 31. 35. og 37. tbl. Lögbirtingablaðs 197] á hluta i Skipholti 20, talinni eign ÓJafar Guðjóns dóttur fer fram eftir 'kröfu Iönaðarbanka íslands hf. á. eigninni sjálfri,. fimmtudag 28. okt. 1971, kl. 16.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nouðungaruppboð sem auglýst var í 27. 28. og 30. tbl. Lögbirtingablaös 1971 á Sogavegi 42, þingl. eign Hauks Hjartarsonar fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka íslands og Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis á eigninni sjálfri, fimmtudag 28. okt. 1971, kl. 16.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 40. 42. og 44. tbl, Lögbirtingablaðs 1971 á Valbergi í Hólmslandi, Suðurlandsbraut, talinni eign Ragnheiðar Magnúsdóttur o. fl. fer fram eftir kröfu borgarskrifstofanna, Búnaðarbanka íslands og Grétars Haraldssonar hdl„ á eigninni sjáJfri föstudag 29. okt. 1971, kl. 11. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 31. 35. og 37. tbl. Lögbirtingablaös 1971 á hluta í Týsgötu 1, þingl. eign Árna Einarssonar o. fl. fer fram eftir kröfu Landsbanka íslands á eign- inni sjálfri, föstudag 29. okt, 1971, kl. 11.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungoruppboð sem auglýst var í 31. 35. og 37. tbl. Lögbirtingablaðs 1971 á Hitaveituvegi 1, þingi. eign Jóns Sigurðssonar fer fram eftir kröfu Verzlunarbanka íslands hf. Útvegs banka ís'apds og Landsbanka íslands á eigninni sjálfri, föstudag 29. okt. 1971, kl. 14.00. Borgarfógetaembættiö í Reykjrvik.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.