Vísir - 30.10.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 30.10.1971, Blaðsíða 8
V1SIR. Laugardagur 30. oktöber 1971, VÍSIR Utgefanai: KeyKjapreut hf. ’ramkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstiómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Símar 15610, 11660 Afgr„_.da: Bröttugötu 3b. Siml 11660 Ritstjóm : Laugavegl 178. Sími 11660 (5 línur) Askriftargjald kr. 195 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 12.00 eintakið. Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Þjóðin er agndofa jjtanríkisráðherra íslands svíður sem von er undan þeim ávítum, er hann hefur fengið fyrir að fallast á ) þá kröfu kommúnista, að tveir fyrrverandi ritstjórar \ Þjóðviljans væru settir til eftirlits með störfum hans. ( Ráðherranum er óhætt að trúa því, að miklu fleiri en ( stjórnarandstæðingar á alþingi og þeir sem í blöð / stjórnarandstöðunnar hafa ritað um þetta tiltæki, eru [ furðu lostnir yfir því, að hann skyldi láta auðmýkja V sig á svona herfilegan hátt. Þeirrar skoðunar verður / vart hjá mörgum í hans eigin flokki, þótt sumir vilji / sem fæst orð um það hafa. Allir lýðræðissinnar, sem ) gera sér fulla grein fyrir því, sem með þessu hefur ) gerzt, eru bæði undrandi og óttaslegnir. Þjóðin er \ agndofa. \ Eins og á hefur verið bent, verður þessi ráðstöfun ( ekki skýrð með nokkrum haldbærum rökum á annan / veg en þann, að samstarfsmenn ráðherrans úr hin- ) um flokkunum treysti honum ekki til þess að vinna ) að framkvæmd þess ákvæðis stjórnarsamningsins, að \ koma varnarliðinu burt úr landinu. Þetta ákvæði var ( eins og allir vita, tekið inn í málefnasamninginn eftir ( kröfu kommúnista, og þeir treysta sýnilega ekki á að / því verði framfylgt nema með því móti, að þeir hafi ) aðstöðu til að skipa fyrir verkum í utanríkisráðu- ) neytinu. Þykir þó mörgum sem völd þeirra í stjórn- \ arráðinu væru ærin fyrir, þótt þessu væri ekki við \ bætt. ( Bæði Ólafur Thors og Hermann Jónasson bjuggu // svo um hnútana, þegar þeir mynduðu stjórn með // þátttöku kommúnista, að þeir kæmu hvergi nærri )) varnarmálunum. Það getur orðið háskalegt fyrir ör- ii yggi og sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar að fá komm- / únistum slík völd- Það er nógu slæmt að neyðast til að taka þá í ríkisstjóm, þótt þeim séu ekki fengin um- ráð yfir mikilvægustu málaflokkunum, eins og reynd- ar hefur orðið nú í vinstri stjóm Ólafs Jóhannessonar. Stórum meirihluta þjóðarinnar hlýtur að vera ljóst, hver hætta er hér á ferðum, en það er ekki nóg að sjá / hættuna. Allir sannir íslendingar verða að samein- ast í vöm fyrir öryggi og frelsi lands og þjóðar gegn þeim öflum sem áratugum saman hafa unnið að því í leynt og ljóst að grafa undan því lýðræðisskipulagi, V sem allur þorri landsmanna vill vernda. Stjórnarand- ( stæðingar á alþingi munu að sjálfsögðu halda vel / vöku sinni og fylgjast með þróun mála hjá ríkisstjóm- / inni, eftir því sem þeim er unnt, en einnig þeir þing- ) menn úr stjórnarliðinu, sem vita hug og stefnu komm- \ únista í varnarmálum, verða, og eru skyldugir til, að \ sýna þann manndóm að rísa gegn hættunni, ef þeim ( sýnist að í óefni sé stefnt. Þeir verða að koma í veg / fyrir að utanríkisráðherrann verði bandingi komm- / únista, eins og allt útlit er fyrir nú, ef ekki verður ) gripið í taumana í tíma. ) ...1 I Edward Kennedy lýsir aðkomunni i búðum flóttafólksins frá Austur- Pakistan: „Leitaði að einhverju til að skýla með líki ný- látins litla bróður „Heimurinn hefur enn ekki gert sér grein fyrir þessum harmleik. Ég get sagt ykkur, að menn fara ekki að skilja, hversu ógurlegur hann er, fyrr en þeir horfa á það sjálfir. Aðeins með // ætti að ofbjóða siðgæðisvitund fólks um allan heim. Ég komst að því, að aðbúnað- ur var mismunandj milli búða, en vVða var hann ólýsanlegur. Þeir flóttamenn, sem mest þjást .... eru þeir yngstu ___________ og þeir elztu. Fjöldi þessa fólks er talinn vera allt að helmingur aiis flóttafólksins. Mörg smá- bamanna og gamalmennanna hafa þegar fa'llið i valinn. Og því að kynnast því af eig in raun geta menn skynj að tilfinningar og skilið álög þessa fólks og of- beldisöflin sem stöðugt skapa flóttafólk og taka æ stærri toll í mannslíf um. Getur séð, hverjir muni deyja næstu daga Ég heimsótti flóttamannabúð- ir á Indland; meðfram landa- mærum Austur-Bengals .... Ég hlýddi á mál tuga flótta- manna, þegar þeir þyrptust inn í búðirnar til að freista þess að draga fram lífið í bráða- birgðaskýlum á berangrj eða i bakgörðum opinberra bygginga .... Andlit þeirra og frásögn sögðu sögu um svivirðu, sem það er unnt um leið og maður gengur meðal þeirra, sem lifa, að sjá hverjir munu deyja næstu klukkstundirnar eöa næstu dagana. Hafa misst sjónina af vítamínskorti Menn sjá ungböm, þar sem húðin lafir í tjásum frá þeirra smáu beinum, og þau hafa jafn- vel ekk,- þrótt til að lyfta höfð- inu. Þarna em börn meö fætur bólgna af hungursjúkdómum, máttvana í fangi móður sinnar. Ég sá börn. sem höfðu misst sjónina vegna vítamínskorts og önnur þakin sárum, sem gróa ekki. Ég sá \ augum foreldr- anna örvæntinguna og von leysið um að börn þeirra yrðu nokkru sinni aftur heil. Og hörmulegast er að horfa á iík bamsins sem lézt seinustu nótt. Sagan endurtekur sig í hverj- (Jmsjón: Haukur Helgason um búðunum á fætur öðmm, og það bætir gráu ofan á svart, að ... flóttafólkiö kemur yfir landamærin meö sárþjáða fé- la'ga sína. Auk þess hafa mörg indversk þorp orðið fyrir sprengjuárásum hersveita Pak- istana .... .... Indverska stjómin hef- ur Iyft grettistaki til að hjálpa flóttafólkinu, sem mannkyns- sa'gan mun geyma og minnast. Sátu sljóir við vegar- brúnina 55 ára járnbrautarstarfsmaður .. sagði mér frá tilefnislausri árás Pakistanhers á jámbraut- arstöð hans um hádegi. „Ég veit ekki hvers vegna þeir skutu á mig,“ sagði hann. „Ég er ekki í neinum stjórnmálaflokki. Ég var ba'ra jámbrautarstarfsmað- ur.“ Nú situr hann aðgerðalaus í flóttamannabúðum f Indlandi, efnálaus maður, sem hefur eng- ar vonir um að fá nokkra sinni eftirlaunin, sem hann hafði unn- ið fyrir og áttu að byrja f næsta mánuði .... Enn ömurlegri er reynsla hinna saklausu og menntunarsnauðu þorpsbúa. Daginn sem við fóram þennan tuttugu m\'lna veg vora að minnsta kosti sjö þúsund nýir flóttamenn a'ð steyma eftir bökk um árinnar á landamæranum nálægt Boyra. Nær allir voru þeir smábændur .. Þeir yngstu og þeir elztu vora örþreyttir eftir marga daga og nætur á flótta. Margir höfðu augsýni- J-’ltega fengið taugaáfall og sátu Mjóir við vegarbrúnina eða reikuðu í óvissu. Horft á foreldra, bræður og systur líflátin Þeir sögðu sögu sína um grimmd, morð, rán og íkveikjur, ofsóknir og misþyrmingar, sem hermennimir frá Vestur-Pak- istan og samstarfsmenn þeirra frömdu. Mörg barnanna dóu á leiðinni. Foreldrar þeirra grát- báðu um hjálp. Monsúnregnið olli flóðum um sveitirnar og jók á örvæntinguna í andlitum fólks ins. Fyrir okkur .... þýddi regnið aðeins. að við þurftum að hafa fataskipti, en fyrir þetta fólk ollj töfin enn einni nóttu án hvíldar, matar eða skjóls. Það er erfitt að má úr huga sér svipinn á andlitj barnsins, sem var lamað upp að mitti og mundi aldrei ganga aftur eða barns sem skalf af hræðslu á mottu í litlu tjaldi og hafði ekki náð sér eftir taugááfallið, sem það hlaut við að horfa á foreldra sVna, bræður og systur tekin af lífi .... eöa kvíðanum í andlitj ungu stúlkunnar sem leitaði að einhverju til að skýla með líkj litla bróður síns sem hafði dáið úr kóleru nokkrum mínútum áður en við komum. ,XíkbrennsIuofn“ sagði stjórnandinn Þegar ég spuröj stjórnanda búðanna hvað honum fyndist hann vanhaga um mest, sagði hann: „L'ikbrennsluofn“ .... Hármleikuinn í Austur-Bengal er ekki aöeins harmleikur fyrir Pakistana .... ekki aðeins fyr- ir Indland heldur. Það er harm- leikur heimsins alls og páð "r ábyrgö heimsbyggðarinnar að vinna samán til að afmá hörm ungarnar. (Lauslega þýtt).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.