Vísir - 01.11.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 01.11.1971, Blaðsíða 1
Staða atvinnuveganna er „leyndarmál" Rikisstjórnin bannar að veittar séu upplýsingar um móguleika til kauphækkana 61. árg. — Mánudagur nóvember 1971. — 249. tbl. — Ég mun ekki að svo stöddu leyfa birtingu opinberlega á skýrslu Efnahagsstofnunarinnar um úttekt á stöðu atvinnuveg- anna, tel þaö ekki tímabært, sagöi Ólafur Jóhannesson, for- sætisráðherra, þegar Vísir bað um leyfi hans til að fá þessa skýrslu, sem samningsaðilum var látin í té í síðustu viku. — Raunveruleg staða atvinnuveg- anna er því leyndarmál, sem al menningi er ekki ætlað að vita um og hefur skýrslan verið send öllum aðilum vinumarkaðarins merkt sem trúnaðarmál. ,Fólk verður sjálft að taka til höndum gegn þessum skríl' — segir maður, sem varð fyrir árás ólvaðs unglings á kvóldgóngu með konu sinni — Hélt árásarmanninum i skefjum og stuðlaði að handtóku hans „Ég skipaði honum að haga sér kurteislega og hypja sig burtu, en þá sló hann mig í öxlina“, sagði Viggó Maack, skipaverkfræðingur, er með konu sína í fylgd með sér varð fyrir árás 13 ára unglings. — Þau hjónin eru engan veginn þau einu, sem orðið hafa að þola dólgslega framkomu drukkinna manna á almannafæri, en ráðizt var að þeim á Rauðalæk á laugardags- kvöld, þar sem þau voru á kvöldgöngu. Síðustu vikur hafa líkamsárás ir vakið óhug Reykvíkinga, en þær virðast fara æ meir í vöxt. „Það tókust með okkur rysk- ingar, þegar ég rak honum kinn- hest, og sagði honum að hafa sig burt og láta friðsama borg- ara óáreitta, en hann vildi ekki iáta sér segjast. Hann kastaði yfir mig sandi og möl og braut gleraugun, en konan mín fékk næsta vegfar- anda til þess að kalla á lögregl- una. — Piltinum tókst að losa sig og var horfinn, þegar lög- 16 stiga hiti nyrðra — og samt er vetur genginn i garð Óvenju mikið rigndi í Reykja vík í gær. Héldu borgarbúar sig mikið innandyra í rigningunni og rokinu. Úrkoman mældist 15 mm yfir daginn. Páll Bergþórs- son veðurfræðingur sagði í við- tali við Vísi í morgun að þó hefði ekki verið um metúrkomu að ræða, „Það rigndi um allt Suður- og Vesturland, mest var úrkoman 27 mm á Stórhöfða en lítið rigndi fyr- ir norðan þar er nú bjart og gott, ágætis veður í Iandáttinni.“ Páll sagði, að eftir að vetur gekk í garð hefði veður verið milt. „Það hefur verið ákaflega milt vetrarveð ur allt upp f 16 stiga hita fyrir norðan en heldur rysjótt á Suður- og Vesturlandi eins og vill verða á mildum vetri, en fyrir norðan eru heir afskaplega ánægðir.“ 1 morgun var eins stigs hiti á Hveravöllum sem þykir gott á þess um árstíma, en 4—8 stigi hiti í byggö. I dag er spáð suðvestan kalda og skúrum á Suðvestur- og Vesturlandi. „Það er heldur vætu- legt hérna fyrst um sinn, þó má búast við að gangi í norðanátt upp úr þessu. Það verður j>ó ekki í dag,“ sagði Páll Bergþórsson. —SB reglan kom á staðinn, en við fundum hann seinna hjá Tóm- stundahöllinni.“ Þegar lögreglan ætlaði að taka árásarpiltinn tali, var hann svo æstur, að setja varö hann í járn. „Það var ekki vegna þess, að mér fyndist ég svo hrakinn, að ég kvaddi til lögregluna, og gerði veður út af þessu," sagði Viggó Maack. — „Heldur finnst mér þetta að verða alyeg óþol- andi, að fófk skuli ekki fá að ganga friði um götur bæjarins, eftir að skyggja tekur. Og mér er ljóst, að löggæzlan er mikið til f höndum almennra borgara sjálfra. — Ef þeir sjálfir líöa svona nokkuð óátalið, þá færir þessi óaldarlýður sig upp á skaftið, og óstudd fær þá lög- reglan við lítið ráðið. Mér skilst, að þetta séu yfir- leitt sömu ofbeldisseggirnir, sem eru aö verki aftur og aftur, og yfirleitt án þess að fólk vilji leggja á sig þá fyrirhöfn að kæra, svo að löggæzlan fær kannski aldrei vitneskju um at- hæfi þeirra," sagði Viggó í sam- tali við blm. Vísis í morgun. Nokkrum sinnum þurfti sjúkra lið og lögregla að flytja slasaða pienn á slysadeild Borgarspítai- ans vegna meiðsla, sem þeir höfðu hlotið í ryskingum við ölvaða menn. Á föstudag hlutu tveir menn svöðusár á augabrún, annar eft- ir slagsmál við skemmtistaðinn Sigtún, en hinn eftir átök í Aust urstræti. Þriðji maðurinn meidd ist á fæti, þegar sp»arkað var í hann, og fjórði maðurinn meidd i»t, pegar ráðizt var á hann . porti bak við Þórskaffi. Þá réðst unglingspiltur í fé- lagi við kunningja sinn, á mann, sem var á gangi við Hlemmtorg, og rændu j>eir hann peningum hans. En maöurinn náði pening- úhum aftur, og kom piltunum undir hendur lögreglunnar. — Fundust þá á hinum piltinum orlofsmerki að upphæð kr. 14. 900, sem hann hafði stolið af gestgjafa sínum, þar sem hann hafði verið f partíi um nóttina. — GP Að því er Vísir veit bezt sýnist ekki vera mikið svigrúm til beinna launahækkana ef marka má niður- stöður skýrslu Efnahagsstofnunar, þegar lenging orlofs og stytting vinnutímans er komin til fram- kvæmda, en ríkisstjórnin hét þvf í málefnasamningi sínum að sett yrðu lög um hvort tveggja, ef samn ingsaðilar gætu ekki komið sér saman um þessi atriði. Nú munu undirnefndir sem starfað hafa að þessum atriðum komizt að sam- komulagí í höfuðdráttum um þessi tvö atriði, en enginn árangur hefur orðið í viðræðum samningsaðila um beinar kauphækkanir. 1 morgun kl. 11 hélt þriggja manna nefnd ríkisstjórnarinnar (Ó1 afur, Hannibal og Magnús Kjart- ansson) fund með 6 manna við- ræðunefnd ASl og vinnuveitenda, þar sem rætt var um skipan sátta- nefndar til aðstoðar sáttasemjara ríkisins, en deilunni hefur nú verið vísað til hans. Má því búast við, að hin raunverulega togstreita um kaup fari að hefjast nú einum mán- uði eftir að samningar urðu lausir. Atvinnurekendur halda því fram, að ekki verði unnt að hækka laun- in nú án þess að minnka krónuna, þar sem opinberir starfsmenn og sjómenn hafi tekið það af kökunni, sem umfram hefur orðið í góðær- inu, þegar stytting vinnutímans og lenging orlofs hefur komið til. — Að sjálfsögðu eru fulltrúar ASÍ á annarri skoðun. — VJ Þjóðarat- kvæði um varnarmálin? Geysilegt fjölmenni sótti fund í Keflavík um varnarmál in. Mættj Einar Ágústsson. ut anríkisráðherra þar og svaraði fyrirspumum, en fundurinn varð íangur, tók 3 klukkutíma. Þræddi utanríkisráðherra stjóm aryfirlýsinguna í þessum mál um og lagði áherzlu á að samn ingurinn við Bandaríkjamenn verði endurskoðaður. Hins vegar taldi Jón Skafta- son alþingismaður að þjóðar- atkvæði um þetta' mál væri vel hugsanlegur möguleiki og benti á að það yrði þá gert um leið og . sveitastjórnarkosningar 1973 verða. — JBP RIGNINGARFÓTBOLTI. — Þessi mýnd er táknræn fyrir knattspyrnukappleik, sem fram fór í gærdag á Melavellinum í Reykjavík, — völlurinn var reyndar líkari sundlaug en knattspyrnuvelli eins og sjá má. Hér er Haraldur Erlendsson, KópavogsmaSur að sækja að Frammarkinu í leiknum. Dómarinn grýttur í Hafnarfirði Það var stór dagur hjá Breiða bliki í íþróttum í gær. Liðið 'þess í knattspyrnu komst í úrslit Bikarkeppninnar og stúlkumar ■unnu sæti I 1. deild í hahdknatt- leik. Víkingar voru og einnig í! sviðsljósinu, þegar þeir unnu aftur sæti sitt í 1. deild í hand knattleik. Það mót hófst í Hafnarfirði f gær. Fram vann Hauka og fimmeyring var kastað af afli í andlit annars dómarans. Þa'ð var ýmislegt ’annað um að vera á íþrótta- sviðinu og nánar má lesa um það á bls. 5 og 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.