Vísir - 10.11.1971, Blaðsíða 5

Vísir - 10.11.1971, Blaðsíða 5
V í STR. Miðvikudagur 10. nóvember 1971. Sigawegarar Víkings í Bikarkeppninni og Ingvar Pálsson aö afhenda þeim verölaun. Guöjón Einarsson sést bakvið hann. meðalið og kannski skiljanlegt. að jafn reynslulitlir leikmenn og Vík- ings og Breiðabliks sýndu ekki sitt bezta f þetta' mikiivægum leik. Raunverulega er þetta einn lakasti leikur Víkings í sumar — ~og. kannski sá lakasti hjá Breiðabliki. Vikingar náðu aldrei þeim tökum á miðjunni, sem gerði þá að stór- liðj gegn Akranesi, og Guðgeir og Gunnar voru langt frá sínu bezta. Vörn liðsins var sterk — Diðrik varði allt, sem á markið kom og Jón Ólafsson og einkum þó Jó- hannes Bárðarson voru traustir á miðjunni. í framlínunni bar mest á Eiríki og Þórhaili, sem að mörgu leyti átti skínandi leik. Lið Breiða- bliks náði sér aldrei vei á strik og baráttukrafturinn var ekki hinn sami og oftast fyrr V sumar. Það var helzt Einar Þórhallsson sem lék vel, og vörnin var einnig nokk- uð traust. Ólafur góður markvörð- ur þó hann réði ekki við skalla Jóns Ólafssonar. Og þar með er Víkingur aftur kominn á blað í íslenzkri knatt- spymu og leiktímabilið hefur hreint verið frábært hjá himu unga VIKINGUR Bikarmeistari - sigraoi Breioablik í úrslitaleik keppninnar i gær 1-0 og leikur / Evrópukeppni bikarhaía næsta sumar Eftir 31 ár tókst meistara- flökki Víkings í knátt- sþyrnu loks að bera sigúí úr býtum í keppni beztu liðá íslands — vann sigur, sem margir góðborgarar Reykjavíkur hafa lengi beð ið eftir eins og sjá mátti á Melavellinum í gær- kvöldi, þegar Víkingur og Breiðablik léku til úrslita í Bikarkeppni KSÍ á flóð- lýstum vellinum og við betri aðstæður, en raun- verulega er hægt að gera ráð fyrir hér á landi næst- um um miðjan nóvember. Fjöldi fólks lagði leið sína á MelavöUinn og voru bæði liðin hvött ákaft. VöLlurinn var prýðilegur — varla pollur á honum — en nokk- ur sunnangola hafði sín áhrif. Vik- ingur vann hlutkestið, en fyririi?.- inn Gunnar Gunnarssofi^' valdj að leika gegh goiunni. Það kom á ó- vart, é'rt eftir &"Röm"þetta'Uí sem' snjallt bragð. Og síðan hófst leikurinn og vissu- lega voru upphafsmínúturnar skemmtilegar og gáfu fyrirheit, sem leikmönnum liðanna tókst þó ekki að uppfylla. Taugaspennan — og öryggisleikur Víkings — var alls ráðandi í sVðari hálfleik. Þáð voru ekki nema nokkrar sekúndur af leik, þegar mark Breiðabliks komst í hættu — knettinum var spyrnt langt fram og Eiríkur Þor- steinsson, hinn snjalli miðherji Víkings komst inn fyrir vörn Breiðabiiks — ætlaði að vippa knettinum yfir markvörðinn, en Ólafur Hákonarson sá við honum og varði vei. Síðain barst knöttur- inn upp að marki Vikings og Gunnar Þórarinsson átti hörku- skot, sem rétt sleikti þverslá. Spennandi augnablik. Breiðablik var meira í sokn fyrri háifleik, þegar liðið naut aðstoðar golunnar og þá átti Einar Þórhalls- son tvívegis skalla' framhjá marki og Gunnar gott skot, sem Diðri'k Ólafsson, markvörður Víkings, varði mjög vel — en Víkin'guT skoraði eina markið í hálfleiknum Valdi 12 leik- menn gegn Sviss Tólf leikmenn voru kvaddir til að leika fyrir England gegn Sviss í kvöld í Evrópukeppni landsliða. Þeir eru Shilton, Leicester Made- ley, Cooper, Leeds Storey, Arsen- menn, sem tóku þátt í deildabik- arnum á mánudag. Skotland leikur við Belgiu í sömu keppni í kvöid og skozka Hðið er al, Lloyd og Hughes, Liverpool, þannig: Clark, Murrey og Buchan, Moore, fyrirliði, og Hurst West Aberdeen, Hay og Johnstone, Cel- Ham, Lee og Summerbee, Manch. tic, Bremner fyrirliði, og Gray, City. Ball, Everton og Chivers, i Leeds, Stanton og Cropley, Tottenham. Sir Alf Ramsey reyndi 'Hibernian, Jardine, Rangers, og að komast hjá þVi að velja leik- O'Hare Derby. 'og það reyndist sigurmark leiksins. Og það var mark, sem verð- skuldaði að vinna leik — stór- glæsilegt. Á 20. mín. fékk Vík- ingur aukaspyrnu rétt fyrir framan stúku vallarins og Guð- geir Leifsson tðk hana mjög vel — gaf knöttinn rétt innfyrir ^táfeig'Kreíðábliks oghar stökk miðvörður Víkings, Jón Ólafs- son, mun hærra en aðrir og skallaði knöttinn af slíku beljar- at'li af 18 m. færi í markið að netmöskvar þess lyftust — al- gjörlega óverjandi fyrir Ólaf. Frábært mark, sem minnir í mörgu á hörkuskalla Ríkharðs Jónssonar sem færði íslandi sigur" gegn Norðmönnum í ólympíukeppni á Laugardals- veliimini 1959. Þetta mark Jóns Ólafssonar er eitthvert falleg- asta skallamark, sem ég hef séð. Síðari hálfleikurinn var heldur leiðinlegur og raunverulega tókst liðinum aldrei að sýna þá knatt- spyrnu sem gerðj það að verkum að þaii léku tij úrslita í Bikar- keppninni Það er kannski skiljan- legt þegar mikilvægj leiksins er haft í huga. Önnur stærsta keppni á íslandi og þátttaka fyrir sigurveg- arann íEvrópu. Vikingar hættu á h'tið eftir mottóinu „öryggi fyrst""'og það heppnaðist liöinu '— Breiðablik fékk ekkj umtalsv. tækifæri í hálf- Ieiknum. Og það var líka sjaldan hætta við mark Breiðabliks. — Þó komst Ólafur Þorsteinsson (Ólafs- sonar, tanniæknis) innfyrir vörn- ina, en Ólafur Hákonarson varði skot hans — og einnig átti Ólafur Þorsteinsson skot framhjá þegar enginn var í markinu. En allur hálf- leikurinn einkenndist mest af lang- spyrnum Vikings fram og hugmynd- in bak við þær var sú, aö Breiða- blik gat varla skorað meðan knött- urinn var á vallarhelmingi liðsins. Þetta' var þVi ekkj skemmtileg knattspyrna en tilgangurinn helgar •liöi Vikings. þar sem meðalaldur leikmanna' er rétt um 20 ár. Þetta er fyrsti. stófsigur Vikings síðan félagið sigraði í tvöföldu umferð- inni á Reykjavíkurmótinu 1940 — og þá em einnig 43 ár síðan Vík- ingur hefur orðið íslandsmeistari. — Bikarmeistarar Víkings urðu Diðrik Ólafsson Bjarni Gunnars- son, Magnús Þorvaldsson, Jón Öl- afsson, Jóhannes Bárðarson Gunn- ar Gunnarsson, Guðgeir Leifsson, Páll Björgvinsson, Ólafur Þorsteins- son, Eirt'kur Þorsteinsson og Þór- hallur Jónasson. Eftir leikinn afhenti Ingvar Páls- spn, varaformaður KSÍ, og fyrrum formaður Víkings sigurvegurunum bikar, sem Tryggingamiðstöðin gaf til keppninnar — og í hópi sigur- vegaranna var Guðjón Einarsson, Eimskip, sem svo lengi var for- maður Víkings auk þjálfarans Eggert Jóhannessonar, sem vissu- lega rná vera stoltur með árangur liös síns f sumar — hsVm. Kunnur Víkingur með bikarinn þá Magnús og Guögeir. Þorsteinn Ólafsson, en lengst til vinstri er sonur hans Ólafur, Liósm BB.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.