Vísir - 27.10.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 27.10.1971, Blaðsíða 9
V í S I R . Miðvikudagur 27. október 1971 iSEn TREYSTA EKKIHARSKERUM! HÁRSKERAR kvarta nú sáran yfir kæruleysi karlmanna með hárhirðingu. Stöðugt fleiri karlmenn leita á náðir hár- greiðslustofa með hársnyrtinguna eða einfaldlega til unnust- unnar eða eiginkonunnar. — Vísi þótti orðið forvitnilegt að fara út á götu með spurninguna „Hver klippir hár þitt og snyrtir?“ Fara svörin sem fengust hér á eftir: „Nú, og svo eru þeir ófáir, sem biðja um tjásuklippinguna. Sú klipping er langvinsælust þessa stundina, hjá körlum sem konum,‘‘ sagði Ragnar ennfrem- ur. Að því er honum skildist virt ist það vera aðalmálið hjá hár- skerum, að láta viöskiptavini sína fá sem mest fyrir pening ana. Þ. e. a. s. klippa þá sem mest. Um annaö væri ekki að ræða. Því væri það, sem þeir er viija vera loönir um höfuö- ið leituðu á hárgreiðslustofum ar. „Þeir taka ekki „séns“ á því, að hárskerarnir klippi þá eins og um er beðið,“ sagði Ragnar. „Ég veit að hárgreiðslustofum er í rauninni bannaö að taka karlmenn f skólana," sagði hann að lokum. „En af hverju ætt um við ekki að fá að klippa og snyrta hár karla á meöan hár- skerar klippa kvenfólk óspart?" Skólapiltar tveir voru fyrstu hárprúðu piltarnir, sem urðu á veg; okkar í miðbænum. Sá fyrri kvaðst heita Sverrir Magn ússon og vera úr Garðahreppi. Þar fer hann til hárskera, sem hann þekkir og treystir fylli- lega til að klippa sig óaðfinnan- íega. „Slíkir hárskerar eru sjald- gæfir,“ viðurkenndi Sverrir og gat þess, að flestir skólafélaga hans ’i MR ættu í mestu vandræð um með að fá sig klippta „skemmtilega“ hjá hárskerum. „Strákarnir hafa líka margir brugðið á það ráð að fara á hárgreiðslustofur ellegar pá að fá systur sínar eða kærusturtil að snyrta hárið,“ bætti Sverrir viö. í einni prentsmiðju hittum við fyrir tvo s’iðhærða prentara. Annar þeirra kvaðst heita Rino Camanni og vera frá Wint- erthur í Swiss. Hann varð þrumu lostinn yfir þeirri spurn ingu hvort hann hefði nokkurn tfma fariö á hárgreiðslustofu. „Ég hef alltaf farið til hárskera,“ sagði hann og bætti því við, að þann háttinn hygðist hann hafa á áfram. Starfsfélagj hans hafði aöra sögu að segja. „Ég fer sko ekki til hárskera," sagði hann með áherzluþunga. „Ég hef — síð an mér fór að verða annt um hár mitt — fengið mína hár- snyrtingu á hárgreiðslustofum," bætti hann við. Veigar Bóasson heitir piltur. Ómar Garðarsson heitir Hinn skólapilturinn, sem við töluðum við. Hann var að hlaupa í strætó þegar hann svaraði okkur. „Ég fer á tveggja mánaða fresti til hárskera,“ sagðj hann og bættj því við, að hann hefði ekki þurft að leita lengi ’.il að finna hárskera, sem treystandi væri til að snyrta hárið að gagni. Við sáum lítiö sem ekkert framan f Jörund Jóhannsson á meðan hann svaraði spurningu okkar, hár hans var það óstýri- látt í hvassviðrinu. „Systir mín særir hár mitt svona einu sinni til tvisvar i mánuði,“ var svar Jörundar. Og svo þvær hann hár ið tvisvar eða þrisvar í viku. „En það kemur nú til af því, að ég vinn við byggingarvinnu, sem er svo fjári óhreinlegt ítarf,“ útskýrði hann. Engar áhyggjur kvaðst Jör- undur hafa af því, að vinnuslys kynni að henda vegna hársídd- ar hans. „Hún þessi kemur í veg fyrir það,“ sagði hann og veif- aði húfu sinni í kveðjuskyni. Gylfi Nordal er sjómaður og segist þvo hár sitt tvisvar í viku þegar hann sé 'i landi. „Ég læt svo bara þann sem hendj er næst snyrta á mér hár ið, þegar þess gerist þörf,“ sagði hann. „Mér er sama hver það verk vinnur, bara að það sé ekkj hárskeri. Það er orðið langt síðan ég hleypti svoleiðis manni f mitt hár. — Nei, mér hefur ekkj verið meinað að stunda sjóinn með þetta sYða' hár, enda geng ég alltaf svo vel frá þvf, þegar ég er við störf,“ sagði Gylfi að lokum. „Ég hef nú bara ekki látið klippa hár mitt eða snyrta á einn eða annan hátt síðan í vor,“ sagði Björn Hermannsson Haga skólanemi Hann lét hárskera' klippa sig síðast og hann ætl ar að fara til hárskera næst — hvenær sem það kynnj að verða. „Ég treysti rökurum al- veg nógu vel — svoleiðis,“ sagöi hann. Síðhærði pilturinn sem við náð um talj af á Hallærisplaninu sagöist einfaldlega klippa og snyrta hár sitt sjálfur. Við trúð um honum, þegar hann hafði bætt því við að hann væri hár- greiðslumeistari og ræki hár- greiöslustofu 'i Reykjavík Ragnar Guðmundsson reynd- iet pilturinn heita og við sleppt- wa honum ekki fyrr en hann hafði svarað nokkrum spurning um til viðbótar. Hann sagði, að karlmenn væru tíðir gestir á stofu sinni. Þeir væru allt frá fermingaraldri til tuttugu cg fimm, sex ára aldurs og marg ir þeirra hefð.u með sér myndir af pop-stjörnum sem þeir vildu fá sig klippta f líkingu við. Ól; G’islason, sfmvirki lætur ekki klippa sig, að eigin sögn. „Ég særi bara sjálfur neðan af því einstaka sinnum,“ sagði hann. Hann kvað það vera' misjafnt, hversu oft hann þvægi hár sitt. Sagði það oft vilja dragast þang að til hann væri farið að klæja í hausinn. TOIRSm: TEXTI: ÞJ.M. LJÓSMYNDIR: B.G. Iðnskólaneminn Guöni Friö- riksson sagðist vera nýbúinn að láta klippa sig á hárgreiðslu- stofu. Hann sagðist ekk; hafa farið til hárskera f næstum tvö ár, heldur farið einungis til hárgreiðslukvenna. „Ég treysti ekki hárskerum sagði hann. Hár skerar eru svo gjarnir á að taka of mikiö af hárinu. Þeir eru því ekkj fyrir mitt jár,“ sagði Guöni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.