Vísir - 27.10.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 27.10.1971, Blaðsíða 1
¦ Miðvikudagur 27. október 1871. — 245. tfc STÚTUR Á STOLNUM BÍL RAMB ADIÁ BRYGGJUSPORÐI Lögreglan kom að manni sitj- andi í bíl, sem kominn var fram í sjó á verbúðarbryggjunni i nðtt. Stóð bíllinn í sjó upp að hurðum. Hringt var til lögreglunnar i nótt og henni tilkynnt, aö maður væri að ýta bifreið eftir Mýrargötu, og litj helzt út fyrir, að maðurinn væri ölvaður. — En þegar lögregl- Húsnæðisvandræ&in á h'ófuðborgarsvæðinu: Búaíkjallarageymslu nieð- an sjatta barnsins er beðið Ung og reglusöm hjón fá hvergi inni — bjuggu um tima i bilskrjóði f geymslu einni í fjölbýlishúsi við Kleppsveg búa ung hjón. Konan er að því komin að ala barn, en vegna þess að þau hafa hvergi getað fengið fbúð í Reykjavík, hafa hjónin orðið að koma fimm börnum sínum fyrir meðal vina og vandamanna. Blaðamaður við Alþýðublaðið skrifaði í gær grein í blað sitt, þar sem hann segir frá þvi, er ungu hjónin leituöu á náðir hans og báðu .hann leyfa sér að hírast í geymslunni hans f kjallaran- um. Það var auðsótt úr þvf fólk- ið gat gert sér það að góðu — og úr því að enginn annar virt- ist geta hjálpað þessu fólki. Vísismenn heimsóttu svo kon una í kjallarakompuna í morg- un. Þaö er hrollvekjandi staö- reynd, að henni, manni hennar og börnum hefur hvarvetna ver- ið úthýst. Maður hennar er dugn aðarpiltur í fastri atvinnu, þannig aö ekkert er því trl fyr- irstöðu að þau geti borg- að húsaleigu. Húsnæði er bara ekkert að fá. „Við fengum í ágúst í sumar að vera í ófullgerðri íbúð meðan við vorum að svipast um eftir öðru", sagði konan okkur, en síðast í september uröum við að fara úr henni. Og þar sem mér af einhverjum ástæðum er illa við aö gista Hjálpræöisherinn, þá vildi ég heldur hírast í bíl- skrjóðnum okkar. Það var voða lega vont, ekki hægt að leggja niður sætabökin eða neitt. Og svo var svo kalt. Ég held ég hefði ekki lifað eina nótt til við- bótar hefði ég ekki fengið inni í geymslunni". — Hvað með Reykjavíkuborg? — Félagsmálastofnunina? „Ég hef leitað til þeirra marg oft. En þeir bera því við að þeir hafi ekkert húsnæði handa okk- Þessi gamli skrjóður var um nokkurra daga skeið eina húsa- skjól fjölskyldu einnar. Nú er hætt við að fari að frjðsa um nætur, og lífshættulegt fyrir þungaða kona að búa við slíkar aðstæður. ur. Við höfum svarað auglýs- ingum í blöðum, sent tilboö, en fólk vill síður leigja hjónum með svo mörg börn. Svo spillir það líka fyrir okkur hjá Reykjavík- urborg, að ég hef ekki átt heima hér nema í eitt ár — bjó áður f Hveragerði. Og þar er nú yngsti drengurinn minn hjá Ijós móður þar sem ég þekki. Þessi kona er mjög veik, og þetta er vont fyrir bæði hana og barnið. Ætli.við verðum ekki að taka hann til okkar í geymsluna". Undirrituðum blöskraði svo mjög vandræði þessa fólks, að manni er skapi næst að spyrja: Hvað er að í Reykjavík? Getur það verið að hjón eins og þ'au sem um er a§ ræða, dugleg og velgreind, gangi um betlandi húsaskjól? Verði að hírast i kompum? „Við snerum okkur til Leigu- miðstöðvarinnar og þeir bentu okkur á hús í Kópavogi", sagði konan. „Einbýlishús sögðu þeir. Þegar við fórum að athuga mál- ið, kom í ljós að þetta „einbýl- ishús" hefur staðið opið a.m.k. í ailt sumar, allar rúður brotnar og dyr foknar út í veður og vind. Þarna hafa kakkar gengiö út og inn í sumar. Og þetta hús á að rífa í apríl næst. Þeir sögðu að viö gætum fengið það fyrir 6000 á mánuði — fimm mánuði átti að greiða fyrirfram. „Það er allt notað í neyð", sagði maðurinn hjá Leigumið- stöðinni". Hvað er til ráða? Hjálparstofnun kirkjunnar hef ur beitt sér fyrir fjársöfnun til bágstaddra f útlondum. Og raun ar innanlands líka. Þessi stofnun safnaði fyrir þá er verst urðu úti af völdum ðskufalls í Heklu- gosinu. „Eitthvað smávegis hefur ver- ið gert af þvf að hjálpa fólki, fjárgjafir að upphæð 30—50 þúsund", sagði Valdimar Sæ- mundsson, starfsmaður Hjálpar stofnunarinnar, „þá er venjuleg- ast að fólk snúi sér til síns sókn Mælir kvikasilfur fiski sjo Kjarnorkuvísindamenn í Kaliforn íuháskÖla hafa gert tæki sem getur fundið kvikasilfur í fiski í sjó á minna en einni mínútu. Tækð mun vafalífcið verða mjög mikilvægt fyrir fiskveðar víða um heim, þar sem sagt er, að það verði ódýrt og heppilegt fyrir hvers kon ar báta. á mínútu Bandarískir fiskimenn hafa oft orðið fyrir skakkaföllum, af þvf að afla þeirra hefur verið hafnaö vegna of mikils kvikasilfurs, þegar þeir koma með hann til hafnar. Tækið er sagt mjög nákvæmt og kvikasilfurs- (mengunar) magnið má lesa af mæli. —^HH Línan trá Moskvu Við höfum þá óvæntu frétt inni' í blaðinu að línan frá Moskvu, er komin, — Ioksins. Og það er < ekki annað að sjá en Rússum J takist vel upp með sína línu í, tízkumálunum, eða hvað finnst' lesendum? Sjá bls. 2 arprests og hann komi málinu áfram". Hvernig sem þetta aðstoðar- kerfi verkar, þá er greinilegt aö hér þarf skjótt viö að bregða. — Vísir skorar á hvern þann sem eitthvað getur gert, að bregða nú skjótt við og hafa samband við okkur, þannig að konan geti a.m.k. alið sitt sjötta barn vit- andi um að hún þurfi ekki að fara með það í kjallarakompuna við Kleppsveg! — GG an kom til_ sást hvorki bíllinn eða maðurinn *i götunni lengur. Lögreglumennirnir svipuðust um í nágrenninu, og komu þá að bíln- um, þar sem hann var kominn fram á Verbúðarbryggju undan Hafnar- hvoli — og svo tæpt út á yztu nöf, að hann virtist kominn hálfur í kaf. - Þegar að var gætt, sat maður ofurölvi inni í bílnum og lét sá sig litlu skipta. þótt sjór flæddi inn á gólf. Brást hann illa við afskipta- semi lögreglunnar, harðneitaði að hafa ekið m'lnum og svaraði fullum hálsi fyrirspurnum lögregluþjón- anna. Maðurinn var fluttur til geymslu í fangageymsluna, en í ljós kom, að bílnum hafði verið stolið, þar sem eigandinn hafðj skilið hann eftir ólæstan fyrir utan heimilj sitt að Ægisgötu. — Lögreglujeppi dró bílinn upp úr sjó og á öruggari stað. 1 morgun var maðurinn yfir- heyrður nánar en þá -íafði óminnishegrinn náð tökum á honum. Mund; hann ekkert af atburðum næturinnar, en rámaði í að hafa keypt sér vinflösku af leynivínsala í gærkvöldi og brugð- ið sér á kenderí. — GP Kjallarakompan er á að gizka 1.50 á breidd og 3—4 m á lengd- ina. „Þeir komu frá Félagsmálastofnuninni og sögðu að það væri ekki hægt að flokka þetta undir heilsuspillandi húsnæði, vegna þess að þetta væri ekki húsnæði, ekki íbúðarhæft", sagði konan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.