Vísir - 01.11.1971, Blaðsíða 5

Vísir - 01.11.1971, Blaðsíða 5
V í S I R . Mánudagur 1. nóvember 1971. Guðmundur Þórðarson, lengst til hægri fallinn í völlinn, sendir knöttinn fram hjá Marteini og Baldri og í átt að auðu Fram-mark inu. Þetta var sigurmark Breiðabliks í leiknum. , Ljósmynd BB. Hmningjudísin brást Fram og Breiðablik sigraði 1-0 — og Kópavogsliöib Aldrei hef ég séð Mela- vöffinn verri til keppni en í gær, þegar Fram og Breiða blik mættust í hinum þýð- ingannikla leik í undanúr- slitum Bikarkeppni KSÍ. Hann var miklu líkari sund laug en knattspyrnuvelli og pollarnir léku stórt hlut- verk í erfiðri baráttu leik- 'nanna að hémja knöttinn í norðaustan rokinu. Það var f jandakornið ekki leik leikur gegn V'iking úrslitaleik Bikarkeppninnar andi — eri leikurinn^Jfój* fram og Breiðabliki tókst einu sinni að senda knött- inn í mark Fram og vinna sér þar með rétt í úrslita- leik keppninnar- Og þetta var mikill heppnissig- ur, því Fram-liðið var mun betra í þessum erfiða leika og það ekki verið of mikið þó liðið hefði sigrað með tveggja —þriggja marka mun. En hamingjudVsin snerj baki við Fram í þessum leik — knötturinn small í markstöngum Breiðabliks en inn vildj hann ekki, þrátt fyrir fjölmörg góð tækifæri — en Sreiðablik Tékk raunverulega að- eins þetta eina, sem liðið skoraöi úr. Þar með er Fram úr keppn- innj — þeirri keppni, sem það sigraði í fyrrahlaust. Fram lék undan hinum sterka vindi í fyrrj hálfleik og var knött- urjnn þá nær stöðugt á vallar- helmingi Breiðabliks og það fór ekkj hjá þvLaö tækifæri byðust — en vítateigurinn var erfiður, al- settur pollum. Maður dáöist ekki að þeirri knattspyrnu, sem sást, en maður dáðist að þeim fjölmörgu áhorfendum, sem hvorki létu veöur né vind hafa áhrif á sig og hvöttu liðin af miklum krafti — en varla hefur verið þurr spjör á þeim er heim kom aftur. Knötturinn dansaði °ft um í poll- unum viö mark Breiðabliks og þar gat a'llt skeö. Mark Breiöabliks komst Thættu ófta'r en" eínu sinni. — Arnar átti hörkuskot á mark á 10. min. sem markvöröur Breiða- bliks, Ólafur Hákonarson, varði frábærlega. — Kristinn átti stang- arskot og tvivegis munaði milli- metrum, að Ásgeir Elíasson skor- aði fyrir Fram. Þorbergur var nán- ast statisti í ma'rki Fram, þar ttl rétt undir lok hálfleiksins að hann kom þrisvar—fjórum siruunn vifi knöttinn og þá hefðj Þór Hreiðars- son getað skorað óvænt fyrir- Breiðablik, þegar hann fékk knött- inn frír en misst; hann alltof langt frá sér. í s'iðari hálfleiknum bjuggust á- horfendur við stórsókn Breiðabliks. En það var öðru nær — leikurinn var þá freka'r jafn og Fram þó heldur hættulegra liðið. Þannig komst Arnar í dauðafæri —markið blast, autt og yfirgefið fyrir framan hann — en þegar hann spyrnti lenti knötturinn í stöng og út aftur. Leikurinn sniglaðist áfram og al- mennt var farið að reikna með framlengingu þegar Breiðablik skoraði. Það var á 35. mín. Knöttur- inn var gefinn langt fram og þeir Guðmundur Þórðarson og Marteinn Geirsson áttu í miklu kapphlaupi. Guðmundur var að- eins fyrri til á knöttinn og úr vítateigshorninu spyrnti hann frekar Iaust á markið. Þorbergi urðu á mikil mistök — hann yfirgaf mark sitt og hlióp út í algjöru hugsunarleysi — og knötturinn skoppaði f mark Fram og tveir leikmenn rétt á eftir honum. En vindurinn var það mikill að knötturinn frekar jók ferðina en hítt — og hlaup varnamanna Fram því von- lítið. Þetta voru mikil mistök hjá landsliðsmarkverði okkár og ef hann hefði ekk; yfirgefið markið hefðj þessi hætta aldrei skapazt. En hvað um það. Þetta mark nægði Breiðablikj til sigurs og vissulega — eftir fyrri leikjum liösins í keppninni — veröskuldar liðið sæti í úrslitum. Það er ekki svo Ktið afrek, sém liðið hefur unnið — slegið út I'slandsmeistara Kefla'vík- ur og Bikarmeistara Fram auk Vals. Lið, sem nær slíkum ára'ngri verðskuldar að komast í úrslit. — hsím. Fram réði alltaf ferð- inni í Hafnarfirðinum — og sigraoi Hauka ; fyrsta leik Islandsmótsins Keppnin í 1. deild íslands- mótsins í handknattleik hófst í íþróttahúsinu í Hafnarfirði í gærkvöldi og léku Haukar og Fram þenn an fyrsta leik mótsins. — ^•ram réð öllu um gang !eíksins og sigraði örugg- lega — skoraði 20 mörk ?egn 15. FH átti einnig að leika þetta f yrsta leikkvöld en leik liðsins var frestað vegna Evrópukeppninnar. Áhorfendur voru margir á leikn- um og ánægðir, þegar Ólafur Ól- afsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Hauka. Björgvin Björgvins- son, sem fékk blómvönd fyrir leik- inn, þar sem þetta var 100. leikur hans í meistaraflokki Fram jafn- aði fljótt. Aftur náðu Haukar for- ustu með marki Sigurðar — en þá náðu Framarar leikkafla, sem gerði út um leikinn — þeir skoruðu næstu fimm mörk og komust í 6 — 2. í rúmar 20 mín. tökst Haukurh ekki að finna leiðina f mark Fram, þar til loks þeir fengu víti, sem bezti maður þeirra Stefán Jónsson skor- aöi úr. I hálfleik var staðan 7—i fyrir Fram. Fram jók yfirburði sina í byrjun síðari hálíleiks og komst í 12—6 og eftir það var aðeins spurning hve stór sigur Fram yrði. Haukum tókst þó um tíma að minnka bilið í þrjú mörk — en síðan komst Fram aftur 6 mörk yfir, en Stefán átti síðasta orðið fyrir Hauka í leiknum. Fram-liðið lék oft vel í þessum leik og þar bar mest á Axel Axels- syni, sem skoraði mörg gullfalleg mörk. Mið kanónunnar var nú virki lega gott. Axel skoraði 8 mörk í Ieiknum, Björgvin og Sigurbergur 3 hvor, Ingólfur 2, Pálmi (víti), Sigurður Einarsson, Árni Sverris- son og Stefán Þórðarson eitt mark hver fyrir Fram. Haukar hafa misst mikið og það kom vel fram í leik liðsins. Þeir eiga enga menn til að fylla skörð Viðars og Þórarins. Stefán fyrirliði var langbeztur Hauka í öllum að- gerðum og skoraði 7 mörk. Guð- mundur 3, Ólafur og Sigurður 2 hvor, og Þórður eitt. Björn Krist- jánsson og Karl Jóhannsson dæmdu leikinn miög vel. -hsím islandsmótið f 1. deild að hefjast. Björgvin, Fram fær blómvönd fyrir leikinn vegna 100. leiks sins í meistaraflokki Fram. Ljósm BB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.