Vísir


Vísir - 10.11.1971, Qupperneq 5

Vísir - 10.11.1971, Qupperneq 5
VÍSIR. Miðvikudagur 10. nóvember 1071 ■ |||| §1%Í£ ■ ■ ' Signrvegarar Víkings í Bikarkeppninni og Ingvar Pálsson aö afhenda þeim verölaun. Guðjón Einarsson sést bakvið hann. meðalið og kannski skiljanlegt að jafn reynslulitlir leikmenn og Vfk- ings og Breiðabliks sýndu ekki sitt bezta í þetta' mikilvægum leik. Raunverulega er þetta einn lakasti leikur Víkings í sumar — og kannski sá lakast; hjá Breiðabliki. Vikingar náðu aldrei þeim tökum á miðjunni, sem gerði þá að stór- liðj gegn Akranesi, og Guðgeir og Gunnar voru langt frá sínu bezta. Vörn liðsins var sterk — Diðrik varði allt, sem á markið kom og Jón Ólafsson og einkum þó Jó- hannes Bárðarson voru traustir á miðjunni. í framlínunni bar mest á Eiríki og Þórhalli, sem að mörgu leyti átti skínandi leik. Lið Breiða- bliks náði sér aldrei vei á strik og baráttukrafturinn var ekki hinn sami og oftast fyrr ’i sumar. Það var helzt Einar ÞórhaHsson sem lék vel, og vörnin var einnig nokk- uð traust. Ólafur góður markvörð- ur þó hann réði ekki við skalla Jóns Ólafssonar. Og þar með er Víkingur aftur kominn á blað í íslenzkri knatt- spymu og Ieiktímabilið hefur hreint verið frábært hjá hinu unga VÍKINGUR Bikarmeistari — sigraði Breiðablik i úrslitaleik keppninnar / gær 1-0 og leikur / Evrópukeppni bikarhafa næsta sumar Eftir 31 ár tókst meistara- flokki Víkings í knatt- sþyrnu loks að bera sigúr úr býtum í keppni beztu liða íslands — vann sigur, sem margir góðborgarar Reykjavíkur hafa lengi beð ið eftir eins og sjá mátti á Melavellinum í gær- kvöldi, þegar Víkingur og Breiðablik léku til úrslita í Bikarkeppni KSÍ á flóð- lýstum vellinum og við betri aðstæður, en raun- verulega er hægt að gera ráð fyrir hér á landi næst- um um miðjan nóvember. Fjöldi fólks lagði leið sína á MelavöUinn og voru bæði liðin hvött ákaft. Völlurinn var prýðilegur — varla pollur á honum — en nokk- ur sunnangola hafði sín áhrif. VYk- ingur vann hlutkestið, en fyrirlið- inn Gunnar Gunnársson, valdj að léika gegn golunni. Það kom á ó- vart, én eftir á”kóm"þetta,tU' Sem' snjallt bragð. óg síöan hófst Ieikurinn og vissu- lega voru upphafsmínútumar skemmtilegar og gáfu fyrirheit, sem leikmönnum liðanna tókst þó ekki að uppfylla. Taugaspennan — og öryggisleikur Víkings — var alls ráðandi í sYðari hálfleik. Það voru ekki nema nokkrar sekúndur af leik, þegar mark Breiðabliks komst í hættu — knettinum var spyrnt langt fram og Eiríkur Þor- steinsson, hinn snjalli miðherji Víkings komst inn fyrir vörn Breiðabíiks — ætlaði að vippa knettinum yfir markvörðinn, en Ólafur Hákonarson sá við honum og varði vel. Síðan barst knöttur- inn upp að marki VYkings og Gunnar Þórarinsson átti hörku- skot, sem rétt sleikt; þverslá. Spennandj augnablik. Breiðablik var meira' í sókn fyrri hálfleik, þegar liðið naut aðstoðar golunnar og þá átti Einar Þórhalls- son tvívegis skalla framhjá marki og Gunnar gott skot, sem Diðrik Ólafsson, markvörður Víkings, varði mjög vel — en Víkingur skoraði eina markið í hálfleiknum Valdi 12 leik- menn gegn Sviss Tólf leikmenn voru kvaddir til að leika fyrir England gegn Sviss í kvöld í Evrópukeppni landsliða. Þeir eru Shilton, Leicester Made- ley, Cooper, Leeds Storey, Arsen- al, Lloyd og Hughes, Liverpool, Moore, fyrirliði, og Hurst West Ham, Lee og Summerbee, Manch. City Ball, Everton og Chivers, Tottenham. Sir Alf Ramsey reyndi að komast hjá þvY að velja leik- menn, sem tóku þátt í deildabik- arnum á mánudag. Skotland leikur við Belgíu í sömu keppni í kvöld og skozka liðiö er þannig: Clark, Murrey og Buchan, Aberdeen, Hay og Johnstone. Cel- tic, Bremner fyrirliði, og Gray, Leeds, Stanton og Cropley, Hibernian, Jardine, Rangers, og ÓHare Derby. ’og það reyndist sigurmark leiksins. Og það var mark, sem verð- skuldaði að vinna leik — stór- glæsilegt. Á 20. mín. fékk Vík- ingur aukaspyrnu rétt fyrir framan stúku vallarins og Guð- geir Leifsson tók hana mjög Vel — gaf knöttinn rétt innfyrir Antatéíg Breiðahliks og bar stökk miðvörður Víkings, Jón Ólafs- son, mun hærra en aðrir og skallaði knöttinn af slíku heljar- afli af 18 m. færi í markið að netmöskvar þess lyftust — al- gjörlega óverjandi fyrir Ólaf. Frábært mark, sem minnir í mörgu á hörkuskalla Ríkharðs Jónssonar sem færði fsiandi sigur gegn Norðmönnum i ólympíukeppni á Laugardals- vellinum 1959. Þetta mark Jóns Ólafssonar er eitthvert falleg- asta skallamark, sem ég hef séð. Síðari hálfleikurinn var heldur leiðinlegur og raunverulega tókst Iiðinuim aldrei að sýna þá knatt- spyrnu sem geröj það að verkum að þau léku tij úrslita í Bikar- keppninni Það er kannski skiljan- legt þegar mikilvægj leiksins er haft í huga. Önnur stærsta keppni á íslandi og þátttaka fyrir sigurveg- arann í Evrópu. Víkingar hættu á lYtið eftir mottóinu „öryggj fyrst“ og það heppnaðist liðinu — Breiðablik fékk ekk; umtalsv. tækifæri í hálf- Ieiknum. Og það var líka sjaldan hætta við mark Breiðabliks. — Þó komst Ólafur Þorsteinsson (Ólafs- sonar, tannlæknis) innfyrir vöm- ina, en Ólafur Hákonarson varði skot hans — og einnig átti Ólafur Þorsteinsson skot framhjá þegar enginn var í markinu. En allur hálf- leikurinn einkenndist mest af lang- spyrnum Víkings fram og h-ugmynd- in bak við þær var sú, aö Breiöa- blik gat varla skorað meöan knött- urinn var á vallarhelmingi liðsins. Þettá var þvY ekkj skemmtileg knattspyrna en tilgangurinn helgar liöi Víkings. þar sem meðalaldur leikmanna' er ré.tt um 20 ár. Þetta er fyrsti. stórsigur Vikings síðan félagið sigraði í tvöföldu umferð- inni á Reykjavíkurmótinu 1940 — og þá eru einnig 43 ár síðan Vfk- ingur hefur orðið Islandsmeistari. — Bikarmeistarar Víkings urðu Diðrik Ólafsson Bjarni Gunnars- son, Magnús Þorvaldsson, Jón ÓI- afsson, Jóhannes Bárðarson Gunn- ar Gunnarsson, Guðgeir Leifsson, Páll Björgvinsson, Ólafur Þorsteins- son. EirYkur Þorsteinsson og Þör- hallur Jónasson. Eftir leikinn afhenti Ingvar Páls- son, varaformaður KSÍ, og fyrrum formaður Víkings sigurvegurunum bikar, sem Tryggingamiðstöðin gaf til keppninnar — og í hópi sigur- vegaranna var Guðjón Einarsson, Eimskip, sem svo Iengi var for- maður Víkings auk þjálfarans Eggert Jóhannessonar, sem vissu- lega má vera stoltur með árangur liös síns f sumar. — hs’im. Kunnur Víkingur með bikarinn þá Magnús og Guðgeir. Þorsteinn Ólafsson, en lengst til vinstri er sonur hans Ólafur, Ljósm BB.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.