Vísir - 01.11.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 01.11.1971, Blaðsíða 8
V í S I R . Mánudagur 1. nóvember 1971. ? vísm Utgefanai: KeyKjapreut hf. rramirwsindastjóri • Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri • Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Símar 15610, 11660 Afgi. -!a: Bröttugötu 3b. Sími 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 195 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 12.00 eintakið. Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Torleysta dæmið fbúðarhúsnæði hefur aukizt svo ört hér á landi í langan tíma, að menn hafa verið að vona, að senn mundi linna þeirri miklu húsnæðiseklu, sem einkennt hefur þjóðfélagið áratugum saman. Nærri 2000 íbúð- ir eru jafnan í smíðum á Iandinu. Þar af eru nærri 1000 í Reykjavík og töluverður hluti afgangsins í ná- grannabyggðum Reykjavíkur, þar sem fólksfjölgun- in er mest. En samt er eins og ekkert vinnist á í kapp- hlaupinu við húsnæðisskortinn- Margar orsakir stuðla að því að gera þetta kapp- hlaup erfitt. Ein er sú, hve stutt er síðan farið var að reisa varanleg nútímahús á íslandi. Það hefur verið haft á orði, að ein kynslóð hafi orðið að byggja yfir alla þjóðina og þá auðvitað varanleg hús, sem kunna að endast öldum saman. Önnur orsök er sú, hve fjölmennir aldursflokkar eru að komast á giftingaraldur. Á þessum aldri stofn- ar fólk heimili og þarf að koma sér upp baki yfir höf- uðið. Ennfremur hefur ört vaxandi velmegun undan- farinna ára stuðlað að því, að fölk stofni heimili fyrr í; i< joOIOUIöI fíitiuj úr{Ácis en áður, bæði af því að það gengur fyrr í hjónaband og hefur fyrr ráð á að flytja úr foreldrahúsum. Hinn hái byggingakostnaður er ein helzta hindr- unin fyrir því, að hægt sé að leysa þetta vandamál með stórfelldu átaki. 5% þjóðarteknanna fara í bygg- ingu íbúða og það hlutfall getur ekki hækkað, án þess að það komi niður á öðrum framkvæmdum. Byggingaiðnaðurinn er sú iðngrein, þar sem einna erfiðast er að koma upp nútímalegum vinnubrögðum svo sem fjöldaframleiðslu, stöðlun, sjálfvirkni og ann- arri hagræðingu. Þess vegna lækka afurðir hans ekki í verði eins og afurðir flestra annarra iðn~?2i::r.. Gerðar hafa verið tilraunir til að lækka þennan kostnað. En ;'i '"igurinn hefur yfirleitt ekki orðið eins mikill og vonáö var j ’ð upíphaf +’1rn-nanna. EM c. j að síður hefur margt lærzt af tiiraunum þessum og enginn efast um að með þrautseigju megi lækka ýmsa liði byggingakostnaðarins. Iðnlöggjöf, taxtar og að- gerðir til að halda uppi verði verka þó eins og hem- ilf á framfarir á þessu sviði. Til allrar hamingju hefur sú stefna verið alls ráð- andi með þjóðinni, að fjölskyldur ættu að eiga sínar íbúðir í stað þess að taka þær á leigu- Fyrir bragðið hefur mikið verið byggt í frístundavinnu fólks og það er fundið fé fyrir þjóðarbúið í heild. Enginn vafi er á, að húsnæðisskorturinn væri miklu verri, ef þessi sjálfseignarstefna hefði ekki árum saman ýtt undir framkvæmdir. Ef nú verður farið út í að leggja meiri áherzlu á leiguíbúðir, er hætt við, að íbúðaskorturinn aukist. Lífeyrissjóðir landsmanna gfldna ákaflega ört og munu í framtíðinni geta sinnt fjármögnun íbúðabygg- inga mildu betur en nú. Það er því í heild ástæða til bjarísýni, þútt enn sé skortur á húsnæði. Sviar ræða um breytingar á bjórsölu: Bjór við sérstök borð eða aðeins í vínbúðum? Svíar eru ekki sagðir vandlátir bjórdrykkju- menn svona yfirleitt. — Þó hefur ekkert mál lík- lega valdið meiri hita þar í landi í seinni tíð en milliölið sænska. — Meðmælendur og and- . .MjKííleggla^slflft ,á sig, að þvS mælendur sterks ols her virðistogsýnirþaðnokkurn mun á .iandi, vitna Voft.„<L„,á °g fslehdingi, svo Iangt .......... sem það nær. SViar héldu áfram reynslu Svía, en reynd- að þamba annan flokk af bjór ar sýnist víst sitt hverj- með aðe,ns 2,8 prásentum. um um hana. rikisstjórnin afnam áfengis- skömmtun og Svíar juku drykkju. Þá var þriðji flokkur bjórsins fáatilegur og aðeins f áfengisverzlunum ríkisins. Hann gekk illa út. Til komu háir skattar, sem lagðir voru á verð ið og námu um 20 prósentum. Annað vandamál áhugamanna' voru endalausar biðraðir við áfengisverzlanir ríkisins. og þótti mörgum ekki ta'ka því aö er Venjulegur Tuborg bannaður Milliölið inniheidur um 3,6 prósent af hreinum vínanda, svipað og víða annars staðar er kallað maltbjór. Maltbjór er nú ekki mikið á döfinni ann ars staðar, en sumir Svfa'r telja milliölið sitt vera einhverja mestu ógn við lög og reglu. frá því að danskurinn réðist inn i' landið á Miðöldum. Þessi mjöður hefur verið seíd ur f~' " ’■ .nkkurra ára skéið 0.7 ; aiatvörubúðum. Fyrir 1955 var lítiö um bjór rætt í Svíþjóð, og kom það til af því að l'itið fannst af þeirri vöru innan landamæranna'. Þeir höfðu þó sinn veika bjór, fyr?ta flokks bjór með 1,8 prósent hreinum vínanda og annars flokks bjór kallaðán pilsner 2,8 prósent. Þessar tegundir voru seldar f matvörubúðum, eins og hér gerist um ættingja hans Thule og Piisner. Hins vegar var sterkari bjór bannaður, meö al annars danskur Tuborg og Carlsberg, sem höfðu 3,6 prósent áfengismagn. Nenntu ekki að bíða í biðröðum eftir sterkari bjór 1 Svíþjóð fyrirfannst samt töluvert sterkur „bjór“ „Export“ í þriðja flokki með 4,5 prósent. Var honum útbýtt í lyfjabúðum samkvæmt lyfseðli sem lyfi. Það var svo árið 1955 og næstu ár, að bylting varð og llllllllllll Umsjón: Haukur Helgason Ungt fól'k tók við milli- ölinu í stað léttra vína Upp úr þessu byrjði rifrildið um bjórinn að marki. Seinni bylt ingin í Svíþjóð fylgdi f kjölfar hinnar fyrr; ' eins og bylting bolsévika fylgdj í kjölfar hinn ar meinlausari byltingar í Sovét. Haustið 1965 eftir heitár deilur á þingi ýar samþykkt að leyfa bruggun og innflutning á 3,6 prósent Bjór og selja hann í stórverzlunum og matvörubúð um. Ekkert lát várð á deilunum, og bindindissamtök sögðu, aö hafinn væri Hrunadans. Hörð ustu bjórmenn sögðu, að björ væri ekki bjór nema í honuro væri ákveðið lágmark alkóhóls og þetta værj bara „sull“. Fjöl miðlar tóku að kalla nýja bjór inn milliöl sem lægi milli sterks og veiks bjórs. í Tuborg brugga þeir sérstak lega fyrir Svía, þvl að venju legur Tuborg er of sterkur. Milliölið varð löglegt þann 30. september 1965 og vegir við stærstu borgir og bæi Svíþjóð ar fylltust af bjórtrukkum, sænskum, dönskum, þýzkum, hollenzkum. Næstu daga kássuð ust menn 1 biðraðir við af- greiðsluborðin f búðunum og keyptu milliöl. Skatturinn á nýja bjórnum var meira en tvöfaldur skattur inn á öðrum bjór, og margir báru sig illa undan verðinu og líkaði heldur ekk; alls kostar bragðið. En einn flokkur manna tileinkaði sér milliölið unga fólkið. Áður höfðu margir hinna ungu drukkið létt vín, sem hinir eldri fengust til að kaupa handa þeim í áfengisverzlunum. Kaupmenn óttast 15% kostnaðarhækkun Andstæðingar milliölsins eru margir, og þeir hafa ekkj látiö undan síga, þótt ölið hafj hald izt í sex ár. Þeir kenna milli- ölinu um aukningu afbrota, svo sem þjófnaði í fsbúðum eöa sölu turnum. Þingnefnd hefur fengizt við málið um hríð. Tveir af tíu í nefndinni vilja, að milliöi sé aðeins selt í áfengisverzlunum. Tveir vilja óbreytt ástand, en sex nefndarmanna stefna að þvf, að öliö verðj selt við sér- stök afgreiðsluborð í verzlunum, þar með matvörubúðum, og að- eins til fólks, sem er eldra en 18 ára. Fulltrúar smásöluverzlun arinnar kvarta um, að kostnað ur þeirra mundj aukast, ef hið síðastnefnda yrðj ofan á og setja þyrfti sérstök afgreiðsluborð undir bjórinn. Einn þeirra segir, að þetta mundj auka allan til kosnað um 15 prósent i verzl- unum og þvf yrði að skella ofan á verðlagið, bæði verð á bjór og mat. Þingið mun væntanlega' taka afstöðu til tillagna nefndar- manna í vetur. Sagt er, að meira en helmingur þingmanna séu bindindissinnaðir. Sumir halda þvl fram, að Sví ar kalli vandamálið yfir sig með öllum deilunum. Ef mikið sé vandræðazt yfir einhverju, fari unglingar að sækjast eftir því og halda, að það sé eitthvað merkilegt. Þetta sagði að minnsta kosti Dani nokkur, sem drakk Carlsberg Elefant. 6,5 prósent.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.