Vísir - 10.11.1971, Blaðsíða 4

Vísir - 10.11.1971, Blaðsíða 4
4 VISIR. Miðvikudagur 10. nóvember 1971 „Ennþá seiðadráp hjá rækjubátunum44 — Hefur fyó stórlega mlnnkaB, segir Ingvar Hallgrimsson Rækjuveiðamar eru enn undir smásjá Hafrannsókna- stofnunarinnar og em menn frá stofnuninni sendir út með bátunum sem veiðamar stunda frá Suðurnesjum til þess að teija seiðamagnið f aflanum. Rækjuflotinn veiðir nú eingön .u á meira en 80 faðma djúpu vatni. Um 20 skip em nú byrjuð þessar veiðar aftur eftir að bann var sett á rækjuveiði á gmnn- sævi við Reykjanes. Bátamir hafa aflað vel þá sjaldan gefið hefur. 1 gær voru einstaka bátar með mjöig góðan rækjuafla, allt upp undir 2 tonn. Rækjuveiðin er nú ein að aluppistaðan atvinnulífi K Kefla vik og í Sandgerði, þar sem annar veiðiskapur hefur gengið illa. Um 20 línubátar róa frá þessum stöðum, en þeir voru með frá einu og upp f fjögur tonn í gær. Tregt hefur líka ver ið hjá togbátum þannág að vinna hefur verið takmörkuð í frystihúsunum. — Það hafa verið fárnir' svo fáir róðrar síðan bátarnir fluttu sig út á dýpra vatn, að þaö er ekki alveg mark á þessu takandi ennþá, sagði Ingvar Hallgríms son forstöðumaður Hafrann- sóknastofnunarinnar. Hins vegar vit-um við að seiðamagnið hef ur minnkað stórlega, sagði hann. Við höfum sent menn frá okk ur með bátunum daglega til þess að fylgjast með þessu. Sjálfsagt verður ailtaf eitt- hvert seiðamagn f rækjuaflánum á þessum tíma, þar sem þama eru miklar uppeldisstöðvar. Seiðin em þarna á títnanum október fram f febrúar. marz. Mér segir svo hugur um að þessi veiði verði stunduð á sumrin i framtíðinni, bvrjað á vorin og hætt á haustin. Okkur þykir hins vegar rétt að gera þessa úrslitatilraun með veiðar á dýpra vatni. Ýmsir þeir sem tii rækjuveið anna þekkja telja áö jafnvel þótt seiðadrápið hafi stórminnk að með þessum ráðstöfunum, þá sé hér enn um rányrkju að ræða. Og vissulega er það likt og að mfga í skóna sína til þess að hlýja sér að drepa seiðin, sem eiga að verða uppistaðan i fiskaflanum á þessum slóðum næstu árin.til þess áð halda úti fáeinum vinnustöðum í nokkra mánuði. —JH „Vér höfum sannreynt, að mað urinn réttiætist ekki af lögmáls verkum, heldur aðeins fyrir trú á Jesúm Krist...Þannig hef ur símsvarinn máls í dag. Suðurnesja-lögreglan gerir atlögu gegn leynivínsölu 20 manna lögreglulið gerði skyndi- Ieit hjá velflestum leigubílum beggja bilastöðvanna í Hafnarfirði á föstudagskvöld. Við leitina fundust 16 flöskur af áfengi í einum leigubílnum, og viðurkenndi ökumaðurinn í yfir- heyrslum, að hafa ætlað það til leynivinsölu. Lögreglan og bæjarfógetaemb- ættið í Hafnarfirði geröi þessa „rassíu" um kl. 10 á föstudags- kvöld, og stóð leitin yfir í um það bil kiukkustund. Ein áfengisflaska fannst f öðrum leigub'il en öku- maðurinn gat gert viðeigandi grein fyrir henni, þar eð hann hefði keypt hana að beiðni kunningja síns. Þrálátur grunur og orðrómur VELJUM fSLENZKT <H> fSLENZKAN IDNAÐ || J. B. PÉTURSSON SF. ÆGISGÖTU 4 - 7 13125,13126 um leyniv'insölu leigubílstjóra leiddi til þessarar aðgfj.rðar lögregl- unnar, sem lét tjl skarar skríða, eftir að maður einn korhst fyrir nokkru í hendur laganha og viður- kenndi að hafa keypt áfengisflösku af leigubílstjóra. Lögregluyfirvöld í Keflavík gripu til sams konar aðgerðá laugar dagskvöld fyrir rúmri viku. Sjö menn stóðu að skyndileit í 12 leigu bíium í Keflavik. Þegar lögregluþjónn úr leitar- flokknum gekk aö einni bifreið- inni. og skýrði ökumanninum frá þvf, hvað til stæði brá ökumaður- inn snöggt við og ók burt. Þótti þetta bera alian keim af þvf að hann hefði flúið til þess áð komast hjá leit, og var honum veitt eftir- för. Þegar tij hans náðist, fannst ekkert í bílnum en eftirreiðarmenn irnir fundu á „flótta“leiðinni eina áfengisflösku. sem bilstjórinn hafði losað sig við á leiðinni. Viður- kenndi hann að eiga vínið, en neitaði eindregið að hafa ætlað það til leyniv’msölu og var mál hans tekið trl sérstakrar framhaldsrann- sóknar. — GP. „Orb dagsins" á Akureyri: 30-40 hlýða á guðsorð í síma Kvöldvaka verður í Sigtúni fimmtudaginn 11/11 kl. 20.30 (Húsið opnað kl. 20). E"ni: 1. Myndir úr Miðlandsöræfa- ferð 1971, teknar af Einari Guðjohnsen og Mögnu Ólafs dóttur, Einar sýnir. 2. Myndagetraun. 3. Dans til kl. 1 Aðgöngumiðar hjá Isafold og bókaverzl. Siigf. Eym. og við innganginn. Fyrir norðan hafa þeir engu síður þörf fyrir orð dagsins en við, á stórborgarsvæðinu. Hér er það Hvítasunnusöfnuðurinn sem ies okkur orð dagsins, en fyrir norðan er það ungur Akur eyringur, Jón Oddgeir Guð- mundsson að nafni, afgreiðslu- maður hjá útvarpsvirkja. Jón er virkur félagi í KFUM- söfnuðinum á Akurevri, en sá er skaut að honum hugmyndinni um símsvara sem flytti mönnum orð dagsins er hins vegar í Sjónar- hæðarsöfnuðinum. „Þessi vinur minn hafði verið að hlusta á brezka útvarpsstöð, sem var að hefja fastan dagskrárMð. þar sem lesið er úr ritníngunni, þeim til uppörvunar sem við erfiðleika eiga að etja. Vinur minn hreifst mjög af þessum dagskrárlið og færði það f tal við mig, en það leiddi til þess, að ég kom upp sím leidai til þess, að ég kom uppsim svlMhufnT^'-u t skýrðr Jón <53dgeir f viðtali við Vísi f gær. Það var á sjúkrahúsinu á Akureyri, sem blaðið náði tali af .Tóni, en þar er hann til læknismeðferðar á hand- Iæknisdeildinni eftir minniháttar slys, sem henti hann. „Það er vinur minn einn, sem matar símsvarann fvrir mig á með an ég dvel á sjúkrahúsinu," sagði Jón aðspurður, og bætti því við að daglega væri skipt um ritningar- srein og væru það prestar og fleiri sóðir guðsorðsmenn sunnlenzkir ’’afnt sem norðlenzkir sem læsu fyr ir hann inn á segulband ritningar greinarnar og í öllum tilvikum flyttu þeir hugleiðingar í framhaldi af bvi. „Ég fór af stað með orð dags- ins í aprfl sl.,“ sagði Jón að lok- um. „Þá til að byrja með voru hringingarnar að jafnaði 100 á sólar hring. Sfðan og til þessa dags hafa þær verið um 30 til 40 á sólarhring Og símanúmerið er 96-21840. —Þjm PIZZA PIE MÝJAR GERÐIR DAGLEGA IkLA. Spaghetti PIZZA Ananas PIZZA meö 4 teg. Hamborgara PIZZA Kabarett PIZZA ALLTAF NÝBAKAÐ OG HEITT LYSTUGT — LJÚFFENGT og FALLEGT ta framreiðslu SIWÁRAKAFFI Laugavegi 178, sínú 34780 Ferðafélag íslands

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.