Vísir - 27.10.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 27.10.1971, Blaðsíða 3
*.I S I R . Miðvikudagur 27. október 197i. .34 I MORGUN UTLÖNDI MORGUN UTLÖND f MORGUN UTLÖND í MORGUN UTLÖND 300 konur eru sugður írsku lýðveldishemum Æ I Þrjár i sjúkrahúsi með skotsár — tvær fá langa fangelsisdóma, auk systranna, sem féllu um helgina Að minnsta kosti 300 konur hafa gengið í hinn ó- löglega lýðveldisher í N- Spasski fær ekkert lamb að leika við írlandi, og stjórnvöld segj ast ekki efast um, að marg ar kvennanna séu í fremmstu víglfnu í barátt- unni við hermenn og lög- reglu. Brezki herinn heldur því fram, að systumar, sem þeir skutu til bana um síðustu helgi, hafi verið í bifreið, sem skotið hafi verið úr á hermennina. Þrjár aðrar konur liggja á sjúkra húsi I Belfast með skotsár eftir að hermenn höfðu skotið á flokka skæruliða í borginni. Tvær konur voru fyrir skömmu dæmdar til langrar fengelsisvist- ar, önnur I tólf ár, fyrír að hafa komið fyrir sprengjum. Lýðveldisherinn viðurkennir, að konur hafi verið í því, sem hann kallar starfseiningar, en lýðveldis- menn leggja áherzlu á að þetta sé engin nýlunda. Konur hafi alla tíö barizt við hið karla gegn brezka hernum. Sprengjur sprungu við heimili nfu lögregluþjóna í Belfast í nótt að sögn brezka hersins. Kona særð ■ i Mary Ellen Meehan 30 ára, féll fyrir kúlum Breta .., ist. Margar rúður brotnuðu og hurðý- fuku af hjörunum. Allar urðu '’sprengmgarnar um tvöleytið að staöartíma. Seint í gærkvöldi $ærðust þrettán manns, þar af tveir aivar- lega, þegar sprengja sprakk við lögreglustöð 32 kílómetra frá Bel- fast. Eftir að brezku hermennirnir felldu systurnar tvær um helgina, lýsti lýðveldisherinn yfir því, aö Umsjón Haukur Helgason .. .ásamt systur sinni Dorothy Maguire, 19 ára. hann mundi hefna sín grimmllega á brezka hernum. Um það leyti lýsti Edward Kennedy öldungadeildar- þingmaður yfir stuðningi sínum við málstaö lýðveldissinna á Norður- íflandi. „Me<Ti ósigurinn“, segir Hump- hrey. íMinnka Banda i ríkin nú fram- lag til S.Þ.? William Rogers utanríkisráö- herra Bandaríkjanna segir að brott vísun Formósu séu mikil mistök se:., muni valda samtökum Samein uðu þjóðanna tjóni og minnka fylgi bandarísku þjóðarinnar við samtök in. Hann gaf í skyn að ríkisstjórn in mundi hugsanlega styðja tiliögur á þingi um minnkun framlaga Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóð irnar. Margir bandarískir áhrifamenn bar á meðal Hubert Humphrey kalla úrslitin við atkvæöagreiðsl- una í fyrri nótt mesta ósigur Bandaríkjanna í sögu samtakanna. Fischer búinn að sigra Petrosjan Vann þá niundu lika Bandaríkj amaðurinn Bobby Fischer hefur nú sigrað í einvíginu við Tigr an Petrosjan frá Sovétríkj unum og tryggt sér rétt- indi til að mæta heims- meistaranum, Sovétmann- inum Spasski, næsta ár. — Fischer vann níundu skák- ina í gær. Með því hefur Fischer tryggt sér BÓLUSETNING VIÐ SYKURSÝKI? Nýjar rannsóknir á orsökum syk irsýki hafa skapað niöguleika til að finna bóluefni við siúkdómnum. — Þetta segja brezkir læknar, sem teija að sjúkdómurinn sé oft og tíð- um í sambandi við vírussýkingu. Yfirleitt hefur verið litið svo á að sykursýki komi fram þegar fram leiðsla líkamans á insúlíni fari úr skorðum. Enda þótti orsakanna hafi verið leitað í hálfa öld, hefur enn ekki tekizt að finna þær. Nú telja brezkir læknar, sem hafa rannsakaö sykursýki um langt skeið að rannsóknir þeirra bendi til þess, að sykursýki kunni að stafa af vírus, svonefndum coksa- ckie-vírus. Þessi vírus valdi truflun á framleiðslu kirtla á insúlíni. Sé svo ætti að vera unnt að finna bóluefni innan tíðar. jsex og hálfan vinning, en Petros- jan hefur aðeins tvo og hálfan. — Þetta er fjórði vinningur Fischers í röð. Eftir fimm skákir voru þeir jafnir með tvo og hálfan hvor, en síðan hefur Fischer unnið fjórar skákir. Petrosjan var heimsmeistari frá 1963 til 1969. Hann er sagður hafa ætlað sér að duga eða drep- ast í skákinni í gær. Petrosjan tefldi af hörku til vinnings, en Fischer varðist áhlaupinu. Áhorfendur í þéttskipuöu San Marino-leikhúsinu í Buenos Aires klöppuðu Fistíher lof £ lófa, þegar Petrosjan gaf skákina eftir 46 leiki. Fischer hafði hvítt og lék e2—e4 sem hann oftast gerir, en Petrosjan svaraði með franskri vörn. Þegar Rússinn gaf skákina, hafði hann aðeins peö og biskup, en Fischer hafði fimm peð og eitt þeirra var að verða drottning. Fischer er 28 ára, en Petrosjan 14 árum eldri. Sovétmenn hafa ráöið löigum og lofum í skákheiminum nær allt frá stríðslokum þar til nú, að Fischer skákar veldi þeirra. Enn hefur ekki verið ákveðið hvar emvígi þeirra Fisohers og Spasskis um heimsmeistaratitilinn skuli fara fram. - ... . - BRETAR ENN Á MÓTI EBE Atkvæðagreiðsla á morgun Úrslit skoðanakönnunar, sem voru birt 1 London í morgun, sýna að 49 af hverjum 100 eru andvíg- ir aðild aö Efnahagsbandalaginu, en 30 af 100 eru henni fylgjandi. 21 af hverjum 100 er enn óákveð •inn. Skoðanakönnunin er gerð af Harrisstofnuninni og hún sýmir þrátt fyrir adstöðu almennings, að fólk telur að Bretland muni ganga í bandalagið. Atkvcoðagreiðsla á þinginu á að vera á morgun, og er töluverð „spenna“ og óvissa um úrslit. Aftur reynt að fá tveggja- Kína-lausn Útvarpiö í Peking spáði því í | morgun, að Bandaríkin og Japan mundu enn á ný reyna að fá fram I gengt svokallaðri tveggja Kína lausn í Sameinuðu bjóóunum. Var sagt, að stjórn Kína mundj vera á verði gagnvart slíkum tilraunum. | Ósigur Bandaríkjamanna og Jap , ana á Allsherjarþinginu í fyrrinótt i hefði sýnt að heimurinn óskaði eft ir því að Kína yrði með i Samein- iuðu þjóðunum, segir útvarpið. Þó hafi nokkur riki verið því andvíg, en þau lúti stjórn ríkisstjórna Bandaríkjanna og Japans. í meira en tuttugu ár hafi ba::da rískar ríkisstjómir gert sitt ítr- asta til að haida Kína utan Sam- einuðu þióðanna. Útvarpið segir að Nixon hafi rii«ð mörgum rfkis- stjórnum bréf til að reyna að afla fyigis fyrir tveggja-Kína-lausn, það er að viðurkennd verði tvö ldnversk ríki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.